Morgunblaðið - 16.05.2014, Page 78
78 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014
Félagsstarf eldri borgara
!
!
"#
$ %& '
('%
'
)*
+
)*
!"#$ ,
)#-# . + %
+
"# (
%
&
'"(
$+%
'&
)#&
)#*#&
/
%
"#
&
)
*#
+ .
0-# 1 %'
*2 3
+
)##2 4 +
)--#
5
+
)*-#
$,
' -
6-#& 0"# )""#&
/
%
)-& 7
-#)8
(
9
7
)*
-". *"
(
'
)#-# '
)- : ; < 3
)*-#&
+
/
%
+ "" 7
''
= 7 0- 0## 7
7
'
$+%
>
)#
? 7
)#-# < +
)- (9
)-
/- 0 $+%
<
)-)2
/ 4
<
))-# <+
)- <
)--#
/#
010
7
+ @
+
%=
)-)8&
7
@
:
)*&
9 7 + :
%
") &
?+
& ''
2-2 "6"#
7
/- + ,
82#& %
02#& A
&
)#-#&
+
)*)2-# *))"6#
2 . !
0-# 1
4 7
+
!
*2 !
)#)2
< '
)) (
7 $
)*
3
&
) 4 +%
<
)--#
Tilkynningar
Aðalfundur
Aðalfundur Seljasóknar verður haldinn sunnu-
daginn 8. maí að lokinni guðsþjónustu sem
hefst kl. 14.00.
Dagskrá :
Venjuleg aðalfundarstörf
Sóknaranefnd
Auglýsing
um framlagningu kjörskrár vegna
sveitarstjórnarkosninga
Kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga 31.
maí 2014 skulu lagðar fram almenningi til
sýnis eigi síðar en miðvikudaginn 19. maí nk. á
skrifstofu viðkomandi sveitarstjórnar eða
öðrum hentugum stað sem sveitarstjórnin
auglýsir. Kjörskrá skal liggja frammi á almenn-
um skrifstofutíma til kjördags.
Athugasemdum við kjörskrá skal koma á fram-
færi við hlutaðeigandi sveitarstjórn eins fljótt
og unnt er og skal sveitarstjórn þegar taka til
meðferðar athugasemdir og gera viðeigandi
leiðréttingar á henni. Leiðréttingar má gera
fram á kjördag en athygli er vakin á því að
óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um
nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá
Íslands fyrir 10. maí sl.
Nánari upplýsingar um sveitarstjórnarkosning-
arnar 31. maí nk. er að finna á kosningavef inn-
anríkisráðuneytisins, www.kosning.is
Innanríkisráðuneytinu, 16. maí 2014.
Egill Darri
einmenningsmeistari
Egill Darri Brynjólfsson er einmenn-
ingsmeistari Bridsfélags Reykjavíkur
2014 og lýkur þar með spilamennsku fé-
lagsins þetta starfsárið.
Egill Darri Brynjólfsson 179
Páll Valdimarsson 174
Guðmundur Snorrason 164
Sjáumst í haust.
Gullsmárinn
Spilað var á 11 borðum í Gullsmára
mánudaginn 12. maí.
Úrslit í N/S:
Jón Bjarnar – Katarínus Jónsson 208
Hrólfur Gunnarss. – Gunnar M. Hanss. 187
Vigdís Sigurjónsd. – Þorleifur Þórarinss. 181
Guðrún Gestsd. – Ragnar Ásmundss. 175
A/V
Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 230
Sigurður Björnss. – Stefán Friðbjarnar 203
Nanna Eiríksd. – Óskar Ólason 193
Samúel Guðmundss. – Jón Hanness. 182
Tólf borð í Stangarhyl
Mánudaginn 12. maí var spilaður
tvímenningur hjá bridsdeild Félags
eldri borgara. Spilað var á 12 borð-
um.
