Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Qupperneq 44
Fjármál heimilanna Þværðu of oft? *Sumum hættir til að nota þvottavélina of mikið ogvarla að búið sé að setja á sig brjóstahaldarann eðagallabuxurnar þegar þeim er fleygt í óhreinatau-skörfuna. En hversu oft þarf í raun að þvo flíkurnar?Samkvæmt Realsimple.com ætti að þvo brjósta-haldara eftir að hafa klæðst honum í 3-4 skipti, 4-5skipti fyrir gallabuxur, taubuxur og pils, jakka eftir 5-6 skipti og sundfatnað í hvert einasta skipti sem hann er notaður. Halldór Fannar Sigurgeirsson lifir draum- inn. Hann býr í dag í Los Angeles og fæst þar við leik, skrif, blaðamennsku og sitt- hvað fleira. Hvað eruð þið mörg í heimili? Okkur var nú að fækka, þannig að við er- um núna fimm. Við stofnuðum þetta heimili saman, hópur af fólki sem var allt í skóla eða að reyna að komast í betri störf. Síðan hafa margir komið og farið og við erum tveir eftir af upprunalega hópnum og ekkert að stressast við að búa eitthvað meira grand þótt við höfum komist langt á þessum árum. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég vildi óska þess að ég gæti sagt eitt- hvað flott, eins og til dæmis að ég ætti alltaf bjór, en því miður verður þetta dapurt svar: Ísskápurinn er oftast sæmi- lega fullur, það vantar ekki, en ég er al- mennt gæinn sem á ekki stakan hlut í honum … ekkert innan geymsludags að minnsta kosti. Hvar kaupirðu helst inn? Ég er nú ekkert svaka mikið að hlaupa eftir þessum „trendum“ öllum þannig að ég versla bara þar sem mér finnst orkan úr matnum góð og halda mér á þeytingi. Ekki alveg ódýrustu stöðunum en heldur ekkert allt lífrænt úr Whole Foods. Líf- ræni stimpillinn er gjörsamlega ofmet- inn. Fresh&Easy og Ralphs eru svona að- gengilegastar frá mínu heimili. Hvað freistar helst í matvöru- búðinni? Túnfiskur, hummus, hrein jógúrt, chili og kjötvörur af betri sortinni. Hvernig sparar þú í heimilis- haldinu? Borða vel þegar maður er í vinnunni, en vinna þá líka af dugnaði þannig að maður sé ekki bara að notfæra sér vellysting- arnar. Hvað vantar helst á heimilið? Örugglega alveg helling, en það er bara ekkert sérlega mikið pláss fyrir meira þannig að maður kæmi sér í sjálfheldu við að fá of miklar hugmyndir. Eyðir þú í sparnað? Ég reyni alltaf að eiga pening eftir af síð- ustu launum þegar næstu koma inn. Eyddi um daginn í að skipta um tryggingafélag. Allt bröltið að færa mig yfir var sjálfsagt varla þess virði en að minnsta kosti kenndi ég gamla tryggingafélaginu að það hækkar ekki bílinn minn um 30 dollara á mánuði án þess að láta mig vita og búast svo við að allt sé bara gott. Skothelt sparnaðarráð? Forðast kreditkort eins og heitan eldinn! Kreditrönd á debetkort er skömminni skárra og gefur manni öll sömu fríðindi svo lengi sem maður passar bara að vinna inn fyrir neyslumynstri sínu og lífs- stíl. HALLDÓR FANNAR SIGURGEIRSSON „Lífræni stimpillinn er gjörsamlega ofmetinn“ Halldór segist reyna að taka vel til matar síns þegar matur er í boði vegna vinnunnar. Aurapúkinn er þessa dagana að lesa Walden eftir Henry David Tho- reau. Eða réttara sagt er Púkinn að hlusta á bókina, á ókeypis upptöku sem hann fann á Librivox. Walden er ekki bara eitt af merk- isritum bandarískra bókmennta, heldur holl lesning fyrir