Morgunblaðið - 16.05.2014, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014
Nýlegir Mitsubishi Pajero á
rekstrarleigu til fyrirtækja
Laugavegi 174 | Sími 590 5040 - Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16
HEKLA býður nú fyrirtækjum nýlegar Mitsubishi Pajero bifreiðar í rekstrarleigu.
Í rekstrarleigu fá fyrirtæki nýlegar bifreiðar til umráða í 1 ár gegn föstumánaðar-
gjaldi. Leigutaki losnar við alla fjárbindingu og endursöluáhættu. Greitt er fast
mánaðarlegt leigugjald og bifreiðinni einfaldlega skilað í lok leigutímans.
Dæmi:
Pajero 3.2 Instyle
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 38.000 km, sjálfskiptur
Mitsubishi Pajero er knúinn 3,2 l dísilvél sem skilar
200 hestöflum. Meðal búnaðar bifreiðanna eru
leðurinnrétting, rafdrifin framsæti, aukasæti
(7 manna), bakkmyndavél, xenon ljós, ný
heilsársdekk o.fl. (miðað við Instyle útfærslu).
Mánaðarlegt leigugjald:
136.041 kr.m/vsk
Hópurinn Hér má sjá hópinn Wakka Wakka! sem að undanförnu hefur gert
það gott víða um heim. Næsti viðkomustaður er Ísland á Listahátíð.
Malín Brand
malin@mbl.is
Margir kannast við Leik-hópinn Lottu, bæðifullorðnir og börn, enenn fleiri börn hafa
hitt tröllastelpuna Ellu sem lærir
umferðarreglurnar eins og yngstu
nemendur grunnskólans. Leik-
konan sem fer með hlutverk Ellu er
Andrea Ösp Kalsdóttir og hún hef-
ur sannarlega komið víða við á leik-
ferli sínum. Hún tilheyrir meðal
annars erlendum leikhópi sem setur
upp brúðuleikrit víða um heim. Sýn-
ingin SAGA hefur fengið frábæra
dóma víða og meðal annars unnið
Drama Desk-verðlaunin í New
York. Það brúðuleikrit gefst gest-
um Listahátíðar kostur á að sjá í
Þjóðleikhúsinu 5. og 6. júní næst-
komandi.
Alltaf tími fyrir Lottu
Andrea er orðin vön því að
vinna bæði hér á landi og erlendis
og er orðin æði flink í að púsla hin-
um ýmsu verkefnum saman.
„Ég vinn með brúðuleik-
hópnum Wakka Wakka! í Noregi,
Bandaríkjunum og víðar. Þetta er
bandarísk-norskur brúðuleikhópur
og allar sýningarnar eru unnar í
samvinnu bæði í Noregi og New
York. Svo eru þær sýndar Off
Broadway í New York,“ segir Andr-
ea um sýningar hópsins sem sam-
anstendur af sex leikurum og hljóð-
manni sem er hinn Íslendingurinn í
hópnum. Hinir leikararnir eru
norskir, bandarískir og írskir.
Þessi tiltekna sýning, SAGA,
var sýnd í New York á síðasta ári
um nokkurra mánaða skeið. „Svo
túruðum við með Riggs Teatret um
allan Noreg. Leikkonan Ísgerður
Elfa mun taka að sér eitt hlutverk í
sýningunni þegar við setjum hana
upp á Íslandi,“ segir Andrea.
Búið er að bjóða hópnum til
Slóveníu, Króatíu, Englands og
Skotlands.
Aðspurð hvort hún hafi tíma
fyrir leikhópinn Lottu segir hún svo
vera. „Já, þetta púslaðist saman
með Lottu,“ segir hún fegin því af
henni vill hún ekki sleppa hendinni.
