Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 74
74 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014
✝ Unnur ÁslaugJónsdóttir
fæddist í Reykjavík
11. ágúst 1916.
Hún lést á Drop-
laugarstöðum 7.
maí 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Sig-
mundsson, gull-
smiður, Laugavegi
8, í Reykjavík, og
kona hans, Ragn-
hildur Sigurðardóttir. Systkini
Unnar voru: Ragnar, f. 1905, d.
vsjö, Svíþjóð. Þau eiga tvö
börn, Daniel Martin, f. 1987, og
Hanna Kristín, f. 1989, bæði há-
skólanemar í Uppsölum, Sví-
þjóð.
Unnur ólst upp í Reykjavík.
Útskrifaðist frá Kvennaskól-
anum 1934. Starfaði hjá Toll-
stjóraembættinu, var verslunar-
stjóri í Skartgripaverslun Jóns
Sigmundssonar, skrifstofu-
maður hjá Gjaldheimtunni og
síðast í iðnaðarráðuneytinu þar
til hún fór á eftirlaun 70 ára
1986. Þá stundaði hún sjálf-
boðastarf á vegum Rauða
krossins á bókasafni Landspít-
alans.
Útför Unnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 16. maí
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
1983. Þórdís, f.
1907, d. 1986. Sig-
ríður, f. 1908, d.
1998. Fjóla, f.
1917, d. 1986.
Unnur giftist
1945 Finnboga
Kjartanssyni, f.
1910, d. 1964. Þau
skildu. Barn
þeirra: Þröstur
Finnbogason, f.
1951, læknir í Sví-
þjóð. Eiginkona hans: Marie
Finnbogason (f. Olsson) frá Jär-
Í síðustu viku kvaddi sérlega
kær vinkona mín og frænka.
Unna frænka eins og við köll-
uðum hana jafnan, en hún náði
97 árum og rétt tæplega níu
mánuðum betur. Unna frænka
var systir ömmu minnar, hennar
Þórdísar Toddu. Ég kynntist
Unnu í raun ekki almennilega
fyrr en eftir 1986 þegar amma
mín dó.
Hún Unna mín var mjög sátt
að fá að fara, fannst þetta vera
orðinn fulllangur tími enda allir
farnir að hennar sögn. Í mörg ár
hélt hún árlegt jólaboð annan í
jólum. Þetta var kaffiboð, með
öllum þeim tertum og gúmmel-
aði sem fylgir slíkum boðum og
ekta heitt súkkulaði fyrir þá sem
það vildu. Ekki kakó, heldur
súkkulaði, þetta skipti miklu
máli enda var um eðaldrykk að
ræða.
Unnuboðin voru svo fastur lið-
ur í jólahátíðinni að þegar hún
hætti að halda boðin sökum
heilsuleysis myndaðist pínulítið
gat. Hvað áttum við nú að gera?
Unna missti því miður sjónina
þegar hún var komin á efri ár og
það var henni mjög þungbært.
Enda sagðist hún geta gert allt
sem hún vildi ef hún bara hefði
smásjón.
Hún myndi kaupa sér tölvu og
fara á facebook sem allir voru
alltaf að tala um.
Þessi dásamlega frænka mín
var sérlega skemmtileg kona
með miklar skoðanir, frábæran
húmor og einstakt minni. Hún
lét mig iðulega heyra hversu illa
borgin var rekin eftir að Davíð
Oddsson hætti þar og hvað
vinstristjórnin væri á villigötum.
Fyrir átta árum fór hún á
Droplaugarstaði. Það var gott að
heimsækja hana þangað, við sát-
um og spjölluðum yfir sérríglasi
og konfektáti og hlógum mikið.
Ég beindi ferðum mínum gjarn-
an til hennar þegar mér leið vel
og líka þegar ég var illa upplögð.
