Morgunblaðið - 16.05.2014, Page 81
Hann var framkvæmdastjóri og síð-
ar formaður Félags landeigenda í
Selási 1976-82.
Jóhannes var vallastjóri Íþrótta-
valla Reykjavíkur 1986-2009 er hann
lét af störfum og embættið var lagt
niður. Hann hefur síðan sem verk-
taki séð um hitakerfi gervigrasvall-
anna í Reykjavík.
Formaður Fylkis í 15 ár
Jóhannes sat í stjórn Félags mat-
vörukaupmanna í nokkur ár, var
einn stofnenda IMA, Innkaupa-
sambands matvörukaupmanna, sat í
stjórn Framfarafélags Seláss og Ár-
bæjarhverfis í mörg ár, var varafor-
maður Félags sjálfstæðismanna í
Selási, Árbæ og Ártúnsholti, gjald-
keri Íþróttafélagsins Fylkis 1977-82
og formaður Fylkis 1982-97, lengur
en nokkur annar. Jóhannes er nú
varaformaður Korpúlfa, félags eldri
borgara í Grafarvogi.
Jóhannes sinnir fjölskyldunni,
golfi, göngum, ferðalögum og ætt-
fræði, þegar tími gefst til, en hann er
enn önnum kafinn við hin ýmsu
verkefni: „Ég byrjaði í golfi 1989 og
hef haft mikla ánægju af því síðan,
hér heima og erlendis. Ég hef alltaf
haft ánægju af því að hreyfa mig og
fjölgað gönguferðum í seinni tíð, ef
eitthvað er. Þá hef ég lengi haft
áhuga á ættfræði, kíki oft til hans
Odds í Skerjafirðinum og hef gaman
af að grúska í gömlum skræðum.“
Jóhannes var sæmdur gullmerki
ÍBR og gullmerki KSÍ. Hann er
heiðursfélagi SÍGÍ, Samtaka
íþrótta- og golfvallastarfsmanna á
Íslandi, og heiðursfélagi Fylkis.
Fjölskylda
Jóhannes kvæntist 5.6. 1960
Huldu Jóhannsdóttur, f. 23.1. 1941,
fyrrv. innheimtufulltrúi hjá Sec-
uritas. Foreldrar Huldu voru Jó-
hann Guðmundsson, f. 22.11. 1916, d.
10.2. 1989, verkstjóri á Akureyri, og
k.h., Ólöf Ingimarsdóttir, f. 12.6.
1918, d. 15.12. 1993, húsfreyja.
Synir Jóhannesar og Huldu eru
Jóhann Garðar, f. 5.2. 1961, húsa-
smiður og tamningamaður í Laufási
í Ásahreppi, sambýliskona hans er
Eydís Indriðadóttir og sonur, Guð-
mundur Óli; Brynjar, f. 10.11. 1963,
ráðgjafi hjá Mótus, búsettur í
Reykjavík en kona hans er Steinunn
Braga Bragadóttir og eru börn
þeirra Hulda Björk, Viktor Bragi og
Ester Rós; Ólafur Hreinn, f. 30.3.
1968, PGA golfkennari, búsettur í
Kópavogi en kona hans er Bryndís
Eva Jónsdóttir og eru börn hans
Arnar, Hanna Ósk og Ásgeir.
Barnabarnabörn Jóhannesar og
Huldu eru Alexander Breki Arnar-
son og Embla Rán Arnarsdóttir, og
Benjamín Orri Hulduson.
Systkini Jóhannesar eru Anna, f.
20.10. 1941, fyrrv. verslunarmaður,
búsett í Reykjavík; Magnús Örn, f.
11.6. 1951, skipstjóri í Reykjavík;
Kristján Björn, f. 15.2. 1953, verk-
fræðingur við Slippstöðina á Akur-
eyri; Ingvar, f. 9.4. 1957, rafmagns-
eftirlitsmaður á Akureyri, og
Bergur, (kjörbróðir) f. 15.3. 1957,
skipstjóri á Akranesi.
Foreldrar Jóhannesar voru Garð-
ar Benedikt Ólafsson, f. 19.10. 1908,
d. 17.8. 1998, efnisvörður hjá Raf-
veitu Akureyrar, og k.h., Jakobína
Anna Magnúsdóttir, f. 30.8. 1920, d.
1.2. 1996, húsfreyja.
