Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 28

Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Ökufærni er lykilatriðið þegar ungmenni hefja akstur. Hvar fær ungmennið þitt kennslu? Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni Allt kennsluefni innifalið Ökukennsla www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga. Hringdu núna og bóka ðu ökuskól ann ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku. Þekking og reynsla í fyrrirúmi BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Viðkomum skemmtiferðaskipa í höfnum Íslands fjölgar verulega frá síðasta ári. Þannig er reiknað með 89 komum skipa til Reykja- víkur á móti 80 á síðasta ári. Áætl- að er að 98 þúsund farþegar verði með skipunum á móti rúmlega 92 þúsund farþegum á síðasta ári. Sama þróun er á Akureyri þar sem flest skipin koma líka við og á fleiri stöðum. Vertíðin við móttöku skemmti- ferðaskipa hefst heldur fyrr en áð- ur. Þannig koma fjögur skip í maí, það fyrsta næstkomandi mánudag. Fyrsta risaskipið kemur 3. júní. Vertíðin stendur síðan út sept- ember. „Þetta dreifir álaginu yfir á mánuði þegar minna er um að vera í ferðaþjónustunni,“ segir Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxa- flóahafna. Ísland orðið þekkt stærð „Það er sífelld vinna í markaðs- málum sem skiptir máli. Ísland er orðið þekkt stærð í þessum heimi,“ segir Ágúst um ástæður stöðugrar fjölgunar í viðkomum skemmti- ferðaskipa. Hann segir ánægjulega þróun að sífellt fleiri skip hafi viðdvöl yfir nótt við Skarfabakka. Það á við um 25 skip í ár. „Þá hafa farþegarnir meiri tíma til að skoða Reykjavík og nágrenni og verja meiri pen- ingum í kaup á vörum og þjón- ustu,“ segir Ágúst. Þreföldun í Grímsey Fjögur skip velja að hafa við- komu í Hafnarfjarðarhöfn í stað Reykjavíkur. Þar eru staðfestar 9 skipakomur en reiknað með að þær verði 11 í heildina. Þetta eru frekar minni skip sem gera út frá Hafnarfirði og sigla hringinn í kringum landið með viðkomu á mörgum stöðum og skipta jafnvel um farþega í Hafnarfirði. Flest skipanna hafa einnig við- komu á Akureyri. Von er á 78 komum skemmtiferðaskipa til Hafnasamlag Norðurlands í sumar með alls um 77 þúsund farþega. Þar af eru 66 komur til Akureyrar og 12 til Grímseyjar. Margföldun er á skipakomum til Grímseyjar í sumar því þangað komu fjögur skip á síðasta sumri. Skipin geta ekki lagst að bryggju og eru farþegarnir ferjaðir með skipsbátunum í land. Vinsælast er að ganga norður fyrir heimskauts- baug. 6. júlí verður væntanlega mesti annadagurinn á Akureyri. Þá hafa tvö skip með alls á fimmta þúsund farþega viðdvöl þar sama daginn. 