Morgunblaðið - 16.05.2014, Side 80
80 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014
Þessi hálfa öld hefur að mestu leyti verið góður tími, þótt auð-vitað hafi skipst á skin og skúrir hjá mér eins og öðrum. Kon-an mín nefndi annars um daginn að í allri okkar búskapartíð
hefði ég aldrei beinbrotnað eða verið settur í gifst. En ég er hjá-
trúarfullur og kannski á ég ekki að nefna þetta,“ segir Bjarni Valur
Guðmundsson, bóndi í Skipholti í Hrunamannahreppi, sem er fimm-
tugur í dag.
Bjarni var aðeins nítján ára þegar hann hóf búskap í Skipholti.
„Þetta kom nánast af sjálfu sér að ég fór í búskap, áhuginn var á því
sviði,“ segir Bjarni sem er býr með bæði kýr og kindur. Stendur
sauðburður nú sem hæst og því í mörg horn að líta.
„Áhugamálin eru fjölmörg, en tengjast sveitinni. Við erum nokk-
ur vinahjón sem förum alltaf saman í hestaferðir á sumrin og í fyrra
til dæmis vorum við austur í Landsveit og gerðum þaðan út í dags-
ferðir um Hekluslóðir. Svo finnst mér afar gaman að skreppa eitt-
hvað inn á hálendið og hef í alls 45 skipti farið á fjall á haustin. Fer
þá alltaf í síðari leitir sem er leiðangur inn á reginfjöll og umhverfis
Kerlingarfjöll,“ segir Bjarni Valur sem væntir góðra gesta í heim-
sókn á afmælisdeginum.
„Við verðum heima allan daginn, erum búin að baka og vonum að
sem flestir vinir og ættingjar líti inn,“ segir Bjarni sem er kvæntur
Gyðu Björk Björnsdóttur og eiga þau þrjú börn. sbs@mbl.is
Bjarni Valur Guðmundsson er 50 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hreppamaður „Erum búin að baka og vonum að sem flestir líti inn,“
segir Bjarni Valur sem finnst sín hálfa öld hafa verið góður tími.
Bóndi í sveitinni
sem aldrei brotnar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Andrew Tyler Þráinn Helgason (10
ára) hélt tombólu fyrir framan Krón-
una í Garðabæ. Hann safnaði 6.350 kr.
sem hann styrkti Rauða krossinn með.
Hlutavelta
Neskaupstaður Vignir Freyr fæddist
9. ágúst kl. 17.55. Hann vó 3.400 g og
var 49,5 cm langur. Foreldrar hans eru
Aðalbjörg Skúladóttir og Jökull Freyr
Þrastarson.
Nýir borgarar
J
óhannes fæddist á Akur-
eyri 16.5. 1939 og ólst þar
upp á Eyrarlandsvegi 27.
Hann var í Barnaskóla
Akureyrar og Gagnfræða-
skóla Akureyrar, stundaði nám við
MA og lauk stúdentsprófi þaðan
1959.
Jóhannes var tíu sumur í sveit,
fyrst hjá afa sínum og ömmu á
Syðsta-Kambhóli í Arnarneshreppi,
síðan á Stóru-Laugum í Reykjadal í
Suður-Þingeyjarsýslu og síðasta
sumarið á Neðri-Dálksstöðum á
Svalbarðsströnd.
Jóhannes var á síld á sumrin 1957-
61. Hann var kennari í Vík í Mýrdal
1959-61, stundaði námi í landafræði
og ensku við HÍ 1961-63, var stunda-
kennari í Vogaskóla í Reykjavík
1961-62 og bifreiðarstjóri og síðar
verkstjóri í Fínpússningargerðinni
og Sandsölunni í Reykjavík 1962-67.
Jóhannes var matvörukaupmaður í
verslununum Selási og Ólakjöri í
Reykjavík 1967-74. Hann var sjó-
maður á Dagfara ÞH-70 1973-75
sem var á síld í Norðursjónum og á
loðnu og netum, var fyrst vörubíl-
stjóri og síðar framkvæmdastjóri
hjá Selásverki 1975 og 1981-86.
Jóhannes Óli Garðarsson, fyrrv. umsjónarm. íþróttavalla – 75 ára
Barnabarnabörnin Jóhannes og Hulda með yngstu kynslóðinni, Benjamín Orra, Emblu Rán og Alexander Breka.
Hann var síðasti valla-
stjórinn í Reykjavík
Í blíðu og stríðu í hálfa öld Jóhannes Óli og Hulda, eiginkona hans, með
gullbrúðkaupstertuna fyrir sig á stóra deginum í lífi þeirra.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is