Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014 Græjur og tækni Íslenski tölvuleikurinn Aaru’s Awakening kemur út í hinum stóra heimi á Playstation 4 í sumar. Leikinn framleiða sjö Íslendingar og tveir Danir og hefur fyrirtæki þeirra, Lumenox Games, aðsetur í Hafn- arfirði. Leikurinn er handgerður og er beðið með mikilli eftirvæntingu í tölvuleikjaheiminum. Aaru’s Awakening á PS4 Þ egar HM var haldin 1970 var það í fyrsta sinn sem keppnin var send út í lit. Þegar mótið var í Þýskalandi 2006 voru leikir sendir út í HD-upplausn og í Suður-Afríku var hægt að sjá leikina í gegnum veraldarvefinn. Sumir leikjanna þar voru sendir út í þrívídd. Stærsta tæknibyltingin þetta árið verður 4K-upplausnin, sem er 3.840×2.160 pixla upp- lausn, en venjulegt sjónvarp er yfirleitt „Full HD“ þar sem upplausnin er 1.920×1.080. Þetta þýðir að nánast er hægt að sjá grasið spretta, svo skýr er myndin í 4K. Til viðbótar við sjónvarpstæknina verður einnig kynnt til sögunnar nýjasta mark- línutæknin, sem kallast GmbH. Englendingar hafa verið að nota svipaða tækni í úrvalsdeildinni sinni. GmbH er hannað og þróað af þýska fyrirtækinu GoalControl og hefur tæknin ekki enn misst af marki í öllum prófunum. Fari boltinn allur yfir marklínuna fær dómarinn merki í úr sem hann ber og getur tekið upplýsta ákvörðun. Úði sem hverfur Dómarar munu einnig bera lítið úðahylki á sér sem vegur rúmlega 200 grömm, með sér- hönnuðum tækniúða sem hverfur á 45 sek- úndum. Þegar aukaspyrna er tekin á varnar- veggur að vera níu metra frá. Merkja Ný tækni kynnt til leiks í Brasilíu HEIMSMEISTARAKEPPNIN Í FÓTBOLTA OG TÆKNI HAFA HALDIST Í HENDUR OG MYNDAÐ GOTT SAMBAND ALVEG SÍÐAN KEPPNIN VAR HALDIN Í MEXÍKÓ ÁRIÐ 1970. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Keppnisboltinn á Heimsmeistaramótinu 2014 Þyngd 437 g Ummmál 69 cm Endurkast 141 cm Rakadrægni 0,2% Heimild: FIFA, Adidas Brazuca Gerður úr sex alveg eins bútum sem tryggir að lögun boltans haldist í mikilli rigningu. Blaðran er gerð úr latexi og tvö og hálft ár 10 löndum 30 liðum yfir 600 leikmönnum, meðal annars Messi, Xavi, Dani Alves, Schweinsteiger og Gerrard Tók í með og Nefndur Brazuca eftir könnun sem meira en ein milljón Brasilíumanna tók þátt í. Þróun: boltinn er framleiddur í Pakistan. Heimild: FIFA, about Brazil.com/Tourism-review 12 leik- vangar 52.000 krónur er meðalverð á hótelherbergi í Rio 2.200 krónur kostar pizza á Copacabana ströndinni kostaði að gera upp leikvangana milljarða króna 400 15.000 sjálfboðaliðar 350.000 aðdáendur munu koma til Brasilíu 8 síðustu mót hafa 19 lið unnið sinnum hefur Brasilía orðið heimsmeistari 5 68 milljarða króna kostaði viðgerð á Maracana leikvanginum 112 þúsund krónur kostar ódýrasti miðinn á úrslitaleikinn 113 þúsund Allt að krónur kostar að fljúga innanlands í Brasilíu meðan á keppninni stendur 800 krónur kostar ís í Rio 1950 gerðist það síðast að lið frá Suður-Ameríku léku úrslitaleik þegar Úrugvæ og Brasilía mættust 4,8 milljarðar króna eru árslaun besta leikmanns heims, Portúgalans Christiano Ronaldo 32 lið 64 leikir H ei m sm eistaramótið í tölum1.814 milljarðar króna er áætlaður kostnaður við að halda