Það var voðalega notalegt að sjá
Unnu með nýlagt hárið, fagur-
bleikar neglurnar og flottan
bleikan varalit sitjandi á rúminu
að hlusta á góða sögu. Það
hnussaði í henni ef ég fór eitt-
hvað að kvarta enda hætti ég
öllu slíku strax. Þessar heim-
sóknir gáfu mér mikið, stundum
lá illa á henni og þá gat ég laun-
að henni með að hlusta og vera
til staðar eins og hún var fyrir
mig. Eitt skiptið spurði hún mig
hvort ég vildi ekki skrifa niður
minningar um fjölskylduna okk-
ar, langafa minn og langömmu
og hvernig lífið var hér áður fyrr
á meðan hún myndi hlutina, ég
hefði betur farið eftir þeim ráð-
um, því hún hafði náð að lifa
tvær heimsstyrjaldir og hún
mundi vel eftir þegar herinn
birtist hér á landi. En ég skrifaði
ekkert. Ég tel mig vera afskap-
lega heppna manneskju, ég á
mikið af góðum vinum og svo á
ég svo dásamlega fjölskyldu.
Fólkið í kringum mig bæði sem
ég hef valið og það sem er blóð-
skylt mér er bæði fyndið, nota-
legt, traust, skemmtilegt, hlustar
(stundum) og kemur óafvitandi
með góð ráð.
Elsku Unna mín, ég lyfti hér
dýrindis kirsuberjavínglasi, ég
drekk úr fallega kristalnum
hennar ömmu um leið og ég kveð
þig og þakka þér fyrir vináttuna
og yndislegu stundirnar okkar.
Þín
Linda Björk.
Unnur Áslaug móðursystir
okkar er fallin frá. Hún lést í
hárri elli, 97 ára að aldri. Það
verða viðbrigði fyrir okkur syst-
ur að hætta að heimsækja hana á
Droplaugarstaði.
Þá er síðasta barn Jóns Sig-
mundssonar (1875-1942) gull-
smiðs, og Ragnhildar Sigurðar-
dóttur (1880-1958), fallið frá.
Unnur var mjög glæsileg
kona, alltaf vel tilhöfð, einnig var
hún afskaplega skýr í hugsun og
minnug til hins síðasta dags.
Hún sætti sig illa við að vera
blind og talaði mikið um hvað
hún myndi hafa gert ef hún hefði
sjón. Hún myndi t.d. tala við
barnabörnin sem búsett eru í
Stokkhólmi á Skype og fylgjast
með á Facebook. Hún var líka
mikið fyrir alls kyns krossgátur
og hugarleikfimi. Einnig var hún
vel lesin og mikill bókmennta-
unnandi.
Unnur var mjög fjölskyldu-
rækin. Hélt jólaboð fyrir fjöl-
skylduna á hverju ári. Hún vand-
aði vel til verka og bakaði alls
kyns kræsingar sem verða lengi
í minnum hafðar. Eftir að hún
fór að missa sjónina þurfti hún
aðstoð við að skilja eggin. Þrjósk
var hún og dugleg að bjarga sér
þrátt fyrir sjónarmissinn. Hún
hélt að hún gæti búið ein heima
því hún rataði svo vel um íbúðina
sína. Það var erfitt að sannfæra
hana um að það væri beinlínis
hættulegt fyrir blinda mann-
eskju á níræðisaldri að búa ein.
Hún hafði góða kímnigáfu og var
vel viðræðuhæf til hins síðasta.
Hún ljómaði þegar hún talaði
um gamla daga, þegar hún var
ung og dansaði á Borginni, þegar
hún ferðaðist til Þýskalands fyrir
stríð með vinkonu sinni til Ítalíu
kringum 1960. Um Bandaríkin
með syni sínum 1971.
Margar heimsóknir til Bergen
þar sem Fjóla bjó. Henni þótti
mjög gaman að ferðast. Meðan
hún gat keyrt bíl var hún dugleg
að keyra móður okkar sem hafði
ekki bílpróf. Verst þótti henni
þegar fækkaði í vinahópi hennar
og fjölskyldu.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kveðja frá
Emmu og Áslaugu.
Í dag kveðjum við Unni Ás-
laugu Jónsdóttur hinstu kveðju.
Unnur hefur fengið hvíldina,
sem hún var farin að bíða eftir,
97 ára gömul. Unnur Áslaug
fæddist og ólst upp í miðbæ
Reykjavíkur á millistríðsárun-
um. Foreldrar hennar ráku
skartgripaverslun og verkstæði
við Laugaveg og var hann leik-
vangur Unnar, systkina hennar
og annarra leikfélaga fyrstu ár-
in. Laugavegurinn var ólíkur
þeim Laugavegi sem nú er. Fáir
bílar, lítið malbik, hestvagnar. Í
þessu umhverfi hóf Unnur Ás-
laug vegferð sína.
