Morgunblaðið - 16.05.2014, Side 86

Morgunblaðið - 16.05.2014, Side 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 einstakt eitthvað alveg STOFNAÐ1987 | S k i p h o l t 5 0 S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s VA XTALAUS M ál ve rk : A u ð u r Ó la fs d ó tt ir Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Hillur, skápar, kommóðurog aðrar hirslur hafabreyst í húsablokkir ámyndlistarsýningu í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu. Á gólfi gallerísins standa þau eins og þyrping voldugra „bygginga“ með reglulegum gluggaröðum. Eða hafa byggingarnar í nágrenninu skroppið saman og komið sér fyrir í galleríinu? Sýningargesturinn getur þá sett sig í spor Gúllívers í Putalandi og skimað inn um glugga „húsanna“ eftir smá- fólkinu innandyra. Þar er þó hvorki fólk né innanstokksmuni að sjá. Á hinn bóginn eru húsin sjálf húsgögn, eins og áður segir, og áhorfandinn freistast því í hugskoti sínu til að sjá sjálfan sig þar sem hann er staddur í rúmgóðu herbergi (galleríinu) í nokk- uð stórri blokk. Efniviður þessara sérkennilegu „húsa“ er húsgögn sem hæfa stærð gallerígesta; eitt þeirra gæti upprunalega hafa verið skrif- borð úr næsta húsi, annað klæða- skápur, hið þriðja bókahilla o.s.frv. Núna eru þau hins vegar skúlptúrar á sýningu Guðjóns Ketilssonar sem ber yfirskriftina „Ný verk“. Þau eru verk og ný í þeim skilningi að Guðjón hefur nostrað heilmikið við húsgögnin sem orðið hafa á vegi hans og breytt þeim. Þetta eru fremur þunglamaleg, „gamaldags“ viðarhús- gögn, vönduð smíðaverk sem Guðjón hefur gefið sér tíma til að slípa, skera út „glugga“, fjarlægja höldur og skraut eða bæta við krossviðarplötu, stafla einu húsgagni ofan á annað til að framkalla ásýnd húsablokka. An- tíkhúsgögnin virðast þannig svipt sérkennum sínum, þau eru afmynduð og þau þvinguð í staðlað form – ef til vill sem ádeila á byggingarfram- kvæmdir í borginni þar sem saga og sérkenni er fótum troðin af græðg- islegum nýbyggingum sem reist eru án tillits til umhverfisins. Dæmin eru mýmörg. Byggingar Guðjóns eru þó á hinn bóginn einmitt sérkennilegar og gæddar annarlegri og ankanna- legri fegurð forms og áferðar. Þær kveikja hughrif innileika og snert- ingar sem tengist innviðum; við- aráferð, innri rýmum og inn- anstokksmunum: sem „gögn“ varðveita húsgögn sögur, minningar og hugmyndir sem tengjast gildi þeirra og gagnsemi. Hvort sem litið er á verkin sem hús eða húsgögn þá skírskota þau til þeirrar hlutlægu umgjarðar sem maðurinn skapar sér, umgjarðar sem jafnframt mótar til- veruna í líkamlegum sem huglægum skilningi. Leikur með stærðarhlutföll milli sýningargestsins og „húsanna“ gerir hann jafnframt meðvitaðri en ella um líkama sinn og tengsl sín við hina ytri umgjörð. Herbergi húsanna, nú eða hólf og skúffur hús- gagnanna, gætu allt eins verið hans innri hirslur eða rými er gengið hafa í samband við umlykjandi rými. Og hvað býr í slíku rými? Nú reynir á hvern og einn að lesa merkingu inn í verkin og geta þá kviknað ýmsar kenndir og hugrenningar. Þannig tekst listamanninum að fá áhorfand- ann til liðs við sig í hinni skapandi íhugun. Teikningar á vegg – útfærðar af sömu vandvirkni og skúlptúrarnir – sýna hrá og hálfreist hús úr steypu þar sem þau skyggja á fjallasýn og umbreyta henni. Sjónarhorn teikn- arans varpar ljósi á hvernig bygging- arnar koma inn í umhverfið og móta það um leið. Teikningarnar styðja þannig túlkun á skúlptúrunum sem gagnrýnum vangaveltum um sam- band menningar og umhverfis – og í heild vekur þessi fallega sýning til umhugsunar um mannleg gildi og samleik tilvistar, vistarvera og um- heims. Morgunblaðið/Einar Falur Umgjörð „Hvort sem litið er á verkin sem hús eða húsgögn þá skírskota þau til þeirrar hlutlægu umgjarðar sem maðurinn skapar sér, umgjarðar sem jafn- framt mótar tilveruna í líkamlegum sem huglægum skilningi,“ segir í gagnrýni um sýningu Guðjóns Ketilssonar, sem er hér meðal verka í Hverfisgalleríi. Hverfisgallerí Guðjón Ketilsson – Ný verk bbbbn Til 17. maí. Opið þriðjud.-föstud. kl. 11- 17 og laugard. kl. 13-16. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Gögn og lífshirslur Fjölmiðlar vestan hafs og austan beina kastljósinu þessa dagana að fyrstu safnasýningu Ragnars Kjart- anssonar í New York, en hún var opnuð í liðinni viku í New Museum samtímalistasafninu. Er talað um hann sem einn helsta gjörningalista- mann sinnar kynslóðar, maraþon- listamann sem skammast sín ekkert fyrir að vera rómantískur. Hinn kunni gagnrýnandi Peter Schjehldahl skrifar langa grein í The New Yorker-tímaritið, þar sem hann fylgist meðal annars með Ragnari undirbúa tíu tónlistarmenn sem leika á gítara og syngja tónverk eftir Kjartan Sveinsson, alla daga meðan á sýningunni stendur. Ragnar harm- ar að hafa ekki tekist að fá leyfi til að þeir reyki í safninu meðan á flutn- ingnum stendur, en texti verksins er byggður á senu í kvikmyndinni Morðsögu frá 1977 þar sem hús- móðir lætur sig dreyma um að tæla pípulagningamann. Þau voru leikin af foreldrum Ragnars. Gagnrýnandi The Guardian fjallar ítarlega um sýninguna og segir að innihald hennar kunni að hljóma fá- ránlega, þegar verkunum er lýst á pappír, en í rauninni sé hún eins og draumur, gamaldags og nútímaleg í senn. Tilfinningaleg einlægni lista- mannsins gangi upp. Í viðtali í The Art Newspaper er Ragnar spurður að því hvort honum finnist auðveldara að vera einlægur um tilfiningar þegar hann er að þykjast í gjörningum sínum. „Nei,“ svarar hann. „Fyrir mér eru per- formansarnir frekar flóttaleið frá efasemdum hversdagsins. Þeir hafa verið einskonar flóttaleið frá lífinu.“ Trúbadorar Frá sýningu Ragnars Kjartanssonar í New Museum. Rómantískur maraþonlistamaður Í gær tilkynntu skipuleggjendur Iceland Airwaves-tónlistarhátíðar- innar um fjölda listamanna sem munu koma fram á hátíðinni í haust, 5. til 9. nóvember en þá verð- ur hún haldin í sextánda sinn. Listamennirnir sem nú bætast við þá sem þegar hafði verið til- kynnt um, eru: FM Belfast, Son Lux, Kwabs, Árstíðir, Lay Low, Agent Fresco, kimono, Rachel Ser- manni, Ezra Furman, Jessy Lanza, Phox, Benny Crespo’s Gang, Kiriy- ama Family, Íkorni, Strigaskór nr 42, Odonis Odonis, Tremoro Taran- tura, In the Company of Men, Júní- us Meyvant, Elín Helena, HaZar, Krakkkbot, Reptilicus, Stereo Hyp- nosis, Ambátt, Cease, Tone, Reykja- víkurdætur, DADA, Döpur og In- ferno 5. Áður hafði verið tilkynnt um hljómsveitir á borð við Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris og Mammút. FM Belfast Þessi vinsæla sveit mun troða upp á Iceland Airvawes. Upplýst um fleiri hljómsveitir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.