Morgunblaðið - 16.05.2014, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 16.05.2014, Qupperneq 47
Hagnaður Haga á rekstrarárinu 2013/2014 nam 3,95 milljörðum króna, sem jafngildir 5,2% af veltu félagsins. Til samanburðar var hagn- aður félagsins 2,96 milljarðar á rekstrarárinu á undan. Rekstrar- tímabil Haga miðast við 1. mars hvers árs, en ársreikningur félagsins var birtur eftir lokun Kauphallar- innar í gær. Vörusala Haga jókst um 6,1% á síðasta rekstrarári og nam hún lið- lega 76 milljörðum króna. Segir fé- lagið það í takt við almenna veltu- aukningu á dagvörumarkaði. Rekstrarkostnaður hækkar um 2,0% milli ára en kostnaðarhlutfall lækkar úr 17,4% í 16,7%. Framlegð jókst úr 24,1% í 24,3% milli ára, en framlegð síðustu sex ára þar á undan var að meðaltali 24,7%. Afkoma fyrir fjármagnsliði, af- skriftir og skatta (EBITDA) nam 5,9 milljörðum króna. EBITDA fram- legð var 7,7% samanborið við 6,9% árið áður. Heildareignir samstæðu Haga námu 26,6 milljörðum í lok rekstr- arársins. Birgðir námu 4,8 milljörð- um króna og höfðu minnkað um 5,3% frá lokum rekstrarársins á undan. Eigið fé félagsins var 12,1 millj- arður króna í lok rekstrarárs. Eig- infjárhlutfall var 45,5%, en það var 34% árið á undan. Hagnaður á hlut fyrir síðasta rekstrarár nam 3,37 krónum, en hagnaður var 2,52 krónur á hlut árið á undan. Stærstu hluthafar Haga eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Í afkomutilkynningu Haga segir að horfur í rekstri á rekstrarárinu 2014/2015 séu sambærilegar nýliðnu ári og geri áætlanir félagsins ráð fyr- ir því. Hafinn er undirbúningur að nýju vöruhúsi Banana og fellur stór hluti þeirrar fjárfestingar á því rekstrarári sem nú er hafið. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um aðr- ar stórar fjárfestingar. Áframhald- andi niðurgreiðsla vaxtaberandi skulda er áformuð og hefur meðal annars verið tekin ákvörðun um greiðslu 1.500 milljóna króna inn á lán félagsins í lok maí. Hagnaður Haga á síðasta rekstrarári 4 milljarðar  Söluaukning í takt við veltuaukningu á dagvörumarkaði Ljósmynd/northphotos.net Hyggjast lækka skuldir Finnur Árnason er forstjóri Haga. Rekstrarafkoma Haga tölur í milljörðum króna 2014/15 2013/14 Breyting Vörusala 76,2 71,8 6% Framlegð 24,3% 24,1% EBITDA 5,9 5,0 18% EDITDA framlegð 7,7% 6,9% Hagnaður 3,95 2,96 34% Hagnaður á hlut 3,37 kr. 2,52 kr. FRÉTTIR 47Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 tjaldast ásamt fortjaldi með einu handtaki Eldhús • Álfelgur • Aðeins 250 kg • Áratuga reynsla á Íslandi Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ Sími 534 4433 - www.isband.is OPIÐ laugardag og sunnudag 11-15 Umboðsaðili Camp-let á Íslandi TjaldvagnarHeitt á könnunni og veiting ar fyrir börn in 100.000 kr. af öllum vögnum og 15% afsláttur af aukahlutum út maí um helginaStórsýning Birgðir af Appelsín, Pepsi, Pepsi Max, Kit Kat og Chupa sleikjó fylgja með seldum vagni í maí* *2 kassar af Appelsín og Pepsi eða Pepsi Max og 2 kassar af Kit Kat og tunna af Chupa sleikjó. Kynningarafsláttur Opið virka daga 10-18 Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 4,3 milljörðum króna og lækkaði um tæplega helming frá því á sama tíma fyrir ári. Í afkomutilkynningu frá bankan- um segir að minni hagnaður skýrist fyrst og fremst af lækkun á vaxta- mun, lækkun tekna eigna sem eru færðar á markaðsvirði og hærri sköttum. Á móti hafi hins vegar orðið jákvæð virðisbreyting útlána og hreinar þjónustutekjur hækkað um 1,5 milljarða króna miðað við fyrsta fjórðung árið 2013. Hreinar vaxtatekjur bankans lækka umtalsvert milli ára og námu þær 7,9 milljörðum króna borið sam- an við 9,9 milljarða árið áður. Helsta ástæðan fyrir þessu er að dregið hef- ur úr verðbólgu milli tímabila en verðtryggðar eignir Landsbankans eru ríflega 154 milljörðum meiri en verðtryggðar skuldir bankans. Vegna lækkunar á tekjum þá hækkar kostnaðarhlutfall bankans fyrstu þrjá mánuði ársins úr 43,9% í 72%. Almenn rekstrargjöld hafa hins vegar nánast staðið í stað milli ára en að teknu tilliti til verðbólgu þá nem- ur raunhækkun rekstrarkostnaðar 3,3%. Arðsemi eigin fjár eftir skatta dróst saman um næstum helming og nam 7,3% samanborið við 14% fyrir sama tímabil árið 2013. Eiginfjár- staða bankans er þó sterk en hann er með 24,8% eiginfjárhlutfall og var eigið fé 225,4 milljarðar í lok mars 2014. Í tilkynningu er haft eftir Stein- þóri Pálssyni bankastjóra að „af- koma Landsbankans á fyrsta árs- fjórðungi ársins [sé] viðunandi í ljósi þess að vaxtamunur lækkaði tölu- vert og verðþróun á markaði var óhagstæð.“ Dregið hafi úr vanskilum samfara batnandi efnahag. Morgunblaðið/Golli Hagnaður Landsbankinn í Austur- stræti er í reisulegu húsi. Hagnast um 4,3 milljarða króna  Vaxtamunur Landsbankans lækkar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.