Morgunblaðið - 16.05.2014, Page 77
MINNINGAR 77
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014
Fyrir hönd sam-
takanna POWER-
talk á Íslandi vil ég
minnast með þökk
og virðingu Hildar
Jónsdóttur. Hildur starfaði með
samtökunum í rúm 20 ár og
gegndi mörgum trúnaðarstörfum
af kostgæfni innan samtakanna,
sem áður hétu Málfreyjur á Ís-
landi og ITC, International Train-
ing in Communication.
Hildur gekk til liðs við samtök-
in á 50. fundi deildarinnar Hörpu í
Reykjavík. Frá þeim tíma vann
hún ötult starf bæði við að byggja
sjálfa sig upp en ekki hvað síst að
hjálpa og styðja við bakið á fé-
lögum í deildinni.
Ég varð þess heiðurs aðnjót-
andi að kynnast Hillu bæði í vinnu
og einnig í starfi innan Hörpunn-
ar. Hún hvatti mig og studdi og
það var ekki hægt annað en að
fyllast krafti og áhuga með hana
Hildur Jónsdóttir
✝ Hildur Jóns-dóttir fæddist
4. desember 1947.
Hún lést 18. apríl
2014. Útför Hildar
fór fram 6. maí
2014.
sér við hlið.
Hildur var traust-
ur félagi og alltaf
tilbúin til að rétta
hjálparhönd þegar
til hennar var leitað.
Hún var einn af
stofnfélögum í
„Grand Ladys“ eða
deildinni Ísafold þar
sem heldri dömurn-
ar voru sem búnar
voru að gera allt inn-
an samtakanna eins og Hilla út-
skýrði fyrir mér stolt á svip og
starfaði hún þar í mörg ár. Það fór
ekki fram hjá neinum þegar Hilla
var á staðnum, alltaf stuð í kring-
um hana og engin lognmolla. Það
voru líka skýrar og ákveðnar en
samt vinsamlegar ábendingar
sem hún gaf og aldrei særði hún
nokkurn mann.
POWERtalk samtökin á Ís-
landi sjá á bak öflugum félaga
sem setti svip sinn á starfið um
langt árabil. Við í samtökunum
þökkum henni, hennar mikilvæga
framlag. Blessuð sé minning Hild-
ar Jónsdóttur.
Lilja Guðný Friðvinsdóttir,
landsforseti POWERtalk
International á Íslandi.
Þann 22. apríl sl.
var hann Nonni,
eins og hann var
alltaf kallaður, bor-
inn til grafar.
Nonni var vinur
allra, sem mér eins og mörgum
öðrum þótti einstaklega vænt
um því betri mann var vart að
finna. Nonni kom nær daglega
til okkar í Landsbankann í
kaffispjall og mikið söknum við
hans. Hann átti kannski ekki
mikið af veraldlegum eigum en
annað átti hann dýrmætara og
það var heiðarleiki og ljúf-
mennska. Börn hændust að
honum og eiga margir krakkar
góðar minningar um Nonna
sinn. Hann heimsótti okkur
næstum því daglega í Lands-
bankann á Tálknafirði, hann
kom í kaffisopa til okkar í smá
spjall um allt og ekkert og eitt
er víst að aldrei heyrði ég
Nonna tala illa um nokkurn
mann, það var ekki hans stíll
og stundum sátum við bara og
þögðum. Í lok þessara heim-
sókna gerðum við Nonni það
oft að gamni okkar að kveðjast
með virktum og hneigðum okk-
ur hvort fyrir öðru og hlógum í
hvert skipti. Það var ekki erfitt
að fá Nonna til þess að hlæja,
hann var mjög hláturmildur,
oft fór fólk hjá sér þegar hon-
um fannst eitthvað fyndið í
kringum sig og þá sagði hann
„ég er ekkert að hlæja ég hósta
bara svo mikið núna,“ þá hló
fólk bara með, það var ekki
hægt annað. Meðan ég skrifa
þetta hef ég mynd af honum
þar sem hann er brosandi og
með húfuna sem Olga systir
Guðbrandur
Jón Herbertsson
✝ GuðbrandurJón Herberts-
son fæddist 15. júlí
1946. Hann lést 12.
apríl 2014. Jarðsett
var 22. apríl 2014.