Efstu pör í N/S voru:
Björn Árnas. – Auðunn Guðmundss. 278
Ragnar Björnsson – Bjarni Þórarinss. 251
Ólafur Ingvarss. – Guðm. Sigursteinss. 235
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 230
A/V
Trausti Friðfinnss. – Guðlaugur Bessas. 276
Kristín Guðbjörnsd. – Soffía Daníelsd. 262
Gunnar Jónsson – Magnús Jónsson 249
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 229
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Í æviágripi um Bjarna
Ágústsson í Morgunblaðinu í
gær, 15. maí 2014, var Þórdís
Lára, eiginkona Bjarna, sögð
dóttir Skúla Nilsen, rétt er að
hún er dóttir Inga Lárusson-
ar sem lést í Hrímfaxaslysinu
1963.
LEIÐRÉTT
Rangt föðurnafn
Við bræðurnir
erum lánsamir að
mörgu leyti. Ein af
ástæðunum fyrir
því er að við áttum
„afa í sveitinni“ að. Hjá honum
og ömmu vörðum við drjúgum
tíma æsku okkar, sem við minn-
umst með hlýju. Við litum upp
til afa. Hann borðaði kjöt af
beininu með vasahníf og sló með
hnúum í borðið þegar hann lagði
niður í spilum. Hvort tveggja
var reynt að leika eftir með mið-
ur góðum árangri. Þá eru öll
Hermann
Guðmundsson
✝ Hermann Guð-mundsson
fæddist 7. október
1922. Hann lést 2.
maí 2014. Útför
Hermanns fór fram
10. maí 2014.
spilin, stundirnar á
púttvellinum og í
kartöflugarðinum,
auk annarra ævin-
týra í sveitinni okk-
ur óþrjótandi gleði-
minningar. Of langt
mál yrði að gera
grein fyrir þeim öll-
um hér. Þó verður
tveggja minnst,
sem við erum sam-
mála um að standi
upp úr.
Annars vegar þegar afi og
amma ferðuðust með okkur fjöl-
skyldunni hringinn í kringum
landið. Ferðast var á tveimur
bílum og kusum við yfirleitt að
sitja í bíl afa og ömmu. Þar hafði
áhrif að þau sögðu okkur sögur
um allt milli himins og jarðar
alla ferðina og fræddu okkur
jafnóðum um það sem fyrir augu
bar, en margar þessara sagna
eru okkur enn ferskar í minni.
Efalaust hefur það einnig haft
einhver áhrif á ákvarðanatöku
okkar, að alltaf var unnt að nálg-
ast „sveitatyggjó“ hjá afa, þ.e.
grænt Extra tyggjó. Hins vegar
er okkur afar minnisstæð rúm-
lega vikulöng pössun hjá afa og
ömmu. Á þeim tíma var margt
skemmtilegt brallað, farið í
fjölda sundferða, hjólað um
sveitina, spilað við Seljalands-
foss, auk óhóflegs ísáts og margs
fleira. Þessi tími hafði mikið að
segja fyrir samband okkar við
afa og ömmu, enda kynntumst
við þeim þá vel. Á þessum árum
litum við á afa sem skemmti-
legan vin. Flest var látið eftir
okkur og alltaf var stutt í brosið.
Afi sinnti okkur bræðrum ein-
faldlega af einstakri alúð.
En árin færast yfir okkur öll
og ný barnabörn og barnabarna-
börn komu í stað okkar bræðra.
Á sama tíma vorum við komnir í
ný hlutverk. Við það breytist
ásýnd þeirra manna sem maður
augum lítur. Það sem okkur
bræðrum þótti í æsku þess virði
að reyna að leika eftir ber vott
um aðra tíma; t.a.m. sé ráð-
vendni sem aðstæður kröfðust af
afa. Hann var vitur maður og
æðrulaus. Þá varð manni það
einnig ljóst að sú gæska sem afi
sýndi okkur sem börnum, og
þeim sem komu í okkar stað, bar
vott um einstaka hjartahlýju,
lífsgleði og afar mikla þolin-
mæði.
