Morgunblaðið - 16.05.2014, Page 84
84 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014
N 28
2014
Listahátíð
í Reykjavík
Listahátíð í Eldborg
Bryn Terfel
@ Harpa — 24. maí
20% afsláttur ef keyptir eru miðar á 3 viðburði eða fleiri.
Nánar í síma 561 2444.
Mahler no.3
@ Harpa — 23. maí
Khatia Buniatishvili
@ Harpa — 29. maí
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hinn 26. maí næstkomandi gefur
Bedroom Community-plötuútgáfan
út sólóplötu með ástralska tónlistar-
manninum Ben Frost sem nefnist
A U R O R A. Síðasta sólóplata
Frost, BY THE THROAT, kom út
fyrir fimm árum og hlaut prýðilegar
viðtökur innlendra sem erlendra
gagnrýnenda. Hafa því eflaust marg-
ir beðið þeirrar nýju með eftirvænt-
ingu en á henni eru flytjendur, auk
Frost, þeir Shahzad Ismaily, Greg
Fox og Thor Harris.
Í nýju ljósi
A U R O R A var tekin upp að
miklu leyti í Austur-Kongó og leikur
blaðamanni forvitni á að vita hvað
Frost var að gera þar í landi. Frost
segist hafa séð myndir sem ljós-
myndarinn og myndlistarmaðurinn
Richard Mosse tók í Austur-Kongó
fyrir ljósmyndabók sína Infra, þegar
hann var staddur í galleríi í New
York. „Þetta var heimur sem ég
hafði aldrei séð áður, hann var að
nota gamlar innrauðar (e. infrared)
filmur eins og voru notaðar í Víet-
namstríðinu til að sýna hernaðar-
mannvirki í frumskógunum,“ segir
Frost. Lifandi gróður verði rauður
eða bleikur en ekki grænn en það
sem sé grænt og kalt breyti ekki um
lit, t.d. græn föt hermanna. Frost
segir þessa aðferð Mosse sýna stríð-
ið og átökin í landinu í allt öðru og
nýju ljósi, litrófið allt annað en fólk
eigi að venjast. „Þetta var sjónræn
útgáfa af því sem mig langaði að
gera í minni tónlist, þetta litróf,“
segir Frost. Hann hafi því haldið til
Austur-Kongó á fund Mosse og dval-
ið með honum í frumskógunum þar.
Hófst þá farsælt samstarf, Frost
hannaði hljóð fyrir myndbandsverk
Mosse, The Enclave, sem sýnt var á
Feneyjatvíæringnum í fyrra og
Mosse tók ljósmyndina sem prýðir
umslag A U R O R A hér á landi með
íslenskum aðstoðarmönnum, sem og
myndband við tónlist Frost.
Innblásinn af hávaða Goma
Frost segist hafa samið tónlistina
fyrir A U R O R A þegar hann vann
með Mosse í Austur-Kongó. Frost
dvaldi m.a. í borginni Goma, vann
þar á fartölvu sína með heldur óör-
uggri rafmagnstengingu þar sem
borgarbúar notast almennt við dísil-
knúnar rafstöðvar eða rafmótora.
Hann segir það hafa verið heldur
truflandi þar sem slíkar vélar séu af-
ar háværar. Það hafi því ekki verið í
boði að sinna listsköpun í ró og næði,
hann hafi orðið fyrir stöðugum
„hljómaárásum“. Blaðamaður spyr
hvort ekki megi segja það sama um
plötuna, að hún sé mikil hljómaárás
og Frost tekur undir það. Þessi há-
vaði hafi haft mikil áhrif á hann.
„Ef þú gengur eftir „Laugaveg-
inum“ í Goma klukkan tíu á föstu-
dagskvöldi er hljóðheimurinn þannig
að allir eru með mjög ódýr, kínversk
hljómtæki í verslunum sínum með
skelfilegum hljómi. Það sem gerir
þetta mjög skrítið er að bakatil í
verslununum er rafall sem býr til
mikinn hávaða og til að yfirgnæfa
hann þarf að stilla hljómtækin á
hæsta styrk og hljóðið bjagast ótrú-
lega mikið við það,“ segir Frost.
Þessi mikla hljómaárás sé í raun
hluti af tónlistarmenningu borgar-
innar.
Birta, ekki myrkur
Frost vonar að fólk upplifi tónlist-
ina á plötunni ekki sem dimma eða
myrka því hún snúist miklu fremur
um ljós og birtu. „Ég
tengi hana persónulega
við allt litróf ljóssins,
þetta er eins og sólin,“
segir Frost og segist
þar ekki vera á krútt-
legum nótum heldur
eigi hann við sólina
sem fyrirbæri, glóandi
gashnött með sífelld-
um sprengingum.
