Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Síða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014 falt ríkisfang. Allt og sumt sem vantaði upp á þegar þarna var komið var að mamma færi í sendiráðið og fyllti út eyðublaðið „Birth abroad“ fyrir 36 ára gamla dóttur sína,“ segir Jóhanna. Tilviljanakennd atburðarás Haustið í San Marcos höfðu Guðjón og Jó- hanna hugsað sér að reyna að hafa uppi á fjölskyldu Jóhönnu. En áður en þau fóru haf- ðiyngri systir Jóhönnu líka reynt að leita á internetinu. „Yngri systir mín tók skorpur af og til en það eina sem við fundum voru nokkrar fréttir þar sem nafn yngri bróður afa míns kom upp en ekkert meira og var það í tengslum við dómsmál en hann var dómari. Sonur hans var leikfélagi mömmu sem hafði dáið og svo átti hann dætur en þær báru ný ættarnöfn eig- inmanna sinna og því ekki hægt að leita undir þeirra nöfnum. Ég var því ekki vongóð um að finna fjölskyldu mína í Texas enda er það 26 milljón manna samfélag.“ Vorið 2009 átti röð tilviljana sér stað í gegnum störf Guðjóns sem leiddi til þess að þau fundu fjölskylduna. „Árið 2006 skrifaði ég mína fyrstu bók á ensku og átti þá stóra drauma um að hasla mér völl sem rithöfundur vestanhafs. Ég hafði ekki hugmynd um hversu erfitt það er og ætti eftir að verða í 300 milljón manna sam- félagi. Ég ákvað að markaðssetja bókina sem hljóðbók og réð bandarískan umboðsmann mér til aðstoðar sem jafnframt er lögfræð- ingur: Jessica Kaye.“ Tveimur árum síðar hafði Jessica samband og bað Guðjón um að benda sér á staði Ís- landi sem hún yrði að sjá en hún og fjöl- skylda hennar voru þá á leið til landsins í frí. Guðjón hélt nú að það væri lítið mál og jafn- framt keyrði hann ferðalangana á milli staða og bauð þeim heim í lambalæri. Nýuppgötv- aður ríkisborgararéttur Jóhönnu barst í tal það kvöld og að það eina sem þau vissu um ættingjana vestanhafs væri að afabróðir henn- ar væri dómari einhvers staðar í Houston. „Hún sagði okkur að hún tilheyrði neti lög- fræðinga úti í Bandaríkjunum og bauðst til að pósta fyrirspurn í þann hóp og athuga hvort einhver kannaðist við manninn. Það virkaði. Við fundum hann, Charles Hearn, en kom- umst að því um leið, okkur til mikils leiða, að hann var látinn fyrir nokkrum árum. Við fengum hins vegar minningargreinar og þar komu nöfn systranna fram og eftirnöfn og þá varð það leikur einn að finna þær á Facebook og komast í samband við ættingjana úti sem hefur gefið okkur mikið og við erum í sam- bandi við. Það er mjög erfitt að líta framhjá þessari ótrúlegu röð tilviljana – sama hvað þær þýða svo á endanum. Það vitum við ekki. En þetta hefur verið áhugaverð lífsreynsla,“ segir Guðjón. „Við eigum alveg einstakt samband við nokkuð marga fjölskyldumeðlimi hér úti í dag og öll atburðarás í kringum það var mikil rússíbanareið,“ segir Jóhanna og Guðjón bæt- ir við að auðvitað hafi þau ekkert vitað við hverju mátti búast en þetta hafi reynst þeim gleðilegt heillaskref. Þess má geta að það var ekki aðeins Jó- hanna sem tengdist fjölskyldunni sinni á ný. Móðir hennar hitti fjölskylduna sem hún ólst upp með til sex ára aldurs aftur eftir ná- kvæmlega hálfa öld. Guðjón og Jóhanna buðu henni út og tilfinningaþrungnir endurfundir urðu með móður Jóhönnu, Jo Ann, og 35 fjöl- skyldumeðlimum á þakkargjörðarhátíðinni. Þar á meðal hitti hún kæra frænku sína, Patsy, en þær höfðu verið óaðskiljanlegar sem börn. Fimmtíu árum síðar talast þær nú við á hverjum degi á Skype og Jo Ann kennir frænku sinni að hekla. Þurft að takast á við erfið verkefni Þessi nýju tengsl urðu til þess að þau Jó- hanna og Guðjón völdu Texas fram yfir aðra staði þegar þau ákváðu að flytjast búferla- flutningum til Bandaríkjanna árið 2010. Ætt- ingjarnir búa flestir í um þriggja klukkutíma fjarlægð en þó er von á frænku Jóhönnu nær; en hún er að flytja í um klukkutíma fjarlægð frá þeim. Þetta eru þó ekki miklar fjarlægðir á bandaríska