hans gaf honum,
en húfan er eins og
sú sem bókarper-
sóna Sveik í Góða
dátanum Sveik
klæddist, bók þessi
var biblía hans,
hann las hana
reglulega aftur og
aftur enda vitnaði
hann oft í hana. Ég
brosi alltaf að setn-
ingunni okkar,
þegar mér fannst ég þurfa að
standa upp eftir kaffispjall og
fara að vinna sagði ég stund-
um: „Þetta gengur ekki,“ þá
sagði Nonni: „Þú ert eins og
síldarkaupmaðurinn sem snéri
sér á hina hliðina og sofnaði
aftur,“ og benti mér á að þessi
fleygu orð væru neðarlega á
blaðsíðu 82 í bókinni góðu. Að
mörgu leyti var Nonni líkur
góða dátanum því hann vildi
alltaf gera gott úr öllu, vegna
þess að það var bara til kær-
leikur í sál hans og hjarta og
smá þrjóska fylgdi með.
Fallið lauf, eftir sit ég hljóð,
tárin falla. Ég stari í kertalog-
ann, það er þögn í hjarta mínu,
ég bið í hljóðri bæn, bið fyrir
þér, bið fyrir ykkur.
Eitt skarð enn,
ég rétti fram hönd mína.
Kveiki á kertum horfi á logann
hugsa í þögninni.
Enn og aftur falla tárin,
allt er hljótt,
eitt lauf enn hefur fallið
af fallega trénu.
(Solla Magg)
Elsku vinur, ég kveð þig með
söknuði og vona að þér líði sem
allra best. Ég veit þú ert í góð-
um höndum hjá pabba þínum
og mömmu og fjölskyldu
Nonna sendum við hjónin okk-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
Birna Sigurbj.
Benediktsdóttir.
Eins og gerist í
lífinu kynntist ég
þér seint, en
kynntist þér ásamt
öllu því góða fólki
sem var í kringum þig. Ég vissi
lítið um þig fram eftir ævinni
en var þó forvitinn um hver þú
værir og hvern mann þú hefðir
að geyma. Þegar ég var að
vinna á elliheimili norður í
Skagafirði á síðustu öld var ég
að sinna gömlum manni sem
var byrjaður að týna minni og
sagði ekki mikið fram eftir degi
svona yfir höfuð. En ég vissi að
gamli maðurinn hefði verið
smiður og gröfumaður og unnið
mikið af vegum og alls konar
drasli um allt land. Ég vissi að
þú hefðir verið ýtustjóri svo að
ég spurði gamla manninn:
„Þekkir þú mann sem heitir
Stefán og á ýtu?“ Það var mjög
sérstakt að horfa á hvernig
ljóminn kom yfir andlit manns-
ins og hann sagði: „Stefán Egg-
ert Pétursson þekki ég, já hann
var til dæmis að búa til Alex-
andersflugvöll þarna.“ Eitthvað
innra með mér hlýnaði því að
ég hafði aldrei hitt eða einu
sinni séð Stefán. Hann bætti
við:
„Afskaplega duglegur og
skemmtilegur karl hann Stefán,
þekkir þú hann?“ „Já,“ sagði
ég, „hann er afi minn.“ En það
breyttist, það var bara bankað
heima á dyrnar vestur í sveit-
Stefán Eggert
Pétursson
✝ Stefán EggertPétursson
fæddist 23. júní
1932. Hann lést 20.
apríl 2014. Útför
hans fór fram 2.
maí 2014.
inni og pabbi átti
allt í einu haug af
systkinum. Þú
varst ljúfur og góð-
ur karl, allt fólkið
þitt er ljúft, gott
og hlýtt. Mér þykir
leitt að ég kom
mér ekki til að
segja þér það,
enda feimnismál
hjá hverjum og
einum, en ég bað
fyrir þér. Ég bað fyrir þér frá
því að ég var barn og vissi að
þú værir til.
