Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014 Matur og drykkir Þ etta er matarklúbburinn minn sem heitir Baktal og blæðingar. Í honum erum við sjö æskuvinkonur úr Hafnarfirði. Við eru allar frekar uppteknar þannig að fjórar til fimm telst góð mæting. Sam- býlingur minn var heiðursgestur klúbbsins enda uppfyllir hann einu kröfuna sem hópurinn setur: Að vera fáránlega skemmtilegur,“ segir Björg Magnúsdóttir rithöfundur sem pústar nú eftir að hafa komið út ann- arri bók sinni; Ekki þessi týpa. Það var því við hæfi að eyða stund í góðra vina hópi yfir ljúffengum mat. „Reyndar verður að viðurkennast að ég kem alltaf sterkari inn í það að halda uppi stemningu yfir borðhaldinu en að elda sjálfan matinn svo hinir klúbbmeðlimirnir eiga nú mestan heiðurinn af honum. En ég er dugleg að halda veislur þar sem Pringles og súkku- laðirúsínur eru í boði eða eitthvað sem ég get keypt. Ég ber ómælda virðingu fyrir fólki sem kann að elda og meðhöndla mat.“ Er til lykill að góðu matarboði? „Lykill að skemmtilegu matarboði er að sjálfsögðu líflegir og skemmtilegir gestir. Síðan þarf líka að velta fyrir sér samsetningu fólks við borðið, hvort „kemistríið“ á milli þess passar saman. Vond matarboð eru fyrir mér drepleiðinlegt og þvingað borðhald þar sem ekkert er að frétta og engum liggur nokkuð á hjarta.“ Í hvert skipti sem matarklúbburinn hittist er gamalt matarboð Bjargar rifjað upp. Í það skiptið fékk hún enga aðstoð við matseldina. „Og útkoman varð eftir því. Ég áttaði mig ekki á því að það þyrfti að krydda kjúkling eða hafa sósu með honum. Hann skaðbrenndist á úr sér genginni pönnu og það má segja að gestirnir hafi hlegið sig sadda undir dúndrandi takti reykskynjara. Kakan, sem átti að vera í eftirrétt, klofnaði af einhverjum ástæðum og molnaði í duft. Kremið á henni var allt í einu orðið rammáfengt vegna súkkulaðisósu frá Vínarborg sem enginn nennti að lesa utan á. Í öllu stressinu rann sósan áfenga úr höndum mér og smurðist yf- ir eldhúsinnréttinguna. Ég er enn að finna leifar af henni!“ Vinahópurinn sér yfirleitt um að elda og lætur Björgu eftir að vera skemmtileg. Hópurinn mælir eindregið með því að grilla svínakjötið. MATARKLÚBBUR HITTIST Í VESTURBÆ Fræg fyrir skrautleg boð * „Þetta er matar-klúbburinn minnsem heitir Baktal og blæð- ingar. Í honum erum við sjö æskuvinkonur úr Hafnarfirði.“ Gestir frá vinstri: Sigríður Mogensen, hagfræðingur; An- toine Hrannar Fons, leikari, einkaþjálfari og flugþjónn; Björg Magnúsdóttir, fréttamaður og rithöfundur; Karen Emilsdóttir, flugmaður, hjúkrunarfræðingur og starfandi flugfreyja; Svava Dís Guðmundsdóttir, sérfræðingur á endurskoðunarsviði Ernst & Young. BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, RITHÖFUNDUR MEÐ MEIRU, BAUÐ MATARKLÚBBNUM SÍNUM HEIM Í MAT. REYNDAR SÁU VINIRNIR UM MATSELDINA. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Fyrir 5 3 stórar svínalundir 3 hvítlauksrif nýmalaður pipar eftir smek 1½ dl sojasósa 1 dl matarolía 1 msk. worcesters- hiresósa 2 dropar tabascosósa Merjið hvítlauksrifin og malið piparinn. Hrærið saman við sojasósu, olíu, wor- cestershiresósu og tabascosósu. Legg- ið lundirnar í kryddlöginn og látið bíða í ísskáp í a.m.k. 6-12 klukkutíma eða yfir nótt. Snúið öðru hverju í blönd- unni. Grillið um 10 mínútur á hvorri hlið eða lokið kjötinu á pönnu og hitið í ofni í 10-15 mínútur við 200°C eða þar til kjötið er fulleldað. Maríneraðar svínalundir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.