Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 58
58 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014
Ég velti fyrir mér,
eins og væntanlega
margir aðrir lands-
menn, stöðu mála varð-
andi aðildarumsókn Ís-
lands að
Evrópusambandinu.
Eftir lestur nýlegrar
skýrslu Hagfræðistofn-
unar og annarra gagna
um þessi mál, tel ég mig
hafa fundið nokkuð
góðar upplýsingar
varðandi stöðuna í þessum málefnum,
sem ég vil koma á framfæri. Tilvitn-
anir til stuðnings máli mínu vel ég að
hafa skáletraðar.
Lykilþætti í umsóknarferlinu tel ég
vera sjávarútvegsmál og landbún-
aðarmál. Í samningum er mikilvægt
að tryggja sérhagsmuni Íslendinga í
þessum málum. Einnig huga ég að
valkostum Íslands í Evrópusam-
vinnu, án ESB aðildar.
Hvað um að fylgja
fordæmi Noregs?
Umsóknarferlið er nú í biðstöðu
eftir fjögurra ára viðræður og óvissa
með áframhaldið. M.a. er deilt um
það hver á að taka ákvörðun um
framhald mála. Þjóðaratkvæða-
greiðsla um þessi mál er ábyggilega
þarfaþing, en ég velti því fyrir mér
eins og væntanlega fleiri landsmenn;
Af hverju er ekki hægt að ljúka aðild-
arviðræðum fyrst og fela svo þjóðinni
að kjósa um fyrirliggjandi valkosti
eins og gert var í Noregi á sínum
tíma?
Það virðist því miður ekki vera
hægt að gera það á hliðstæðan hátt
nú vegna ákv. þróunar hjá Evrópu-
sambandinu. Það er orðið öðruvísi nú
en þegar norska þjóðin hafnaði aðild
að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu
1994. Sem þýðir að það yrði mun fyr-
irhafnarmeira á margan hátt fyrir Ís-
lendinga að ljúka aðildarviðræðum
fyrst og kjósa svo um framhaldið eins
og Norðmenn gerðu fyrir 20 árum.
Aðildarumsókn Íslands
að ESB og ferill hennar
Í áðurnefndri skýrslu Hagfræði-
stofnunar, Úttekt á stöðu aðildar-
viðræðna Íslands við
Evrópusambandið og
þróun sambandsins
kemur eftirfarandi
fram: „Við mat á stöðu
viðræðnanna er mik-
ilvægt að átta sig á
helstu einkennum og
áherslum stækk-
unarstefnunnar.
Stækkunarstefnan hef-
ur tekið ýmsum breyt-
ingum í gegnum tíðina
og hafa þær end-
urspeglað þann efna-
hagslega og pólitíska
veruleika sem við blasir hverju sinni.“
Einnig: „Stækkunarferlið sem Ís-
land gekk inn í einkennist af strang-
ari skilyrðum fyrir inngöngu en áður
tíðkaðist.“ Samtals eru nú 28 ríki í
Sambandinu en voru um helmingi
færri 1994 þegar Norðmenn tóku
sína afstöðu. Síðan þá hafa 11 af nýj-
um ríkjum ESB verið fyrrverandi
austantjaldsríki, sem þörfnuðust end-
urnýjunar á allri stjórnsýslu og fengu
hana á vettvangi ESB, samfara nýrri
stækkunarstefnu, sem er óþörf og of
umfangsmikil fyrir Ísland.
En hver er staða fyrrnefndra lykil-
þátta nú?Í skýrslu Hagfræðistofn-
unar er m.a. vikið að stöðu mála varð-
andi sjávarútvegsmál: „Í
framvindu-skýrslum Evrópusam-
bandsins kemur einnig fram að sjáv-
arútvegsstefna Íslendinga sé almennt
ekki í samræmi við réttarreglur sam-
bandsins.“ Jafnframt; „Reynsla ann-
arra þjóða sýnir glöggt að erfitt getur
reynst að fá varanlegar undanþágur
frá sameiginlegri stefnu sambands-
ins.“
Í skýrslu Hagfræðistofnunar kem-
ur einnig fram að: „þegar viðræðun-
um var frestað hafði framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins ekki lagt
fram rýniskýrslu sína og Ísland gat
því ekki lagt fram formlega samn-
ingsaðstöðu sína í sjávarútvegi.“ Eft-
ir fjögur ár!
Í grein eftir Jón Bjarnason, fyrr-
verandi landbúnaðarráðherra, í
Bændablaðinu þann 5. mars sl. kem-
ur fram að ESB stöðvaði umsóknar-
ferlið í landbúnaði í nóv. 2011, því að
kröfum þess var ekki mætt af hálfu
Íslands. Í aðildarviðræðunum hafði
ESB tekið sér einhliða vald til að
setja opnunar- og lokunarskilyrði á
hvern samningskafla, og nýtti sér
það.
