Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014 Ferðalög og flakk J örð mun skjálfa í Þýskalandi um helgina, alltént í bænum Nür- burg og borginni Nürnberg en þar standa nú yfir systur- rokkhátíðirnar Rock am Ring og Rock im Park. Heildaraðsókn liggur ekki ennþá fyrir að þessu sinni en fyrir tveimur árum keyptu samtals 162 þúsund manns og 500 betur sig inn á hátíðirnar tvær sem gera þær að einni stærstu tónleikahátíð í heimi. Venjan er að allar hljómsveitir leiki á báðum sviðum en hvor hátíð stendur í fjóra daga. Rock am Ring hófst síðastliðinn fimmtudag og lýk- ur að kvöldi sunnudags en Rock im Park byrjaði í gær, föstudag, og lýkur á mánudaginn. Aðalnúmerin eru ekki af verri endanum að þessu sinni: Iron Mai- den, Linkin Park, Kings of Leon og Metallica. Byrjaði, dalaði og reis upp aftur Rock am Ring-hátíðin var fyrst haldin árið 1985 á kappaksturs- brautinni Nürburgring í bænum Nürburg í Rheinland-Pfalz. End- urbótum við brautina var nýlokið og sáu menn því ástæðu til að gera sér glaðan dag. Blésu til rokkveislu með U2, Joe Cocker, Foreigner og REO Speedwagon í broddi fylkingar. Löðrandi eitís-stemning. Nürborg- arar og nærsveitamenn létu sig heldur ekki vanta. Samtals keyptu 75 þúsund manns sig inn á svæðið og bæjaryfirvöld þurftu ekki frekari vitna við – endurtaka yrði hátíðina að ári. Simple Minds og David Bowie trekktu prýðilega að næstu tvö árin en Marius Müller-Westernhagen gerði af einhverjum ástæðum ekki eins gott mót sumarið 1988. Aðeins 30 þúsund manns ómökuðu sig til að sjá hann. Þá var Rock am Ring hætt. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og þremur árum síð- ar var hátíðin endurvakin með INXS, Toto og Sting í broddi fylk- ingar. Það gekk vel og allar götur síðan hefur aðsókn oftast verið yfir 65 þúsund og síðustu átta árin yfir 80 þúsund. Iðulega uppselt í forsölu. Hannaður af Albert Speer Systurhátíðin, Rock im Park, var fyrst haldin í Vínarborg árið 1993 og eftir stutta viðkomu í München hefur heimavöllur hennar verið Zep- pelinvangurinn í Nürnberg í Bæj- aralandi. Hann var á sínum tíma hannaður af Albert gamla Speer foringjanum og öðrum oddvitum Þriðja ríkisins til dýrðar. Það er önnur saga. Nafnið er vitaskuld dregið af lendingu Zeppelin-loftfars á staðnum á því herrans ári 1909. Nokkru færri sóttu þá hátíð fyrstu árin en 2007 var 60 þúsund gesta múrinn rofinn og fyrir tveim- ur árum lögðu 76 þúsund manns leið sína á Rock im Park. Eins og nöfn aðalnúmeranna í ár gefa til kynna á rokk í þyngri kant- inum upp á pallborðið á Rock am Ring og Rock im Park. Af öðrum hljómsveitum sem troða upp í ár má nefna Avenged Sevenfold, Baby- shambles, Fall Out Boy, Mastodon, Nine Inch Nail, Opeth, Queens of the Stone Age, The Offspring, Ant- hrax og Slayer. Hvað í ósköpunum er maður að gera í Reykjavík um hvítasunnu- helgina? Rokkað í hringi SYSTURHÁTÍÐIRNAR ROCK AM RING OG ROCK IM PARK Í ÞÝSKALANDI NJÓTA MIKILLAR LÝÐHYLLI ENDA ERU ÞÆR MEÐ STÆRSTU ROKKHÁTÍÐUM Í HEIMI. ÞEIR SEM SÆKJA HÁTÍÐIRNAR HEIM UM HELGINA ERU Í MEIRA LAGI ÖF- UNDSVERÐIR. HVERT EÐALBANDIÐ REKUR ANNAÐ. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Gríðarlegur fjöldi sækir Rock am Ring-hátíðina. Hátt í 90 þúsund manns síðustu árin og uppselt í forsölu. Vel gert. James Hetfield og félagar í Metallica ljúka Rock am Ring-hátíðinni með hvelli að kvöldi sunnudags. Myndin var tekin í Finnlandi, þar sem sveitin lék á dögunum. AFP Kings of Leon verða á aðalsviði Rock im Park í kvöld, laugardagskvöld. TÓNLISTARHÁTÍÐASUMARIÐ HAFIÐ *Nafnið er vita-skuld dregið aflendingu Zeppelin- loftfars á staðnum á því herrans ári 1909. Lífið verður fótbolti í Brasilíu (og víðar) næstu vikurnar en heimsmeistaramótið hefst þar á fimmtudaginn. Að sjálfsögðu verður leikið í Rio de Janeiro og fjölmargir gestir munu örugglega vilja stytta sér stundir milli leikja með því að sigla á hinu fræga lóni Rodrigo de Freitas. Í samræmi við tilefnið er búið að græja sérstaka rafbáta sem eru eins og fótbolti í laginu og taka allt að tíu manns í sæti. Ætla mætti að hugmyndin væri brasilísk en svo er ekki, bátar þessir voru hannaðir fyrir HM í Suður-Afríku fyrir fjórum árum. AFP Flotboltar í Rio ALLT AÐ VERÐA KLÁRT FYRIR HM Í BRASILÍU Hver man eftir sínu fyrsta flugi? Ef- laust fáir, alltént hér um slóðir. Ís- lendingar eru þjóða duglegastir að fljúga út í hinn stóra heim enda veg- irnir helst til blautir! Myndband sem tekið var af tveimur hollenskum ömmum, Riu og An, í sínu fyrsta flugi fyrir skemmstu fer nú eins og eldur í sinu um netheima. Enda þótt mynd- bandið sé partur af markaðsherferð alþjóðlegs fyrirtækis er reynsla kvennanna tveggja ósvikin. Þær höfðu aldrei áður stigið fæti upp í flugvél. Bakgrunnur þeirra er ólíkur. Riu, 78 ára, hefur alltaf langað að fljúga en var gift manni sem tók það ekki í mál. An, 72 ára, hefur á hinn bóginn alla tíð glímt við mikla flughræðslu og engu tauti var við hana komið – fyrr en nú. Fyrir vikið er nálgun þeirra ólík, Ria stekkur upp í vélina meðan An óttast að allt fari úrskeið- is. Förinni er heitið til Barselóna. Konurnar tvær höfðu aldrei hist áður, en þessi glænýja lífsreynsla, að svífa skýjum ofar, þykir sameina þær á einstakan hátt. Margt kostulegt veltur upp úr ömmunum meðan á fluginu stendur. Svo sem: „Almáttugur. 1.000 km hraði á klukkustund. Ég hélt að 140 km hraði í bíl væri nóg.“ Og: „Mér skilst að maður fljúgi gegnum ský- in.“ Þá segir önnur: „Ef þú veist ekki hvað það er er ástæðulaust að vera hrædd við það!“ Hægt er að skoða myndbandið á heimasíðu BBC, bbc.com. Skilst að maður fljúgi gegnum skýin Ömmurnar eiturhressu agndofa í sinni fyrstu flugferð á ævinni. TVÆR ÖMMUR Í SÍNU FYRSTA FLUGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.