Morgunblaðið - 16.05.2014, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 16.05.2014, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Íslenskar hjólagrindur fyrir íslenska veðráttu Margar stærðir og gerðir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Valur Rafn hefur ástæðu til að vera í góðu skapi þessa dagana enda einn besti sölutími ársins að ganga í garð hjá reiðhjólaversluninni TRI við Suðurlandsbraut. Valur er markaðsstjóri verslunar- innar en TRI hóf rekstur árið 2011. „Kveikjan að stofnun verslunarinnar var sú hugmynd að opna í fyrsta skipti búð hér á landi þar sem hægt væri að fá á einum stað allt sem þarf til að æfa og stunda þríþraut. Við seljum því vörur fyrir hlaupamann- inn, sundmanninn og hjólreiðamann- inn en hjólin eru í öndvegi og reið- hjól þýska framleiðandans Cube eru aðalsmerki verslunarinnar.“ Leggur Valur á það áherslu að úr- valið hjá TRI er fjölbreytt og m.a. hægt að finna þar reiðhjól af öllum tegundum, en ekki bara fyrir keppn- isfólk í þríþraut. „Cube er mjög framsækið fyrirtæki, kemur inn á markaðinn fyrir aðeins tveimur ára- tugum, en er nú þegar orðið nokkuð þekkt og eftirsótt merki í reið- hjólaheiminum. Seljum við bæði keppnishjólin þeirra og einnig borg- ar- og fjallahjól, fyrir bæði karla, konur og börn. Ef eitthvert tiltekið hjól úr smiðju Cube er síðan ekki í sýningarsalnum þá er vitanlega sjálfsagt mál að panta hjólið til landsins.“ Að sögn Vals eru Cube-hjólin sambærileg við reiðhjól þekktustu og fremstu framleiðenda. „Þessi reiðhjól þykja vönduð smíði, létt og falleg, með úthugsaða hönnun og skemmtilegt litaval, til viðbótar við vandaðar bremsur og góða gíra.“ Allir að hjóla allsstaðar Hefur reksturinn gengið vel und- anfarin þrjú ár og ætti varla að koma á óvart enda hefur mikil sprenging orðið í hjólreiðum hér á landi. Bendir Valur raunar á að sama þróun sé að eiga sér stað í öll- um helstu stórborgum vesturlanda. Um allan heim séu vinsældir hjól- reiða að aukast og framleiðendur um leið að koma fram með nýjar lausnir og ný reiðhjól sem eiga að smell- passa við breytilegar þarfir reið- hjólafólks. „Gott dæmi um þetta eru cyclo- cross-hjólin sem oft er lýst þannig að þau blandi saman í eitt eig- inleikum fjallahjóls og götuhjóls. Annar nýr hópur reiðhjóla eru svo- kölluð hybrid-hjól sem blanda sam- an mjóum dekkjum keppnishjóla og þægilegri reiðstöðu borgarhjóla. Hlutverk reiðhjólasölumannsins hefur breyst í takt við þetta mikla úrval og fer vinnudagurinn bæði í það að mæla viðskiptavininn og finna hjól í hárréttri stærð, og að auki reyna að fá sem gleggsta mynd af því hvernig hjól hentar honum best. Er ætlunin að hjóla á stígum eingöngu? Þarf kannski að fara af malbikinu á leið í vinnu eða skóla og taka stuttan spöl á malarstíg? Þá finnum við hjólið sem hentar full- komlega.“ Með blómlegri reiðhjólamenningu verða neytendur líka kröfuharðari og betur upplýstir um sérkenni ólíkra framleiðenda, og hvað gott reiðhjól verður að hafa til að bera. Valur segir marga sem leggja leið sína í verslunina vera með næmt auga fyrir smáatriðum á borð við gæði dempara eða bremsa, hvernig gjarðirnar eru smíðaðar eða jafnvel hvaða slöngur eru notaðar í dekkin. „Fólk hefur oft lagt töluverða rann- sóknarvinnu í valið á nýju reiðhjóli, lesið sér til á netinu og gert verð- samanburð á milli verslana og fram- leiðenda.“ Feimin við sterka liti Smekkur landans á reiðhjól og aukahluti fyrir reiðhjólið virðist líka vera að breytast. Reyndar segir Val- ur að Íslendingar sæki ennþá mest í reiðhjól sem eru svört eða grá að lit, og mættum við vera ófeimnari við að velja litríkari hjólhesta. „En það þykir t.d. orðið töff í dag að vera í hjólreiðabuxum og er það ánægjuleg þróun sem orðið hefur á mjög stutt- um tíma. Eins þykir flott að vera með vandaðan hjálm á kollinum og heyrir í dag til algjörra undantekn- inga að sjáist til hjólreiðamanns á hraðskreiðu götuhjóli án þess að hann sé með hjálm til að vernda höf- uðið“ Íslendingar eru farnir að gera mun meiri kröfur til reiðhjólanna  Með öflugri hjólamenningu eru neytendur betur að sér um eiginleika hjóla og hafa næmt auga fyrir gæðum Morgunblaðið/Þórður Kröfur Valur með kollega sínum Jóhanni Sigurjónssyni í versluninni TRI. „Fólk hefur oft lagt töluverða rannsóknarvinnu í valið á nýju reiðhjóli, lesið sér til á netinu og gert verðsamanburð á milli verslana og framleiðenda,“ segir hann. Um leið eru framleiðendur að þróa áhugaverðar nýjar útfærslur af hjólum. Diskabremsur gjörbreyta hjólinu Ein af greinilegustu breytingunum í smíði reiðhjóla á síðustu árum eru bremsurnar. Þeir sem vilja aðeins það besta sætta sig í dag ekki við annað en diskabremsur. „Öll þekkjum við gömlu bremsurnar, svk. V-bremsur sem sam- anstanda af tveimur gúmmípúðum sem leggjast upp að felgunni og hægja þannig á hraðanum. Öll þekkjum við líka að slíkar bremsur eru oft ekki mjög góðar og þarf að gera ráð fyrir því við hjólreiðarnar að ekki sé hægt að snarstoppa. Eða hver man ekki eftir því sem barn að hafa ekki getað stólað á bremsurnar og vera búinn að spæna upp skóna eftir sumarið, við að reyna að hægja á.“ Diskabremsurnar eru svipaðar þeim sem notaðar eru í bílum og hemla svo vel að sögn Vals að þarf að vara fólk sérstaklega við þegar það sest í fyrsta skipti á reiðhjól með slíkum bremsum. „Heml- unarkrafturinn er svo mikill að ef ekki er farið varlega er það raun- verulegur möguleiki að hjólreiðamaðurinn kastist af hjólinu.“ Hann segir að það taki samt ekki langan tíma að venjast breyting- unni og þá verði upplifunin af því að hjóla allt önnur. Hjólreiðamað- urinn fái mun betra vald yfir hjólinu og það láti betur að stjórn. „Það er ekki hægt að líkja því saman að vera á hjóli með V-bremsu og diskabremsu. Hemlunarvegalengdir eru styttri og eiginleikar hjólsins verða allt aðrir.“ SUMARIÐer tíminn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.