Evrópusamstarf
Íslands til þessa
Með EES samningnum 1994 má
segja að Ísland hafi orðið fullgildur
aðili að víðtæku evrópsku efnahags-
samstarfi. Í upphafi komu fleiri þjóðir
að EES í gegnum EFTA samstarfið
og þá var það mjög eftirsóknarvert
fyrir ESB að hafa slíkan samning.
Það er ljóst að Ísland hefur haft góð-
an ávinning af EES samningnum og
spursmál hvort hann sé ekki áfram
heppilegasti farvegurinn fyrir ís-
lenskt Evrópusamstarf í framtíðinni.
Þessi samningur nær ekki til sjávar-
útvegs og landbúnaðar og þrengir
ekki neitt að fullveldi íslensku þjóð-
arinnar.
Í ljósi þess sem hér hefur komið
fram tel ég heppilegast að draga um-
sóknina til baka. Allt í efnahags-
lögsögunni er þá aðallega Íslendinga!
Síðan væri hægt að taka þráðinn upp
aftur frá byrjun ef þurfa þykir.
Það er vel þess virði í tilefni af 150
ára afmæli þýska fræðafrumkvöðuls-
ins Max Weber (1864-1920) að virða
þann frábæra árangur ESB að hafa
tryggt frið sl. áratugi á mjög fjöl-
mennu svæði í Evrópu. Weber fjallaði
í fræðum sínum líka um skriffinnsku
en hún viðgengst víðar en í ESB.
Vert að taka fram að hvað sem af
aðildarumsókninni verður, þá nýtur
Ísland góðs af samstarfi við ESB í
margslungnum milliríkjaviðskiptum,
þó að stækkunarstefna þess sé orðin
vafasöm. Vonandi næst sæmileg sátt
um þessi mál í meðferð bæði þings og
þjóðar.
Eftir Ævar Halldór
Kolbeinsson » Stækkunarferlið sem
Ísland gekk inn í hjá
ESB einkennist af
strangari skilyrðum fyr-
ir inngöngu en áður
tíðkaðist.
Ævar Halldór
Kolbeinsson
Höfundur er öryrki en hefur B.A.-
gráðu í félagsfræði og diploma í hag-
nýtri þýðingafræði frá HÍ. Einnig
M.Sc. á sviði fötlunarfræði frá ensk-
um háskóla.
Staða lykilþátta í aðildar-
umsókn Íslands að ESB
mbl.is
alltaf - allstaðar
Ótrúleg aðför er nú
gerð að Reykjavíkur-
flugvelli, sérstaklega
af borgarfulltrúum
Samfylkingar og
ákveðnum sjálfstæðis-
mönnum. Þessir
fulltrúar sjá ekki
borgina austur fyrir
Öskjuhlíð að því er
virðist. Það er eins og
allt sem máli skiptir
skuli vera í miðbænum, 101, eða í
Vatnsmýrinni, þótt flest rök mæli
með því að byggja fremur upp al-
menna þjónustu og sjúkrahús
austan við Elliðaár þar sem um-
ferðaræðar liggja í kross í allar
áttir.
Bendi ég sérstaklega á hið stór-
góða landrými við bakka Elliðaár,
þar sem Steypustöðin, BM Vallá,
bílasölur og ýmis salt- og jarð-
vinnufyrirtæki borgarinnar eru nú.
Þarna er mikið landrými beggja
vegna árinnar og sérlega veður-
sælt og skjólgott fyrir austan- og
norðanáttum, þar sem Esjan góða
skýlir mun betur fyrir norðanátt-
um en við Lækjargötuna og 101.
Ég trúi því að þarna verði
byggður upp nýr miðbær, þegar
nýir menn með framtíðarsýn kom-
ast til valda, ekki þessar miðbæj-
arrottur í 101.
Reykjavíkurflugvöllur hefur öðl-
ast sess sem sérlega vel staðsettur
fyrir innanlandsflug og kennslu-
og einkaflug og öðlast hefðarrétt
sem ekki á að hrófla við, enda í út-
jaðri borgarinnar til suðvesturs.
Ég undrast að aldrei skuli vera
rætt við og fengið álit manna sem
starfað hafa á flugvellinum við t.d.
áætlunarflug í áratugi og þekkja
því aðstæður og hafa kannski hug-
myndir um hvað betur mætti fara
sem þó ekki rýrir notagildi flug-
vallarins og eins að borgin fengi
meira rými næst miðbænum.
Ég hef starfað á Reykjavíkur-
flugvelli frá 1968, fyrst sem hlað-
maður flugvéla og á farþega-
afgreiðslu Flugfélagsins. Síðan
sem flugnemi í nokkur ár og svo
flugmaður á Fokker-flugvélum FÍ
eða í samtals um 20 ár.
Skoðun mína hef ég oft látið
uppi um að gera flugvöllinn meira
aðlaðandi fyrir borgina. Flugvellir
þurfa ekki alltaf að vera ljótir og
ruslaralegir fyrir umhverfið, eins
og Reykjavíkurflugvöllur var
vissulega í áratugi. Á síðustu árum
hefur margt verið gert til að
snyrta og fegra umhverfi hans en
gera má meira. Mín hugmynd er
sú, að gera flugvöllinn til fram-
búðar þannig úr garði, að ekki
þurfi að þrasa meira um framtíð
hans á þessum stað, hann er
hvergi betur kominn, nema ef væri
á Bessastaðanesi, sem væri stór-
góður staður fyrir flugvöll, enda
nánast á miðju Stór-Reykjavíkur-
svæðinu og óskert að- og fráflug
sérlega gott í allar áttir.
