Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 48

Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 48
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Ávöxtun af því að leigja út minni íbúðir miðsvæðis í Reykjavík er álíka mikil og af óverðtryggðum ríkisbréfum, þrátt fyrir umtals- verðar hækkanir á leiguverði að undanförnu. Þetta má sjá í skýrslu Reykjavík Economics um íbúða- markaðinn sem Magnús Árni Skúlason hagfræðingur kynnti á fundi Íslandsbanka á miðvikudag. Um 7% ávöxtun Algengt leiguverð á fermetra á minni íbúðum miðsvæðis í Reykja- vík er nærri því 2.000-2.500 krónur. Verg ávöxtun slíkrar íbúðar væri tæp 7-7,5% á ári ef miðað er við að meðalfermetraverð í miðborg Reykjavíkur hafi verið 336 þúsund krónur. En þá á eftir að taka tillit til viðhalds, fasteignagjalda (0,2%), lóðaleigu (0,2%), sorphirðugjalda, trygginga og fleira. Til samanburð- ar má nefna að ávöxtun óverð- tryggðra ríkisbréfa RIBK22 1026 var um 6,6% um miðjan apríl 2014, segir í skýrslunni. Leiguverð hækkaði um 9,8% að nafnvirði á árinu 2013, en árið áður hafði það hækkað um 6,4%, sam- kvæmt verðvísitölu Þjóðskrár Ís- lands. Hækkunin er meiri en nafn- hækkun húsnæðisverðs sem hækkaði um 6,8% á síðasta ári. Alþjóðlegur samanburður Íbúðamarkaðir um allan heim hafa ekki farið varhluta af efna- hagserfiðleikunum undanfarin ár, segir í skýrslunni. Eftir langvar- andi kreppu hafi íslenski íbúða- markaðurinn loksins náð jafnvægi eftir mikla niðursveiflu. „Það er áhugavert að sjá að bandaríski hús- næðismarkaðurinn virðist vera að ná sér og hefur svipaða leitni og hinn íslenski markaður. Sömu sögu er að segja um Danmörku,“ segir í skýrslunni. Raunhúsnæðisverð lækkaði verulega í jaðarríkjum Evrópusam- bandsins, þ.e.a.s. Írlandi, Grikk- landi og á Spáni, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Verðfallið virðist vera afstaðið á Írlandi en hin ríkin halda áfram að falla. „Að- gerðir stjórnvalda á Íslandi og í Bandaríkjunum í húsnæðismálum virðast hafa slegið gólfi undir frek- ara verðfall á íbúðamörkuðum en til aðgerða hér á landi má nefna 110% leiðina, dóma um gengis- bundin lán o.fl. Frekari skuldaleið- réttingar hér á landi eiga eftir styrkja markaðinn enn frekar,“ segir Reykjavík Economics. Meginniðurstöður skýrslunnar voru að íslenski íbúðamarkaðurinn hafi loksins náð jafnvægi eftir mikla niðursveiflu sem langvarandi kreppa olli. Íbúðamarkaðurinn hafi náð sér að fullu og nýbyggingar séu byrjaðar að seljast á ný. Bygg- ingariðnaðurinn hafi sömuleiðis rétt úr kútnum og að nú megi sjá fram á eðlilega nýsmíði íbúða. Megináhættan liggi í fjármagns- höftunum því ef þeim verði lyft sé líklegt að gengi krónunnar falli með tilheyrandi verðbólguskoti. Einnig vekur mikil verðhækkun íbúðarhúsnæðis áhyggjur en lík- lega má rekja hana til aukinnar eft- irspurnar eftir löngum verðtryggð- um lánum. Ávöxtun leigu svipuð og af ríkisbréfi  Ávöxtun leigusala á minni íbúðum miðsvæðis í Reykjavík er álíka mikil og af óverðtryggðum ríkis- bréfum  Leiguverð hækkaði um 9,8% að nafnvirði í fyrra  Íbúðamarkaðurinn hefur náð sér að fullu Íbúðaverð féll víða í kjölfar kreppu Bandaríkin Ísland Írland Grikkland Danmörk Spánn Heimild: Reykjavik Economics, OECD. Ra un ve rð sv ís ita la 2005 1 2008 1 2011 1 2006 1 2009 1 2012 1 2007 1 2010 1 2013 1 160 150 140 130 120 110 100 90 80 70 60 Þróun íbúða- og leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu Heimild: Reykjavik Economics, Þjóðskrá Ísland Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Hlutfall leigu/ íbúðaverðs 135 130 125 120 115 110 105 100 95 2011 2011 2012 2012 2013 2013 2014 ● Matsfyrirtækið Reitun hefur hækkað lánshæfi Arion banka í i.A3 með stöð- ugum horfum, en lánshæfiseinkunnin var áður i.BBB1 með jákvæðum horfum. Lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa bankans er áfram i.AA2 með stöðugum horfum. Matið byggist á háu eiginfjárhlutfalli bankans, háu lausafjárhlutfalli og sterkri markaðsstöðu ásamt líklegum utanaðkomandi stuðningi Seðlabank- ans ef til þess kæmi. Í greiningu Reitunar kemur fram að úrvinnsla vandræðalána hafi gengið