Morgunblaðið - 16.05.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014
Sumar 10 24. júní - 1. júlí
Skógarálfar íBæjaraskógi
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Töfrandi fegurð Bæjaraskógar, hæðir, dalir og blómlegar
sveitir fléttast saman í þessari ferð. Þessi tími árs er sá
besti því allt er í blóma. Gist í heimabæ Hófýjar og farið
m.a. í dagsferð til Prag og siglingu á Dóná.
Ferðin endar í Regensburg.
Verð: 184.400 kr. á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus
Mjög mikið innifalið!
Sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Mýrdalssandur var einnig vettvangur eldflaugarskota á
miðjum 7. áratug síðustu aldar og þeirra fyrstu sem áttu
sér stað á Íslandi. Þar voru á ferðinni á fimmta tug
franskra vísindamanna frá geimrannsóknarstofnuninni í
Frakklandi. Tilgangur þeirra var að rannsaka norður-
ljósabeltið sem liggur meðal annars yfir Íslandi.
Vísindamennirnir skutu tveimur eldflaugum upp í
ágúst 1964 á sandinum á móts við Höfðabrekkuheiði og
tveimur öðrum skammt austan Skóga í lok ágúst og
byrjun september árið eftir. Þær voru af gerðinni Dra-
gon og voru sjö metrar að lengd og vógu 2,5 tonn hver,
að því er kom fram í grein sem dr. Þorsteinn Sæmunds-
son, stjörnufræðingur, skrifaði í Morgunblaðið 2. ágúst
árið 1964. Eldflaugarnar fóru í um 440 kílómetra hæð, út
fyrir lofthjúp jarðarinnar. Til samanburðar má nefna að
Alþjóðlega geimstöðin gengur í kringum jörðina í um 370
kílómetra hæð.
Þorsteinn aðstoðaði vísindamennina á ýmsan hátt,
meðal annars með því að fylgjast með mælingum. „Þetta
er eina skiptið sem maður hefur stjórnað eldflaugar-
skoti, ef svo má segja. Ég vakti yfir segulmæli Raunvís-
indastofnunarinnar og var í símasambandi við þá og
sagði þeim hvenær þeir ættu að skjóta. Það var dálítið
gaman að því að sumu leyti,“ segir hann.
Miklar varúðarráðstafanir voru gerðar í tengslum
við skotin. Tilkynning var send til allra báta og skipa sem
voru að veiðum undan Mýrdalssandi og Landhelgis-
gæslan gerði skip út til þess að gæta þess að enginn væri
á svæðinu þegar flaugunum var skotið upp. Þá passaði
lögreglan upp á að fólk færi ekki of nærri skotstaðnum.
Risastór rós norðurljósa yfir skotstaðnum
Ágúst H. Bjarnason verkfræðingur var 19 ára gam-
all þegar hann fylgdist með eldflaugarskotunum á sínum
tíma sem fulltrúi Almannavarna. „Þetta voru heljarmikil
skot og gaman að fá að fylgjast með,“ segir hann.
„Það var sérstaklega eitt skipti sem það voru svo
mikil norðurljós sem voru eins og risastór rós sem náði
yfir allan himininn. Það var sérstaklega tilkomumikið og
þeir voru örugglega ánægðir með það,“ segir Ágúst.
Rannsökuðu norðurljósa-
beltið á 7. áratugnum
Franskir vísindamenn skutu upp eldflaugum 1964-65
Ljósmynd/Ágúst H. Bjarnason
Geimskot Vísindamennirnir lyfta Dragon-eldflauginni
í skotstöðu á Mýrdalssandi í ágúst árið 1964.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Hópur meistaranema í verkfræði við
Háskólann í Reykjavík skaut þremur
eldflaugum sem þeir höfðu smíðað á
loft á Mýrdalssandi, suðaustur af
Hafursey, í gærmorgun. Verkefnið,
sem bar nafnið Mjölnir, var hluti af
námskeiði nemendanna en það er
fyrsta skrefið í langtímaáætlun um
að nota háskerpumyndavélar til að
taka myndir af norðurljósunum.
„Þetta gekk ágætlega. Við erum
búnir að finna eina af flaugunum
austan við þar sem við skutum upp,“
segir Ívar Kristinsson, einn tímenn-
inganna sem stóðu að verkefninu
með aðstoð leiðbeinanda og tveggja
erlendra sérfræðinga.
