Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 19

Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Bændur fóru sjálfir að selja afurðir og um 1990 urðu miklar breytingar á smásölumarkaði með lágvöruverðs- verslunum. Þar voru kartöflur og egg notuð sem einskonar skiptimynt til þess að keyra áfram verðstríð, bæði í smásölu og afurðaverði. Tekjur manna snarminnkuðu og all- margir brugðu búi og fluttu héðan. Höfðu engan valkost í stöðunni. Samkeppnin breytti öllu, þótt nú sé þetta komið aftur í ögn betri farveg. Þeir sem áfram búa eru að minnsta kosti ekki að berjast innbyrðis.“ Sveiflur í búskapnum Um 70% allra þeirra kartaflna sem á borðum Íslendinga eru koma frá Þykkvabæjarbændum. „Það eru sveiflur í þessum búskap. Stundum herja sjúkdómar á ræktunina og svo koma köld sumur eða rigningartíð,“ segir Sigurbjartur. Hann segir al- gengt skilaverð í dag vera um 70 kr. á kílóið. Það sleppi til en verðið þurfi augljóslega að vera hærra svo bænd- ur geti fjárfest, komið sér upp vara- sjóði og fært út kvíarnar. „Sú var tíðin að verð fyrir kíló af kartöflum og mjólkurlítrinn stóð á pari. Í dag fá kúabændur 120 kr. fyr- ir lítrann, það er frá afurðastöð og beingreiðslur. Ef við yrðum jafn- settir mjólkurframleiðendum með tekjur værum við í bara mjög fínum málum,“ segir Sigurbjartur. Þurfa hringtengingu En þrátt fyrir að margt hafi und- an látið í Þykkvabæ á síðustu ára- tugum segir Sigurbjartur ýmsa möguleika til viðreisnar fyrir hendi. Dæmi séu um að fólk hafi flutt í þorpið og stundað minniháttar bú- skap en jafnvel sótt vinnu sína út í frá. Einnig séu tækifæri á sviði ferðaþjónustu, en þá séu samgöngu- bætur nauðsynlegar. Í dag sé aðeins ein leið í Þykkvabæinn, það er veg- urinn frá Ægissíðu sem hér að fram- an segir frá. Til bóta er talið ef veg- urinn sem liggur frá Landvegamótum fram í Ásahverfi í Holtum og að Sandhólaferju við Þjórsá hringtengdist Þykkvabæ. „Þarna er í dag torfær slóði, en góður vegur myndi gjörbreyta að- stæðum. Og vonandi kemur sú tíð – og þá verður gaman hér í sveitinni,“ segir Sigurbjartur um sveitina sína sem að sumu leyti er eins og sjáv- arþorp á Vestfjörðum. Hér standa húsin standa auð, fólkið er farið og atvinnulífið gjörbreytt. En það kem- ur alltaf nýr dagur með tækfærum - kartöflugrösin stinga sér upp úr moldinni á vorin og á haustin er uppskerutíð. Skólahús Skólinn er stundum sagður hjarta hvers samfélags. Krökkum í Þykkvabæ er ekið til mennta á Hellu og húsið stendur að mestu autt. Búðin Hér var verslun Friðriks Friðrikssonar sem lagði upp laupana fyrir um aldarfjórðungi. Verslunarhúsin mega muna sinn fífil fegurri. efnisríkar vörur svo sem pasta og hrísgrjón. Þjóðhátíðarrafmagn Og svo eru það vindmyllurnar, sem verið er að reisa skammt fyrir ofan Þykkvabæjarþorp. Gert er ráð fyrir að þær verði farnar að snúast og framleiða rafmagn í öðru hvoru megin við þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Nú er verið að slá upp mótum fyrir steyptar undirstöður mylln- anna tveggja sem eru 52 metrar á hæð. Við kjörskilyrði, það er vind sem er tólf m/sek., á að vera hægt að framleiða 1,2 MW, orku sem duga ætti 700-1.000 heimilum. Fyrirtækið BioKraft ehf. stendur að myllunum og hefur verið samið við Orku náttúrunnar, framleiðslu- og sölufyrirfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, um orkukaup. rafmagn Straumur Myllurafmagn mun flæða inn á orkulínurnar innan skamms.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.