Það er minning þar sem ég
spyr mömmu mína: „Af hverju
er pabbi minn ekki með sama
nafn og afi?“ og mamma sagði:
„Sko, bla bla bla“ og útskýrði
fyrir labbakútnum sem var
bara fjögurra ára hvernig í
pottinn var búið. Ég bætti þér
því á ömmu- og afalistann eftir
faðirvorið (sko, það er nefni-
lega svona fjölskyldubæn sem
ég samdi sjálfur þegar ég var
púki fyrir ykkur, því að mér
þykir svo vænt um ættingjana
mína).
Það er þó nokkuð af ömmum
og öfum í bæninni því að pabbi
minn átti nefnilega svolítið
marga svona aukaforeldra í
föðurstað, því sjáðu til hann var
í sveit og í þorpi vestur á fjörð-
um til skiptis o.s.frv.
Sem sagt, ég hef beðið fyrir
öllum í minni fjölskyldu frá því
að ég var barn hvern einasta
dag, þér meðtöldum, elsku afi
minn, og áður en ég þekkti þig.
Ég hef alltaf átt trúna þótt ekki
sæki ég messur en trúmál fólks
eru einkamál hvers og eins.
Hérna er þessu deilt af hinni
mestu auðmýkt að ég hef alltaf
beðið fyrir þér og fjölskyldunni
og mun gera það áfram. Það
var gaman að skreppa til þín og
hennar Jóhönnu þinnar í kaffi.
Núna eruð þið bæði farin til
himnaföðurins þangað sem við
förum öll að lokum. Þú talaðir
bara um vinnuna sem mér
finnst langsamlega skemmtileg-
asta umræðuefnið, alveg eins
og hann pabbi, enda ekkert
annað merkilegra í fullri alvöru
því allt annað er bara andskot-
ans tímaþjófur og eintóm vit-
leysa, og mikið áttir þú erfitt
með að vera kyrr! Það gengur
margt í erfðir, það er ekki bara
uppeldið. Megir þú ýta og
plægja um jarðir himnaföður-
ins. Hvíldu í friði elsku afi
minn, þú átt góðan stað í hjarta
mínu.
Páll Jens Reynisson.
Elsku afi. Þá kom að því að
þú kveddir þennan heim, stuttu
eftir að amma kvaddi okkur.
Það hefur oft verið erfitt fyrir
mig að vera svo langt frá þér
og ömmu síðastliðin ár og sér-
staklega síðasta hálfa árið og
að hafa ekki getað kvatt ykkur
almennilega, en hlutirnir gera
víst ekki alltaf boð á undan sér.
Mér hefur alltaf þótt ég vera
náinn ykkur ömmu og þá sér-
staklega á yngri árum, en afa
ekkert síður seinni ár þegar ég
fullorðnaðist því mér fannst
alltaf gaman og heimilislegt að
koma í Miðgarðinn og ræða hin
ýmsu mál, þar á meðal allt sem
viðkemur vegagerð og pólitík.
Ekki var ég heldur spar á að
spyrja þig út í þín yngri ár en
ég veit að þú naust þess að
segja sögur af þínum yngri ár-
um sem sjómaður og þeim tíma
sem þú vannst við vegagerð um
landið allt.
Mér verður títt hugsað til
þín í mínu daglega starfi og
hugsa ég oft hversu gott það
væri nú að geta spurt hann afa
út í ýmis mál varðandi hönnun
vega. Oft hef ég einnig hugsað
til þess að það væri nú fínt ef
danskurinn fengi hann afa lán-
aðan í eins og eina viku til að
kenna þeim hvernig ætti að
gera hlutina, þá myndi skratt-
inn nú hitta ömmu sína og er
ég ekki í vafa um að helming-
urinn af dönskum vegavinnu-
mönnum væri kominn ískaldur,
blautur og jafnvel handleggs-
brotinn út á Norðursjó að læra
sína lexíu eftir þá viku.