Unnur og hennar ferðafélagar
á lífsgöngunni, sem náð hafa
háum aldri, upplifðu ótrúlegar
tækniframfarir alla síðustu öld
og fram á þennan dag. Hafði hún
oft orð á því og fylgdist mjög vel
með öllu, fram á síðasta dag.
Hún var dugleg að minna okk-
ur sem yngri eru á, að nota tæki-
færin rétt og minnti okkur vel á,
að flest allt í þessum heimi væri
hverfult.
Unnur útskrifaðist frá
Kvennaskólanum við Tjörnina
1934. Fannst henni alltaf að vera
sín þar hefði verið gott veganesti
út í lífið. Miðbær Reykjavíkur
var hennar starfsvettvangur alla
tíð. Í iðnaðarráðuneytinu vann
hún við ritarastörf í tæpa tvo
áratugi. En þekktust var hún
bæjarbúum sem Unna á Lauga-
vegi 8.
Ég kynntist Unni Áslaugu
þegar ég giftist Erni, systursyni
hennar. Þá strax fann ég vin-
semd og væntumþykju hjá henni
í minn garð, sem ég er þakklát
fyrir. Unnur Áslaug var mikill
fagurkeri og má segja, að gull-
og silfurhlutir hafi verið svolítið í
uppáhaldi hjá henni, enda var
hún lengi verslunarstjóri í skart-
gripaverslun foreldra sinna á
Laugavegi 8. Skartgripaverslun
Jóns Sigmundssonar er enn í
fullum rekstri á Laugaveginum
eftir rúm eitt hundrað ár, rekin
af bróðursyni Unnar. Einkunn-
arorð skartgripaverslunarinnar
voru þegar Unnur starfaði þar
og eru reyndar enn: „Fagur
gripur er æ til yndis.“
Segja má að vegferð Unnar og
atgervi á lífsgöngu hennar eigi
beina skírskotun til þessara fal-
legu orða.
Að leiðarlokum kveð ég góða
konu með söknuði og þakklæti.
Við í fjölskyldunni sendum
Þresti, Marine, Hönnu og Daníel
samúðarkveðjur.
Hjördís Ragnarsdóttir.
Elsku Unnur mín, þá er
kveðjustundin komin og þú búin
að fá ósk þína uppfyllta að
kveðja þetta líf enda aldurinn
orðin hár og heilsan léleg, sjón
og bragðskyn farið, en alltaf
voru súkkulaðimolarnir svo góð-
ir, þú bara vissir það. Elsku
Unnur, við erum búnar að eiga
langa samleið sem spannar heil
25 ár.
Ég byrjaði hjá þér í heima-
þjónustu, þrífa, fara með þér nið-
ur í Blindrafélag í opið hús og
hitta alla vini þína þar, þangað
fórum við alltaf einu sinni í viku,
svo fórum við í Kringluna, versl-
uðum og fengum okkur kaffi,
stundum fórum við líka niður í
bæ á Café Paris og fengum okk-
ur swissmokka og pönnsur. Svo
lá leiðin á Droplaugarstaði því
þú gast ekki verið lengur heima
útaf stigunum og þar ertu búin
að vera í sjö ár síðan í mars, þú
varst einmitt að tala um það fyr-
ir svona mánuði að þetta væru
orðin sjö ár: Ég kom alltaf til þín
í hverri viku á miðvikudegi, en
nú eru allir miðvikudagarnir
okkar búnir, aldrei fer ég oftar á
Dropann að heimsækja þig, en
síðasta miðvikudag kvaddir þú
mig þegar ég hélt í hönd þína í
síðasta skipti og talaði við þig um
allan okkar tíma sem við erum
búnar að vera vinkonur, þá
fannst mér þú brosa um leið og
þú kvaddir eins og þú vissir af
mér þarna. Mikið á ég eftir að
sakna þín, Unnur mín. Góða ferð
inn í sumarlandið, kæra vinkona.
Elsku Þröstur, Áslaug, Hall-
dór, Emma, Linda, fjölskyldur
ykkar og aðrir ættingjar, ég
votta mína innilegustu samúð.
Guðrún M. ( Gunna).