Á vissum tímapunkti rennur
það upp fyrir manni að það er
ekki sjálfgefið að eiga slíka
manneskju að, sem minningar-
grein þessi fjallar um. Afi er fyr-
irmynd sem við munum alltaf
hafa að leiðarljósi, þó það ljós
lýsi mismunandi leiðir eftir hlut-
verkunum sem við fáumst við
hverju sinni. Við erum þakklátir
fyrir að hafa átt hann að og
gleðjumst yfir öllum þeirm dýr-
mætu minningum sem við áttum
um hann.
Hermann Haukur
Hauksson og Þorvaldur
Hauksson.
Nú er hann Gest-
ur Gunnarsson vinur
minn fallinn frá, góður maður.
Ótrúlega gáfaður og minnugur
var hann, sannkallaður sagnasjóð-
ur og ljúfur á sinn hátt en gat ver-
ið hvass eins og stormar hafsins,
ofurmenni misskilinn af mörgum.
Enda var fyrirmyndin að James
Bond skyld honum. Gestur var
lögfróður maður sem las reglu-
lega upp lagadóma fyrir sjóndapr-
an afa sinn í æsku.
Gestur var tæknifræðingur og
hafði fljótt lært á yngri árum
margt af föður sínum. Hann vissi
allt um byggingu flugvallarins
enda ólst hann upp í næsta ná-
grenni hans á Hörpugötu. Hann
var fús að fræða alla sem áhuga
höfðu á ýmsum sviðum ekki síst
tæknilegum bæði í orðum og
táknum. Gestur vann í mörg hjá
Vita- og hafnamálastofnun og síð-
an var hann kennari við Iðnskól-
ann í Hafnarfirði. Gestur hafði
áhuga á endurnýtingu hluta og
kunni aðferð við að smíða sólar-
sellur úr ýmsum efnisafgöngum.
Hann var virkur áhugamaður í fé-
lagsskap nýrrar hugsunar um
nýtingu landsins. Á fundum hjá
félagsskapnum okkar „Nýjum
sólum“ fór hann á kostum.
Gestur var sjómaður um tíma
Gestur
Gunnarsson
✝ Gestur Gunn-arsson fæddist
í Reykjavík 27.
febrúar 1942. Hann
lést á heimili sínu,
Flókagötu 8, 28.
apríl 2014.
Útför Gests fór
fram frá Hallgríms-
kirkju 9. maí 2014.
og þekkti öll skip og
aflaði sér vitneskju
um sögu þeirra.
Gestur var vel ritfær
og gaf út bókina
„Mis sannar sögur á
sjó og landi“ árið
2010 og seldist hún
vel. Hann skrifaði
einnig fjölmargar
greinar í Morgun-
blaðið á liðnum árum
og bauð fram ýmsar
vel útfærðar lausnir á vanda-
málum dagsins.
Í kringum 1977 hittumst við í
sambandi við Dale Carnegie-fé-
lagsstarfið og urðum strax góðir
vinir og hlustaði hann með athygli
á sögur mínar og hugmyndir.
Hann var um skeið einn aðalmað-
urinn í félagi uppfinningamanna
sem við báðir höfðum mikinn
áhuga á.
Eftir missi konu sinnar, Sig-
rúnar, blessuð sé minning hennar,
hittumst við á hverjum þriðjudegi
saman í mat og fórum þar á eftir
út í Örfirisey og önduðum að okk-
ur ilmi hafsins, horfðum á skipin
og fuglana og komum gjarnan við
hjá Billy í verslun Hjálpræðis-
hersins. Í eftirmiðdaginn var för-
inni heitið á Skólavörðustíginn
þar sem hann rétti frænku sinni,
Fjólu í Antikhúsinu, oft tæknilega
hjálparhönd. Einnig settumst við
þó nokkuð oft niður á Mokka Kaffi
og brá Gestur sér þá á leik og lék
frænda jólasveinsins og hlógu þá
ungir jafnt sem aldnir.
Ég sendi systrum, mágkonu,
dætrum og dóttursyni mínar sam-
úðarkveðjur. Guð blessi minningu
hans Gests Gunnarssonar.
Ketill Larsen.
