Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 70
70 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014
✝ Sigvaldi Hjart-arson frá
Neðri-Rauðsdal á
Barðaströnd fædd-
ist á Neðri-Vaðli á
Barðaströnd 23.
september 1928.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 6. maí 2014.
Foreldrar hans
voru Hjörtur Lár-
usson, bóndi í
Neðri-Rauðsdal, f. 6.8. 1894, d.
18.7. 1964, og Bjarnfríður Jóna
Bjarnadóttir, f. 1.12. 1892, d.
4.2. 1979. Systkini Sigvalda eru
Sigrún Lilja, f. 17.5. 1915, d. 7.3.
1999, Halldóra, f. 7.10. 1916, d.
26.12. 2010, Fanney, f. 18.2.
1919, d. 17.9. 2012, Sigríður, f.
6.8. 1921, d. 12.12. 1987, Jónína,
f. 3.12. 1923, Inga, f. 19.1. 1925,
d. 2.4. 2008, Reynir, f. 30.7.
1926, d. 7.1. 2009, Lára, f. 24.4.
1930, Kristjana, f. 16.7. 1931,
Björg Hákonía, f. 8.3. 1937, d.
6.5. 2012.
Eftirlifandi eiginkona Sig-
valda er Kristbjörg Ólafsdóttir,
f. 20.5. 1932. Þau gengu í hjóna-
band 24. desember 1951. For-
eldrar hennar voru Ólafur Guð-
mundsson, f. 25.5. 1889, d. 12.5.
1974 og Elísabet Sigríður Guð-
dóttur, f. 19.1. 1965. Börn þeirra
eru a) Stefán, f. 1987. b) Andri,
f. 1992. c) Sveinrún, f. 1997.
Einnig eignaðist Sigvaldi dótt-
urina Bergljótu, f. 1.11. 1954,
gift Þorleifi J. Hallgrímssyni, f.
25.4. 1953. Börn þeirra eru a)
Hallgrímur Magnús, f. 1973, í
sambúð með Jónu Margréti Jó-
hannsdóttur og eiga þau tvö
börn. b) Kristín Hildur, f. 1975, í
sambúð með Kristmundi E. Arn-
björnssyni og eiga þau fimm
börn. c) Gunnar Sveinn, f. 1981,
í sambúð með Auði Ósk Ey-
mundsdóttur og eiga þau eitt
barn. d) Bergþór, f. 1989.
Sigvaldi ólst upp í stórum
systkinahópi, fyrst að Neðra-
Vaðli og síðar í Neðri-Rauðsdal
á Barðaströnd þar sem hann
kynntist þeim bústörfum sem
tíðkuðust á þeim tíma. Hann
flutti síðan til Reykjavíkur 18
ára að aldri. Sigvaldi starfaði
við ýmislegt en lengsta hluta
starfsævi sinnar starfaði hann
hjá Landsmiðjunni þar til hann
hætti störfum vegna veikinda
sinna. Hans aðaláhugamál voru
kindur, hestar, fuglar og blóma-
rækt og var hann mjög fróður
um allt það sem sneri að þessu
áhugamáli hans. Hann var lengi
með kindur og hesta í Fjárborg í
Reykjavík þar sem hann sinnti
félagsmálum og var um tíma
formaður Fjáreigendafélags
Reykjavíkur.
Útför Sigvalda fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 16. maí
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
jónsdóttir, f. 18.6.
1892, d. 7.12. 1936.
Kristbjörg átti
fimm systkini og er
hún ein eftirlifandi
af þeim.
Sigvaldi og
Kristbjörg eign-
uðust þrjú börn.
Þau eru Hjördís
Jóna Sigvaldadótt-
ir, f. 3.8. 1952, gift
Hjalta Má Hjalta-
syni, f. 18.5. 1949. Börn þeirra
eru a) Anna, f. 1971, í sambúð
með Ágústi Jóhannessyni og á
hún eina dóttur. b) Kristbjörg, f.
1974, gift Kristjáni Geir Gunn-
arsyni og eiga þau þrjú börn. c)
Jenný Lind, f. 1979, gift Pálma
Jónssyni og eiga þau þrjú börn.
Grétar Jóhannes Sigvaldason, f.
1.3. 1955, giftur Róslindu Jenný
Sancir, f. 17.5. 1956. Börn
þeirra eru a) Pétur Reynir, f.
