Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014 Ég bý á Selfossi og ætla upp í Grímsnes. Þar er rosalega gott að vera á tjaldstæðinu á Borg. Ásdís Sigurðardóttir. Nei. Bara njóta veðursins í bænum. Jóhann Kristinn Jóhannsson. Ég ætla að njóta veðursins í sumarbústað í Skorradal. Selma Rún Friðjónsdóttir. Ég er að fara í hestaferð í Grímsnesinu á mánudaginn. Ég er að fara ásamt kunningja mínum í sleppitúr. Konráð Adolphsson. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING DAGSINS ERT ÞÚ Á LEIÐ Í FERÐALAG UM HELGINA? Styrktarfélagið Jógahjart- að heldur fjölskyldujóga í Viðey á laugardag en félagið vill koma jógakennslu inn í grunnskóla. Stofnendur fé- lagsins telja að jóga geti minnkað streitu 16 EFNISYFIRLIT FJÖLDI BRAUTSKRÁÐRA FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS ÁRIÐ 2013 Samtals: 2.717 Heimild: Háskóli Íslands Karlar: 854 Konur: 1.863 Hvort talar þú betur íslensku með enskum hreim eða ensku með íslenskum hreim? Ensku með íslenskum hreim. Fannstu þig í hlutverki Christophers í Furðulegu háttalagi hunds um nóttu? Ég fann mig í honum og hann í mér. Hvor er meiri sjarmur, Þorvaldur Davíð eða Thor Kristjansson? Það er meira flæði í ÞDK en TK er mystískari. Stebbi Sækó og Bright Eyes hittast í myrku húsasundi. Hver verður útkoman? Stebbi sækó myndi bjóða Bright Eyes upp á sígó. Bright Eyes myndi neita því boði og upp úr því hæfust slagsmál. Annaðhvort myndi Stebbi Sækó ná að tala sig út úr þess- um aðstæðum eða þá að Bright Eyes gengi frá honum, sem er leiðinlegt því mér þykir alveg afskaplega vænt um Stebba Sækó. Var það móðgun að vera ekki beðinn um að tala fyrir ljónið Aslan í Narníu eftir að hafa leyst hlutverk Simba svo snilldarlega af hólmi hér um árið? Já, engin spurning. Algjörlega út í hött. En ef Pétur Ein- arsson fékk hlutverkið þá er þetta í góðu lagi. Sem leikari, hvort lítur þú meira upp til Nicolas Cage eða Jerry Seinfeld? Þeir eru ólíkir. Nicolas Cage er karakterleikari en Jerry er skemmtikraftur. Yrði líklega að segja Nicolas Cage þó hann hafi gert misjafnlega góðar myndir í gegnum árin. Hvort liggur framtíðin, í stóra eplinu eða borg óttans? Bæði betra. Svona eins og Homeblest. Morgunblaðið/Þórður ÞORVALDUR DAVÍÐ KRISTJÁNSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Þykir vænt um Stebba Sækó Forsíðumyndina tók Gilbert Sauceda Nýjustu bók Tobbu Marínós er ætlað að láta fólk skella upp úr en í bókinni fjallar hún um ýmis atvik úr eigin ævi af hreinskilni með húmorinn fyrst og fremst í huga. Þá eru allir atburðir og persónur í bókinni raunveru- legir. 58 Það getur verið mikill hausverkur að finna hina full- komnu gjöf fyrir hvers kyns tilefni. Nú er tími útskrifta og brúðkaupa og má finna nokkrar hugmyndir að fallegum gjöfum í blaðinu 26 Á vorin fyllast verslanir af spennandi ávöxtum og fersku grænmeti. Á vef íslensks grænmetis má finna margar góm- sætar uppskriftir og eru nokkrar þeirra gefnar hér. 34 Þorvaldur Davíð fer með aðalhlutverkið í Furðulegu hátta- lagi hunds um nóttu en síðasta sýning leikritsins er einmitt um helgina. Einnig fer Þorvaldur með burðarhlutverk í kvik- myndinni Vonarstræti auk þess sem hann vinnur nú að Hollywood-myndinni Dracula Untold sem kemur út í haust. Í fókus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.