Stöð 2 í ágústlok 1987. Nokkrir
sviðsdrengir velta vöngum yfir
gólfinu úr Heilsubælinu sem er
málað á stóran segldúk sem liggur
yfir allt stúdíógólfið. Það er ekki
eining í hópnum um hvernig ráðast
skuli á dúkinn. Allt í einu snarast
snaggaralegur maður með derhúfu
í grænum jakka inn í stúdíóið, horf-
ir með glettni í auga á þennan ráða-
lausa hóp og kallar upp þannig að
glymur um allt: „Hafið þið aldrei
verið á seglskipi, drengir?“ og það
var eins og við manninn mælt;
„drengirnir“ réðust af krafti á dúk-
inn og rúlluðu honum upp. Segl-
dúknum góða var síðan oft flett út
aftur og nýir heimar málaðir á
hann og þá mundum við alltaf að
við höfðum allir verið á seglskipi.
Svona var Gestur. Kom stundum
eins og stormsveipur með lausnina
en stundum með yfirvegun og ró.
Hann var einn af þessum mönnum
sem kveikja ljós í huganum á
manni og bugaðist aldrei í öllu
ruglinu. Georg minn gírlaus, þús-
undþjalasmiðurinn, kunni pípu-
lagnir, teiknaði ljósaloft, teppa-
lagði tröppur fyrir
fegurðardrottningar með Bjössa
Karls, smíðaði kafarakúlu og
lukkuhjól. Hann hafði unnið við
straumfræðirannsóknir, var
tæknifræðingur og kunni sænsku
sem kom sér vel þegar þurfti að
þýða Karl Gústaf kóng fyrir frétt-
irnar. Og síðan sagði hann sögur
svo mann svimaði. Hann sagði frá,
við hlustuðum. Dvöldum æði lengi í
stríðinu, á flugvellinum í Vatns-
mýri, suður á Velli hjá Kananum,
um borð í Þormóði goða og svona
sóttum við okkur fram eftir öldinni
en komumst aldrei nema til 1965.
En við vorum líka að búa til nýjar
sögur því þarna vorum við staddir í
ævintýrinu miðju. Það leikur ljómi
um þessi upphafsár Stöðvar 2 þeg-
ar Jón Óttar fór eins og storm-
sveipur um gangana og allir tókust
á loft og Vala málaði himininn
bleikan. Við hádegisborðið í mat-
salnum var alltaf hirð í kringum
Gest og Marinó hljóðsnilling og
gripum við ungu mennirnir mola
af borðum meistaranna og þótt-
umst nokkurs vísari um hvernig
útvarpstæki sendu bylgjur til
Japans og innihald steypu í vitum
útskerja. Ég montaði mig eitt sinn
af því í kaffitímanum að ég væri
náskyldur ekki ómerkari manni
en Nixon sjálfum. Það væri aug-
ljóst því nefið á móðurbróður mín-
um væri alveg eins og á forset-
anum fyrrverandi. Gestur lagði
ekki mikið til málanna en virtist
hugsi yfir þessu útspili mínu.
Eftir nokkra daga kemur hann
til mín og er frekar létt yfir hon-
um og segir: „Ég er búinn að at-
huga þetta með Nixon og þetta
passar allt. Það er allt svona þetta
fólk.“ Mér láðist að vísu að spyrja
hvort hann ætti við útlitið eða inn-
rætið því ég var svo glaður að fá
þetta vottorð frá Gesti. Síðan hef
ég talið Richard Nixon býsna
skyldan mér. Eftir að leiðir okkar
skildi á Stöð 2 strjáluðust sam-
verustundir. Við reyndum þó að
taka kaffispjall svona einu sinni á
ári og var þá setið lengi. Ég ætlaði
einmitt að láta hann segja mér aft-
ur söguna um þýsku flugvélina á
Kili en það verður víst ekki því nú
hefur forsjónin undið upp seglið
og vinur minn verið munstraður á
nýja ævintýraskútu og kannar nú
straumlagið í nýjum höfnum. Ég
efast ekki um að hann fær góðan
byr.
Eyþór Árnason.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, "Senda inn minningargrein",
valinn úr felliglugganum. Einnig
er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningargreinar