Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Blaðsíða 39
8.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Tæknin er nytsamlegur þjónn en hættulegur húsbóndi – Christian Lous Lange nóbelsverðlaunahafi Nú styttist óðum í heimsmeist- arakeppnina í fótbolta og því til- valið að rifja upp einn fyrsta tölvuleikinn sem kom út fyrir leikjatölvur með nafni keppn- innar. Nintendo World Cup kom út árið 1990 og tóku Íslendingar leiknum strax fagnandi enda var hægt að skora með „arnarspark- inu“ líkt og Kalli í knattspyrnu gerði í ABC-blöðunum. Reyndar voru fimm „arnarspörk“ í boði í leiknum, allt eftir því hvaða lið var valið. Í grunninn fór leik- urinn eftir knattspyrnu- reglum, þó alls ekki öll- um. Hvert lið hafði sex leikmenn og aðeins hægt að stýra einum þeirra – þótt það væri hægt að gefa hinum leikmönnunum skip- anir eins og að gefa boltann eða tækla. Ekki voru dæmdar rang- stöður eða auka- spyrnur. Meira að segja var hægt að brjóta svo oft á sama leikmanni andstæðingsins að hann meiddist. Lék sá ekki meir eftir það heldur lá óvígur eftir. Nintendo kynnti í kjölfar vin- sælda leiksins fjögurra manna brettið þar sem hægt var að tengja fjórar fjarstýringar við leikinn og spila. Sátu því fjórir vinir saman og léku tveir gegn tveimur. GAMLA GRÆJAN Nintendo World Cup Martin Cooper er maðurinn sem hringdi fyrsta GSM-símtalið. Það gerði hann þriðja apríl 1973 þegar hann gekk inn á blaðamannafund sem hann hafði boðað og hringdi í dr. Joel S. Engel sem stýrði rann- sóknarstofu Bell. Engel var erki- óvinur Cooper í farsímastríðinu á árum áður. Cooper vann fyrir Motorola og síminn sem hann hringdi úr var kallaður DynaTAC 8000x sem var 1,1 kíló að þyngd, var 25 senti- metrar og aðeins var hægt að tala í 20 mínútur áður en síminn þurfti að fara í tíu klukkutíma hleðslu. „Þetta skapaði enginn vandræði þá. Síminn var svo þungur að það gat enginn haldið á honum svo lengi,“ sagði Cooper þegar hann fékk doktorsviðurkenningu frá Stanford háskóla í tilefni af áttræðisafmæli sínu. 1983 var Dynatac-síminn orðinn helmingi léttari. Símtalið sem Cooper hringdi stóð ekki lengi. Blaðamenn horfðu furðu lostnir á hann velja tölurnar og taka upp tólið. Símtalið fór í gegn- um stöð sem Motorola hafði sett upp á þaki Alliance Capital bygging- arinnar og þaðan fór það inn á landlínukerfi AT&T-símafyrirtæk- isins. „Joel, þetta er Marty. Ég er að hringja í þig úr alvöru farsíma.“ Svo lagði hann á. Fyrsta símtalið hafði verið afgreitt. Cooper er af flestum kallaður faðir GSM-símans. Hans sýn á þráðlaus samskipti breyttu heim- inum, enda er kona hans, Arlene Harris, kölluð forsetafrú þráðlausa kerfisins. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Símtalið sem breytti heiminum Cooper með DynaTAC 8000x. Bílaframleiðandinn Kia frá Suður-Kóreu byrjaði ekki að framleiða bíla heldur var fyrirtækið stofnað árið 1944 til að selja varahluti í reiðhjól. Árið 1951 byrjaði KIA svo að gera sín eigin reiðhjól og fyrsti bíllinn rúllaði af færibandi Kia árið 1974. Á mótorsýningunni í Genf í marsbyrjun sýndi KIA tvö ný rafmagnsreiðhjól, MTB og City. Fengu þau afar jákvæð viðbrögð og hefur bílaframleiðandinn ákveðið að setja þau í framleiðslu. Bæði hjólin sem sýnd voru í Genf voru með 250 vatta mótor og voru rúmlega 20 kíló að þyngd. Hámarkshraðinn verður í kringum 25 kílómetrar á klukkustund. City-hjólið er á 28 tommu dekkjum og þykir minna á fyrstu hönnun Kia að reiðhjólum. MTB-hjólið er töluvert frábrugðið í hönnun og minnir helst á nú- tíma fjallahjól. Grindin á báðum hjólunum verður úr áli og öðrum léttmálmum. Bremsurnar og gírarnir koma frá fyr- irtæki í Japan en lokafrágangur fer fram í Þýska- landi. HÖNNUN OG UPPFINNINGAR Kia til upprunans Mikil gróska er í framleiðslu rafmagnshjóla og léttari öku- tækja, enda vilja flestir draga úr eldsneytisnotkun. SDF Smáralind | Sími 512 1330 Opið Sunnudaga 13-18 iPadmini Nettur ogflottur Verð frá:49.990.- iPadAir Kraftmikill og léttur Verð frá:84.990.- iPad hvarsemer, hvenærsemer Hágæðaheyrnartól Sol Republic Verð frá:6.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.