Ég á seint eftir að gleyma
þeim tíma sem ég eyddi með
þér í Brúarholti og þá sérstak-
lega í fjárhúsunum og í ýtunni
þinni. Ég man þegar ég var lít-
ill að þá var ég ekki í vafa um
að ég ætti þann allra magnað-
asta afa sem fyrirfyndist, hann
átti jarðýtu og Ford-traktora.
Ég á heldur aldrei eftir að
gleyma sviðalyktinni þegar þú
varst að brenna sviðahausana,
eða vindlalyktinni og lyktinni af
rauðum Opal sem var alltaf í
bílnum þínum.
Þó að síðastliðin ár hafi vafa-
laust verið þér erfið þá er
margt sem þú getur verið stolt-
ur af, því þú ert af þeirri kyn-
slóð sem hefur gengið í gegnum
svo miklar breytingar og hefur
upplifað svo marga hluti í
gegnum þína löngu ævi.
Þín verður sárt saknað afi
minn.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn,
að aldrei deyr;
dómur um dauðan hvern.
(Úr Hávamálum)
Stefán Þór Pétursson.
Nú þegar sum-
arið hefur sigrað
veturinn og lóan
vappar um grundir kveður þú
okkur, elsku besta mamma
mín. Langri vegferð er lokið og
hvíldin þér kærkomin. Þú undir
þér ekki alltaf hvíldar þegar
mannmargt var á heimilinu,
varst fyrst á fætur og síðust í
rúmið.
Geislar morgunsólar glöddu
ekki síður en sólarlagið sem
blasti við úr eldhúsglugganum.
Dásemdir náttúrunnar sem
birtust jafnt í hinu smáa sem
því stærra létu þig ekki
ósnortna og þú kenndir mér og
börnum mínum að njóta þess-
ara gjafa lífsins. Það varð
hreint ævintýri að setja niður
kartöflur með þér og taka þær
aftur upp að hausti. Ekki voru
berjaferðirnar síðri og ótrúlegt
hvað þið pabbi voruð dugleg að
nýta ykkur gjafir jarðar. Í við-
tali við þig í skólablaði Mennta-
skólans á Akureyri, en þar
varst þú í tvö ár, kemur fram
að þér hafi fundist gaman að
mála og teikna enda bera
myndirnar þínar þess merki.
Einnig varst þú dugleg að
yrkja og semja sögur. Ömmu-
börnin eiga margar uppáhalds-
sögur og ævintýri eftir þig.
Á þínum yngri árum var ekki
mikið um fjallgöngur ef ekki
var neitt erindið. Hér lést þú
Elísabet Jóhanna
Sigurðardóttir
✝ Elísabet Jó-hanna Sigurð-
ardóttir fæddist 1.
október 1911. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Hlíð á Akur-
eyri, 4. maí 2014.
Útför hennar fór
fram 9. maí 2014.
löngun og þrár
ráða för og vílaðir
ekki við að skreppa
upp á Tindastól
þegar svo bar und-
ir. Þetta fjallapríl
heldur áfram hjá
afkomendum þín-
um. Það voru ekki
bara fjöllin sem
heilluðu. Bræður
þínir voru duglegir
og virtir sigmenn í
Drangey og ekki linntir þú lát-
unum fyrr en þú fékkst einnig
að síga eftir eggjum. Sennilega
fyrsta konan sem seig í Drang-
ey.
Ástúð, umhyggja og hlýja
einkenndu þig alla tíð. Gest-
risni var þér í blóð borin sem
kom vel í ljós þegar vini og
vandamenn bar að garði sem
gerðist æði oft. En þig ein-
kenndi einnig metnaður í garð
okkar og þú fylgdist stolt með
skólagöngu og vegferð barna
minna og langömmubarna. Þú
áttir sjálf þann draum að ganga
menntaveg og verða kennari.
