Morgunblaðið - 16.05.2014, Page 11

Morgunblaðið - 16.05.2014, Page 11
Lífið er ekki eins og bíómynd,allavega ekki glans-myndaútgáfan. Þetta veitég eftir að hafa ítrekað en árangurslaust reynt að skapa endur- fundasenu sem væri verðug nokkurra vasaklúta. Ég er að tala um svona „pabbi kemur heim frá Afganistan og fær fjölskylduna grátandi í fangið“- senu. Eða eins og í Love Actually þegar sæta aðstoðarkonan kemur hlaupandi í eldrauðri kápu og stekkur í fangið á forsætisráð- herranum. Ég á frekar stæðilegan mann svo tæknilega séð gætum við al- veg gert þetta, og höfum tekið stökkæfingu heima þar sem hann grípur mig með sóma. Nema að mómentið er aldrei svona þegar á reynir. Þegar við byrjuðum saman vann hann á frystitogara með skóla svo ég fékk það erkirómantíska hlutverk að vera stúlkan sem starir á hafið. Fyrsta sumarið ætlaði hann að koma mér á óvart eftir 5 vikna fjarveru og birtist allt í einu með blómvönd. Eflaust sá hann fyrir sér þá að ég myndi fljúga upp um hálsinn á honum, en þar sem systkini mín og mamma fylgdu mér öll í halarófu til dyra kunni ég einhvern veginn ekki við það svo viðbrögðin voru meira á þessa leið: „Komdu sæll, Önundur, og velkominn í land. Má ekki bjóða þér að ganga í bæinn?“ Svo hringdi ég í vinnuna í von um að geta losnað undan kvöldvakt því sjó- maðurinn hafði óvænt boðið mér út að borða, en nei, það kom ekki til greina. (Þarna lærðist mér að stund- um borgar sig ekki að segja heið- arlega frá, heldur ljúga frekar veik- indum.) Nokkrum árum síðar fór ég í skiptinám til Bandaríkjanna og um vorið kom hann að heimsækja mig. Ég fór í fínum kjól til móts við hann á flugvöllinn, gott ef ég hélt ekki á bandaríska fánanum líka til að skapa réttu stemninguna, en þegar við mættumst hafði hann nýsett ferða- töskuna sína á færiband fyrir milli- landaflug svo í stað fagnaðarfunda fórum við í stressi að endurheimta farangurinn. Tvisvar hefur hann sótt mig í Leifsstöð eftir nokkurra mánaða fjar- veru, nú síðast í mars þegar ég hafði verið á bakpokaferðalagi um Afríku. Ég setti bakpokann á kerru, frekar en að bera hann, ef þetta skyldi nú loksins verða Hollywood-mómentið. Það hafði orðið töf á fluginu mínu og hann beðið lengi eftir mér. Tilhlökk- unin var því mikil, en greinilega hungrið líka því þegar ég gekk út úr tollinum sá ég hann strax, takandi risastóran bita af súkkulaðistykki. Með stútfullan munninn af súkkulaði gat hann varla sagt hæ, hvað þá tekið ástríðufullan koss, enda hefði það verið til lítils, því ég sprakk úr hlátri. Sem betur fer rúlluðu engar myndatökuvélar þá. Kannski er niðurstaðan sú að ég hafi reynt að staðsetja mig í rangri grein kvikmynda. Líf mitt er greinilega ekki róm- antísk ástarmynd í rósrauð- um bjarma, en kannski nær því að vera einhvers konar farsi. Best er þó að vera þakklátur fyrir það sem maður fær, og á meðan ég ranka ekki við mér í miðjum splatter kvarta ég ekki. »Með stútfullan munninnaf súkkulaði gat hann varla sagt hæ, hvað þá tekið ástríðufullan koss. Heimur Unu DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Morgunblaðið/Golli Samhentar mæðgur Erla ásamt dætrum sínum Guðrúnu og Telmu í nýju vinnunni, á kaffihúsinu þeirra. ir. Mér leið fyrstu dagana eins og ég væri stödd í litlu sveitaþorpi í gamla daga þar sem allir bjóða mann velkominn.