Morgunblaðið - 16.05.2014, Qupperneq 62
Morgunblaðið/RAX
Náttúruundur Logi og fjölskylda ætla að ferðast um Vestfirði í sumar. Foss-
inn Dynjandi í botni Arnarfjarðar er meðal þess sem þau ætla að heimsækja.
Jón Agnar Jónsson
jonagnar@mbl.is
Sumarið byrjar sumardaginn
fyrsta, það er ekki flóknara en það.
Þá er grillið tekið út, hvernig sem
viðrar, og þaðan í frá er sumarið í
loftinu, hvernig sem viðrar,“ segir
Logi Geirsson, fyrrverandi at-
vinnumaður í handbolta og núver-
andi eigandi Fjarform. Haft hefur
verið á orði að Logi hafi verið í
sannkölluðu sumarskapi á fésbók-
arsíðu sinni undanfarna daga og
því rétt að taka hús á honum og
inna hann eftir áformunum fyrir
sumarið.
Landið skal sótt heim í sumar
Rétt eins og Logi reynir að
temja skjólstæðingum sínum þann
lífsstíl að setja sér markmið fyrir
líkamsþjálfun sína, þá hefur hann
sett sér skýr markmið fyrir það
sem hann ætlar að gera í sumar.
„Það er ekki nóg að setja sér
markmið í heilsuræktinni og
vinnunni, heldur verður maður líka
að setja sér markmið fyrir fjöl-
skylduna. Í stuttu máli ganga
markmiðin út á það að ferðast sam-
an um landið í sumar.“ Logi, unn-
usta hans, Ingibjörg Elva Vil-
bergsdóttir, og sonur þeirra
Vilberg ætla meðal annars að fara
hringinn í kringum landið í sumar.
„Margir eru alveg fastir á því að
fara í sólina yfir hásumarið, sem er
einmitt rétti tíminn til að fara um
landið okkar. Til hvers að kaupa
sér sólarlandaferð þegar hér heima
nýtur sólar yfir nánast allan sólar-
hringinn yfir sumarið?“ spyr Logi
og hlær við. „Hér heima er líka
hægt að fara í útilegu án þess að
vera étinn lifandi af mosk-
ítóflugum. Það er ótvíræður kost-
ur.“
Aðspurður segir Logi að hann
hafi ekki verið nægilega duglegur
að sækja landið heim undanfarin
ár. Þegar hann sneri heim eftir
áralanga dvöl sem atvinnumaður í
handbolta í Þýskalandi tók hann að
eigin sögn törn í ferðalögum innan-
lands en síðan hefur faraldsfót-
urinn verið mestanpartinn í hvíld.
„Svo tók ég reyndar ágætis skorpu
þegar ég fór um landið við fyr-
irlestrahald, á árunum 2012 og
2013, og þá kom ég næstum á hvert
einasta byggða ból á landinu, enda
hélt ég hátt í fimmtíu fyrirlestra.
Að því verkefni loknu sagði ég við
konuna að við tvö þyrftum að fara
hringinn saman. Og litli guttinn
kemur með.“
Að búa til minningar
Ferðalög með fjölskyldunni eiga
hug Loga allan um þessar mundir
og hann hlakka til að leggja land
undir fót í sumar. „Lífið snýst um
að njóta augnabliksins með þeim
sem manni þykir vænt um og búa
þannig til minningar.“
Og hvað er betra en að búa til
minningar með fjölskyldunni?
„Þegar maður lítur yfir það sem
maður með upplifað og lent í, þá er
það lærdómur sem ég hef dregið út
úr lífinu. Maður er búinn að átta
sig á að þetta snýst um að búa til
minningar.“
Orð að sönnu. En hvers vegna er
Logi svona sannfærður um að
þetta verði frábært sumar?