Sá draumur rættist ekki vegna
veikinda ömmu en þú hvattir
óspart þá sem yngri voru til
skólagöngu og þar komu kenn-
arar á öllum skólastigum. Nú
er dagur að kveldi kominn og
tími til að kveðja. Kærar þakk-
ir, elsku mamma fyrir allt sem
þú gafst okkur.
Þín dóttir,
Ásta.
Elsku amma mín. Nú er hið
margrómaða ríkidæmi bernsku
minnar orðið að fallegum minn-
ingum, ei meir. Að eiga, auk
ömmu og afa beggja vegna,
tvær langömmur og tvo lang-
afa, allt fram á fullorðinsár var
ómetanlegt og man ég hvað ég
stærði mig af ríkidæmi mínu
sem barn. Og ekki voru það
orðin tóm þegar ég fullvissaði
forvitin eyru um að amma mín
yrði nú örugglega 100 ára áður
en hún kveddi okkur; ég var
alltaf handviss um að svo yrði.
Nú hefur þú sett okkur enn eitt
fordæmið til að fylgja, því nú
getum við hin sem eftir komum
ekki farið að deyja heldur fyrr
en fullum hundrað árum er
náð!
Elsku amma, þú varst fyr-
irmynd á svo margan hátt og
þrátt fyrir breitt kynslóðabil
lítum við barnabarnabörnin
alltaf upp til þín, þó að núna sé
örlítið lengra upp til þín en
bara upp á Klettaborgina. Þú
varst alltaf „amma á Klettó“ í
huga okkar barnabarna-
barnanna, okkur þótti óþarft að
vera að „lengja“ ömmu okkar á
nokkurn hátt. Þú varst alltaf í
huga mínum ímynd hinnar
menntuðu og gáfuðu konu,
ímynd góðmennsku og þolin-
mæði, hlýju og botnslauss vís-
dóms.
Þú lagðir fyrir mig gátur,
helst í vísnaformi og kenndir
mér um fjöllin og náttúruna.
Þú kenndir mér að slá gras
með orfi og ljá og hjálpaðir mér
að útbúa fyrstu ljóðabókina
mína.
„Hvurslags ljóð er þetta?“
spurðir þú stundum. „Þetta er
bara ljóð um ljóð,“ var svarið
eitt sinnið. „Jaaáá,“ svaraðir
þú, hallaðir undir flatt og
brostir, „um þau þarf víst að
yrkja líka“. Þú hvattir mig allt-
af við skrif og raunar allt sem
ég gerði, og studdir mig á svo
margan hátt, allt fram á full-
orðinsár.
Því gleymi ég aldrei og fyrir
það get ég aldrei þakkað þér
nógsamlega. Bréfin frá þér
voru alltaf svo falleg og un-
aðsleg aflestrar, þau gat ég les-
ið aftur og aftur og óskaði ég
þess alltaf að geta skrifað jafn
fallega og þú.
Mínar fyrstu minningar eru
frá því ég var tveggja ára og
bjó hjá ykkur afa á Klettaborg-
inni. Að vera í fanginu á afa á
meðan hann fékk sér brauð
með appelsínum. Að fá eina te-
skeið af mysingi og eina teskeið
af hunangi hjá ömmu. Amma
mín, þú sem aldrei settist niður
í minningunni, flögraðir ýmist
um eldhúsið, hrærðir í pottum
og hagræddir katlinum, eða
varst á einhvern undraverðan
hátt komin beint fyrir utan eld-
húsgluggann að hengja upp
þvott út á snúru.
Víst bjó mamma þarna líka,
en henni bregður ekki fyrir í
þessum minningabrotum. Hið
fyrsta sem ég man í þessu lífi
er að kúra í litlu rúmi, við hlið-
ina á rúminu ykkar afa, og þú
svæfðir mig með bæn. Því vil
ég kveðja þig með sömu bæn:
Vertu, guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson.)
Þín dótturdótturdóttir,
Ásta Sóley.