Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Það er langt síðan það hef-ur verið svona gaman hjámér í vinnunni. Og nú erég auk þess búin að
binda dæturnar við mig,“ segir
Erla Sigurðardóttir þar sem hún
stendur við eldavél og bakar
pönnukökur á kaffihúsinu Cafe
DeLuxe í Hafnarfirði. Kaffihúsið
opnaði hún á sumardaginn fyrsta
ásamt tveimur dætrum sínum,
þeim Telmu Björk og Guðrúnu
Lizu Bjarkadætrum. „Þessi kaffi-
húsahugmynd kviknaði þegar ég
var að velta fyrir mér hvað mig
langaði til að gera það sem eftir
væri ævinnar. Elsta dóttir mín,
Guðrún Liza, hafði lengi átt sér
þann draum að opna kaffihús, en
hún setti drauminn á bið þegar
hún flutti til Noregs eftir hrun
vegna atvinnuleysis á Íslandi. En
þegar hún fór að viðra við mig að
hún ætlaði að flytja aftur heim, þá
spurði ég hana hvort við mæðg-
urnar ættum ekki bara að skella
okkur í að opna saman kaffihús.
Og við gerðum það,“ segir Erla og
hlær.
Fæddist í sjúkrabílnum
Þær mæðgur eru allar miklir
Gaflarar, fæddar og uppaldar í
Hafnarfirði. „Mér lá svo mikið á
að fæðast Hafnfirðingur að ég
fæddist í sjúkrabílnum við Engi-
dal, þegar mamma var á leið inni
á Kópavogsspítala til að koma mér
í heiminn, en einhverra hluta
vegna var lokað á þessum tíma á
spítalanum í Hafnarfirði,“ segir
Erla. En þrátt fyrir að vera sann-
ir Gaflarar þá ætluðu þær aldrei
að hafa kaffihúsið í Hafnarfirði.
„Við ætluðum að vera í hundrað
og einum í miðbæ Reykjavíkur.
Við leituðum að húsnæði þar í níu
mánuði, en fundum ekkert. Þá fór-
um við að spá í önnur bæjarfélög
hér í kring en það er enginn mið-
bær nema hér í Hafnarfirði, svo
við enduðum hér heima. Þegar við
höfðum tekið þá ákvörðun leið
okkur mjög vel með hana og skild-
um ekkert í hvernig okkur datt í
hug að fara eitthvað annað. Hafn-
arfjörður er æðislegur bær og all-
ir hér í miðbænum hafa tekið okk-
ur mjög vel, bæði fólkið í
fyrirtækjunum hér í kring og aðr-
Listafólki er vel-
komið að troða upp
Þeim líður eins og þær séu staddar í litlu sveitaþorpi, svo vel hefur þeim
verið tekið og allir boðið þær velkomnar í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem
þær opnuðu nýlega kaffihús. Mæðgurnar Erla, Telma og Guðrún skipta
með sér verkum og leggja áherslu á heimabakað bakkelsi og bjóða lista-
fólki að láta ljós sitt skína hjá þeim á Café Deluxe.
Fallegt hús Kaffi Deluxe er til húsa í gamla sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði.
Veitt eru verðlaun fyrir góðar og vel
hannaðar vefsíður, en hvað með hið
gagnstæða? Ekki endilega en þó er til
síða sem skartar öllu því sem ljótast
þykir í netheimum. Það verður að
segjast eins og er að útkoman er
býsna ljót og stingur í augu.
Eftir sem áður er síðan eingöngu
til gamans og vel til þess fallin að
minna notendur alnetsins á hversu
langt við erum komin á veg síðan í ár-
daga veraldarvefsins.
Á síðunni er því lofað að enn verri
síða komi brátt og leysi þessa af
hólmi.
Meginmarkmið þeirra sem halda
síðunni úti er að brjóta allar reglur
sem gilda um hönnun vefsíðu. Hún
hefur líka ákveðið kennslugildi því á
henni getur að líta dæmi um allt það
versta sem hægt er að gera við upp-
setningu og hönnun á vefsíðu.
Rúsínan í pylsuendanum er sú að
hægt er að smella á hlekk til að sjá
listann yfir villumeldingarnar á þess-
ari skelfilegu síðu. Síðan reynir tölu-
vert á þolrifin í þeim sem á hana
horfir, enda er áreitið með eindæm-
um mikið. Sjón er sögu ríkari!
Vefsíðan www.theworldsworstwebsiteever.com
Skelfing Á þessari síðu eru dæmi um allt sem ekki á að gera við hönnun vefsíðu.
Heimsins versta vefsíða
Það er vel við hæfi að hvetja fólk til
að bregða sér í Frystiklefann þegar
sól fer hækkandi á lofti. Frystiklefinn
er menningarlegur staður í 167
manna bæjarkjarna, nánar til tekið á
Rifi í Snæfellsbæ. Hann er allt í senn
leikhús, leiksmiðja og menningar-
miðstöð en leikarinn Kári Viðarsson
heldur utan um starfsemi Frystiklef-
ans. Sýningin Hetja fer afur á fjal-
irnar í dag eftir nokkurra ára hlé en
sýningin hefur fengið góða dóma og
lof gagnrýnenda. Hún var frumsýnd í
Frystiklefanum sumarið 2010 en
verður líka sýnd í sumar. Hetja bygg-
ist á Bárðarsögu Snæfellsáss og er
höfundur þessa gamanleiks Kári Við-
arsson sem einnig leikur öll hlut-
verkin en nýtur einnig hjálpar hunds-
ins Zólu. Leikstjórn er í höndum
Víkings Kristjánssonar.
Það mæðir töluvert á Kára í verk-
inu þar sem hann notar allar leiðir
sem hann kann til að komast hjá því
að leika hefðbundinn sögumann í
verkinu. Fyrir vikið bregður hann sér í
fleiri tugi hlutverka og sjón er sögu
ríkari. Sýningar dagsins verða fluttar
á ensku klukkan 12 og 17.
Upplýsingar og miða má nálgast á
síðunni www.frystiklefinn.is.
Endilega ...
... kíkið í
Frystiklefann
Frystiklefinn
Hetja Kári Viðarsson í hlutverki.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Flestir ættu að kannast við breska
ofurkokkinn skemmtilega, Jamie
Oliver, sem hélt úti fjörlegum mat-
reiðsluþáttum sem sýndir hafa ver-
ið hér á landi. Jamie stendur nú
fyrir alþjóðlegu átaki sem gengur
út á að vekja áhuga barna á mat.
Yfirskrift átaksins er matarbylt-
ingardagurinn 16. maí, sem er jú
einmitt í dag. Eygló Harðardóttir,
félags- og húsnæðismálaráðherra,
hvetur alla hér á landi sem vett-
lingi geta valdið að taka þátt í hon-
um, hvort sem það eru foreldrar,
systkini, afar, ömmur, frænkur eða
frændur, og elda með börnum í
dag eða um helgina. Tilvalið er að
Eldum með börnunum
Matarbyltingar-
dagurinn er í dag
Morgunblaðið/ÞÖK
Gaman saman Vinirnir Arnaldur og Kristinn njóta þess að búa til salat.