mótið. GOAL21:07 Mark Myndavélar Heimild: FIFA 14 myndavélum er komið fyrir (sjö á hvert mark) sem reikna út nákvæma staðsetningu boltans. Fjórvíddar marktækni Ef boltinn fer yfir marklínuna fær dómarinn skilaboð um það á sérstöku úri sem þeir eru með. Allt þetta gerist á millisekúndum. Gögn eru send frá myndavélum til forrits sem býr til stefnu boltans í þrívídd. Marklínutæknin Enginn tæknistjóri verður á vellinum en í stjórnherbergi er hægt að kalla upp endursýningu ef það verður vafamál. dómararnir þá staðinn þar sem varnar- veggurinn á að vera, en leikmaður getur feng- ið gult spjald fyrir að yfirgefa varnarvegginn of snemma. Krikket, hafnabolti, NFL-deildin í Bandaríkjunum og tennis hafa notað álíka úða með góðum árangri. Tæknin á bak við hvert spark er gríðarleg á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu en hvort hún ræður úrslitum kemur í ljós þegar flautað verður til leiks. Ódýrt: Tristar-vöfflujárn Fæst í: Rafha Verð: 8.990 krónur Aðeins um: Bakar tvær belgískar vöfflur í einu. Viðloðunarfrítt yf- irborð, tvö ljós gefa til kynna þegar vafflan er tilbúin. Snúruvinda með stæði fyrir kló. 1000 wött. Miðlungs: Aviken-vöfflujárn Fæst í: Heimilistækjum Verð: 11.995 krónur Aðeins um: Gerir þrjár belgískar vöfflur í einu. Hitastillir, tekur rúmlega tvær mínútur að baka vöfflurnar. Lætur vita þegar vöfflur eru tilbúnar með ljósi. 1600 wött. Dýrt: KitchenAid Pro Line Series Fæst í: Einar Farestveit Verð: 59.990 Aðeins um: Vöfflujárnið er mótað úr ryðfríu stáli sem gerir það sterk- legt, stöðugt og endingargott. Hand- föngin eru í góðri fjarlægð frá járninu sjálfu svo þau hitna ekki. 1000-1500 wött. ÓDÝRT, MIÐLUNGS, DÝRT Belgískt vöfflujárn Ekki er nóg með að ógrynni plasts frjósi ár hvert fast við suður- og norðurskaut jarðar heldur er það nú far- ið að steingerast. Jarð- og haffræðingar frá Háskól- anum í Vestur-Ontaríó í Kanada rákust nýlega á for- vitnilegar steinamyndanir á strönd nokkurri á Havaí en í ljós kom að um steingert plast var að ræða. Fyr- irbærið, sem kallað hefur verið plastiglomerates á ensku, myndast þegar plast bráðnar saman við sand, skeljar og grjót sökum skógarelda, eldgosa eða ann- arra jarðhræringa. Samkvæmt Patriciu Corcoran, for- sprakka rannsóknarleiðangursins, má finna heillega hluti inni á milli grjótsins þrátt fyrir að flest sé plastið afmyndað og tekur hún þar tannbursta, gaffla og reipi sem dæmi. Þrátt fyrir að plastgrjótið hafi fyrst nú verið kannað telur Corcoran að slíkt megi finna víðs vegar um strandlengjur jarðar. Frá árinu 1950 hefur svo mikið plast verið framleitt að hægt væri að þekja jörðina alla þykkri plastfilmu. Ending plasts er auk þess gríðarleg og hefur það með- al annars fundist í iðrum sjávardýra sem og á hafs- botni. Vísindamenn hafa deilt um nákvæman líftíma plasts en margir telja plastgrjótið geta varðveist í milljónir ára og mun það því mögulega verða góður vísir á upphaf mannaldarinnar svokölluðu þegar mað- urinn hóf að hafa veruleg áhrif á jörðina. Plastið lifir okkur öll Plastgrjót er dreift um flestar strandlengjur jarðar. AFP STEINGERT PLAST VÍSIR AÐ UPPHAFI MANNALDAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.