Úr frændgarði Jóhannesar Óla Garðarssonar
Jóhannes Óli
Garðarsson
Signý Sveinsdóttir
ljósm. á Galmastöðum, af Buchsætt
Friðrik Jóhannsson
smiður á Galmastöðum
Arnþrúður Friðriksdóttir
húsfr. á Syðsta-Kambhóli
Magnús Þorsteinsson
b. á Syðsta-Kambhóli í Arnarneshr.
Jakobína Anna Magnúsdóttir
húsfr. á Akureyri
Friðrik Magnússon
b. á Hálsi í Svarfaðardal
Þorsteinn Magnússon
vélstj. á Akureyri
Áslaug Á. Guðmundsd.
húsfr. í Rauðuvík
Þorsteinn Vigfússon
útvegsb. í Rauðuvík, af Krossaætt, bróðursonur
Þorvaldar, afa Jóhanns Sigurjónssonar skálds
Anna Magnúsdóttir
húsfr. á Akureyri
Björn Jóhannsson
tómthúsm. á Akureyri
Jóhanna Björnsdóttir
húsfr. á Akureyri
Ólafur Sumarliðason
stýrim. á Akureyri
Sigurður Sumarliðason
skipstj. á Akureyri
Garðar Benedikt Ólafsson
efnisvörður hjá Rafveitu
Akureyrar
Hreinn Ólafsson
lengst af sjóm. hjá Eimskip
Guðríður Þorsteinsdóttir
húsfr. í Akurhúsum
Sumarliði Ólafsson
sjóm. í Akurhúsum í Garði
Björgvin Þorsteinss.
hrl. og sexfaldur
Íslandsmeistari í golfi
Sigrún Þorsteinsd.
sýslumannsfrú á
Akureyri
Feðgar í golfi Jóhannes Óli og Ólaf-
ur Hreinn á Flórída.
ÍSLENDINGAR 81
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014
90 ára
Guðrún Magnúsdóttir
80 ára
Gústav Nilsson
75 ára
Guðrún Magnúsdóttir
Jósep Sigurðsson
Kjell Geelnard
Sigurjón Sverrisson
70 ára
Anna Freyja Edvardsdóttir
Guðmundur Arnoldsson
Þórir Svansson
60 ára
Guðlaugur Jón Úlfarsson
Helgi Kristinn Marvinsson
Hörður Gígja
Jónína Leósdóttir
Sigfús Guðmundsson
50 ára
Bjarni Valur Guðmundsson
Dagbjört Einarsdóttir
Elías Björnsson
Helga Ingibjörg Pálmadóttir
Helgi Hinrik Schiöth
Hrönn Steingrímsdóttir
Laufey Kristjánsdóttir
Páll Þórir Hermannsson
Regina Macijauskiene
Sigurbjörg Helga
Birgisdóttir
Sveinn Freysson
40 ára
Ágúst Guðmundsson
Birgir Gunnarsson
Bjarni Árnason
Eiríkur Tómas Marshall
Guðbjörg Hjaltadóttir
Guðríður Pétursdóttir
Gunnar Hrafn Hall
Herbert Jónsson Zoéga
Ingunn Björnsdóttir
Jónas Sigurðsson
Lilja Guðmundsdóttir
Ólöf Þóra Ólafsdóttir
Sigrún Hrefna Arnardóttir
Sigrún Ólafsdóttir
Snæbjörn Þór Stefánsson
Stefanía Ársælsdóttir
Þiðrik Hrannar Unason
30 ára
Agnieszka Wasiewicz
Amila Melic
Árni Brynjúlfsson
Branislav Bozic
Bryndís Eiríksdóttir
Guðmundur Einar
Steindórsson
Halldór Árnason
Ingibjörg Sólveig
Oddsdóttir
Jóhanna Bettý Durhuus
Ragnar Örn Arnarson
Clausen
Rita Jeronimo Roque
Til hamingju með daginn
30 ára Hrafnhildur ólst
upp í Kópavogi, er búsett
í Reykjavík, lauk prófi í
læknisfræði í Ungverja-
landi og starfar við
Heilsugæsluna í Glæsibæ.
Maki: Kristján Andr-
ésson, f. 1982, sérfræð-
ingur við fjármálaeftirlitið.
Dóttir: Rebekka Karen, f.
2012.
Foreldrar: Hrafnhildur
Sigurgeirsdóttir, f. 1956,
og Einar Páll Jónasson, f.
1954, d. 1999.
Hrafnhildur
Einarsdóttir
30 ára Hafsteinn ólst upp
í Reykjavík og starfar við
steinsmíði.