samkvæmt áætlun og gæði lánasafns- ins hafi aukist. Auk þess hefur hlutfall íbúðalána í lánasafni vaxið og veðstaða batnað samhliða hækkandi fast- eignaverði. Reitun telur horfur á því að lánshæfi bankans gæti batnað enn frekar með auknum gæðum útlánasafnsins, minni samþjöppun og auknum stöðugleika í rekstri og umhverfi. Lánshæfi Arion banki fær hærri einkunn. Reitun hækkar lánshæf- iseinkunn Arion banka 48 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Áþreifanleg vellíðan EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími: 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 82 ÁRA EDDA Heildverslun Draumur um góða nótt Heildverslun með lín fyrir: • hótelið • gistiheimilið • bændagistinguna • veitingasalinn • heilsulindina • hjúkrunarheimilið • þvottahúsið • sérverslunina Gæði og glæsileiki Heildverslunin Edda hefur um áratuga skeið sérhæft sig sem innflytjandi á líni. Mörg af stærstu hótelum landsins jafnt sem minni nota allt lín frá okkur. Bjóðum einnig upp á lífrænt lín. ● Í lok árs 2013 voru konur 25,1% stjórnarmanna fyrirtækja sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá, samkvæmt upplýsingum frá Hagstof- unni. Hlutfall kvenna í stjórnum fyr- irtækja var til samanburðar 21,9% ár- ið 1999 og 22,9% árið 2008. Konum hefur einkum fjölgað í stjórnum stærri fyrirtækja undanfarin ár, en ár- ið 2013 voru konur ríflega 30% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri. Til sam- anburðar var hlutfallið 15% árið 2008. Skýringu á þessum miklu breytingum má rekja til nýrra laga um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja. Konur fjórðungur stjórnarmanna STUTTAR FRÉTTIR                                     !"# #!$" ! $#" #%%%  $"  "% &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 #$$  !% #!%#  $" # % ! $  " !"  ! #!% !"$ $ #% !$ $"$  "" #!%!# Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Seðlabanki og Fjármálaeftirlitið geta beitt sér til að draga úr hækk- un á íbúðaverði. En íbúðaverð á höf- uðborgarsvæðinu hefur hækkað mikið eða um 8,7% að raungildi á tólf mánaða tímabili á milli mars- mánaða. Fram kemur í skýrslu Reykjavík Economics að það sé skylda stjórnvalda að fylgjast vel með íbúðamarkaðinum og bregðast við ef bóluáhrifa verður vart. „Hefðbundin stýritæki seðla- banka til að draga úr eftirspurn er annað hvort að hækka stýrivexti eða að hafa áhrif á peningamagn í umferð með því að selja skuldabréf á markaði,“ segir í skýrslu Reykja- vík Economics um fasteignamark- aðinn. Seðlabankinn hafi kynnt svoköll- uð þjóðhagsvarúðartæki í nýjustu skýrslu sinni um fjármálastöðug- leika og ræðir þar t.d. um að setja sveifluháð eiginfjárframlag til íbúð- arkaupa. „Hér á bankinn líklega við að hann eða Fjármálaeftirlitið (FME) gæti sett reglur um há- markslánsfjárhlutfall til íbúðar- kaupa. Ef við gerum ráð fyrir að sú for- senda standist, að útlánavöxtur verðtryggðra lána hækki nafnverð íbúða úr hófi fram, gæti Seðlabank- inn brugðist við því að setja hámark á lánshlutfall á verðtryggð lán. Taka má til dæmis að bankinn myndi einungis leyfa 70% eða lægra lánsfjárhlutfall þegar verð- tryggt lán á í hlut en lántakand- anum væri hins vegar frjálst að fjár- magna hluta með óverðtryggðu láni, þ.e.a.s. að 80% lánsfjárhlut- falli. Með því móti yrði greiðslu- byrði þyngri og því ólíklegra að íbúðarkaupendur freistuðust til að kaupa sér dýrari eign en þeir hefðu efni á til langs tíma,“ segir í skýrslu Reykjavík Economics. Geta haft áhrif á íbúðaverð SÍ OG FME GETA BEITT SÉR TIL AÐ DRAGA ÚR EFTIRSPURN Þótt að verð íbúða miðsvæðis í Reykjavík sé mun lægra en í stórborgum Evrópu þá ber að hafa í huga að vextir eru mun lægri í Evrópu en á Íslandi. „Til að bera saman verð milli heimshluta þarf að bera saman greiðslu- byrði en hún getur verið mjög svipuð þó að íbúð í Reykjavík sé mun ódýr- ari en t.d. í París en vextir á óverðtryggðum frönskum íbúðarlánum eru um helmingur af íslenskum vöxtum,“ segir í skýrslu Reykjavík Economics. Lægri vaxtakostnaður erlendis GREIÐSLUBYRÐI GETUR VERIÐ SVIPUÐ AF DÝRARI EIGN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.