Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Side 40
Tíska Sjúklega dýrir tískusokkar *Sokkar við sandala voru áður fyrr eitt versta tískuslys sem hugsastgat. En eins og vitað er fer tískan í hringi – og eiginlega bara í ólík-legustu áttir. Það sem áður þótti ljótt er skyndilega aðaltískufyr-irbrigðið. Sokkar við sandala eru nú eitt heitasta tískufyrirbærið oghafa hátískuhönnuðir að sjálfsögðu hafið framleiðslu á sokkum.Tískuhúsið Saint Laurent er með puttann á púlsinum og hefur hafiðsölu á ökklasokum á 64.640 krónur parið. En er þetta söluvænt? Sölustjóri vefsíðunnar net-a-porter.com, Sasha Sarokin, telur svo vera og segir sokkana „gríðarlega vinsæla“. Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Ég kýs náttúrulega förðun. Á sumrin nota ég léttan farða sem gefur húðinni ljóma. Það sem er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana er náttúrulegi, ljómandi og nærandi farðinn frá Bobbi Brown, sólarpúðrið Soleil tan de Chanel, svartur maskari frá Nilens Jord, brúnn augnpensill frá Lancome, varagloss frá Clarins og dagkrem með sólarvörn frá Dr. Schrammeck. Ég ferðast mikið og vil því að snyrtitaskan mín passi í handfarangurinn. Áttu þér uppáhaldsflík eða -fylgihlut? Já, „vintage“ pallíettubuxurnar mínar sem ég keypti í London fyrir mörgum árum. Ég ferðast ekki án þeirra, enda verða þær alltaf fyrir val- inu þegar ég veit ekki hverju ég á að klæðast. Ég er líka mjög hrifin af leðurjökkum og finn mér alltaf ástæðu til þess að fá mér nýjan leð- urjakka. Um helgina fann ég til dæmis „vin- tage“ hermannagrænan ACNE-leðurjakka á flóamarkaði. Annar leðurjakki sem er í miku uppáhaldi hjá mér er frá BLKDNM með orðinu FREEDOM prentað á bakið. Hvað er uppáhaldstrendið þitt fyrir sumarið? Ég er mjög hrifin af víðum buxum, þær eru bæði þægilegar, svalar og fínar. Ég á svartar víðar buxur frá Filippu K – sem ég hef klæðst í hverri viku síðan ég fékk þær. Ég fíla líka röndóttu víðu buxurnar mínar í náttfatastíl – eina vandamálið er að þær eru að- eins of síðar … Fyrir sumarið er ég einnig veik fyrir sundföt- um, bæði fyrir ströndina og við önnur föt í partíið! Fullkominn lykilfatnaður – sem þú get- ur farið í beint af ströndinni á strandklúbbinn! Hvaðan sækir þú innblástur? Ég hef alltaf sótt mikinn innblástur í götustíl. Hverju fólk klæðist og hvernig fólk raðar sam- an áhugaverðum flíkum. Ég sæki mikinn inn- blástur í tískuvikurnar, af götutískubloggum, in- stagram, úr tímaritum og frá vinum mínum. Margir af vinum mínum starfa í tískubrans- anum og eru annaðhvort hönnuðir eða umboðs- menn. Ég elska skandinavískan stíl og hönnun og sæki mikinn innblástur í stíl danskra kvenna. Áttu þér uppáhaldsfatahönnuð? Ég er mjög hrifin af Céline, Chanel, Alexand- er Wang, Balenciaga og Stellu McCartney. Ég á nokkrar töskur og skó frá stóru hönnuðunum en ekki endilega það mikið af fötum frá þeim. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Þú getur keypt fullt af fínum fötum en þú getur ekki keypt stíl! Ég er mjög hrifin af fólki sem hefur ein- stakan, áreynslulausan og svalan stíl alla vikuna frekar en þá sem klæða sig bara upp um helg- ar eða fyrir rauða dregilinn. Fólk með flottan stíl kann að blanda saman merkjum og stílum og gera flottan alklæðnað úr nokkrum flottum flíkum. Þegar kemur að því að versla er mitt ráð að kaupa frekar einfaldar grunnflíkur og klæða þær upp með áberandi aukahlutum eða fallegri tösku, þú munt allavega ekki sjá eftir því. Háir hælar gera allt flottara, meira að segja gallabx- ur. Detoxaðu fataskápinn áður en þú ferð í verslunarleiðangur, þannig getur þú verið viss um að kaupa ekki sömu flíkur og þú átt nú þeg- ar eða fatnað í lit sem þú átt ekki eftir að nota. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég er mjög svarthvít, og fataskápurinn minn er skipulagður eftir því. Ef ég finn til dæmis kjól sem mér finnst flottur í svörtu spyr ég allt- af hvort að hann sé líka til í hvítu. Stíllinn minn er svarhvítur, örlítið „androgyne“, ég klæðist miklu frekar buxum en kjólum og vona að það virki áreynslulaust. Ég vil koma á óvart og til- einka mér klassískan og jafnframt djarfan stíl. Ég plana aldrei hverju ég klæðist fyrirfram og mér þykir gaman að ákveða á hverjum degi hvað ég ætla að setja saman. Ég fíla það miklu betur að klæðast til dæmis sundbol við víðar buxur í partí en að klæða mig upp fyrir rauða dregilinn. Þægilegt og afslappað eru mín lyk- ilorð. Ég fíla stutta boli og á sumrin er nauð- synlegt að sýna örlítið meiri húð. Hvaða tískublöð og tískublogg eru í uppáhaldi? Ég starfa sem ritstjóri Stylemag þannig að ég les eins mikið af tímaritum og bloggi og ég get. Ég er hrifin af danska blaðinu Cover, L’Officiel, Vogue, Eurowoman og i-D. Hvað er það síðasta sem þú festir kaup á fatakyns? ACNE-jakkinn minn. Hann hafði verið á óskalistanum lengi og á laugardaginn síðasta fann ég hann á flóamarkaði á 10% upprunalegs verðs, ég var ekk- ert smáheppin! Að endurnýta föt skiptir mig miku máli. Það er svo mikið úrval af fallegum end- urnýttum fatnaði og ef þú átt föt heima sem þú notar ekki ættirðu að gefa þeim áframhaldandi líf hjá fólki sem á eftir að nota þau. Ég keypti líka Sup- reme-hatt fyrir son minn. Hvað er það súrrealískasta sem þú hefur upplifað í tískuheiminum? Þegar það var mynd af mér á for- síðu arabíska style.com á meðan á tískuvikunni í París stóð og á New York Times á tískuvikunni í London. Annað ákaflega súrrealískt augnablik var þegar ég klæddist bleikri kápu og rauðu dressi frá Proenza Schouler á síðustu tísku- viku – götuljósmyndarar elska liti meira en allt og það voru allir á eftir mér … Mjög skrýtið. Á síðasta ári vann ég að hönnun silkiklúta og að sjá bloggara og stjörnur víðsvegar um heiminn klæðast hönnun minni var mikill heið- ur. Celine segir fataskápinn samanstanda af svörtum og hvítum flíkum. Soleil tan de Chanel er í uppáhaldi hjá Celine. SUNDBOL Í PARTÍ Þú getur ekki keypt stíl! CELINE I. AAGAARD ER EINN VINSÆLASTI TÍSKUBLOGGARI Í SKANDINAVÍU. HÚN VANN NÝLEGA TITILINN TÍSKUBLOGGARI ÁRSINS Í NOREGI FYRIR BLOGG SITT HIPPIEHIPPIEMILKSHAKE.BLOGSPOT.COM. CELINE RITSTÝRIR EINNIG TÍSKUTÍMARITINU STYLEMAG OG HEFUR VAKIÐ AHYGLI FYRIR ÓAÐFINNANLEGAN FATASTÍL. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Celine ritstýrir norska tísku- tímaritinu StyleMag. Úr sumarlínu tísku- hússins Celine. AFP Ljósmynd/Stella Moniq

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.