1. ágúst verða þar 4 skip sem öll eru frekar í minni kantinum. Pétur Ólafsson, markaðsstjóri Hafnasamlags Norðurlands, segir að aðstaðan leyfi að það sé tekið við tveimur stórum skipum og minni með. Það reyni hinsvegar á alla þegar þjóna þurfi mörgum skipum og farþegum á sama tíma. „Þetta skiptir okkur miklu máli. 25-30% af tekjum hafnarinnar koma af skemmtiferðaskipunum. Þar fyrir utan eru öll þau umsvif, tekjur og atvinna sem þetta skapar í ferðaþjónustunni,“ segir Pétur. Enginn „sprengidagur“ Miklar endurbætur hafa verið gerðar á aðstöðunni við Skarfa- bakka í Reykjavík. Bakkinn var lengdur á síðasta ári svo þar má koma fyrir tveimur risaskipum í einu. Í sumar hefur verið unnið að merkingu bílastæða og aðstöðu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og ýmsum frágangi. Síðustu ár hafa komið einstaka dagar þar sem mörg skip eru í höfn á sama tíma. Ágúst á ekki von á neinum slíkum „sprengidög- um“ í sumar. „Þetta lítur út fyrir að verða nokkuð þægilegt, oft tvö skip á dag og stundum þrjú.“ Ágúst segir að 8. júlí verði anna- samur, þá komi þrjú frekar stór skip með alls á sjötta þúsund far- þega. 3. ágúst og 4. september verði líka stórir. „Þetta er eins og í öðru, þegar menn eru búnir að læra á þetta verður þessi ógnvænlegi fjöldi sem okkur þótti fyrir nokkrum árum viðráðanlegur,“ segir Ágúst Ágústsson. Tæplega 100 þúsund farþegar  Fleiri skemmtiferðaskip hafa viðkomu á Íslandi en áður  98 þúsund farþegar á land í Reykjavík  Fyrsta skipið kemur nk. mánudag  3. júlí verður annasamasti dagurinn við Reykjavíkurhöfn Komud. Skip Lega Komud. SkipStærð brt. Lega Stærð brt. 2014Komur skemmtiferðaskipatil Reykjavíkur í sumar Royal PrincessAdventures of the Seas 19.maí THOMSON SPIRIT Skarfabakki 33.930 20.maí ASUKA II Skarfabakki 50.142 22.maí VOYAGER Miðbakki 15.343 25.maí FRAM Miðbakki 11.647 2. júní ADVENTURE OF THE SEAS Skarfabakki 137.276 3. júní SEA EXPLORER Miðbakki 4.200 4. júní BALMORAL Skarfabakki 43.537 4. júní FRAM Skarfabakki 11.647 6. júní CELEBRITY INFINITY Skarfabakki 90.940 8. júní EXPLORER Skarfabakki 24.318 9. júní ALBATROS Skarfabakki 28.518 10. júní AIDAsol Skarfabakki 71.304 12. júní CRYSTAL SYMPHONY Skarfabakki 51.044 15. júní ISLAND SKY Miðbakki 4.280 15. júní DISCOVERY Skarfabakki 20.216 16. júní AIDAcara Skarfabakk 38.557 18. júní BOUDICCA Skarfabakki 28.372 20. júní AMADEA Skarfabakki 29.008 20. júní ARCADIA Skarfabakki 83.781 23. júní MINERVA Miðbakki 12.449 24. júní AIDAsol Skarfabakki 71.304 26. júní ISLAND SKY Miðbakki 4.280 26. júní ALBATROS Skarfabakki 28.518 27. júní CELEBRITY INFINITY Skarfabakki 90.940 27. júní COSTA PACIFICA Skarfabakki 114.288 30. júní QUEEN VICTORIA Skarfabakki 90.049 30. júní HAMBURG Miðbakki 15.067 3. júlí MSC MAGNIFICA Skarfabakki 95.128 3. júlí AIDAcara Skarfabakki 38.557 5. júlí ORIANA Skarfabakki 69.153 8. júlí MEIN SCHIFF 2 Skarfabakki 77.302 8. júlí AIDAsol Korngarður 71.304 8. júlí CELEBRITY ECLIPSE Skarfabakki 121.878 10. júlí BOUDICCA Skarfabakki 28.372 13. júlí N G EXPLORER Miðbakki 6.471 14. júlí OCEAN PRINCESS Skarfabakki 30.277 16. júlí SAGA PEARL II Miðbakki 18.627 16. júlí HAMBURG Skarfabakki 15.067 17. júlí FUNCHAL Skarfabakki 9.563 17. júlí FRAM