Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 2
H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A 14 -1 05 0 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Frumvarp til laga um frestun verk- fallsaðgerða Félags íslenskra at- vinnuflugmanna (FÍA) gegn Ice- landair varð að lögum í gær. Samningsaðilar fá frest til 1. júní og takist ekki að semja skal gerðar- dómur ákveða kaup og kjör fyrir 1. júlí. Eru þetta breytingar frá upp- haflegri gerð frumvarpsins, þá var miðað við 15. júlí og 15. september. Hagsmunaaðilar komu fyrir um- hverfis- og samgöngunefnd í gær. Höskuldur Þórhallsson, formaður nefndarinnar, segir þau sjónarmið hafa komið fram á fundinum að samningstíminn væri of langur. Fremur bæri að þrýsta á deilu- aðila að koma saman. Það væri báðum aðilum í hag að leysa deiluna sem fyrst. „Þetta sjónarmið kom m.a. fram hjá ríkissáttasemjara,“ segir Höskuldur sem segir Iceland- air einnig hafa nefnt slík sjónarmið. Hann segir lögin ekki hafa for- dæmisgildi fyrir aðrar stéttir, þar með talið flugfreyjur. Meta verði hvert tilvik út af fyrir sig. Varin réttindi í stjórnarskrá Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, segir flugmenn mjög ósátta. „Það hljóta allir launþegar á Ís- landi að telja á sér brotið þegar sett eru lög á löglega boðaðar verkfalls- aðgerðir. Þau réttindi eru varin í ís- lenskri stjórnarskrá,“ segir Haf- steinn sem telur Icelandair hafa fengið það fram að samningstími fram að gerðardómi var styttur. „Við teljum ekki miklar líkur á samningi, enda hefur það ekki tekist síðan í október að semja.“ Hafsteinn telur að hallað hafi á FÍA í umræðum um launakröfur flugmanna hjá Icelandair. „Þegar Samtök atvinnulífsins og aðrir aðilar fara að ræða launakjör okkar á þann veg sem var gert virð- ist sem menn hafi dapran málstað að verja. Ég verð að játa það. Það eina sem við sögðum er að hafna þeirri leið sem SA og ASÍ fara, enda erum við ekki aðilar að ASÍ og höfum aldr- ei verið. Við vildum gera lengri samning, þá væntanlega með hærri prósentutölum,“ segir Hafsteinn og bendir á að flugmenn vinni undir miklu álagi, allan ársins hring. Alls voru 67 flug felld niður hjá Icelandair vegna verkfallsins. Björg- ólfur Jóhannsson, forstjóri Iceland- air, segir ekki hægt að meta kostn- aðinn vegna þess á þessu stigi. „Það er auðvitað von mín að það verði ekki langtímaáhrif af þessu. Tíminn verður að leiða það í ljós.“ – Hvað með flugfreyjurnar? Þær boða yfirvinnubann 18. maí og verkfall 27. maí. „Við erum að vinna í samningum við þær. Það er von mín að við náum að ljúka því. Það er verkefni sem við þurfum að klára. Við höfum ákveð- inn tíma í það,“ segir Björgólfur. Telur litlar líkur á samningi  Formaður FÍA segir SA hafa „dapran málstað að verja“ í kjaradeilu flugmanna  Lög sett á verkfall flugmanna FÍA hjá Icelandair  Flugfreyjur boða verkfall Enda erum við ekki aðilar að ASÍ og höfum aldrei verið. Hafsteinn Pálsson Hægt miðar í samningaviðræðum Sjúkraliðafélags Íslands og SFR, en fólk úr þessum félögum sem starfar hjá sjálfseignarstofnunum í heil- brigðisþjónustu er nú í kjaraaðgerð- um. Vinnustöðvun var á þriðjudag og í gær. Sólarhringsstopp verður á mánudag og náist ekki samningar fyrir næsta fimmtudag kemur til allsherjarverkfalls. Deiluaðilar funduðu á miðvikudag og í gær hafði nýr fundur ekki verið boðaður. Að sögn Árna Stefáns Jóhanns- sonar, formanns SFR, steytir eink- um á réttindamálum, en krafa stétt- arfélaganna er sú að þeirra fólk verði jafnsett þeim sem vinna hjá opinberum stofnunum, til dæmis varðandi réttarstöðu komi til upp- sagnar. „Fyrirtækin hafa í þessum efnum til fjölda ára breytt líkt og ríkið. Því er sérstakt að þeir vilji nú ekki samningsbinda réttinn, sem þó ætti að vera öllum útgjaldalaus,“ sagði Árni Stefán. sbs@mbl.is Samning- unum mið- ar seint  Sjúkraliðar og SFR eru ósáttir Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur fékk fyrst í gær bréf Isavia frá 23. apríl 2014. Bréfið er stílað á Reykjavíkur- borg – Umhverfis- og skipulagssvið, Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur- borgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík og varðar: „Staðreynda- villur í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar: „Samantekt á athugasemdum vegna breytinga á deiliskipulagi Reykjavíkurflug- vallar“, 10. mars 2014“. Morgunblaðið greindi í gær frá efni bréfs Isavia. Við vinnslu þeirrar fréttar var leitað viðbragða hjá Reykjavíkurborg. Þau bárust ekki í tæka tíð svo hægt væri að birta þau með fréttinni. Skýringin á því kom í gær. Að sögn Björns Axelssonar, skipulagsfulltrúa, barst bréfið fyrst í gærmorgun eftir að hann hafði haft samband við Isavia. Öll bréf eru skráð inn hjá Umhverfis- og skipu- lagssviði, en þar hafði það aldrei verið skráð. Björn sagði að athugasemdirnar yrðu að sjálfsögðu skoðaðar og tekið tillit til þeirra, samkvæmt upplýs- ingum frá Reykjavíkurborg. gudni@mbl.is Bréfið barst fyrst í gær Áformað er að veiðigjöld skili ríkissjóði átta milljörðum í ár, eða svipað miklu og í fyrra, þótt gjöldin lækki. Skýrist það eink- um af auknum tekjum af loðnu- afla. Jón Gunn- arsson, formaður atvinnuveganefndar, segir að lækkun sérstaks veiðigjalds dreifist nokkuð jafnt á allar tegundir. Afkomustuðlar hafa verið uppfærðir. „Stuðlarnir í veiðigjaldafrumvarp- inu miðuðust allir við afkomu útgerð- arinnar á árinu 2012. Við óskuðum eftir því við Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands að hún yfirfæri stöðuna hjá útgerðum árið 2013. Stofnunin skoðaði ársreikninga útgerðar- fyrirtækja af ólíkri stærð.“ Framlegðin minnkar mikið Jón segir lækkandi afurðaverð og styrkingu krónu hafa hér áhrif. „Árið 2012 var það besta í íslensk- um sjávarútvegi. Rannsóknin sýndi að það er nú að jafnaði 20-25% minni framlegð af sjávarútvegi milli áranna 2012 og 2013. Það er grundvöllur þess að við endurreiknum álagningu. Gjöldin lækka um rúman milljarð, miðað við áætlun í frumvarpinu.“ Jón segir áætlaðan loðnuafla hafa verið hækkaðan úr 200.000 tonnum í 360.000 tonn, að áætluð aukning þorskafla hafi verið hækkuð úr 20.000 í 30.000 tonn og að áætlun fyrir makríl sé 6.000-7.000 tonnum meiri. Að sögn Jóns skila 100.000 tonn í aukinni loðnuveiði ríkissjóði um 500 milljónum króna í aukin veiðigjöld. Þá er sú breyting gerð að aflaheim- ildir rækju fara nú til helminga til þeirra sem áttu veiðiheimildir og þeirra sem hafa aflað sér veiðireynslu á síðustu þremur árum. Voru hlut- föllin áður 70/30, þeim sem áttu veiði- heimildir í vil. Jón væntir þess að frumvarpið verði afgreitt fyrir þing- lok. baldura@mbl.is Veiðigjöld aðlöguð að minni framlegð útgerðar  Eiga að skila ríkissjóði 8 milljörðum eða svipað og í fyrra Jón Gunnarsson Um tvö þúsund grunnskólakennar- ar komu saman til baráttufundar á Ingólfstorgi en þeir lögðu niður vinnu í gær. Fundurinn samþykkti meðal annars ályktun til stuðnings stjórn og samninganefnd Félags grunnskólakennara í viðræðum við sveitarfélögin. Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna sátu við í um fjór- tán tíma til klukkan sex í gærmorg- un. Aftur var fundað kl. 15 í gær og stóðu viðræður til kl. 19. Funda átti áfram kl. 9 nú í morgun. „Þetta er stórt púsluspil, þetta þarf allt að ganga upp og við erum að vinna í því,“ segir Ólafur um stöðu viðræðnanna. Næsta boðaða vinnustöðvun kennara er á miðvikudag í næstu viku og segir Ólafur að héðan af sé mesta pressan að ná samningum fyrir þann tíma. „Þetta er eins og með önnur púsl að þegar maður finnur rétta púslið þá gengur þetta hraðar upp en við erum ekki alveg komin þangað ennþá,“ segir hann. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, segir viðræðurnar þokast í áttina. Samningsaðilar reyni sitt besta til þess að ná samningum fyrir næstu vinnustöðvun kennara. „Við eigum ennþá eftir að ræða launaliðinn til enda þannig að það verður að koma í ljós. Það ber tals- vert í milli um hann. Það er á viðræðuplaninu og við erum bara að vinna áfram,“ segir hún. Baráttuhugur í grunnskólakennurum Morgunblaðið/Þórður Vígreifir Kennarar afhentu borgaryfirvöldum ályktun að loknum baráttufundinum á Ingólfstorgi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.