1973, í sambúð með Sigrúnu Ás-
laugu Guðmundsdóttur og eiga
þau þrjú börn. b) Sigvaldi, f.
1979, giftur Elsu Blöndal
Sigfúsdóttur og eiga þau tvö
börn. c) Jóna Dís, f. 1982, í sam-
búð með Sverri Jóhanni Jó-
hannssyni og eiga þau tvö börn.
Hjörtur Sigvaldason, f. 19.3.
1964 giftur Sigrúnu Stefáns-
Þar sem ég sit hér og rita
minningargrein um tengdaföður
minn, sem ég kynntist fyrir 34
árum, þá aðeins 15 ára gömul, þá
koma margar minningar upp í
hugann. Alls konar minningar,
góðar, spaugilegar, sorglegar og
margar þeirra eru um þessa litlu
hversdaglegu hluti, en það eru
einmitt þessar mismunandi
minningar sem ég geymi um
tengdaföður minn sem eru mér
svo kærar. Sigvaldi ræðandi um
heima og geima við eldhúsborð-
ið, þess á milli sem hann hvarf
inn í pípureykinn. Í minningunni
var hann alltaf að skipuleggja og
framkvæma. Ef hann var ekki
uppi í fjárhúsi, þá var hann að
dytta að húsinu, í garðinum eða
uppi í sumarbústað. Alltaf að
skipuleggja hvað hann gæti gert
næst. Blómarækt og garðvinna
var hans helsta áhugamál. Eitt
sinn var hann smeykur um að
það væri of kalt fyrir græðling-
ana í gróðurkassanum, þannig
hann greip til sinna ráða og tók
hárþurrkuna frá frúnni og setti
hana í gróðurkassann. Beru holti
í kringum sumarbústaðinn var
breytt í skóg á undraskömmum
tíma. Eftir að þau hjónin fluttu í
Mörkina og hann var ekki með
garð lengur þá fann hann auðan
blett og bjó sér til kartöflugarð.
Það var honum alveg ómögulegt
að hætta þrátt fyrir hrakandi
heilsu.
Sigvaldi
Hjartarson
✝ JóhannesBaldvinsson
fæddist á Gils-
bakka, Árskógs-
strönd 17. júní
1937. Hann lést á
gjörgæsludeild
Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri
5. maí 2014.
Foreldrar: Frey-
dís Þorvaldsdóttir
húsfreyja, f. 6.8.
1914 á Stóru Hámundarstöðum
á Árskógssandi, d. 4.12. 1985, og
Baldvin Jóhannesson sjómaður,
f. 6.1. 1904 að Kleif í Þorvalds-
dal, d. 13.1. 1975. Systkini hins
látna eru: Anton Þór, f. 22.2.
1936, d. 22.3. 2013, Brynjar, f.
22.7. 1939, d. 19. 9. 2013, Þor-
valdur, f. 29.7. 1940, Gylfi, f. 8.9.
1941, Zophonías, f. 28.8. 1943,
Ragnheiður Ingibjörg, f. 19.6.
1948, Pálína Katrín, f. 27.12.
1951.
Jóhannes kvæntist Ingibjörgu
Huldu Ellertsdóttir 26. desem-
ber 1961. Hulda er fædd 9. júní
1941 á Akureyri. Börn þeirra
eru: 1) Jónína Freydís, f. 19.7.
1961, maki Ingvi Þór Björnson,
Hulda, f. 24.3. 1989, í sambúð
með Andra Fannari Gíslasyni, f.
20.12. 1990. Barn, Natan Breki,
f. 1.9. 2008. Axel Brynjar, f. 9.3.
1994, Katrín, f. 22.2. 1991, Krist-
ín, f. 16.5. 1994. 5) Jórunn Eydís,
f. 4.1. 1970, maki Páll Viðar
Gíslason, f. 17.4. 1970. Dætur
þeirra: Amanda Mist, f. 20.7.
1995, Andrea Mist, f. 25.10,
1998, Hanna Vigdís, f. 18.2.
1976, maki Barði Westin, f.
1979. Börn þeirra: Bjartur, f.
8.9. 2008, Júníana, f. 18.8. 2010,
Jóhann Örn, f. 8.12. 2012.
Jóhannes ólst upp á Árskógs-
sandi ásamt stórum systkina-
hópi sínum. Snemma fór hann
að stunda sjómennsku með föð-
ur sínum. Hann lærði vélstjórn
og eftir það var hann vélstjóri á
þeim skipum sem hann stundaði
sjómennsku á. Jóhannes vann í
Slippstöðinni á Akureyri frá
árinu 1966 til 1982 eða í 16 ár og
lauk meistaranámi í vélvirkjun á
því tímabili. Þá kallaði sjórinn á
hann aftur og stundaði hann sjó-
mennsku til ársins 1991 þegar
hann fékk heilablæðingu. Eftir
það fór hann ekki aftur á sjóinn
en vann á ýmsum stöðum en
lengst af á Plastiðjunni Bjargi
þar til hann lét af störfum sjö-
tugur.
Útför Jóhannesar verður
gerð frá Akureyrarkirkju í dag,
16. maí 2014, klukkan 13.30.
f. 25.1. 1968. Börn
þeirra: Hrafnhildur
Gréta Björnsdóttir,
f. 10.8. 1986, maki
Damian Ksepko, f.
28.5. 1986. Barn
þeirra, Natalía
Emma, fædd 23.4.
2012, Baldvin Þór
Ingvason, f. 15.11
1998, Þorkell Björn
Ingvason, f. 9.1.
2001. 2) Anna Haf-
dís, f. 7.8. 1963, maki Óskar Að-
alsteinn Óskarsson, fæddur 6.6.
1964. Börn þeirra: Harpa Rut
Heimisdóttir, f. 7.1. 1982, maki
Björgvin Björgvinsson, f. 11.1.
1980. Börn þeirra, Maron f. 14.3.
2008, Barri. f. 17.4. 2011, Viggó,
f. 22.10. 2013. Marteinn Ari, f.
10.10. 1995, d. 11.10. 1995,
Marta Soffía, f. 10.10. 1995, d.
29.1. 1996, Sólrún Anna, f. 26.5.
1996, Sindri Már, f. 26.5. 1996.
3) Agnes Bryndís, f. 30.11. 1965,
maki Reimar Helgason, f. 19.3.
1968. Börn þeirra: Jóhannes
Svan, f. 5.7. 1984, í sambúð með
Hörpu Dís Haraldsdóttur, f.
27.5. 1985. Barn þeirra Elísa Líf,
f. 15.10. 2010. 4) Ingibjörg
Þegar maður horfir upp á
pabba sinn kveðja þennan heim
verða allir hversdagslegir hlutir
lítilvægir. Söknuðurinn og sorgin
sem fyllir huga manns verða svo
yfirgnæfandi að lítið annað
skiptir máli. Minningarnar
hrannast upp og einhvernvegin
man maður bara þær góðu sem
maður getur yljað sér við. Og
þegar tárin streyma niður kinn-
arnar getur maður ekki annað en
fyllst gleði og þakklæti fyrir að
hafa alltaf átt hann að. Þakklæti
fyrir að geta leitað í viskubrunn-
inn hans sem bæði var tær og
djúpur.
Pabbi var mjög sterkur maður
bæði líkamlega og andlega.
Hann hafði alveg sérstaka nær-
veru sem einkenndist af ákveð-
inni innri ró sem börn sóttu í.
Þau skriðu upp í fangið á honum
hvenær sem þau gátu og alltaf
gaf hann sér tíma til að spjalla
og miðla af visku sinni.
Pabbi var metnaðargjarn og
þá sérstaklega fyrir okkur dætur
sínar og aðra afkomendur því
hann vildi að fólkið sitt rataði
rétta leið í lífinu. Hann lagði
mikla áherslu á menntun og
vinnusemi, það myndi tryggja
tekjur, öryggi og gott lífsviður-
væri. Þá var hann bóngóður og
vildi allt fyrir alla gera og aldrei
heyrðum við hann hallmæla
nokkrum manni. Á unglingsár-
um okkar slógum við oft pen-
ingalán hjá honum sem erfitt var
að fá að borga til baka.
Pabbi var mikill húmoristi og
sá oft spaugilegu hliðar lífsins
sérstaklega ef þær snéru að hon-
um sjálfum og gerði hann óspart
grín. En líklega var stærsti kost-
urinn við pabba réttlætiskenndin
sem hann hafði. Hann var heið-
arlegur maður og lagði mikið
upp úr því í uppeldi okkar að við
kæmum vel fram við aðra. Hann
kenndi okkur líka að virðingu
þyrfti maður að ávinna sér með
sinni hegðun og sinni hugsun.
