Morgunblaðið - 16.05.2014, Side 42
42 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014
BAKSVIÐ
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Trúnaður blaðamanna við heimildarmenn nýt-
ur almennrar og afgerandi verndar og viður-
kenningar nánast allra alþjóðlegra samtaka og
stofnana. Þar á meðal eru Sameinuðu þjóð-
irnar, Evrópuráðið, Öryggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu, Samtök Ameríkuríkja og Afr-
íkusambandið. Talað er um að rétturinn til
trúnaðar við heimildarmenn sé „nauðsyn-
legur“, „grundvallaratriði“ og „grunnskilyrði
fyrir frjálsri fjölmiðlun“.
Iðulega er þó reynt að fá blaðamenn til að
gefa upp heimildir sínar líkt og gert hefur ver-
ið í yfirstandandi rannsókn á því hvernig gögn
um hælisleitandann Tony Omos komust í
hendur fjölmiðla. Lögreglustjórinn á höfuð-
borgarsvæðinu krafðist þess að fréttastjóri
mbl.is gæfi upp hvaðan skjal kom sem frétt
miðilsins í málinu byggðist á. Fréttastjórinn
neitaði að svara. Lögreglustjórinn óskaði þá
eftir því við héraðsdóm að fréttastjórinn yrði
látinn svara. Héraðsdómur hafnaði kröfu lög-
reglustjórans og Hæstiréttur sömuleiðis.
Í Evrópu hefur fjölda mála af þessu tagi
verið vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu
og kemur fram í úrskurðum hans að rétturinn
til verndar heimilda er mjög afdráttarlaus.
Trúnaður við heimildarmenn er grundvall-
aður á 19. grein mannréttindayfirlýsingar
Sameinuðu þjóðanna: „Allir skulu frjálsir
skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. Fel-
ur sá réttur í sér frelsi til að hafa skoðanir óá-
reittur og að leita, taka við og miðla upplýs-
ingum og hugmyndum með hverjum hætti
sem vera skal og án tillits til landamæra.“
„… hin umfangsmesta vernd“
Sambærilegt orðalag er í 10. grein mann-
réttindasáttmála Evrópu. Á heimasíðu Mann-
réttindadómstóls Evrópu kemur fram að dóm-
urinn hafi þráfaldlega ítrekað að 10. greinin
taki ekki aðeins til „inntaks og innihalds upp-
lýsinga og hugmynda“ heldur einnig leiða til
að koma þeim á framfæri: „Fjölmiðlum hefur
verið veitt hin umfangsmesta vernd í dóma-
sögu réttarins, þar á meðal hvað snertir trún-
að við heimildir blaðamanna.“
Að auki segir í 10. greininni að þar sem
þessu „frelsi fylgi skyldur og ábyrgð“ sé það
„háð þeim formsatriðum, skilyrðum, takmörk-
unum og refsingum, sem kveðið er á um í lög-
um og eru nauðsynlegar í lýðræðisþjóðfélagi“.
Í dómum réttarins er víða að finna afger-
andi stuðning við vernd heimildarmanna.
Árið 2000 kom í ljós við innri endurskoðun
víðtæk spilling innan Eurostat, Hagstofu Evr-
ópu. Hafði stofnunin verið með tvöfalt bókhald
og ýmist skáldað samninga við fyrirtæki eða
búið til reikninga. Málinu var vísað til rann-
sóknarembættis fjársvikamála hjá Evrópu-
sambandinu, sem á að verja fjárreiður ESB
fyrir svikum og spillingu, en ekkert gerðist.
Ári síðar var málið tekið fyrir í skýrslu
Pauls van Buitenens, sem áður hafði afhjúpað
frændhygli og spillingu innan framkvæmda-
stjórnar ESB undir stjórn Jacques Santers.
Enn tók embættið ekki við sér. Það var ekki
fyrr en Hans-Martin Tillack skrifaði ítrekað
um málefni Eurostat í þýska vikuritið Stern að
farið var að spyrja spurninga.
