Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014 Fjölskyldan Kínversk speki. *Hugsaðu um fjölskyldunalíkt og þú eldar smáfisk, afar varlega og blíðlega. F jölskyldujóga verður haldið í Viðey laugardaginn 7. júní til styrktar Jógahjartanu, styrktarfélagi sem einblínir á það að auka aðgengi grunnskóla- barna að jóga og hugleiðslu á skóla- tíma. Fjölskyldujógað hefst kl. 13 og stendur yfir í eina og hálfa klukku- stund. Um er að ræða skemmtilega afþreyingu fyrir fjölskylduna utan- dyra þar sem allir geta tekið þátt. Þar munu leiða stundina sex jóga- kennarar sem hlotið hafa þjálfun innan ýmissa jógahefða. Dagskráin er mjög almenn og ekki bundin við neinn jógastíl heldur er þetta að- allega góð hreyfing og almenn hug- leiðsla sem hentar öllum fjölskyldu- meðlimum. Þátttakendur geta ýmist komið með nesti eða keypt veit- ingar í Viðeyjarstofu. Mæta miklum áhuga Í mars á þessu ári stofnuðu átta konur Jógahjartað, styrktarfélag sem stefnir að því að kenna jóga og hugleiðslu í fimm skólum norð- anlands og fimm skólum á höf- uðborgarsvæðinu árið 2014. „Við mætum miklum áhuga og jákvæðni í því sem við erum að gera,“ segir Arnbjörg Kristín Kon- ráðsdóttir, jógakennari og jógaþe- rapisti með meiru og jafnframt einn stofnenda Jógahjartans. Hinar eru þær Dagmar Una Ólafsdóttir, Eygló Lilja Hafsteinsdóttir, Guð- rún Theodóra Hrafnsdóttir, Huld Hafliðadóttir, Sandra Sif Jóns- dóttir, Sólveig Hlín Kristjánsdóttir og Védís Sigurjónsdóttir. Arnbjörg hefur sjálf kennt í grunnskóla í rúm tvö ár og kennir hún m.a. önd- un og leiðir til þess að slaka á öll- um líkamanum. „Það eru svo marg- ir kostir við reglulega ástundun af þessu tagi og við finnum allar í Jógahjartanu að jóga, hugleiðsla og slökun hefur haft mjög góð áhrif á okkur sem manneskjur og eflir það góða í okkur. Það er ein af ástæð- um þess að við vildum stofna styrktarfélagið Jógahjartað. Við fundum allar þörfina til að láta gott af okkur leiða í samfélaginu og er þetta leið til þess að næra það að- eins.“ Sjálfboðavinna til góðs „Við erum allar í sjálfboðavinnu að skipuleggja og ræða við skóla um jógakennslu. Við gefum tíma okkar óeigingjarnt í starfið sem við viljum sjá vaxa og dafna.“ Nú þegar hefur Jógahjartað samið við nokkra skóla, bæði á landsbyggðinni og á höf- uðborgarsvæðinu. Um er að ræða fjóra tíma fyrir áramót og fjóra tíma fyrir hvert barn sem nýtur þjónustunnar eftir áramót en félag- ið stefnir á að halda starfsemi sinni áfram og sá þessum góðu jógafræj- um víðar. „Öllum er frjálst að gerast fé- lagar Jógahjartans og greiða ár- gjald. Það sem er sérstakt við styrktarfélagið er að allur peningur til að greiða fyrir kennslutíma barna og fræðslustarf. Við erum að safna til að geta mætt þessum kostnaði og kennt þ.a.l. enn fleiri börnum innan þeirra skóla sem við erum í samstarfi við.