Ekkert væri ókeypis í lífinu.
Það eru flóknar tilfinningar
sem hafa flogið í gegnum huga
okkar undanfarna daga sem
byggja á söknuði, gleði, tárum og
umburðarlyndi en umfram allt
þakklæti fyrir að hafa átt hann
að.
Við fylgjum pabba til grafar í
dag og munum við bera hann síð-
ast spölinn.
Minning hans mun lifa áfram í
hjörtum okkar.
Dísirnar þínar fimm.
Jónína Freydís,
Anna Hafdís, Agnes
Bryndís, Jórunn Ey-
dís og Hanna Vigdís.
Að eiga ömmu og afa er gulls
ígildi, hjá þeim má allt og allir
dagar eru laugardagar. Mín
fyrsta minning af afa var við
fjögurra ára aldur þegar ég kom
í pössun og það fyrsta sem hann
gerði þegar ég kom inn var að
gefa mér stóran bita af súkkulaði
inn í búri. Ég á margar mat-
arvenjur mínar að rekja til afa
eins og súkkulaðirúsínur, siginn
fiskur, skata, súkkulaðiís og
eihnú eihnú eihnú („einn snúð“
endurtekið). Svo ég tali nú ekki
um súpurnar hans afa sem mað-
ur fékk ósjaldan og var skylda að
dýfa brauði út í. Stuttu áður en
hann fór á sjúkrahúsið var ég
heima hjá ömmu og afa þegar
hann kom úr búðinni með tæp-
lega tíu súpupakkningar. Enda
gat hann ekki varist brosi þegar
ég kom með innpakkaðan súpu-
pakka á sjúkrahúsið til hans í
gríni.
Ég var voðalega utan við mig
þegar ég var yngri og var sífellt
að týna eða gleyma húslyklunum
mínum. Þá var aðeins einn stað-
ur þar sem ég gat alltaf leitað
húsaskjóls og félagsskapar en
það var hjá ömmu og afa, enda
var oft grínast með það hvar ég
væri eiginlega stödd ef ég hefði
ekki ömmu og afa í Steinó. Það
besta sem ég gerði var að fara
þangað eftir skóla, spila við afa,
spjalla við hann í reykkompunni
með pípuna sína eða horfa á
sjónvarpið á meðan hann nudd-
aði á manni tærnar. Það er að
segja þangað til að fréttir eða al-
þingi byrjuðu en þá „var hans
tími kominn“ í sjónvarpinu.
Einnig fannst mér oft voða gott
að læra með afa yfir mér en
hann var mjög áhugasamur um
einkunnir mínar og sagði hann
að allt fyrir neðan 7 væri óásætt-
anlegt og það mun alltaf drífa
metnaðinn minn áfram. Hann
meira að segja gaf mér einkunn
fyrir bakkelsi sem ég bakaði og
kom með handa honum en að ná
hærra en 8,5 var nærri ómögu-
legt.
Eins og ég segi þá metur mað-
ur afa sinn og ömmu aldrei nógu
mikils, þau hafa ístruna til að
kúra á, faðminn til að liggja í,
nammireglurnar til að brjóta,
hafa góða nærveru og ekki síst
kenna manni að setja ekki meira
en eina teskeið af nesquick í
mjólkina eða borða fleiri en tvær
kókópuffsskálar. Þessar minn-
ingar ásamt fleirum munu alltaf
eiga stað í hjarta mínu og huga
þegar ég hugsa til afa ásamt því
hversu glaður og kátur hann var
alltaf og sló öllu upp í grín.
Hvíldu í friði, elsku afi minn, og
takk fyrir að kenna mér margt
sem ég bý að í dag, megi englar
vaka yfir þér og þinni yndislegu
sál.
Ingibjörg Hulda Jónsdóttir.
Með gleði í hjarta og söknuði
kveð ég í dag elskulegan afa
minn, hann Jóa Bald. Yndislegar
minningar fullar af svo mikilli
gleði, glensi og þakklæti rifjast
upp þegar ég reyni að sætta mig
við að kallið þitt sé komið. Til-
hugsunin er sár og gríðarlega
erfið en mikið má ég vera þakk-
lát fyrir að hafa fengið að vera
afastelpan þín. Þú svo sannar-
lega mótaðir líf mitt á margan
hátt með gríni þínu, glensi,
prakkaraskap og hressileika alla
tíð. Það var alltaf svo gaman í
návist þinni og gátum við tvö
hlegið og grínast endalaust sam-
an, enda húmoristar bæði tvö.
