Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 73

Morgunblaðið - 16.05.2014, Síða 73
MINNINGAR 73 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 ekki væri ég með eitthvert band og tjakk. Með þessu tvennu ásamt tré- kubb sem einnig var við hönd- ina var svo vagninum lyft þann- ig að hægt var að koma honum á verkstæði á Tálknafirði þar sem viðgerð var framkvæmd undir árvökulu auga Guðmund- ar. Í framhaldinu áttum við svo góðar stundir saman og kvödd- umst í ferðalokin á vegamótum þar sem þau héldu til síns heima í Reykjavík en við austur á Eskifjörð. Einnig fórum við öll saman á sólarstrendur meðan báðir voru yngri og sprækari. Í þeim gat ég ekki annað en dáðst að þoli hans í sólinni því oftar var það hún sem gafst upp á undan og settist. Annað atriði sem mér er einnig minnisstætt er hversu oft var beðið eftir honum þegar farið var út að borða eða annað. Hann tók tímann einfaldlega úr sambandi, þurfti ekkert á hon- um að halda. Síðasta ferðin okkar Hall- dóru með þeim Guðmundi og Brynju, sem var afmælisferð á skíði til Madonna í febrúar, verður mér alla tíð minnisstæð. Jákvæðni hans og ákveðni var ótrúleg. Það gat engum dulist sem til þekkti að hann var orðinn mjög veikur en hann ætlaði sér í þessa ferð og fór. Vissulega gerði hann ekki sömu hluti í fjöllunum sjötugur og hann hafði gert í ferðum þar áður, en hann sannaði fyrir sjálfum sér fyrst og fremst að hann gæti það sem hann ætlaði sér. Nú þegar leiðir skilur að sinni þökkum við Halldóra og fjölskyldan öll fyrir allan þann tíma sem við eyddum með þér og þínum og minningin um góð- an dreng mun aldrei hverfa úr hugum okkar. Elsku Brynja, Magga, Jónína, Daníel og fjöl- skyldur. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu stundum. Hilmar Sigurjónsson. Í dag kveðjum við kæran vin, mág og svila, Guðmund Jóns- son, sem látinn er eftir rúmlega árs baráttu við krabbamein. Við áttum heima í sama stiga- ganginum í Maríubakkanum fyrstu hjúskaparárin okkar og þar var gott að vera. Þar ólust börnin okkar upp saman og þar mynduðust sterk tengsl og góð vinátta sem hefur haldist alla tíð síðan. Guðmundur var með ein- dæmum hjálpsamur og nutum við þess á árum áður. Hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa okkur, bæði með lagfær- ingar á bílum okkar og við hús- og sumarbústaðabyggingar. Guðmundur var með eindæm- um laginn og kunni ekki að kasta til hendinni. Allt sem hann gerði var gert af vandvirkni og fagmennsku og ekki laust við að stundum þætti manni nóg um. Óhætt er að segja að vinurinn hafi verið með bíladellu enda bifvélavirki og átti hann margan flottan eð- alvagninn um dagana. Fordinn góði var þar fremst- ur í flokki enda ferðuðust þau Brynja og fjölskyldan mikið á honum um allar trissur. Guð- mundur var sérstaklega góður við börn enda hændust þau að honum og hann var alltaf tilbú- inn að hlúa að gamla fólkinu og spjalla við þau. Dýrin fóru heldur ekki var- hluta af góðmennskunni og man ég eftir er hann var að hjálpa okkur við bygginguna í Gljúfraselinu og við sátum í vinnuskúrnum og drukkum kaffi að mús stökk úr fataheng- inu og á öxlina á Guðmundi. Flestir hefðu nú hrist hana af sér með látum en Guðmundur sagði: „Ertu þarna blessunin“ og hjálpaði henni svo út. Villikettirnir voru líka vel- komnir í bílskúrinn hjá honum og passaði hann að hafa rifu fyrir þá þannig að þeir kæmust í skjól ef illa viðraði. Kæri Guðmundur, við vitum að þú ert kominn á góðan stað og þegar þú ert búinn að heilsa upp á þau sem á undan fóru þá ferð þú að kíkja eftir eðalvagni svo þú getir rúntað um aðra heima. Elsku Brynja, Magga, Jóní, Danni og fjölskyldur, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð, megi algóður Guð vera með ykkur og styrkja. Blessuð sé minning góðs drengs. Guðmundur og Helga. Ég var alin upp í litlum bot- langa í Seljahverfinu þaðan sem ég á endalausar minningar um það góða fólk sem þar hefur búið frá upphafi byggðar í göt- unni. Einn af þeim var Guð- mundur, oft kenndur við 11. Síðustu