Miðbakki 11.647 17. júlí DISCOVERY Skarfabakki 20.216 18. júlí ARTANIA Skarfabakki 44.588 20. júlí AIDAcara Skarfabakk 38.557 21. júlí N G EXPLORER Miðbakki 6.471 22. júlí AIDAsol Skarfabakki 71.304 23. júlí BLACK WATCH Skarfabakki 28.613 25. júlí BREMEN Miðbakki 6.752 26. júlí ADONIA Skarfabakki 30.277 26. júlí NAUTICA Skarfabakk 30.277 28. júlí CELEBRITY INFINITY Skarfabakki 90.940 28. júlí SILVER EXPLORER Miðbakki 6.072 29. júlí N G EXPLORER Miðbakki 6.471 2. ágúst Mein Schiff 1 Skarfabakki 76.998 2. ágúst AZAMARA JOURNEY Skarfabakki 30.277 3. ágúst BRILLIANCE OF THE SEAS Skarfabakki 90.090 3. ágúst L’AUSTRAL Miðbakki 10.944 3. ágúst PRINSENDAM Sundabakki 38.848 5. ágúst AIDAsol Skarfabakki 71.304 6. ágúst VEENDAM Skarfabakki 57.092 8. ágúst MSC MAGNIFICA Skarfabakki 95.128 12. ágúst VOYAGER Miðbakki 15.343 13. ágúst SILVER CLOUD Miðbakki 16.927 15. ágúst SEABOURN QUEST Skarfabakki 32.346 16. ágúst MARCO POLO Skarfabakki 22.080 18. ágúst ARTANIA Skarfabakki 44.588 19. ágúst AIDAsol Skarfabakki 71.304 19. ágúst ALBATROS Skarfabakki 28.518 20. ágúst BOUDICCA Skarfabakki 28.372 23. ágúst SILVER CLOUD Skarfabakki 16.927 27. ágúst AMADEA Skarfabakki 29.008 30. ágúst THOMSON SPIRIT Skarfabakki 33.930 2. sept. EURODAM Skarfabakki 86.273 3. sept. ADVENTURE OF THE SEAS Skarfabakki 137.276 4. sept. CARIBBEAN PRINCESS Skarfabakki 112.894 4. sept. FRAM Miðbakki 11.647 4. sept. AIDAluna Korngarður 69.203 6. sept. BREMEN Miðbakki 6.752 7. sept. BRILLIANCE OF THE SEAS Skarfabakki 90.090 8. sept. OCEAN NOVA Miðbakki 2.118 11. sept. HAMBURG Miðbakki 15.067 11. sept. CRYSTAL SERENITY Skarfabakk 68.870 12. sept. AIDAbella Skarfabakki 69.203 14. sept. ROYAL PRINCESS Skarfabakki 139.000 15. sept. RUBY PRINCESS Skarfabakki 113.561 15. sept. LEGEND OF THE SEAS Skarfabakki 69.130 16. sept. SILVER WHISPER Skarfabakki 28.258 17. sept. EXPEDITION Miðbakki 6.172 20. sept. EUROPA Skarfabakk 28.890 29. sept. NORWEGIAN STAR Skarfabakki 91.740 Komur alls: 89 Heimild: Faxaflóahafnir Ágúst Ágústsson Pétur Ólafsson Enn stækka skemmtiferðaskipin sem leggnast að bryggju í Reykja- vík. Stærsta skip sem komið hefur til landsins hefur viðdvöl í Reykjavík í haust. Royal Princess er nýtt skip, flagg- skip Prinsessuflotans, sem fór sína fyrstu ferð síðasta sumar en kemur í fyrsta skipti til Íslands. Það er um 140 þúsund brúttótonn að stærð, 330 metra langt, og hefur svefnpláss fyr- ir 3600 farþega. Prinsessan kemur við í Reykjavík sunnudaginn 14. september, á leið sinni frá Bretlandi til Ameríku. Adventure of the Seas sem enn er stærsta skip sem hingað hefur kom- ið er aðeins minna, rúmlega 137 þús- und brúttóton. Koma þess og um 3000 farþega hefur verið boðuð til Reykjavíkur í tvö skipti, 2. júní og 3. september og það kemur síðan við á Akureyri tveimur dögum síðar í báð- um ferðunum. Stærsta skip sem hingað hefur komið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.