Við rannsókn málsins beindust sjónir hins
vegar að Tillack. Hvaðan kom lekinn? Sagt var
að grunur léki á að Tillack hefði mútað opin-
berum embættismanni í skiptum fyrir trún-
aðarupplýsingar um evrópskar stofnanir.
Belgíska lögreglan handtók Tillack fyrir til-
stuðlan Evrópusambandsins og hélt honum á
meðan leitað var á vinnustað og heimili hans.
Hluti af réttinum til upplýsinga
Tillack fór með málið fyrir mannréttinda-
dómstól Evrópu og hafði sigur. „Rétturinn
leggur áherslu á að rétt blaðamanna til að gefa
ekki upp heimildir sínar er ekki hægt að með-
höndla einungis sem forréttindi, sem hægt er
að veita eða taka eftir lögmæti eða ólögmæti
heimilda, heldur er í einu og öllu hluti af rétt-
inum til upplýsinga og á að umgangast af ýtr-
ustu varfærni,“ sagði í úrskurðinum. „Það á
ekki síst við í viðkomandi máli þar sem grun-
semdir á hendur stefnanda byggðust á óljós-
um, óstaðfestum orðrómi eins og síðar var
staðfest með því að hann var ekki kærður.“
1996 leitaði breski blaðamaðurinn William
Goodwin, sem starfaði hjá fagblaði í verk-
fræði, til dómstólsins eftir að hann hafði verið
dæmdur fyrir að neita að gefa upp heimildir
sínar um fjárhagsstöðu tiltekins fyrirtækis.
Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dómi,
sem oft er vísað til, að ekki mætti réttlæta til-
raunirnar til að fá Goodwin til að upplýsa um
heimildir sínar með vísan til þess að frelsi fjöl-
miðla sé „háð þeim formsatriðum, skilyrðum,
takmörkunum og refsingum, sem kveðið er á
um í lögum og eru nauðsynlegar í lýðræðis-
þjóðfélagi“. Það hafi einfaldlega ekki átt við í
máli hans.
„Vernd heimilda í blaðamennsku er eitt af
grundvallarskilyrðum frelsis fjölmiðla,“ segir í
úrskurði dómstólsins í málinu og síðan er bætt
við: „Án slíkrar verndar gætu heimildarmenn
heykst á að aðstoða fjölmiðla við að upplýsa al-
menning um mál, sem varða hagsmuni al-
mennings. Þá yrði grafið undan nauðsynlegu
hlutverki fjölmiðla sem varðhundur í almanna-
þágu og það gæti haft öfug áhrif á burði fjöl-
miðla til að veita réttar og áreiðanlegar upp-
lýsingar.“ Segir svo að fyrirskipun um að gefa
upp heimildir samræmist ekki 10. greininni
nema hún verði „réttlætt með þungvægari
þörf í almannaþágu“.
Hvenær á rétturinn til verndar að víkja?
Í leiðbeiningum Evrópuráðsins frá 2000 er
fjallað um undantekningar frá réttinum til
verndar heimildarmanna. Þar segir að aðeins
megi skipa blaðamanni að greina frá nafni
heimildarmanns ef hagsmunir almennings eru
þungvægari réttinum til verndar. Segir síðan
að það geti aðeins átt við ef afhjúpun er nauð-
synleg til að vernda mannslíf, koma í veg fyrir
alvarlegt afbrot, eða verja mann, sem sakaður
er um að hafa framið alvarlegt afbrot. Ávallt
verði að vega og meta hagsmunina af því að af-
nema vernd heimildarmanns gagnvart skað-
anum, sem tjáningarfrelsið yrði fyrir. Tekið er
fram að meiðyrði geti ekki talist vega þyngra
en rétturinn til að vernda heimildir.
Í máli Tillacks var stjórnkerfið í vörn. Ann-
að var uppi á teningnum þegar Judith Miller,
blaðamaður New York Times, fór í fangelsi
2005 vegna þess að hún vildi ekki gefa upp
heimildir sínar þrátt fyrir dómsúrskurð. Í
Bandaríkjunum er rétturinn til að vernda
heimildarmenn veikari en víða annars staðar.
