Morgunblaðið - 16.05.2014, Qupperneq 82
82 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Eitt og annað virkar freistandi en það
er svo margt í lífinu sem maður verður að
neita sér um ef vel á að fara. Leiðbeindu vinum
en varastu að gera vandann að þínum.
20. apríl - 20. maí
Naut Tengsl þín við félagasamtök eða ótil-
greindan vin taka umtalsverðum breytingum
um þessar mundir. Vertu sannfærandi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert undir smásjánni hjá öðrum
svo þú skalt haga gjörðum þínum svo að þú
gefir engan höggstað á þér. Nýttu þér þetta til
fullnustu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú munt njóta þess að kaupa eitthvað
fallegt í dag. Um leið og þú ert skemmtileg/ur
gefur þú kennslustund í hvernig á að tengja
saman lífið og húmorinn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Góðverk eru aldrei til einskis. Leyfðu þér
að njóta augnabliksins því það kemur ekki aft-
ur. Gættu þess þó að ofmetnast ekki því
dramb er falli næst.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þið skuluð ekki láta aðra marka ykkur
völl. Einhverjir gætu haft áhuga á að kaupa sér
vinsældir. Misskilningur og ruglingur virðast
allsráðandi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér hefur ekki tekist að koma málstað
þínum á framfæri skýrt og skorinort. En það er
miður ef óhófleg eyðsla kemur niður á sam-
bandinu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sýndu maka þínum og nánustu
vinum sérstaka þolinmæði í dag. Skýr mark-
mið, áætlun og lagni gefa þér byr undir báða
vængi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Marga langar til þess að skipta við
þig eða fá tíma þinn eða athygli. Vertu á varð-
bergi. Það er óþarfi að ríghalda í hluti, sem þú
hefur litla eða enga þörf fyrir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu ekki aðra gera þig að blóra-
böggli þeirra eigin mistaka. Sýndu sanngirni.
Það mun að minnsta kosti gefa til kynna
hversu mikil alvara þér er að koma hlutunum í
verk.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það hefur mikið að segja að sam-
starfsmenn séu samhentur hópur. Hið sama á
við á öðrum sviðum lífsins. Reynið að líta sem
best út – hamingjan er besta hefndin.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þínir nánustu upplifa sígilt samviskubit,
og þú nýtur góðs af því. Gerðu áætlun og láttu
óttann við hið óþekkta ekki ná tökum á þér.
Taktu á þig rögg og ljúktu verkefninu.
Lífið er ljóð“ er skemmtilegljóðabók. Og ekki síður til-
urð hennar. Höfundar kalla sig
„Ljóðahóp Gjábakka í Kópavogi“,
þeir eru 13 að tölu og er þetta
14. ljóðabókin sem þeir senda frá
sér sameiginlega, auk þess sem
sumir þeirra hafa gefið út ljóða-
bók sjálfir. Þetta er merkilegt
framtak og mikið úthald. Sér-
staklega vegna þess að hver höf-
undur hefur sinn persónulega stíl
og þeir draga ekki dám hver af
öðrum. Það eykur fjölbreytileik
ljóðsins.
„Tindar“ – þetta stutta ljóð eft-
ir Ingu Guðmundsdóttur blasti
við mér þar sem bókin opnaðist,
og mætti vel kallast „martröð
fjallgöngumannsins“:
Fjöllin vefur þoka
hvítu sjali
byrgir þeim sýn
er tróna á tindum.
„Norðurljós“ heita þessar fer-
skeytlur Hafsteins Reykjalíns:
Nú um miðjan nóvember
nýt ég stjörnugeimsins
er norðurljósin leika sér
með litagleði heimsins.
Útlendingar ætíð hér
undur þessi mynda.
Allt sem fyrir augu ber
undir brosin kynda.
Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir yrk-
ir „hækur“, japanskan bragar-
hátt, og kallar „Vatnsmýrina“.
Hækur hafa fimm atkvæði í 1. og
3. ljóðlínu en sjö í 2. ljóðlínu:
Í Vatnsmýrina
snýr lóan heim úr suðri
syngur vorljóð þýð.