Maki: Heiða Ósk Úlfars-
dóttir, f. 1985, verslunar-
maður hjá Ölgerð Egils
Skallagrímssonar.
Börn: Hafþór Heiðar, f.
2010, og Heiðdís Hrefna,
f. 2011.
Foreldrar: Magnús Þ.
Magnússon, f. 1963, þús-
undþjalasm. og Hrefna R.
Baldursdóttir, f. 1965,
starfsm. hjá ALCAN.
Hafsteinn Þór
Magnússon
30 ára Hólmfríður ólst
upp í Reykjavík, lauk BS-
prófi í stærðfræði frá HÍ,
kennaraprófi við HR og
kennir stærðfræði við VÍ.
Maki: Ingólfur Finn-
bogason, f. 1982, lög-
fræðingur.
Dóttir: Soffía Ingólfs-
dóttir, f. 2012.
Foreldrar: Þuríður Páls-
dóttir, f. 1960, lífeinda-
fræðingur, og Knútur
Kristinsson, f. 1958, múr-
ari.
Hólmfríður
Knútsdóttir
Christopher Bruce McClure hefur var-
ið doktorsritgerð sína við læknadeild
Háskóla Íslands. Ritgerðin hans heitir
„Andleg líðan og heilsutengd hegðun í
kjölfar efnahagsþrenginga – Áhrif á Ís-
land“ „Mental health and health be-
haviors following an economic col-
lapse – The case of Iceland.“
Efnahagshrunið á Íslandi í október
2008 var að mörgu leyti sérstakt í um-
fangi og hraða og eru enn ófyrirséð
þau áhrif sem efnahagshrunið mun
mögulega hafa á heilsufar þjóðarinnar.
Fyrri erlendar rannsóknir hafa gefið
vísbendingar um neikvæð áhrif en
einnig jákvæð áhrif. Markmið þessarar
rannsóknar var að rannsaka áhrif
efnahagshrunsins á Íslandi á andlega
líðan og heilsutengda hegðun. Allar
rannsóknirnar voru unnar úr stórri
heilsufarsrannsókn sem framkvæmd
var á vegum Embættis landlæknis árin
2007 og 2009. Upphaflegt þýði rann-
sóknarinnar var byggt á lagskiptu
slembiúrtaki íslensku þjóðarinnar.
Helstu útkomubreyturnar voru andleg
líðan (streita
(N=3755) og
þunglyndis-
einkenni
(N=3783)), reyk-
ingar (N=3755) og
tannheilsa
(N=4100). Streita
var mæld með ís-
lenskri útgáfu af
Perceived Stress Scale (PSS-4) og
þunglyndiseinkenni voru mæld með
WHO-5 spurningalistanum.
Niðurstöðurnar benda til þess að
efnahagsþrengingarnar árið 2008 hafi
haft neikvæð áhrif á andlega líðan full-
orðinna á Íslandi, þá sérstaklega með-
al kvenna. Á hinn bóginn komu í ljós
jákvæðar breytingar í heilsutengdri
hegðun, t.d. með minna algengi reyk-
inga og hegðun sem gæti leitt til betri
tannheilsu. Frekari rannsóknir ættu að
beinast að langtíma eftirfylgd á þróun
andlegrar líðanar og samspili við
heilsutengda hegðun. Leiðbeinandi
var dr. Arna Hauksdóttir.
Doktor í
lýðheilsuvísindum
Christpher B. McClure lauk BS-gráðu í sálfræði frá Florida State University
árið 2008 og meistaragráðu í lýðheilsuvísindum frá Yale School of Public Health
árið 2011. Áður hefur hann starfað við rannsóknir hjá Embætti landlæknis og við
Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig sinnt stundakennslu í grunn-
og framhaldsnámi í lýðheilsuvísindum. Hann starfar nú við rannsóknir hjá fyrir-
tækinu GetWellNetwork í Washington D.C. í Bandaríkjunum.
Eiginkona hans er Kristín Kristinsdóttir. Dóttir þeirra er Noelle Svava
McClure og þau eiga von á syni í júní.
Doktor
mbl.is/islendingar
Kremdagar í Hygea Kringlu 16. & 17. maí
Hvaða krem hentar þér best?
Sérfræðingur frá Shiseido býður þig velkomna í
Hygea að uppgötva heillandi heim Shiseido.
Glæsilegur kaupauki þegar keyptar eru
2 Shiseido vörur, þar af ein í kremlínu.*
20%
*Gildir meðan birgðir endast
afsláttur af Shiseido kremum
Shiseido krem
Í krafti nýsköpunar