Ég naut þeirra forréttinda að
búa hjá ykkur Huldu ömmu
fyrstu æviárin mín og skilst mér
að þú hafi verið ansi duglegur í
því dekra við litlu afastelpuna
með allskonar fíniríi þegar þú
komst meðal annars heim úr
siglingunum. Þú gafst þér oftar
en ekki tíma til að leika og fíflast
í okkur barnabörnunum og oft
varð það fyrir valinu að fá að
setjast á sköflungana á þér þeg-
ar þú sast í sófastólnum og láta
þig rugga sér upp og niður, nú
eða fara á hestbak sem endaði
ekki alltaf vel þegar þú breyttist
í ótemju í hamaganginum. Ekki
fór það framhjá mér afi minn
frekar en öðrum sem til þín
þekktu að þú varst mikill mat-
maður og tel ég það ekki vera að
ástæðulausu að ég hámi í mig
siginn fisk, hákarl og annan „elli-
mat“ ef svo má kallast. Maður
var varla búinn að kyngja hádeg-
ismatnum þegar þú varst byrj-
aður að elda kvöldmatinn, hvort
sem það yrði stórsteik eða jafn-
vel bara súpa á boðstólum. Í
millitíðinni varstu þá eflaust bú-
inn að skutla manni í bakaríið í
Sunnuhlíð og kaupa handa
manni súkkulaðisnúð eða með
öðrum orðum einn snúð, einn
snúð, einn snúð. Þú varst algjör
snillingur, einstaklega skemmti-
legur karakter, ófeiminn og for-
dómalaus þar sem allir voru
jafnir fyrir þér. Þú tókst manni
alltaf fagnandi og fylgdist með
því sem maður var að gera
hverju sinni og lýstir áhuga þín-
um með hvatningu og það þótti
mér alltaf vænt um. Mér tókst
aldeilis að gera þig ríkan af
langafastrákum og mun ég við-
halda og deila minningunum um
rúsínuafann hjá dótabúðinni með
þeim. Elsku afi, ég mun sakna
samveru þinnar, hörðu koss-
anna, grínsins og gleðinnar sem
fylgdi þér alla tíð og allt fram til
síðasta dags! Ég mun varðveita
yndislegar minningar um þig og
ykkur ömmu í hjarta mér alla
tíð.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
Jói afi.
Þín,
Harpa Rut.
Þegar ég sit hér í Ungverja-
landi og hugsa um það að afi
minn, Jóhannes, sé farinn, þá á
ég erfitt með að trúa því og ég
fyllist tómleikatilfinningu. Þó að
sorgin hellist yfir mig get ég
ekki annað en verið glöð yfir því
hversu óendanlega heppin ég var
að hafa átt hann að.
Ég man eftir því þegar ég var
sjö ára og bjó hjá ömmu og afa í
hálfan vetur. Það var ekki í fá
skipti sem við sátum saman og
spiluðum olsen, olsen, ýmist við
tvö eða með öðrum barnabörn-
um, t.d. Huldu og Jóa. Afa leidd-
ist ekki þegar hann hló að því
hversu tapsár ég var (og hótaði
því í vælutón að hringja í
mömmu í hvert sinn sem ég tap-
aði). Hann minntist oft á þetta
og gerði grín að þessu, seinast
bara núna í vetur. Hann gerði
líka grín að sjálfum og í hvert
skipti sem hann tapaði spilinu
hótaði hann að hringja í mömmu
sína (sem þá var farin til Guðs).
Það var ansi oft á þessum tíma
að maður fékk að skríða upp í
rúm til ömmu og afa ef maður
átti eitthvað erfitt með það að
sofna. Yfirleitt vildi ég sofna í
ömmu holu en einhverra hluta
vegna vaknaði ég alltaf í afa
holu.
Þegar við mamma fluttum svo
til Akureyrar ári seinna var ekki
málið að fá mig í hádegismat á
hverjum degi eftir skóla. Og þá
fékk maður verðlaun eftir mat-
inn ef maður var duglegur að
borða (yfirleitt búðing, súkku-
laðirúsinur eða ís).