Unnur Áslaug
Jónsdóttir
✝ Sigþór Sig-þórsson fædd-
ist á Akureyri 15.
júlí árið 1960. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 26.
apríl 2014.
Sigþór var sonur
hjónanna Auðar
Antonsdóttur, f. 5.
apríl 1932, og Sig-
þórs Valdimars-
sonar, f. 27. nóv-
ember 1931, d. 3. mars 1977.
Sigþór var yngstur fjögurra
systkina. Elstur er Anton Sig-
þórsson, f. 25. febrúar 1952,
maki: Noojeen Saraphat. Synir
þeirra eru Aron Rósinberg og
Andri Rósinberg. Þá er Valdi-
mar Hallur, f. 22. janúar 1955,
maki: Guðrún Ósk Sæmunds-
dóttir. Þeirra börn eru Har-
aldur Birgir, Auður Ösp, Sigþór
Már og Elínrós. Þá átti Sigþór
systurina Þor-
björgu Auði, gifta
Sigurði Hafberg.
Þeirra börn eru Íris
Dröfn, Sævar Jens
og S. Hannibal.
Sigþór var í sam-
bandi með Her-
manni Þór Jónssyni
frá árinu 1989 til
1997.
Sigþór ólst upp á
Akureyri. Hann var
stúdent frá Iðnskólanum á
Akureyri og rennismiður frá
Vélsmiðjunni Atla árið 1984.
Sama ár flutti hann til Odense í
Danmörku þar sem hann bjó til
ársins 1987. Þá flutti hann til
Reykjavíkur þar sem hann bjó
til dauðadags. Sigþór vann ýmis
störf lengst af fyrir Samtökin
78.
Útför Sigþórs hefur farið
fram í kyrrþey.
Þegar við lítum yfir hóp
samkynhneigðra félaga okkar
hættir okkur stundum til að
stara um of á fólkið sem skipar
sér í framvarðarsveitina, en
gleymum fótgönguliðinu sem
fylgir fast á eftir. Án þess
hefðu engir sigrar unnist og
engin hreyfing verið merkjan-
leg. Því það er fótgönguliðið,
þessi lítt sýnilegi hópur, sem
myndar aflið sem skiptir máli í
hverri þeirri grasrótarhreyf-
ingu sem sækir á brattann.
Einn sá þrautseigasti í þeim
hópi var Sigþór. Hann birtist
fyrst í félagsmiðstöð Samtak-
anna 7́8 á Lindargötu 49 kvöld
eitt árið 1987 og sagðist ný-
kominn að norðan.
Í vikunni þar á eftir var
hann farinn að taka til hend-
inni, byrjaður að þrífa, mála og
smíða og nokkru síðar var hann
sestur í stjórn félagsins og orð-
inn gjaldkeri þess. Því starfi
gegndi hann í fimm ár og vann
það einstaklega vel. Ekki var
þó framlagi hans þar með lokið
því að í tvo áratugi sinnti hann
margvíslegum störfum á vett-
vangi Samtakanna 7́8, kom að
verkefnum á skrifstofu félags-
ins milli þess sem hann hélt
uppi fyrri iðju, að smíða, mála,
þrífa og taka á móti þeim sem
komu í fyrsta sinn á vettvang.
Hann vissi allt um það hve
fyrstu skrefin inn í hópinn geta
verið erfið og var laginn við að
mæta nýjum gestum á þeirra
forsendum. „Það er hagur fé-
lagsins að þeir komi aftur,“
sagði hann af þeirri diplómat-
ísku hyggju sem honum var
eiginleg. Og þegar Sigþóri
fannst sig skorta verkefni á
vettvangi síns gamla félags leit-
aði hann lengra til að veita at-
hafnaseminni útrás og var ár-
um saman ötull liðsmaður
félagsins MSC Ísland þar sem
hommar komu saman og rækt-
uðu fjörugan félagsskap. Þar
varð hann að sjálfsögðu líka
gjaldkeri, málari, smiður og
gestgjafi. Ekki er öll sagan
sögð því að hann var líka einn
af brautryðjendum Hinsegin
daga í Reykjavík og vann það
meðal annars sér til ágætis að
smíða fyrstu vagnana sem ekið
var niður Laugaveg í Gleði-
göngunni á árum áður.
