Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014 H rönn Johannsen var sextán ára þegar hún sigraði í Elite- keppninni hér á landi og hlaut tit- ilinn Útlit ársins. Þetta var árið 1991 og Hrönn hefur síðan þá, með nokkrum hléum, starfað sem módel og kemur fram í auglýsingum. Hún segist þakklát fyrir öll tækifærin sem hún fékk kornung en hún starfaði um tíma erlendis. Hrönn ólst upp í Borgarnesi. „Lífið í Borgarnesi var rólegt og einfalt og ég á góðar minningar þaðan,“ segir hún. „Ég var sem krakki tvö sumur í sveit í Þver- árhlíðinni þar sem ég vaknaði klukkan sjö á morgnana og fór út í fjárhús til að sinna dýrunum, tók þátt í heyskap og smalaði. Það var mjög gaman og góð reynsla. Nú þegar ég er sjálf að ala upp börn finnst mér synd að geta ekki sent þau í sveit því það er svo gefandi að vera þar, auk þess sem maður lærir í sveitinni að vera sjálf- stæður.“ Fann fyrir öfund Hvernig hófst fyrirsætuferillinn? „Upphafið á fyrirsætuferlinum var þannig að þegar ég var fimm- tán ára var ég á Costa del Sol með foreldrum mínum og þar var ljós- myndari sem fékk okkur systurnar í myndatöku í sumarleyfisbækling fyrir Úrval-Útsýn. Eftir það þróuð- ust mál þannig að ég fór á skrá hjá Icelandic Models og í kjölfarið hafði Hendrika Waage samband við mig og bauð mér að taka þátt í Elite-keppninni sem ég vann, mér auðvitað til mikillar gleði. Þeirri keppni fylgdu ýmsar æfingar eins og til dæmis göngu- og framkomu- námskeið þar sem stúlkum var kennt að ganga á ákveðinn hátt og bera sig vel. Ýmislegt annað fylgdi þeirri keppni eins og að máta föt og velja kjóla því tískusýning var hluti af keppninni. Öllu þessu fylgdu margar ferðir til Reykjavík- ur með foreldrum mínum. Mér fannst þetta mjög gaman og spenn- andi, keppnin vakti athygli og það var mikið umstang í kringum hana.“ Fannstu fyrir umtali vegna þess að þú sigraðir í Elite-keppninni? „Þegar maður býr í litlu bæjar- félagi þá finnur maður oft fyrir því ef umtal er í gangi. Ég fann fyrir öfund frá einhverjum krökkum í Borgarnesi og fannst það vitanlega leiðinlegt. En sennilega var eitt- hvert umtal óumflýjanlegt.“ Varasamur heimur Eftir sigur í Elite-keppninni hér á landi tók Hrönn þátt í módelkeppni í New York um titilinn Look of the Year 1991. „Sú ferð var mikið æv- intýri, ég hitti margt fólk og kynntist frábærum stelpum,“ segir hún. „Ég var mjög ung og mamma fór með mér út og var mín stoð og stytta í stórborginni. Mér gekk ágætlega í keppninni og eftir hana kom ég heim og í tvö ár var ég ekki mikið í fyrirsætubransanum. Sautján ára fór ég síðan í módel- keppni MAAI í New York þar sem mér gekk mjög vel og komst þar í verðlaunasæti og fékk samning hjá módelskrifstofu. Eftir það fór ég til Ítalíu og var í Flórens og Mílanó í fjóra mánuði og bjó með nokkrum íslenskum stelpum í íbúð. Við vor- um allar að þreifa fyrir okkur í módelbransanum og því fylgdi mik- ið hark. Við fórum snemma að sofa og vöknuðum snemma til að fara á umboðsskrifstofuna og athuga hvort einhver verkefni og mynda- tökur væru fyrirliggjandi. Þetta var erfið vinna en mjög skemmti- leg.