“ Til þess að gerast meðlimur eða leggja inn frjáls framlög má nálgast allar helstu upplýsingar á heimasíðu fé- lagsins, www.jogahjartad.is. Í sum- ar verða haldin stutt sumarnám- skeið fyrir börn og foreldra og verða þau auglýst á heimasíðu fé- lagsins og á fésbókarsíðunni Jóga- hjartað. Kenna börnum að bera virðingu hvert fyrir öðru Arnbjörg segir að með starfsemi Jógahjartans vonist hún til þess að jóga verði hluti af því sem börnin læra í skólanum. „Margar rann- sóknir hafa sýnt fram á að jóga hafi jákvæð áhrif á líðan fólks. Til að mynda sótti ég erindi í síðustu viku hjá Bandalagi kvenna þar sem Sæ- unn Kjartansdóttir sálgreinir vísaði í rannsókn sem sýndi að streitu- hormónið Cortisol færi stigvaxandi í börnum eftir því sem liði á skóla- daginn. Það er því mikil streita í börnunum á skólatíma. Ástæðurnar eru bæði félagslegar og náms- tengdar. Mér finnst kjörið að gera meira af því að koma á mótvægi við því innan kerfisins til þess að minnka streitu í börnunum. Það er gott að fá öll börnin á sama stað og kenna þeim að slaka á saman. Auk þess kenni ég þeim að orðið jóga þýðir sameining eða að sameina og að við erum öll ólík en þurfum nauðsynlega að kunna að vera sam- an. Ég tel að einn af sterkustu eig- inleikum hvers samfélags sé að hafa getuna til að setjast niður og vinna saman á yfirvegaðan hátt þrátt fyr- ir ólíkar skoðanir og bakgrunn. Jóga, öndun og hugleiðsla er eitt af því sem hjálpar okkur að öðlast djúp tengsl við okkur sjálf og vera sem ein heild á sama tíma.“ JÓGA OG HUGLEIÐSLA STUÐLAR AÐ VELLÍÐAN OG RÓ Í LÍKAMANUM Vilja minnka streitu barna með jógakennslu Fjölskyldujóga frá því í fyrra sem einnig var haldið í Viðey. Nú um helgina verður það haldið enn á ný en í þetta skiptið til styrktar Jógahjartanu. Veðurfræðingar lofa sól og hlýju um helgina. STYRKTARFÉLAGIÐ JÓGAHJARTAÐ VILL AÐ JÓGAKENNSLA VERÐI HLUTI AF STARFSEMI GRUNNSKÓLA. Á LAUGARDAG FER FRAM JÓGASTUND Í VIÐEY ÞAR SEM FJÖLSKYLDAN GETUR NOTIÐ UNDIR BERUM HIMNI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir Reykjavíkurborg vill lífga upp á um- hverfið í borginni og sérstaklega þar sem götur verða lokaðar og breytt í sumargötur yfir sumartímann. Hildur Gunnlaugsdóttir, arkitekt og um- hverfisfræðingur, leiðir verkefnið Sumar götur eru sumargötur og segir hún að fólk taki almennt vel í verk- efnið en í ár fá borgarbúar að velja sér liti sem verða notaðir til þess að mála borgarbekki, nestisborð og hjólahlið og þannig fríska upp á borgina. Um er að ræða þrenns konar litasamsetningar, PollaPönk-liti, MelónuÆði og StrandarSnilld sem má finna á vef Reykjavíkurborgar. „Markmiðið okkar er að fólk fái að hafa áhrif á umhverfi sitt og fái að velja liti sjálft,“ segir Hildur. „Síðustu sumur hefur verið lokað fyrir umferð víða í bænum og götur gerðar að sumargötum fyrir gangandi vegfarendur.“ Hún hvetur fólk til þess að fara inn á vef Reykjavíkurborgar og kjósa hvaða lita- samsetningu það vill. gunnthorunn@mbl.is KOSIÐ UM ÞRENNS KONAR LITASAMSETNINGU Laugavegurinn tekur kipp á sumrin þegar honum er lok- að að hluta. Ljósmynd/Daði Gunnlaugsson Borgarbúar velja liti sem lífga upp á umhverfið Hægt er að velja Pollapönk-litina á vef Reykjavíkurborgar sem myndu einkenna umhverfið. sturtusett Hitastýrt Verð frá kr. 66.900 Gæði fara aldrei úr tísku

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.