Forsaga málsins var sú að dálkahöfundur að
nafni Robert Novak birti grein 2003 þar sem
fram kom að Joseph Wilson, fyrrverandi
stjórnarerindreki á eftirlaunum, væri kvæntur
leynilegum erindreka bandarísku leyniþjón-
ustunnar, CIA. Konan var nefnd á nafn, Valer-
ie Plame. Wilson hafði farið til Níger á vegum
CIA til að kanna hvort eitthvað væri hæft í því
að Saddam Hussein, fyrrverandi leiðtogi
Íraks, hefði reynt að kaupa úran þar í landi.
Wilson fann engar vísbendingar um það og
skrifaði síðar grein í New York Times þar sem
hann hélt því fram að Bandaríkjastjórn hefði
gefið ranga mynd af málinu. Haldið var fram
að nafni hennar hefði verið lekið til að hræða
aðra, sem kynnu að vilja gerast uppljóstrarar.
Miller skrifaði aldrei um Plame, en saksókn-
ari taldi að hún byggi yfir upplýsingum, sem
skiptu sköpum fyrir rannsókn á lekanum.
Miller neitaði að greina frá heimildum sínum
og var stungið í fangelsi fyrir að sýna réttinum
óvirðingu. Hún sat inni í 85 daga. Þá aflétti
heimildamaður hennar, Lewis „Scooter“
Libby, starfsmannastjóri Dicks Cheneys, þá-
verandi varaforseta, trúnaðinum.
Í ljós kom að Libby hafði sagt henni að
Plame væri kona Wilsons, en það gerðist áður
en grein hans birtist í New York Times. Aldrei
var gengið á Novak um heimildir hans með
sama hætti og gert var við Miller.
„Markmið þessarar baráttu er að tryggja að
fólk með mikilvægar upplýsingar geti haft
fullvissu um að tali það við blaðamann á for-
sendu nafnleyndar njóti það verndar,“ sagði í
leiðara New York Times þegar málið stóð yfir.
Réttur til verndar heimilda skýr
Alþjóðlegar stofnanir leggja áherslu á réttinn til að vernda heimildir Iðulega reynt að fá
blaðamenn til að gefa upp heimildarmenn sína Ekki forréttindi sem hægt er að veita og taka
Morgunblaðið/Golli
Í trúnaði Réttur blaðamanna til að vernda heimildir sínar er viðurkenndur af stofnunum á borð
við Sameinuðu þjóðirnar og hefur ítrekað verið staðfestur hjá Mannréttindadómstól Evrópu.
Biophilia-tónvísindasmiðjur fyrir
yngstu kynslóðina og lifandi vís-
indaveisla fyrir alla fjölskylduna
verður í boði þegar Háskólalest Há-
skóla Íslands heimsækir Vest-
mannaeyjar í dag og á morgun. Há-
skólalestin fer nú í fjórða sinn um
landið en hún fór í sínar fyrstu ferðir
á aldarafmæli Háskóla Íslands árið
2011.
Í ferðum lestarinnar er lögð
áhersla á lifandi og skemmtilega vís-
indamiðlun til ungs fólks og litríka
dagskrá fyrir alla fjölskylduna að
því er segir í fréttatilkynningu. Í dag
sækja nemendur í elstu bekkjum
Grunnskóla Vestmannaeyja valin
námskeið í Háskóla unga fólksins. Á
morgun verður svo slegið upp veg-
legri vísindaveislu í Höllinni í Eyjum
milli kl. 12 og 16. Þar verða m.a. sý-
nitilraunir, japanskir búningar og
skrautskrift, leikir og þrautir, legó-
smiðja og ýmis tæki og tól, furðu-
speglar og óvæntar uppgötvanir.
Lifandi vís-
indaveisla
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Garðsláttur
Láttu okkur sjá um
sláttinn í sumar