Safnar í sarpinn
við frændgarð Húsatjarnar
dýrðin, dýrðin, dí.
Við aftansönginn
kyrrist borgarbragurinn
við sólarlagið.
Unnur Guttormsdóttir dregur
upp þessa skemmtilegu mynd:
„Allt búið“:
Þá eru þingmennirnir
hættir að heilsa.
Kosningar
yfirstaðnar
Ég velti því fyrir mér hvort
Kjartan Trausti Sigurðsson segi
satt í „Satt“:
Oft má satt
kyrrt liggja
sagði lygarinn
og lá ekki
á liði sínu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Allt verður Kópavogs-
búum að yrkisefni
Í klípu
„ÞETTA ER GLÆSILEG FERILSKRÁ. LÖNG
OG ÍTARLEG. HEFURÐU GERT EITTHVAÐ
SEM ENDAÐI EKKI MEÐ HANDTÖKU?“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„NEI, EKKI NOTA ÞETTA APPARAT,
ÉG SKAL NÁ Í SPREYIÐ.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fela skallablettinn
hans.
MUNDU
ALLTAF ...
AÐ LEMJA ÁÐUR EN
ÞÚ ERT LAMINN!
ÉG HEFÐI LÍKLEGA ÁTT AÐ
ORÐA ÞETTA BETUR.
LÍSA, ÉG ER
PRINSIPPMAÐUR.
MEÐ EINA
GULLNA REGLU.
ALDREI STINGA TUNGUNNI
Í BRAUÐRISTINA.
VIÐ
LIFUM OG
LÆRUM.
Fastagestirnir eru farnir að sjástmeð plastpokana sína á bekkj-
unum við Austurvöll. Það er eitt
merki sumarkomu og allt gott um það
að segja en einhverjir eru þó stöðugt
að amast út í plastpokana.
x x x
Víkverji botnar hvorki upp né niðurí umræðunni um plastpoka. Þeir
sem telja sig allt vita og sjálfkjörna til
að hafa vit fyrir öðrum láta eins og
himinn og jörð sé að farast vegna
plastpokanotkunar og heimta nú að
hún verði bönnuð með öllu.
x x x
Einn snillingurinn var í útvarps-viðtali á dögunum. Hann sagði að
málið snerist ekki um pokana sem
slíka heldur úrganginn. Fólk yrði að
kunna sér hóf þegar að úrgangi
kæmi. Ekki henda einum fullum poka
á dag heldur kannski einum fullum
poka á viku. Flokkun væri töfraorðið.
x x x
Þegar flokkun rusls komst í tísku ílok liðinnar aldar tók kona sig til
á Miklubrautinni og flokkaði allt rusl.
Pappír fór í eina tunnuna, aðrar um-
búðir, plast og fleira í aðra og matar-
úrgangur í þá þriðju. Konan brýndi
fyrir nágrönnum sínum að taka upp
sömu hætti, en hún áttaði sig ekki á
því að þegar ruslið var tekið var því
öllu saman blandað í ruslabílnum og
urðað saman. Þetta var allt sama tób-
akið.
x x x
Það hefur löngum sýnt sig að alltþetta „gáfaða“ plastfólk er ekki í
góðum tengslum við veruleikann.
Ekkert má framleiða nema það eyðist
á svipstundu að lokinni notkun. Mað-
urinn má ekki skilja eftir sig nein
merki þess að hann hafi yfirhöfuð
verið til. Við þurfum að skila landinu
til barna okkar í betra ásigkomulagi
en það var þegar við tókum við því,
kyrjar kórinn. Allt saman gott og
blessað en einhvers staðar verða
vondir að vera. Líka plastpokar, þar
til önnur betri lausn finnst. Meðan
ekki er boðið upp á annan valkost
undir ruslið verður fólk að fá að nota
plastpoka til þess í friði.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Þið þekkið náð Drottins vors Jesú
Krists. Hann gerðist fátækur ykkar
vegna, þótt ríkur væri, til þess að þið
auðguðust af fátækt hans.
(Síðara Korintubréf 8:9)
K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D
✆ 565 6050 ✆ 565 6070
ÚTSKRIFTARGJÖFIN HENNAR FÆST HJÁ OKKUR