Sigþór Sigþórsson var hlýr
og glaðsinna að upplagi og
hjálpsemi hans við brugðið.
Skoðanir hans voru skýrar og
einarðar en hann forðaðist að
blanda sér í deilur hvunndags-
ins sem fylgja jafnt mannrétt-
indahreyfingum og öðrum. Það
var eins og hann fyndi á sér að
margt af okkar mannlegu erj-
um er ekki kraftanna virði.
„Ég ræð því sjálfur hvort ég er
í góðu skapi eða ekki,“ sagði
Sigþór þegar hann sá ástæðu
til að láta fjaðrafok félaga
sinna fram hjá sér fara. Það
mottó er varla eins einfalt og
það hljómar, en segir margt
um þann ásetning Sigþórs að
gera það besta úr því lífi sem
honum var gefið.
Ekki var það alltaf auðvelt
því að árum saman átti hann
við erfiða sjúkdóma að stríða
og það leyndi sér ekki hin
seinni ár að kraftarnir fóru
þverrandi.
Fyrir hönd hópsins sem var
Sigþóri samferða á miklum um-
brota- og framfaratímum þakka
ég honum dýrmætt framlag
hans til hreyfingar hinsegin
fólks á Íslandi. Hans er gott að
minnast.
Þorvaldur Kristinsson.
Siddi var, frá því ég man eft-
ir mér, uppáhaldsfrændi okkar
systkinanna og á milli hans og
mömmu var alla tíð náið sam-
band sem við vorum þátttak-
endur í.
Mér fannst hann svalasti
frændinn þegar ég var lítil,
frændinn sem hafði búið í út-
löndum, unnið á McDonalds,
átt mann en ekki konu. Það var
alltaf jafn spennandi að fara að
hitta hann enda var hans líf
mjög ólíkt mínu. Eftir því sem
ég eltist kynntist ég honum
betur og þrátt fyrir að við hitt-
umst ekki mjög oft eða heyrð-
umst þá var hann áfram uppá-
haldsfrændinn. Hann var góður
vegna þess að hann var svo ein-
lægur. Hann var einn af þeim
sem allt vita og gaf manni ráð
hvort sem maður vildi þau eða
ekki. Hann var ótrúlega fróður,
handlaginn og klár og ég er
ekkert að ýkja þegar ég segi að
hann var alltaf með svör á
reiðum höndum. Stundum al-
gerlega óþolandi en oftast nær
dásamlegur. Hann þoldi ekki
væl og gerði óspart grín að
manni ef honum fannst farið yf-
ir strikið í þeim efnum. En
hann var líka hlýr og það var
alltaf jafn ljúft að fá knús frá
honum þegar við hittumst. Ég
á eftir að sakna hans og vona
heitt og innilega að hann eigi
gott líf hvar sem hann er nið-
urkominn núna.
Hvíl í friði, elsku frændi.
Þín frænka
Íris.
Sigþór Sigþórsson
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRHILDUR SKARPHÉÐINSDÓTTIR,
Kjalarsíðu 16c,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn
13. maí.
Jarðarför auglýst síðar.
Jónína Pálsdóttir,
Rósa Pálsdóttir, Arnór Þorgeirsson
og ömmubörn.
✝
Okkar ástkæra
HRÖNN BRANDSDÓTTIR,
Vík í Mýrdal,
andaðist föstudaginn 9. maí.
Útför hennar verður gerð frá Víkurkirkju
laugardaginn 17. maí kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Hollvinafélag Hjallatúns.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðrún Brynja Guðjónsdóttir, Sævar B. Arnarson,
Hafsteinn Guðjónsson, Kristín Gísladóttir,
Brandur Jón Guðjónsson, Inga B.H. Oddsteinsdóttir,
Margrét Steinunn Guðjónsdóttir, Tyrfingur K. Leósson.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR ÁGÚSTSSON
frá Stærri-Bæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási miðvikudaginn
14. maí.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þorkell Gunnarsson, Kristín Karólína Karlsdóttir,
Sigríður Laufey Gunnarsdóttir, Brandur Matthíasson,
Jón Rúnar Gunnarsson, Kristín Petrína Birgisdóttir,
Ágúst Gunnarsson, Anna Margrét Sigurðardóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir Árni Bjarkan Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.