“ Lifandi tónlist og opinn míkrafónn Kaffihús þeirra mæðgna er til húsa í gamla sjálfstæðishúsinu við Strandgötuna í Hafnarfirði. „Þetta rými sem við erum hér í var leigt út sem veislusalur, þannig að við þurftum bara að mála og pússa parketið, kaupa húsgögn og græj- ur. Hér var eldhús og annað sem hentaði vel fyrir kaffihúsarekst- ur.“ Þær mæðgur leggja áherslu á heimabakað bakkelsi, þetta gamla góða, pönnukökur og fleira girni- legt og heimilislegt. Einnig bjóða þær upp á kjúklingasalat og kjúk- lingalokur. „Fólk getur líka komið hér á kvöldin og fengið sér köku eftir kvöldmat, en okkur sjálfum hefur fundist lítið um veitingar á kaffihúsum á kvöldin, þá breytast þau oft í bari,“ segir Erla og tekur fram að hjá þeim mæðgum sé líka hægt að fá bjór og léttvín. „Áherslan hjá okkur er á lifandi tónlist, við ætlum að bjóða upp á það sem kallað er „opinn míkra- fónn“ þar sem hver sem er getur látið ljós sitt skína, hvort sem það er í söng eða einhverju öðru, uppi- standi til dæmis. Stelpurnar í Bergmáli, þær Selma og Elísa, hafa komið hér fram tvisvar og sungið. Einnig hefur söngkonan Lena Mist verið eitt kvöld ásamt Helga sem spilaði undir á gítar. Svo komu Linda og Heiða og spiluðu saman á píanó og sungu, og síðast voru trúbadorarnir Kjartan Arnaldur og Sveinn Guð- mundsson. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Á þessu kaffihúsi viljum við skapa vettvang fyrir listafólk til að koma fram, alls- konar listafólk er velkomið.“ Notalegt Líka er hægt að sitja úti. Í kvöld klukkan 19:30 verð- ur haldin söngskemmtun í Selfosskirkju. Tilefnið er aldarafmæli Jóns frá Ljár- skógum og verða mörg þekktustu sönglög skálds- ins flutt af einvalaliði tón- listarmanna. Þeirra á meðal eru nokkur lög sem M.A.- kvartettinn gerði fræg á sínum tíma. Söngkvartett í anda M.A.-kvartettsins er á meðal þeirra sem fram koma en aðrir eru þau Unn- ur Birna Björnsdóttir, Una Björg Davíðsdóttir, Unnur Helga Möller, Guðmundur Davíðsson, Jóhann Björn Ævarsson og Sigurður Oddsson. Syngdu mig heim flutt í Selfosskirkju Tónleikar Aldarafmælis Jóns frá Ljárskógrum verður minnst á söngskemmtuninni í kvöld. Aldarafmæli Jóns frá Ljárskóg- um fagnað með söngskemmtun Kreditkort er útgefandi American Express á Íslandi. American Express® er skrásett vörumerki American Express. Kynntu þér kostina á kreditkort.is kenna börnum að elda mat frá grunni, til að sýna þeim hversu bragðgóður slíkur matur er og hollur. Einnig er nauðsynlegt sem og bráskemmtilegt að kenna kom- andi kynslóðum að bæði kaupa inn og matreiða úr hollu hráefni og til- einka sér þannig heilbrigðan lífs- stíl. Það er á okkar ábyrgð, þeirra fullorðnu, að ala börnin okkar upp við að vera það sem Jamie kallar á ensku „food smart“ og hefur á ís- lensku verið snarað sem „fæðu- töff“. Nú er aldeilis lag til að elda saman svo unga fólkið okkar verið fæðutöff. Þeir sem smella ljós- mynd af sér og börnum við elda- mennskuna geta tekið þátt í ljós- myndahluta verkefnisins hér á landi og sent myndina á netfangið postur@vel.is. (Þeir sem vilja geta sett #fæðutöff.) Myndirnar verða síðan birtar á vef ráðuneytisins í lok maí. Nánar má lesa um átak Jamie Olivers um matarbyltingardaginn á vefsíðunni foodrevolutionday.com. Morgunblaðið/Árni Torfason Gæðastund Það eflir sjálfstraust barna að fá að taka þátt í eldamennsk- unni. Hafdís kennir Kristni, Jóhönnu og Þóreyju að elda bráðhollan mat. Una Sighvatsdóttir una@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.