Minni tilraunaeldflaug var skotið
upp um klukkan sex í gærmorgun.
Hún náði um það bil þúsund metra
hæð að sögn Ívars. Ekki hafði tekist
að finna hana í gærkvöldi en hópur-
inn horfði á eftir henni suður af skot-
staðnum.
Önnur af stærri flaugunum tveim-
ur sem hópurinn skaut á loft náði um
fimm kílómetra hæð og fannst hún
síðdegis í gær. Búnaður sem meðal
annars sendir frá sér GPS-
staðsetningu brást hins vegar í síð-
asta skotinu og því fékk hópurinn
engar upplýsingar um þá flaug. Ívar
telur líklegt að fyrst að búnaðurinn
hafi bilað þá hafi fallhlíf sem átti að
færa flaugina til jarðar líklega ekki
opnast. Finnist flaugin verður hægt
að fá upplýsingar um flug hennar.
Erfiðara en gerðu ráð fyrir
Vinna við verkefnið hófst í janúar
á þessu ári en það var upphaflega
hugmynd tveggja listamanna frá Pú-
ertó Ríkó og New York um að taka
myndir af norðurljósunum „innan
frá“. Norðurljósin eru yfirleitt í um
hundrað kílómetra hæð yfir yfirborði
jarðar og voru skotin nú því aðeins
fyrsta skrefið í átt að því að koma
búnaði þangað upp og örugglega
niður aftur.
„Það reyndist erfiðara en við héld-
um að skjóta upp eldflaug á Íslandi.
Tíminn fór mestur í að kynna okkur
þessi fræði og koma af stað þekkingu
á Íslandi á þeim. Háfleygar hug-
myndir sem við höfðum í byrjun
þurftum við að láta bíða betri tíma til
að geta skotið einhverju upp,“ segir
Ívar.
Hann segist vonast til að framhald
verði á eldflaugarskotunum en það
sé skólans og verkfræðideildarinnar
að ákveða það. „Vonandi verður
þetta inngangur að frekari þekkingu
á eldflaugafræðum á Íslandi.“
Umtalsverðar áskoranir
Hópurinn var í góðu samstarfi við
Landhelgisgæsluna um skotin en
eins og gefur að skilja mátti engin
flugumferð vera yfir skotsvæðinu.
Þá lagði Síminn verkefninu lið,
meðal annars með því að setja upp
sendi á Mýrdalssandi til að streyma
flugi eldflauganna sem báru Gopro-
myndavélar um borð á netinu.
Joseph Foley, lektor við HR og
leiðbeinandi hópsins, segir að verk-
efnið hafi falið miklar áskoranir í sér,
ekki síst í því að koma hlutunum í
eldflaugarnar til landsins. Afla hafi
þurft ýmissa leyfa fyrir þeim sem
hafi tekið sinn tíma. Vélin hafi til
dæmis ekki borist til landsins fyrr en
á þriðjudagskvöld af þeim sökum.
„Þetta hefur verið spennandi
verkefni og við höfum staðið frammi
fyrir talsverðum fjölda áskorana sem
ég er mjög stoltur af nemendum
mínum að hafa staðið undir. Nú er-
um við reynslunni ríkari og þetta
mun ganga mun betur ef við gerum
þetta aftur, sem mér finnst líklegt,“
segir Foley.
Skotið upp af svörtum sandinum
Verkfræðinemar skutu þremur eldflaugum á loft á Mýrdalssandi í gær A.m.k. ein þeirra náði
fimm kílómetra hæð Búið að endurheimta eina flaugina í gær Búnaður bilaði í síðasta skotinu
Morgunblaðið/Kristinn
Flugtak Önnur eldflaugin hefur sig á loft á Mýrdalssandi í gærmorgun. Flaugin náði um fimm kílómetra hæð og fannst síðdegis í gær. Líklegt er talið að
rafmagnsbilun hafi orðið til þess að þriðja flaugin sem hópurinn smíðaði hafi glatast. Fljúga þarf í lágflugi yfir svæðið til að hafa upp á henni, að sögn Ívars.
Sérfræðingur Tveir nemanna með hollenska sérfræðingnum Frank de
Brouwer frá Rebel Space sem lagði hópnum lið við smíði eldflauganna.