Afi var líka alltaf tilbúinn að
gefa manni tíma sinn og koma
manni til bjargar ef á þurfti að
halda. Hann nennti endalaust að
skutla manni eða ná í mann, t.d.
á æfingar í köldu veðri og var
alltaf til í að koma og horfa á
ballettsýningar hjá mér. Hann
hvatti mann til þess að vera með
metnað og gera sitt besta í skóla.
Hann gaf manni oft „prik“ eða
einkunn fyrir það sem maður
gerði og það var sko ekki auðvelt
að fá fullt hús „prika“.
Ég mun ætíð minnast þess
þegar afarnir mínir báðir, Jói og
Halldór, bæði í fermingarveisl-
unni minni og síðan aftur í út-
skriftarveislunni minni úr MA,
þurftu alltaf að „fara út að kíkja
á fjöllin“ sem þýddi í rauninni að
fara út og fá sér vindil. Og glott-
ið á þeim gröllurunum var alveg
yndislegt þegar þeir komu til
baka, svolítið lýsandi fyrir þá
báða.
Elsku afi, þú varst alltaf svo
hress, skemmtilegur og þolin-
móður við okkur barnabörnin.
Það hefur alltaf verið svo gott að
koma heim til ykkar ömmu og
maður kemur alltaf endurnærð-
ur frá ykkur. Þið hafið alltaf ver-
ið svo dugleg að rækta samskipt-
in og fylgjast með þótt maður
búi langt í burtu. Þið pössuðuð
upp á það að bjóða manni í mat,
pitsu, Mjöllara eða Hagkaups
„kjúlla“ með reglulegu millibili
og ég vona að þið vitið hversu
dýrmætt það er.
Elsku amma mín, guð veri
með þér á þessum erfiðu tímum.
Ykkar afabarn,
Hrafnhildur Gréta
Björnsdóttir.
Elsku afi minn og nafni hefur
nú kvatt þetta líf og eftir standa
góðar minningar um frábæran
mann. Minningar sem margar
hverjar eru sprenghlægilegar. Í
æsku var ég mikið hjá afa og
ömmu í steinahlíð 1a, þetta var
mitt annað heimili þar sem ég
bjó stutt frá. Afi var mikið heima
við og var hann duglegur að elda
fisk. Fiskinum hefur maður svo
sannarlega haft gott af enda lof-
aði afi því að ég yrði hraustur af
honum. Yfirleitt fengum við
barnabörnin súkkulaðirúsínur
eða ísblóm í verðlaun, hann
kunni þetta sá gamli. Afi lagði
mikið upp úr því að ég yrði að
vera hraustur og lét hann mig
æfa bæði sjómann og kreppa ló-
faklemmur. Það var oft tekist á í
sjómanni og langt fram eftir
aldri hafði ég ekki þann gamla.
Afi var duglegur að fara með
mig niður við sjó að veiða, enda
þótti honum það ekki síður gam-
an. Ég minnist þess þegar ég var
um 11-12 ára aldurinn. Við
keyrðum niður á Leiruveg og
stoppuðum við álitlegan veiði-
stað. Þar sem æsingurinn var
mikill hljóp ég út á undan og ætl-
aði að kasta út agninu en kastaði
þess í stað allri stönginni út í sjó.
Á meðan ég sat skælandi við
bakkann út af glataðri veiðistöng
náði afi með ótrúlegum hætti að
húkka í stöngina og draga hana í
land. Þetta þótti afa mínum ekk-
ert lítið fyndið og hafði hann allt-
af gaman af því að rifja þetta
upp reglulega. Ég gleymi heldur
aldrei svartfuglsskyttiríinu með
afa og Binna bróður hans heitn-
um. Ég var að fara í fyrsta skipti
í svartfugl og þótti þetta mjög
spennandi. Þar sem ég var ekki
vanur skyttiríi úr bát kom fyrir í
eitt skipti að ég skaut beint niður
í sjó þegar alda skall á bátinn.
Afi og Binni bróðir hans hlógu að
unga manninum alla heimferð-
ina. Afi var maður af gamla skól-
anum og var ekki mikið að
kvarta, hann var alltaf jafn já-
kvæður og aldrei sá ég hann í
Jóhannes
Baldvinsson