„Þaðan kemur nafnið
á plötunni, allir tala um
norðurljósin sem eitthvert góðkynja
fyrirbæri eða draugalegt en þau eru
það ekki, þetta eru miklar spreng-
ingar sem eru dregnar niður til okk-
ar frá sólinni,“ segir Frost og bætir
því við að hann vilji þó ekki gera lítið
úr fegurð norðurljósanna.
Frost verður önnum kafinn við
tónleikahald í sumar, hélt í tónleika-
ferð í gær um Evrópu sem lýkur í
Króatíu 24. maí. 29. maí heldur hann
tónleika í Kanada, á MUTEK-
raflistahátíðinni og hinn 12. júní
treður hann upp á Sonar-hátíðinni í
Barcelona sem hann segist hlakka
mikið til. Degi síðar kemur hann
fram í París og 11. júlí er svo komið
að Íslandi, All Tomorrow’s Parties á
Ásbrú. Síðustu tónleikar Frost hér á
landi fóru fram í þrengslum Kaffi-
barsins og segist Frost njóta þess að
fara öfganna á milli þegar kemur að
tónleikastöðum, spila á pínulitlum
stöðum jafnt sem stórum sviðum.
Hvað næstu verkefni varðar segist
Frost spenntur fyrir því að vinna
tónlist fyrir væntanlega kvikmynd
Barkar Sigþórssonar, verkefni sem
hann fari í á þessu ári. „Ég fíla hann í
botn,“ segir Frost um Börk. Þá
stefni þeir Daníel Bjarnason að því
að vinna frekar saman en þeir sendu
fyrir þremur árum frá sér plötu með
tónlist sem þeir sömdu innblásnir af
kvikmynd Andrei Tarkovskíj, Sol-
aris. „Fyrir utan það langar mig
bara að vera heima og veiða,“ segir
Frost og hlær og á þar við fluguveiði.
Ljósmynd/Börkur Sigþórsson
Litríkur Ben Frost heillaðist af litrófi ljósmyndanna sem Richard Fosse tók í Austur-Kongó á innrauðar filmur.
Innrauður heimur og
kongóskar hljómaárásir
Ben Frost samdi tónlistina á A U R O R A í Austur-Kongó
Frost er fæddur og uppalinn í
Ástralíu en fluttist hingað til
lands fyrir um tíu árum, kom
hingað fyrst að heimsækja vin
sinn, tónlistarmanninn Valgeir
Sigurðsson, og heillaðist þá
mjög af landi og þjóð, fékk til-
finningu fyrir því að hann væri
kominn heim, eins og hann lýsir
því sjálfur. Þeir Valgeir stofnuðu
saman plötufyrirtækið Bedro-
om Community ásamt tónskáld-
inu Nico Muhly í því skyni að
gefa út eigin tónlist og hefur
Frost uppfrá því notið sífellt
meiri athygli og virðingar í tón-
listarheiminum. Hann var árið
2010 valinn af sjálfum Brian
Eno í Protegé-verkefni fyrirtæk-
isins Rolex, vann með Eno í eitt
ár að tónlist og hefur unnið með
tónlistarmönnum á borð við
Colin Stetson og hljómsveitinni
Swans, auk þess að semja tón-
list fyrir kvikmyndir
á borð við Sleeping
Beauty og Djúpið.
Þá samdi Frost og
stýrði sinni fyrstu
óperu, The Wasp
Factory, í fyrra og
var hún byggð á sam-
nefndri skáldsögu Ian
Banks.
Eno og ópera
FÉLL FYRIR ÍSLANDI
Litríkt Umslag A U R O R A.
Ómkvörnin, tónlistarhátíð tón-
smíðanema við Listaháskóla Íslands,
verður haldin í Hörpu í dag, föstu-
dag, og á morgun. Í Ómkvörninni
eru tónverk nemenda frumflutt, tón-
list sem vitnar um fjölbreytilega
flóruna í hópi ungra íslenskra tón-
skálda. Tónleikarnir fara fram í
Kaldalóni, aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir.
Dagskráin hefst klukkan 17 í dag
með tónleikum er kallast „Söngur
og samhljóman“ og verða þá flutt
sex verk. Klukkan 21 hefjast tónleik-
arnir „Rásir og rafstraumur“, með
sjö verkum. Á morgun, laugardag,
eru einnig tvennir tónleikar. Klukk-
an 13 er það „Hrosshár og hörpu-
slög“, með verkum sjö höfunda, og
klukkan 14.30 hefjast loka-
tónleikarnir, „Logar og lúðraþytur“
með verkum eftir níu tónskáld.
Ómkvörn
nema malar
Nýsköpun Svipmynd frá einum af tón-
leikum Ómkvarnarinnar í Hörpu í fyrra.
Vefsíða Ben Frost:
ethermachines.com
www.bedroomcommunity.net
www.richardmosse.com