Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Síða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Síða 47
mönnum þótti svo heimilislegur. Eins og óviljandi brast salurinn, sem hafði ekki verið að hlusta nema með öðru eyranu, eins og hendi væri veifað í alls- herjar hlátur. Ræðumaður gerði best í því, úr því sem komið var, að ljúka fljótlega ræðu sinni og það gerði hann. Vel getur verið að enginn muni nú orðið neitt úr þessari ræðu nema bútinn þann, með hinum algildu sannindum, sem kallaði óvænt á hin snörpu andmæli. En á móti kemur að án þeirra er hætt við að enginn myndi muna að ræðan sú hefði verið haldin. Aldrei gafst tóm til að spyrja Harald Blöndal um tilefni þessa fræga eins orðs andófs. En ekki er ólík- legt að hann hefði þá bent á það augljósa, að íhalds- samur flokkur, í bestu merkingu orðsins, hlyti að vera á verði fyrir þeim breytingum sem gerðar væru í nafni „framfara,“ enda væri það orð ekki allt eins og sýndist, sem dæmin sönnuðu. Allar þær breytingar, sem sagðar væru forsendur „framfara,“ væru ekki endilega til bóta og alls ekki víst að þær væru allar forsendur framfaranna. Minnka fjarlægðir en fjarlægja margt Það er þannig hluti af framförunum í þessi nýliðnu eitthundrað ár að hluti ábyrgðarinnar á tilveru ein- staklinganna hefur flust til. Úr nánasta ranni og ann- að. Barnaheimili, skólar með sífellt lengri viðveru og margvíslegum opinberum reglum sem fylgt er eftir af miklum fjölda fagfólks, hjá sérkennslufulltrúum, félagsráðgjöfum, barnaverndarnefndum, svo fátt eitt sé talið hefur tekið til sín drjúgan hluta af ábyrgð á uppeldi og menntun og auðvitað og óhjákvæmilega gert útkomuna mjög einsleita. Og í hinn endann eru það eldri manna heimili og hjúkrunarheimili. Ekki er hægt að setja eingöngu neikvæð formerki framan við þessa þróun. Fjarri því. En það er ekki hægt að afneita henni heldur og láta eins og breyt- ingarnar séu alfarið til bóta. Foreldrar sjá börn sín þegar þeir sjálfir og þau eru orðin þreytt eftir strit og ærsl dagsins. Þá sýna hvorki börn né fullorðin endilega alltaf sína bestu hlið. Það er skortur á elsku og vilja. Eftir langan dag eru allir misvel upplagðir. Er með þessum orðum verið að halda því fram að fólk hafi verið minna þreytt áður og fyrr? Þegar vinnutíminn var mun óvægnari, og vinna var líkust þrældómi og afrakstur hennar ömurlega smár? Að sjálfsögðu ekki. En hinar óhjákvæmilegu breytingar hafa leitt til þess að börnin hafa ekki „fólkið sitt“ inn- an seilingar eins og áður var og kynslóðirnar hólfast niður. Það hefur sína kosti, nútíminn gefur ekki færi á öðru og allar kynslóðirnar hafa ýmsan ábata af. Mikið rétt. En var kannski hægt að ná sama árangri án þess að ganga alveg svona langt? Risaskrefið „Framfarirnar“ og bætt afkoma hafa gefið fólki færi á að öðlast það sem kallast mannsæmandi líf. Mennt- un var lengst af áður forréttindi fárra og margur hlaut að fara á mis við menntagyðjuna, sem átti brýnt og ákaft erindi við hana. Stúlkur alveg sér- staklega, en einnig piltar. Dæmin sýna, og sum næst- um ótrúleg, hve foreldrar, sem voru fjarri því að vera fjáð, gátu þó komið barni (pilti) til mennta með því að afneita sér um bókstaflega allt fyrir þann málstað. Þótt „framfarirnar“ séu þannig sannkölluð forsenda lífsgæða og jafnræðis til að sækjast eftir þeim, er ekki rétt að samþykkja hverja einustu niðurstöðu sem fullyrt er að sé forsenda þeirra. Það er varasamt að kaupa slíkar fullyrðingar athugunarlaust. Eitt dæmi skal tekið af handahófi um stórkostlegt fram- faramál á heimsvísu, en er samt stórgallað um sumt. Kostir þess eru svo ótvíræðir að þótt það sé nýtil- komið er augljóst að án þess vilja menn ekki vera. Þá er aðeins eitt úrræði til og það er að gefast ekki upp gagnvart göllum þess. Kvensa færist í annað veldi Gróa á Leiti er þekktur kvenmaður í okkar sögu og annarra þjóða og hún hafði lengi verið í förum áður en hún vitjaði nafns í bók Jóns Thoroddsens. Hefur hún sjálfsagt fylgt manneskjunum frá því að tvær hinna fyrstu hrökkluðust úr Eden, sem Reykvíkingar gerðu ráð fyrir að verið hefði í Hveragerði. Enginn vafi er á því að „Netið“ er eitthvert stór- brotnasta framfaraskref sem mannkynið hefur stigið. Miklu stærra og þýðingarmeira en það sem Íslands- og Öskjuvinurinn Neil Armstrong steig í þágu þess á yfirborði tunglsins. En framfaraskeiðin virðast flest eiga það sam- merkt með skammrifinu að þeim fylgir öllum bögg- ull. Á netinu er hægt á augabragði að sækja sér óhemjulegan og óendilegan fróðleik. En það verður sífellt erfiðara að vita hvort sá fróðleikur sé heill í gegn. Sumar fróðleikssíður, sem mjög er vitnað til, gefa netverjum færi á að setja inn „staðreyndir“ og „fróð- leik.“ Þeir sem þekkja til geta í mörgum tilvikum séð í gegnum það sem er þar hálfsannleikur, afbökun eða lygi. En það lenda fleiri en þekkja best til ofan í þess- um vafasömu fróðleiksnámum. Og það er iðulega óhægt um vik að staðreyna hver var á bak við hvern og einn fróðleiksmola þar. Sárasaklaust fólk gæti í ömurlegustu tilvikunum lent þar á efni eftir illa inn- rætta þrjóta, jafnvel gjaldþrota leigupenna, dingl- andi í spottum dusilmenna, sem þekktu ekki sann- leikann í sjón og væri sama um hann. Og Gróa gamla á Leiti, sem klofaði forðum á kú- skinnskóm yfir læki og keldur og hökti við staf um þúfurnar á milli bæja, er heldur betur orðin önnur kona eftir að hún slóst í för með framförunum. Á net- inu ferðast Gróa um á norðurljósunum og kemur við á hverjum einasta bæ og reyndar á þúsundum þeirra í einu. En samt er það ekki tölvuveröldinni um að kenna að engin ein manneskja hefur öðrum eins „fram- förum“ tekið og leðjusmeðjan á Leiti. Framfarirnar hafa svo margt gott gert, næstum allt, að þær eiga það skilið, að þeir sem njóta þeirra, geri sitt að skafa af þeim hortitti, hjóm og skaðvalda. Morgunblaðið/Ómar 8.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.