daga hafa runnið í gegnum huga minn minningar tengdar honum, þessum hlýja, ljúfa manni sem að alltaf hafði eitthvað fyrir stafni. Ef ekki var verið að sinna garðinum þá voru það bílarnir eða að dytta að húsinu en engu að síður hafði hann alltaf tíma til að spjalla við mig ef ég stoppaði hjá honum til að for- vitnast hvað væri verið að gera . Svona gæti ég haldið lengi áfram þar sem ég man ekki líf- ið öðruvísi en með Guðmund sem fjölskylduvin og nágranna. Allar útilegurnar, ferðalögin, afmæli, jól og áramót þar sem fjölskyldurnar ásamt fleirum áttu góðar stundir saman. Í dag minnumst við Guð- mundar með söknuð í hjarta en vissu um að hann er í góðum höndum. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Við viljum votta Brynju og fjölskyldum hennar samúð okk- ar. Agnes Ósk, Ágústa og Guðjón. Okkar góði félagi í Kiwanis- klúbbnum Jörfa, hann Guð- mundur Jónsson, er látinn, langt fyrir aldur fram. Laut í lægra haldi fyrir vágesti sem fáum eirir og sem hann barðist af hörku gegn uns yfir lauk, þar sem Brynja kona hans stóð við hlið hans sem klettur. Guð- mundur góði var hann stundum kallaður til aðgreiningar frá öðrum Guðmundum í klúbbn- um. Það var ekki að ástæðulausu. Hann var einstaklega góður fé- lagi, hlýr og glaður á hverju sem gekk. Óspar á faðmlögin og ötull til verka þegar taka þurfti til hendinni. Hann var líklega fyrstur eða einn af þeim fyrstu sem gekk í klúbbinn að stofnfélögunum undanskildum. Alla tíð virkur og virtur félagi sem tók þátt því sem klúbb- félagar tóku sér fyrir hendur, hvort sem var í fjáröflun eða skemmtunum. En eitt var það sem einkenndi hann. Hann tranaði sér aldrei fram. Sóttist ekki eftir vegtyll- um eða embættum en var síst minna metinn fyrir það. Guð- mundur og Brynja voru ómiss- andi félagar í ferðalögum hóps- ins, innan lands sem utan. Við Jörfafélagar söknum góðs félaga og vinar en minn- ingin um hann er okkur mikils virði og þar mun hann lifa. Við sendum Brynju eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Jörfa, Baldur Árnason, Haraldur Finnsson. ✝ Sveinn BirgirRögnvaldsson fæddist í Reykjavík 18. janúar 1946. Hann lést á heimili sínu í Vínarborg 11. apríl 2014. Foreldrar hans voru Rögnvaldur Þorláksson, bygg- ingaverkfræð- ingur, fæddur 26.4. 1916, og kona hans Thora Margaret Þorláksson, pí- anókennari og húsmóðir, fædd í Þrándheimi 9.7. 1915. Systir Sveins er Guðný Kristín Rögn- valdsdóttir, enskukennari, fædd 12.8. 1949. Börn hennar og Hallgríms Snorrasonar eru stundaði söngnám hjá Göggu Lund. Sveinn hneigðist snemma til ferðalaga og fór víða. Snemma á áttunda áratugnum flutti hann til München og bjó þar um árabil. Áhuginn á tónlist Bachs sem hann fékk í Pólýfón- kórnum varð til þess að Münch- en varð fyrir valinu. Þar starf- aði þá Münchener Bach Chor undir stjórn Karls Richters, sem Sveinn fékk inngöngu í og söng með í mörg ár. Sveinn flutti heim og vann sem tungu- málakennari við Samvinnuskól- ann á Bifröst 1977-1986 og eftir það í Samvinnubankanum, síðar Landsbankanum við samruna þeirra. Sveinn bjó í Frakklandi og stundaði frönskunám um tíma. Í byrjun árs 2004 flutti hann til Vínarborgar og bjó þar síðan. Útför Sveins Birgis fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 16. maí 2014, og hefst at- höfnin kl. 13. Þóra, f. 18.3. 1976, Þuríður, f. 2.7. 1978, Anna Guðný, f. 27.1. 1983 og Snorri, f. 7.11. 1989. Barnabörnin eru orðin fimm. Sveinn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og lauk BA-prófi frá Há- skóla Íslands í ensku, norsku og landafræði. Ungur vann Sveinn við land- mælingar á vegum Rarik. Snemma kom í ljós áhugi hans á tónlist og söng hann í Pólýfón- kórnum undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar í nokkur ár og Sveinn frændi okkar hefur kvatt þennan heim, 68 ára að aldri. Þegar ástvinir kveðja reyn- um við sem eftir sitjum að raða saman púsluspili minninganna, þessu haldreipi sem er það eina sem tengir okkur nú við þann sem horfinn er. Sú sem þetta skrifar á sína fyrstu