Þrjátíu brúður í verkinu
Andrea segir að hugmyndin á
bak við þetta tiltekna verk hafi ver-
ið að hópinn langaði að búa til teng-
ingu við Ísland. „Egill Skalla-
grímsson er frá svipuðum slóðum
og við vinnum sýninguna á. Upp-
haflega hugmyndin var að gera sýn-
ingu um Íslendingasögurnar og vík-
ingana en það þróaðist mjög
fljótlega út í blöndu af víkingunum
okkar sem hér námu land og útrás-
arvíkingunum. Á endanum vorum
við komin með sögu sem gerist í nú-
tímanum og er um venjulegan mann
í efnahagshruninu en er með teng-
ingar inn í víkingasögurnar og alls
konar íslenskt,“ segir Andrea og
vísar þar til goðafræðinnar, eld-
gossins í Eyjafjallajökli, norðurljós-
anna, íslenska hestsins og svo
mætti lengi telja.
Allt er þetta byggt á brúðuleik
og alls eru yfir þrjátíu brúður í leik-
ritinu.
„Þær eru allt frá 10 sentímetr-
um upp í tvo og hálfan metra á hæð
en flestar eru á bilinu 50 sentímetr-
ar til einn metri.“
Brúðuleikhúsið er vissulega
nokkuð frábrugðið því sem Andrea
hefur verið að gera áður á leiksvið-
inu. Hún segir að það sé fyrst og
fremst skemmtilegt að vera brúðu-
leikari og hún hafi fengið góða þjálf-
un hjá hópnum.
„Ég er með grunn í sirkus, lík-
amlegu leikhúsi, trúðum og fleira í
þeim dúr. Eftir að ég var ráðin var
ég á námskeiði hjá þeim. Hver ein-
asti vinnudagur byrjaði á klukku-
tíma námskeiði og svo unnum við
með brúður allan daginn þangað til
ég var orðin brúðuleikari,“ segir
leikkonan Andrea Ösp Karlsdóttir
sem hlakkar til að fá að kynna þetta
verk fyrir Íslendingum. Brúðuleik-
hús fyrir fullorðna eru enn sem
komið er ekki svo þekkt hér á landi
miðað við víða erlendis en það á ef-
laust eftir að breytast með ferskum
vindum!
Brúðuleikhús norður-
ljósa og eldgosa
Brúðuleikhús er ekki bara fyrir börn heldur getur það verið stórsniðugt form leik-
húss, fullt af drama, spennu eða gríni. Íslensk leikkona, Andrea Ösp Karlsdóttir,
hefur ferðast heimsálfa á milli ásamt fimm öðrum leikurum og sýnt brúðuleik. Nú
eru þau á leið á Listahátíð hér á landi og ætla að sýna brúðuleikritið SAGA sem
er bæði hjartnæmt og fyndið auk þess að eiga rætur að rekja til Íslands.
Brúðuleikari Andrea Ösp segir brúðuleikinn vera bráðskemmtilegan. Hér
er hún í miðjum leik og blæs lífi í brúðurnar með rödd og látbragði.
Ljósmyndari/John Stenersen
Íslenskt SAGA gerist á Íslandi og er umhverfið og leikmunirnir með ramm-
íslenskum blæ. Lopapeysur, eldgos og norðurljós gefa þar m.a. tóninn.
Sérstök töfrasýning verður í Saln-
um í Kópavogi klukkan 19.30 í
kvöld. Um fjölskyldusýningu er að
ræða og fá áhorfendur að taka
virkan þátt í sýningunni ef þeir
vilja. Þar koma fram magnaðir
töframenn og -konur. Meðal þeirra
er Einar Míkael og Hermann
Helenuson en hann vann keppnina
Ísland Got Talent í vetur.
Sýningin er fjármögnuð með
frjálsum framlögum sem renna
beint til styrktar Karenar, litlu
systur Hermanns en hún þarf að
undirgangast stóra hryggaðgerð.
Töfrahetjurnar í Salnum
Safna fyrir
veika systur
Systkin Karen og Hermann eru náin.