Í Reykjavík má lengja austur/
versturbraut um 800-1000 metra
út í Skerjafjörð, þannig að gera
megi góð blindflugsaðflug inn á
báða enda og yrði sú flugbraut að-
alflugbraut sem nota má í 90% til-
fella.
Ég mundi leggja eindregið til að
lögð yrði hitalögn í yfirborð ann-
arrar flugbrautarinnar þar sem af-
fall úr geymum á
Öskjuhlíð rynni um
en hleypa mætti
aukahita á þegar suð-
vestan éljagangur
gengur yfir, sem
kemur fyrir nokkra
daga á hverjum vetri.
Þá væri hægt að
leggja af þriðju
brautina. Þannig yrðu
lendingar og flugtaks-
skilyrði gerð örugg
með tilliti til bremsu
og hliðarvinds, enda
flugbrautin þá auð af snjó og ís.
Þetta yrði einstætt á heimsvísu!
Stytta má hæglega braut 19,
norður/suðurbraut alveg að Hótel
Loftleiðum, þannig að hún yrði
samt sem áður um 1000 metrar.
Þannig mundi allt aðflug yfir
miðbæinn hækka verulega þar
sem lendingarþröskuldur færist
mun sunnar. Þessa flugbraut gætu
allar smærri flugvélar áfram notað
í báðar áttir eftir vindátt, og t.d.
Fokkerar og Dash-flugvélar Flug-
félagsins einnig þegar hliðarvindur
á austur/vestur-brautina er orðinn
of mikill, enda þurfa þá stærri
flugvélar styttri flugbraut til lend-
inga og flugtaks.
Ég tel að þarna mætti hæglega
gera flugvöllinn stórgóðan og stolt
Reykjavíkur um ókomin ár. Það
þykir mikill kostur víða erlendis
að hafa innanlandsflugvöll eins og
við höfum nú í Reykjavík nánast í
miðbænum.
Einnig getur Reykjavíkur-
flugvöllur áfram þjónað sem vara-
flugvöllur fyrir millilandaflugið frá
Keflavík, sem í 80-90% tilfella er
bara um pappírslegan flugvöll að
ræða, þar sem eldsneyti á varavöll
er í lágmarki vegna nálægðar við
Reykjavíkurflugvöll, t.d. í norðan-
átt og björtu veðri, þegar ekkert
er til fyrirstöðu að lenda í Keflavík
þarf að hafa eldsneyti á vara-
flugvöll, hvort sem hann er í
Reykjavík, á Egilsstöðum eða í
Glasgow, alltaf og það skiptir máli
hvort flugvélin þurfi að bera ein-
ungis 2,5 tonn eða 6-10 tonn auka-
lega. Það kostar nefnilega mikla
peninga á ársgrundvelli að bera
eldsneyti sem ekki er þörf fyrir.
Lítið mál er að gera steyptan
stokk undir Suðurgötuna fyrir um-
ferðina í hverfið í Skerjafirði og
færa síðan flugtengda starfsemi,
eins og Fluggarðana, suður fyrir
austur/vesturbrautina , í Skerja-
fjörð, svo sem flugskóla og einka-
flug með flugskýli og flughlöð, en
gefa borginni eftir athafnasvæði
nær miðborginni fyrir norðan af-
greiðslu Flugfélagsins, en þar þarf
að byggja nýja flugstöð fyrir inn-
anlandsflugið á sama stað, enda
styst fyrir þá sem þurfa að nota
flugið út á land.
Með von um að hugmyndabanki
landsmanna komi að þessu stór-
máli sem Reykjavíkurflugvöllur er
og hefur verið stórum hluta lands-
manna í gegnum áratugina.
Trúi ekki öðru en að settur
nefndarformaður, Ragna Árna-
dóttir, kalli til reynslubolta úr
fluggeiranum, sem skipta hundr-
uðum, til að leggja þessu þjóð-
þrifamáli lið.
Gerum Reykja-
víkurflugvöll
höfuðborgarvænni
Eftir Jón Karl
Snorrason
Jón Karl Snorrason
» Gerum flugvöllinn til
frambúðar þannig
úr garði, að ekki þurfi
að þrasa meira um
framtíð hans á þessum
stað, hann er hvergi bet-
ur kominn…
Höfundur er flugmaður í Reykjavík.
Náttúruleg umhirða munns og tanna!
Tannkremin frá Weleda hreinsa tennurnar á árangursríkan hátt
Tannholdið styrkist með jurtablöndum og slímhimnur munnholsins
haldast ferskar. Tannkremin innihalda engin auka-bragðefni.
Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á
www.weleda.is
Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land.
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/weledaísland