minningu um Svein frænda frá því þegar hún fékk að læðast niður í kjallara á hjá ömmu og afa á Laugavegi 97 til að vekja Svein og fékk síðan að kúra hjá honum undir sæng. Upp í hugann koma líka stundir við píanóið þar sem hann spilaði af fingrum fram og söng, aðfangadagskvöld með Sveini og ömmu, stóri blái Dodge- bíllinn, og laugardagseftirmiðdag- ar heima hjá ömmu þar sem skipst var á skoðunum um heima og geima yfir vöfflum með sultu. Þegar þessum minningarbrot- um, ásamt mörgum öðrum, er púslað saman stendur eftir skýr mynd af hlýjum, góðum og vel gefnum manni. Rausnarlegum manni sem bar hag þeirra sem honum þótti vænt um ávallt fyrir brjósti, og sýndi því sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur mikinn áhuga. Breyskum manni, sem oft var í nöp við lífið og tilveruna, en lét okkur samt aldrei efast um hversu vænt honum þótti um okkur öll. Sveinn frændi, við hugsum til þín með söknuði og hlýju og þökk- um þér samfylgdina. Minning þín lifir. Þóra, Þuríður, Anna Guðný og Snorri. Við andlát Sveins Rögnvalds- sonar rifjast upp góðar minningar sem við samstarfsfólk hans við Samvinnuskólann á Bifröst áttum með honum í lok sjöunda og upp- hafi áttunda áratugar liðinnar ald- ar. Þessi Bifrastarhópur var á viss- an hátt lítið sérstakt samfélag og eins og í öðrum slíkum myndaðist traust og trúnaður milli manna; hver einstaklingur – líðan hans og tilfinningar skiptu máli og varðaði alla hina. Og það var þessi vinátta sem var svo einkennandi, jafnt í dag- legum störfum sem og í leik ef þannig vildi verkast. Minnumst við skemmtilegra stunda þegar hlé varð á skólastarfi og kennarar og annað starfsfólk kom saman; gerði sér glaðan dag við veislu- borð hjá hvert öðru eða dreypt var á guðaveigum í stærra plássi að kvöldi dags. Þá voru sögur sagðar, hlegið og sungið – og þá var heldur en ekki gott að hafa þennan listelskandi mann sér við hlið – spilandi á pí- anóið hvert lagið á fætur öðru, jafnt dægurlög sem brot úr stór- verkum heimskunnra tónlistar- manna. Og Sveinn naut ríkulega þessara stunda; hér var hann í vinahópi – það fengum við oft frá honum að heyra; og stundum brá hópurinn sér af bæ – í bíó, á tón- leika, í leikhús eða árshátíðir og þannig mætti áfram telja. Í eitt skipti sá Sveinn ástæðu til að bjóða öllum heim til sín í Garða- bænum; upphitun fyrir kvöldið; veitingar ekki við nögl skornar og brosandi lék hann á píanóið og naut þess að hlusta á hópinn sinn syngja einhverja „ómerkilega slagara“. Aðrir sem betur þekkja munu eflaust minnast Sveins sem listunnanda og virks þátttakanda á sviði sígildrar tónlistar og söngs og, ef rétt er munað, var hann m.a. lengi virkur í Pólýfónkórinum. Sveinn var einstaklega ljúfur persónuleiki, hógvær og kurteis – snyrtimennskan uppmáluð í klæðaburði og allri umgengni. Enginn efaðist þó um getu hans að koma sínu fram – ákveðinn ef því var að skipta og fastur fyrir. Sveinn var farsæll kennari, vel lið- inn af nemendum og hjá honum lærðu þeir sitt fag – enskuna. Tíminn leið – hópurinn dreifðist eins og lífsins gangur bauð upp á, en víst er það eitt að þessi ár á Bif- röst voru einstök og þeir sem þau upplifðu minnast þeirra með mik- illi ánægju. Af og til hittist hópurinn og þótt tilefnin geti verið með alvarlegum blæ, eins og nú er við kveðjum kæran vin, þá er gaman að sjást. Við munum rifja upp það skemmtilega, þ. á m. stórveislu er Sveinn bauð til er hann varð sex- tugur. Var þá fluttur til Vínar- borgar en kom heim til að fagna áfanganum í góðra vina hópi. Þar var sem höfðingi færi í virðuleik öllum og veitingar samkvæmt því, en jafnframt var svo einlæglega stutt í gleðina, hláturinn og stráksskapinn að ljóst var öllum viðstöddum að hvorki hann né við höfðum nokkru gleymt frá Bif- rastarárunum. Við minnumst Sveins með ein- lægri virðingu og þökk fyrir allar samverustundirnar sem aldrei bar skugga á. Friður Guðs sé og veri með þér, kæri vinur. Fyrir hönd hópsins, Níels Árni Lund. Kær vinur og bernskufélagi er fallinn í valinn. Það munu nú