Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Qupperneq 17
Krókur opnaður Bærinn Krókur á Garðaholti í Garðabæ er opinn á sunnudögum í sum- ar frá kl. 13-17. Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Þar eru varðveitt gamlir munir og gaman fyrir fjölskylduna að kíkja og skoða. Aðgangur er ókeypis. 8.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Mufasa * Fortíðin getur verið sár. Enþú getur annaðhvort hlaupiðfrá henni eða lært af henni. Áslaug Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Hjalla- stefnunnar og forseti bæjar- stjórnar í Garðabæ, á synina tvo, Bjarna Dag og Baldur Hrafn, með eiginmanni sínum Áka Sveinssyni. Hún segir fjölskylduna njóta þess að elda saman enda eiga þau öll sam- eiginlegt að vera miklir mat- gæðingar. Þátturinn sem allir geta horft á? Við elskum öll fræðsluþætti og þá eru dýralífs- og náttúru- þættir BBC í miklu uppáhaldi, ekki skemmir ef David Atten- borough bregður fyrir. Síðan horfum við vandræðalega oft á matreiðsluþætti. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Allir elska humar og hryggur er í miklu uppáhaldi. Eftir langan vinnudag, þegar ekkert er til í ís- skápnum og enginn nennir út í búð, eru allir alltaf geim í góða pítsu. Skemmtilegast að gera saman? Að ferðast, innanlands og utan. Nú er sumarið komið og þá ferð- umst við heima, förum í hjóla- túra og í sund. Síðan hafa syn- irnir ekki minni áhuga á mat og matargerð en við foreldr- arnir þannig að við erum oft öll að stússa eitthvað saman í eldhúsinu og finnst líka voðalega gaman að fara í matarboð eða út að borða. Borðið þið morgunmat saman? Nei, því miður gerist það afskaplega sjaldan. En fáum okkur oft brunch saman um helgar. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Við eldum saman og sitjum oft lengi yfir kvöldverðinum og spjöllum um allt milli himins og jarðar. Algjörar gæðastundir. Ég er mjög oft dregin út í körfubolta og ég læt mig hafa það, meira af gleðinni sem strákarnir mínir fá út úr því en áhuga mínum eða getu í körfubolta. Síðan er líka oft voða gott að henda sér í sófann fyrir framan sjónvarpið, horfa á eitthvað skemmtilegt og kúra saman. Hvað er á dagskrá í sumar hjá fjölskyldunni? Við ætlum að njóta, hlæja og hafa gaman. Fara í sund, körfubolta og hjóla. Við skellum okkur í brúðkaup vestur á firði, förum í einhver ferðalög, bæði í bústað og í tjald. Hitta góða vini og fjölskyldu – bröllum pottþétt eitthvað óvænt með þeim. Og svo veiða, það er ekki hægt að sleppa því að veiða á sumrin! EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Spjalla lengi saman yfir kvöldmatnum Áslaug Hulda og synir hennar tveir, Bjarni Dagur og Baldur Hrafn. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn Krakkar eru með minni maga en fullorðnir og borða því frekar margar smærri máltíðir heldur en færri og stærri. Auk þess getur matvendni verið tíður gestur á vissum aldri og þá flækjast málin. Hugmyndir að bragðgóðum en hollum mat koma ekki á færibandi og það getur stundum verið vanda- samt að útbúa hollt nesti sem hentar gormunum. Nokkrar hug- myndir að ýmsu gómsætu í nest- isboxið. 1. Hrískökur með hnetu- smjöri Hnetur eru uppfullar af nauð- synlegri fitu. Vinsælt er að setja hnetusmjör á brauð, en í staðinn fyrir brauðið er snjallt að nota hrískökur eða hrökkbrauð og búa til samloku úr því. Gott er að bæta við smá sykurlausri sultu með hnetusmjörinu frá merkinu St. Dalfour sem fæst í flestum mat- vörubúðum eða einfaldlega setja nokkrar bananasneiðar. 2. Grautur í krukku Grautinn er betra að búa til dag- inn áður og setja hann í krukku. Hráfæðisgrautur er virkilega góm- sætur og hentar vel í morgunmat eða milli mála. Hægt er að útfæra hráfæðisgrautinn á ýmsa vegu og nota hráefni sem hentar hverjum og einum. Þessi uppskrift er hins vegar einstaklega ljúffeng. Miðlungs stærð á krukku 2 dl hafrar ½ stappaður banani 2 tsk. hrátt kakó 2/3 tsk. chia-fræ 1 tsk. vanilluduft 2 dl rísmjólk eða möndlu- mjólk nokkur bláber eða um ½ dl, frosin eða fersk 3. Eggjafyllt tortilla Mexíkanskar heilhveitipönnukök- ur fást í flestum matvörubúðum og er hægt að leika sér mikið með þær. Gott er að setja eggjahræru á milli eða einfaldlega skera niður harðsoðið egg og bæta smá salsa- sósu við. Skorið í litlar sneiðar. 4. Sætkartöflusnakk Það er fátt betra en sætar kartöflur. Þær eru fullar af A- vítamíni en einnig B6, C og fól- insýru. Notið kartöflur í mjórri kantinum (betra að skera þær), af- hýðið og skerið þær í þunnar sneiðar, eins og snakk. Olíu- berið þær með góðri ólífuolíu og raðið á ofnplötu. Kryddið með salti og pipar og örlitlu af rósmaríni. Hitið á 180°C uns þær fá gylltari áferð og endarnir mega brenna ör- lítið. Kælið og setjið í lítið box. Frábært snarl í ferðalagið. 5. Hummus-ídýfa og gúrkur 1 dós kjúklingabaunir 3 msk. sólþurrkaðir tómatar 2 tsk. steinselja 2 msk. góð ólífuolía 2 msk. sítrónusafi Allt hrært saman með töfra- sprota eða sett í hrærivél Hummus er dásamlegur ofan á allskonar brauð en einnig er gott að nota hummus sem ídýfu. Setjið hummusinn í litla krukku og skerið gúrku ílangt í bita. Þetta er hollt og gott og skothelt snarl. HOLL OG GÓÐ ORKA INN Í VIÐBURÐARÍKAN DAG Næringarríkt nesti fyrir krakkana NÚ ER SÍÐASTI SKÓLADAGUR RUNNINN UPP Í FLESTUM SKÓLUM LANDSINS. ÞÁ TEKUR SUM- ARIÐ VIÐ HJÁ KRÖKKUNUM OG MARGIR FARA Á LEIKJANÁMSKEIÐ EÐA ANNAÐ SEM BÝÐUR UPP Á MIKLA ÚTIVERU. MARGIR ÞURFA AÐ TAKA MEÐ SÉR NESTI OG ÞÁ ER GOTT AÐ VERA MEÐVITAÐUR UM AÐ HAFA SNARLIÐ SEM NÆRINGARRÍKAST FYRIR LITLA KROPPA. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.