„Ja, það verður ekki verra en
síðasta sumar, svo miklu get ég lof-
að,“ segir Logi og hlær, með vísan í
veðurfarið sem landsmenn hér fyr-
ir sunnan upplifðu í fyrra þegar
eiginlegt sumar kom aldrei að heit-
ið gat. „Annars hef ég bara tilfinn-
ingu fyrir því að þetta verði gott
sumar. Sjálfur er ég með mörg
járn í eldinum og upplifi alltaf sum-
arið sem bjart og skemmtilegt. Ég
er náttúrlega að þjálfa fólk árið um
kring og þegar sumarið kemur er
hægt að færa hluta þjálfunarinnar
út fyrir hússins dyr, senda fólkið út
á hlaupa, á fjöll og svo framvegis.
Þá er prógrammið brotið skemmti-
lega upp og fyrir bragðið verður
sumarið skemmtilegasti tíminn.
Stundum þarf maður að bíða níu
mánuði ársins eftir þremur góðum
mánuðum svo það þýðir ekkert
annað en að ákveða að þeir verði
góðir,“ bætir Logi við.
Dálæti á Dyrhólaey
Einn er sá landshluti sem Logi
hefur sérstakan augastað á fyrir
sumarið. Það eru Vestfirðir. „Plan-
ið er að þræða firðina, heimsækja
Rauðasand, Hornstrandir og fleiri
fallega staði. Við ætlum okkur góð-
an tíma til að skoða okkur þar um.
Af nægu er að taka fyrir vestan og
ég hlakka mikið til að fara þar um
og upplifa vestfirska náttúru.“
Uppáhaldsstaður Loga er aftur á
móti Dyrhólaey og nágrenni. Þar
hefur fjölskylda hans átt land um
langan aldur og þar var okkar
maður alinn upp á sumrin. Þar af
leiðir að hann veit lengra nefi sínu
þegar kemur að því að spá í veðrið.
Byggt á því sem hann kann fyrir
sér í þeim alþýðufræðum úr sveit-
inni, þá lofa öll teikn sem á lofti eru
að sumarið verði gott. Það er auð-
heyrt að Logi kann að lesa í landið
enda sveitastrákur inni við beinið.
„Þó að ég segi sjálfur frá þá er
ég orðinn nokkuð lunkinn að sjá út
hvernig sumarið verður,“ útskýrir
Logi kankvís. Hann bætir við að
veðurspádómsgáfan sé ekki síst
komin frá sjálfum Guðjóni Þor-
steinssyni í Garðakoti við Dyrhóla-
ey, þeim hinum sama og Ragnar
Axelsson, ljósmyndari hjá Morg-
unblaðinu, festi á filmu í magnaðri
myndaröð fyrir um áratug. „Hann
kenndi okkur krökkunum þetta
þegar við röltum með honum á
sandana, er við vorum í sveitinni á
sumrin. Hann er auðvitað goðsögn
þarna í sveitinni og lifir meðal
fólksins þó að fallinn sé frá. Bless-
uð sé minning hans,“ bætir Logi
við en Guðjón lést 22. janúar 2006,
þá 82 ára að aldri. Með annan eins
lærimeistara í veðurfræðum blasir
við að mark hlýtur að vera takandi
á orðum Loga.
„Fuglalífið og fleira felur í sér
vísbendingar um að framundan sé
gott sumar. Ég ætla því að leyfa
mér að spá frábæru sumri þar sem
landinn mun njóta lífsins.“
Gæfan gefi að þetta viti á gott
sumar.
Þetta verður frábært sumar
Silfurdrengurinn, einkaþjálfarinn og viðskiptafræðingurinn Logi Geirsson ætlar að ferðast um landið í sumar
ásamt fjölskyldunni Lærði veðurfræði sveitamannsins hjá Guðjóni í Garðakoti og spáir góðu sumri
Morgunblaðið/RAX
Goðsögn Guðjón í Garðakoti, hér með einu hrossa sinna, kunni að lesa veð-
urteikn í landið. Logi lærði sitthvað af honum og spáir góðu sumri í ár.
Morgunblaðið/Golli
Saman „Það er ekki nóg að setja sér markmið í heilsuræktinni og vinnunni,
heldur verður maður líka að setja sér markmið fyrir fjölskylduna.“
SUMARIÐer tíminn