vera um 60 ár síðan við Sveinn kynnt- umst fyrst í Austurbæjarskólan- um og urðum leikfélagar og bestu vinir. Ein fyrsta minning mín um Svein er þegar hann, spariklædd- ur níu ára polli í hvítri skyrtu með slaufu, sat við flygilinn á sviði Austurbæjarbíós á 25 ára afmæl- ishátíð Austurbæjarskóla og spil- aði stutt tónverk, sem ég man reyndar ekki hvað var. Þessi minning er lýsandi fyrir Svein, því tónlistin stóð honum alltaf nærri. Hann gat sest niður við píanóið og spilað sér og öðrum til ánægju nánast hvað sem var af fingrum fram. Segja má að augu mín og eyru hafi opnast inn í heim tónlist- arinnar í gegnum Svein og fjöl- skyldu hans á Laugavegi 97, því fallega húsi sem seinna vék fyrir kassabyggingunum sem þar standa nú. Æði oft settist Þóra, mamma hans, píanókennarinn, við píanóið og lét okkur syngja. Þar kynntist ég meðal annars fyrst Glúntunum og bandarískri söngleikjahefð. Við Sveinn áttum samleið í gegnum barnaskólann og svo í menntaskóla. Á mennta- skólaárunum var ýmislegt brall- að, bridds spilað, meira að segja í tímum (sumum), bíóferðir voru tíðar og svo söngurinn. Það var fyrir 50 árum, að frumkvæði Sveins, að við félagarnir fórum á fund Ingólfs Guðbrandssonar, en hann tók okkur inn í Pólýfónkór- inn sem þá var að undirbúa flutn- ing á Jólaóratoríu Bachs. Á þess- um árum var mikið sungið í MR og vorum við Sveinn einir á báti í Pólýfón meðal skólasystkina okk- ar, en fjöldi þeirra gekk í Fílharm- óníu og var þá mikill metingur í gangi. Frá þessum tíma á ég líka sérlega góðar minningar frá kvartettsöng í góðum hópi. Sveinn hélt svo árum saman áfram söngnum með Pólýfón og fleiri af bestu kórum landsins, auk þess sem hann söng með Münchener Bach Chor hjá Karli Richter á ár- um sínum þar í borg, en það er tví- mælalaust einn besti kór heims. Við Sveinn vorum nánast eins og bræður á æskuárunum og það var aldrei spurning um annað en að hann yrði svaramaður í brúðkaupi okkar Sólveigar, en hann tók því fagnandi þegar við fórum að draga okkur saman. Eftir það hittumst við alltof sjaldan, enda höfum við ekki búið mörg ár sam- tímis í sama landi á þeim áratug- um sem liðnir eru síðan. Við Sól- veig héldum þó alltaf nánu sambandi við Svein og síðustu ár hans í Vínarborg ræddum við reglulega saman í síma. Það urðu oft löng samtöl um ástandið hér heima í landsmálum og pólitík, sem Sveinn fylgdist með úr fjarska af miklum áhuga. Sveinn hefur alla tíð verið heilsuveill og var öryrki síðustu árin. Skyndi- legt fráfall hans bar þó óvænt að, alltof brátt og alltof snemma. Við Sólveig hugsum til Sveins með hlýhug og söknuði og minningin um góðan dreng, vin og félaga mun ævinlega lifa með okkur. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar, elsku Guðný og fjölskylda. Hans. Sveinn Birgir Rögnvaldsson ✝ Ástkær bróðir okkar og frændi, JÓHANNES GUÐMUNDSSON frá Ytra-Vatni, Skagafirði, lést mánudaginn 12. maí á dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Útför fer fram frá Reykjakirkju laugardaginn 17. maí kl. 13.00. Systkini og systkinabörn. ✝ Okkar ástkæri STEFÁN KARL LINNET lést laugardaginn 10. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. maí kl. 15.00. Kristján Karl Linnet, Sigríður Anna Guðbrandsdóttir, Sigurður Karl Linnet, Erla Einarsdóttir, Helga Júlíusdóttir, Arnfinnur Róbert Einarsson, Sigríður S. Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN HERMANN HANNESSON, Mýrum 1, áður Valhöll, Patreksfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar 11. maí. Útförin fer fram frá Patreks- fjarðarkirkju laugardaginn 24. maí kl. 14.00. Guðrún Guðjónsdóttir Bergmann, Guðni Guðjónsson, Hrafnhildur Steingrímsdóttir, Hermann Guðjónsson, Guðný Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHVÍT HÁVARÐSDÓTTIR Múlavegi 28, Seyðisfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað fimmtudaginn 15. maí. Hávarður Helgason, Svanhvít Björgólfsdóttir, Ingibjörg Svavarsdóttir, Borgþór Jóhannsson, Karl Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.