sálina. Bók- in segir frá því hvernig Thoreau bjó um tveggja ára skeið í litlum kofa, sem hann smíðaði sér sjálfur, og lifði nær alfarið af mat sem hann sjálfur ræktaði. Ein leið til að lýsa bókinni er að kalla hana óð til nægjusem- innar, og gagnrýni Thoreau á neysluhyggju samtímamanna sinna á síst minna erindi við nútíma- manninn. Púkinn mælir með því að les- endur reyni að tileinka sér sumt af lífsstíl Thoreau árin tvö við Wal- den-tjörn. Það felst ekki bara sparn- aður í því að lifa nægjusömu og ein- földu lífi, heldur getur fylgt því meiri frítími og lífsfylling að gleyma sér ekki í lífsgæðakapphlaupinu. Að lesa Walden er gott sparnað- arráð. púkinn Aura- Lexíur frá Walden-tjörn N ú er tími sumarfríanna runninn upp og eflaust margir sem gætu vel hugsað sér að verja nokkrum frí- dögum í útlöndum, enda fátt skemmtilegra en að skjótast yfir hafið, rápa kannski um evrópska menningarborg eða taka snúninginn á austurströnd Bandaríkjanna, máski með leikhúsferð og skreppitúr í H&M. En ferðalög til útlanda kosta – og þá ekki síst flugfargjaldið. Að finna ódýrt sæti getur verið snúið og meiriháttar hausverkur að ætla að finna allra lægstu tilboðsverðin. En ef ferðalangarnir hafa einhvern sveigj- anleika og kunna að nota réttu flugleitarvél- arnar, þá fer að verða mögulegt að halda út í heim fyrir minni pening. Ef ekki skiptir öllu máli til hvaða borgar er farið eða á hvaða tíma, er hægt að finna flug á marga áhugaverða staði fyrir sáralítið. Hvað með Bristol? Íslenski flugleitarvefurinn Dohop er með lítið undirsvæði, Dohop Go! (www.dohop.com/go) þar sem leitarvélin tekur saman lista yfir ódýrustu mögulegu flugferðir. Einfaldlega þarf að slá inn brottfararstað (KEF eða Reykjavík) og sísvona að leitarvélin hefur uppi á hræbillegu flugi hing- að og þangað. Þegar þetta er skrifað eru t.d. í boði flug til Bristol á nokkrum dögum í desember á aðeins 9.492 kr. hringferðin og til Basel í nóvember fyrir bara 12.125 kr. Ódýrasta flugið til London virðist vera í september, 16.904 kr. fram og til baka, og hægt að fara til Berlínar á 17.449 kr. ef hægt er að tímasetja ferðalagið í nóvember. Hægt er að þrengja leitarniðurstöðurnar við ákveðin tímabil, áfangastaði eða vikudaga, fá að- eins flug aðra leið eða báðar. Hvert má komast fyrir upphæðina? Leitarvélin Kayak býður upp á svipaðan fídus, Kayak Explore (www.kayak.com/explore/), nema þar er hægt að grisja niðurstöðurnar betur eftir atriðum á borð við flugtíma, hámarksverð og til hvaða heimsálfu hugurinn stefnir. Segjum t.d. að fjárhagsáætlunin leyfi að flugmiðinn kosti að hámarki 350 dali, u.þ.b. 40.000 kr. Koma þá í ljós á Kayak fjórir mögulegir áfangastaðir frá Keflavíkurflugvelli: London, Ósló, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn með laus hagstæð flug á hinum ýmsu dögum, vikum og mánuðum. Skjáskot af Explore-síðu Kayak, þar sem búið er að stilla leitina þannig að sjá má ódýrustu mögulegu flugleiðirnar frá Keflavík á ýmsa áfangastaði í Evrópu. Dýrast virðist að fljúga til Glasgow en hægt að finna billegt flug til Lundúna. Að láta ferðalagið ráðast af verðinu HVERT ER ÓDÝRAST AÐ FLJÚGA? SPARSAMIR FERÐALANGAR ÆTTU AÐ LÆRA NOKKRAR BRELLUR Á VINSÆLUM FLUGLEITARVÉLUM Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.