“ Þú varst mjög ung í ókunnu um- hverfi, varstu aldrei hrædd? „Ég var aldrei hrædd því ég var í hópi með skemmtilegum og góð- um stelpum og við gættum þess vel að halda hópinn. Þetta getur þó verið varasamur heimur en þá er um að gera að vera skynsamur. Ég var saklaus ung sveitastúlka sem reyndi að vera skynsöm. Ég sá þó ýmislegt sem var varasamt á Ítal- íu. Eftir smátíma í Flórens kom í ljós að umboðsmaðurinn á módel- skrifstofunni var ekki allur þar sem hann var séður. Hann lofaði okkur öllu fögru og ég og önnur stúlka vorum valdar til að fara með honum til Monte Carlo þar sem Formúlu 1-kappaksturinn var hald- inn. Hann sagði að þar væru ljós- myndarar sem myndu tala við okk- ur báðar og útvega okkur verkefni. Hann lofaði okkur einnig því að við myndum fá sérherbergi. En þegar við komum á staðinn urðum við báðar að gista í sama herbergi og hann í tvær nætur. Okkur þótti það auðvitað mjög óþægilegt og vorum hræddar. Við urðum að fara með honum í kvöldverð sem hald- inn var fyrir þátttakendur í Form- úlunni og alltaf vorum við við hlið- ina á honum. Okkur fannst við næstum því vera eins og fylgdar- konar þó svo hann gerðist ekki nærgöngull. Við hittum engan ljós- myndara eins og hann hafði lofað okkur. Samskiptin við þennan mann tóku snöggan enda því ís- lenskur umboðsmaður okkar kom og sótti okkur.“ Spurð að því hvort hún hafi á þessum tíma orðið vör við mikla eiturlyfjaneyslu í kringum sig, seg- ir Hrönn: „Mér var aldrei boðið dóp og stelpurnar í kringum mig voru ekki í dópi. En við stelpurnar fórum stundum til Rimini um helg- ar og á diskótekum þar sá ég að mikið af eiturlyfjum sem voru í umferð. Þannig að hættur leynast víða.“ Þroskandi reynsla Módeltíminn erlendis var ekki langur en lærdómsríkur. Hrönn var fjóra mánuði á Ítalíu en kom svo heim þar sem henni var boðið að taka þátt í fegurðarsamkeppni en hafnaði boðinu. „Ég myndi aldr- ei taka þátt í fegurðarsamkeppni,“ segir hún. „Ég var átján ára þegar mér boðið að taka þátt í keppninni Ungfrú Vesturland en ég afþakkaði boðið. Mér finnst fyrirsætubrans- inn öðruvísi en fegurðarsamkeppni og fannst fyrirsætustörfin mun meira spennandi en að standa fyrir framan fullt af fólki á sundbol í fegurðarsamkeppni.“ Eftir að ég kom heim ætlaði ég að stoppa stutt og halda aftur út til Ítalíu í módelstörf en ég kynntist strák heima og varð ófrísk stuttu seinna. Árið 1996 eignaðist ég svo yndislega stelpu, Söndru Ósk, sem varð þess valdandi að ég fór í móð- urhlutverkið. Auðvitað hefði ég viljað halda áfram í tískubrans- anum erlendis en ég myndi ekki vilja skipta á neinu fyrir dóttur mína. Fyrir mig sem stelpu utan af landi var þessi reynsla erlendis gíf- urlega þroskandi því ég lærði af þessu að standa á eigin fótum. Þannig hefur það reyndar verið frá því ég var sautján ára. Þegar ég lít Lærði ung að standa á eigin fótum HRÖNN JOHANNSEN VAR SEXTÁN ÁRA ÞEGAR HÚN SIGRAÐI Í ELITE-KEPPNINNI ÁRIÐ 1991. SÍÐAN HEFUR HÚN STARFAÐ SEM MÓDEL. Í VIÐTALI RÆÐIR HÚN UM ÆVINTÝRALEGA REYNSLU SEM FYLGDI ÞVÍ AÐ VERA UNG STÚLKA Í MÓDELSTÖRFUM OG HÆTT- URNAR SEM LEYNAST VÍÐA. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Svipmynd

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.