Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 15
til baka var þessi tími sá skemmti- legasti og mesti gefandi á ævi minni hingað til.“ Hrönn á átján ára gamla dóttur og er spurð hvort hún myndi ráð- leggja henni að leggja fyrir sig sýningastörf. „Ég myndi ekki vilja að dóttir mín færi út jafn ung og ég gerði. Fimmtán og sextán ára stelpur eru börn. Þegar ég var í Elite-keppninni hér heima fannst mér ég ekki hafa þroska til þess, ég var svo óskaplega ung. Strax tveimur árum seinna var ég orðin mun þroskaðri og vissi mun meira um þennan bransa. Þá fór ég aftur út og fann að ég var betur undir það búin,“ segir hún. „Mér finnst reyndar að stúlkur þurfi að huga að námi og sinna því með þessum störfum, það gerði ég ekki og sé eftir því.“ Spurð hvort hún hafi átt og eigi sér fyrirmyndir í módel- bransanum segir Hrönn: „Enn þann dag í dag er Heidi Klum mín fyrirmynd. Hún er ótrúlega flott kona og það sama má segja um Claudiu Schiffer og Cindy Craw- ford. Allt eru þetta venjulegar kon- ur sem voru ekki eins horaðar og margar fyrirsætur í dag. Mér finnst margar tískusýningarsúlkur í dag óeðlilega grannar, mér finnst ekkert kvenlegt við það. Stundum finnst mér þær beinlínis vera anor- exíulegar.“ Hún er spurð hvort hún stundi heilsurækt og hugi sérstaklega að mataræðinu og svarar: „Ég hugsa vel um líkama og sál. Ég stunda líkamsrækt, kenndi á tímabili lík- amsrækt, er mikil skíðamanneskja og er í frábærum skíðahóp með góðum vinum og hreyfi mig mikið. Mér finnst gott að borða góðan og hollan mat en verð þó að viður- kenna að ég elska hamborgara. Ég er afar heimakær og finnst ákaf- lega notalegt að vera bara heima með fjölskyldunni.“ Spurð nánar um fjölskylduhagi, segir Hrönn: „Ég á átján ára dótt- ur með manni sem ég var með í stuttan tíma. Ég ól dóttur mína upp ein og það er vissulega barátta að vera einstæð móðir. Ég flutti til Keflavíkur árið 2000 og kynntist þar manni og eignaðist með honum yndislegan dreng, Loga, sem er að verða þrettán ára en við skildum 2006. Skilnaðurinn tók á mig og ég varð stefnulaus í nokkurn tíma. Í dag er ég í sambandi með yndis- legum manni. Hann á tvö börn og ég er mjög ánægð með líf mitt í dag.“ Hrönn starfar á tannlæknastofu auk þess að sinna módelstörfum. Spurð hvort hún ætli sér að halda áfram að vinna sem módel, segir Hrönn: „Ég hef haft nóg að gera síðustu ár og á meðan einhver vill fá mig í auglýsingar þá er ég ánægð.“ Myndir frá módelferlinum sem hófst þegar Hrönn var á ung- lingsaldri en hún starfaði um tíma á Ítalíu. Henni var boðið að taka þátt í fegurðarsamkeppni hér á landi en hafði ekki áhuga. Morgunblaðið/Styrmir Kári * „Fimmtán og sextán árastelpur eru börn. Þegarég var í Elite-keppninni hér heima fannst mér ég ekki hafa þroska til þess, ég var svo óskaplega ung. Strax tveimur árum seinna var ég orðin mun þroskaðri og vissi mun meira um þennan bransa. Þá fór ég aftur út og fann að ég var betur undir það búin,“ 8.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja lágkolvetnabrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.