vísu. Hjónin heill- uðust af Austin og ákváðu að flytja þangað. Guðjón segir að borgin sé oft kölluð „frjáls- lynd höfn“ í Texas og margt sé til í því. Um þessar mundir flytja um 1.000 fjölskyldur til borgarinnar að meðaltali á mánuði og þar er mikill uppgangur, ekki síst í hugbúnaðargeir- anum. Facebook og Google eru til dæmis með útibú þar og Dell með höfuðstöðvar. Þessi saga af því hvernig Guðjón Berg- mann og Jóhanna Bóel Bergmann urðu bandarískir ríkisborgarar er eins og fyrr seg- ir komin út á bók en þar er þó ekki aðeins fjallað um forsöguna heldur einnig hvernig dvölin hefur verið ytra. „Texas er stundum boxpúði og tekur á sig högg þeirra sem hugsa ekki hlýtt til Banda- ríkjanna. Ég gerði vitleysu í því að hugsa um Bandaríkin sem eitt land. Þetta er auðvitað ríkjasamband eins og Evrópusambandið, nema að við hérna úti eigum öll sama fána, sama tungumál og sama gjaldmiðil. Andúðin við Washington hér er eins og andúð sumra við Brussel heima. Við búum rétt fyrir utan milljón manna borg og erum ennþá hissa á þessum stærðum og fjölbreytileikanum. Ég hafði margar stereótýpur í huga þegar ég kom hingað og var viss um að þær væru á hverju horni. Ég hef oftar en ekki haft rangt fyrir mér.“ Lífið úti í Texas hefur ekki alltaf verið auðvelt. Snemma árs 2011, eftir að hafa verið úti í rúma 7 mánuði, höfðu þau klárað vara- sjóðinn sem þau komu með með sér eins og Guðjón lýsir á hreinskilinn hátt í bókinni. Þau viðurkenna að ef ekki hefði verið fyrir góða aðstoð og stuðning móður Guðjóns, Guðrúnar Bergmann, hefði jafnvel litið út fyrir að þau hefðu komið aftur heim með skottið á milli lappanna. „Það hafði gengið mjög illa að skapa tekjur. Ég náttúrlega hélt af því að ég gat unnið sjálfsætt og gert fullt af hlutum á Ís- landi gæti ég bara tekið það allt saman og gert það sama hér úti. En það hefur bara ekkert verið eins auðvelt og ég bjóst við. Sama með Jóhönnu. Hún var nýkomin með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og bjóst við að fá vinnu hér einn, tveir og þrír.“ Jóhanna skýtur inn í að það sé áhugavert hvað hún hafi unnið fyrstu árin með sína menntun að baki – meðal annars þjónað með svuntu. „Maður hefur prófað ýmislegt á leiðinni að því starfi sem ég er komin með í dag, meðal annars hörmulega vinnu hjá gruggugu fyr- irtæki sem hélt okkur engu að síður gang- andi í ár. Það starf varð þess hins vegar valdandi að ég komst þangað sem ég er í dag – í gott starf sem ég er ánægð í og hentar minni menntun en ég starfa hjá samtökum sem passa upp á ókeypis vefhönnunarhug- búnað sem heitir Drupal og halda ráðstefnur fyrir þá sem nota hugbúnaðinn. En á síðustu fjórum árum höfum við líka upplifað atvinnu- leysi og erfiða tíma.“ Guðjón segir að þrátt fyrir alla sína hug- arfarsþjálfun í gegnum tíðina hafi kring- umstæður verið það yfirþyrmandi árið 2011 að hann hafi fundið fyrir vægu þunglyndi en hann hefur notað hugleiðslu og hugarfars- aðerðir til að koma sér aftur í jafnvægi. Varðandi það að vinna sjálfstætt hefur um- hverfið breyst mjög mikið að sögn Guðjóns. „Á Íslandi geturðu bara gert sama hlutinn svona 2-3 ár í röð ef þú starfar á mínu sviði þá kemur að því að það þarf að endurnýja sig. Á móti kemur að ef ég næ í gegn hérna úti með það sem ég hef fram að færa þá er ég í þúsund sinnum stærra markaðssamfélagi og get haldið áfram að vinna með sama efnið lengur en. En það á ennþá eftir að gerast. Ég held bara áfram ótrauður. Stundum sakna ég þess þó að geta tekið upp símann og hringt í hvern sem er og kynnt mig og fólk veit hvað ég stend fyrir. Hér úti er ég mjög lítill fiskur í risastórri tjörn.“ Úti hefur Guðjón verið að skrifa bækur auk þess að þýða og staðfæra hluta af því efni sem hann notaði við námskeiðahald og fyrirlestra á Íslandi. Hann hefur einnig verið að kenna og halda námskeið. „Ég hef fengið skemmtileg verkefni, talað á ráðstefnu 430 leiðtoga hjá 18.000 manna fyrirtæki og einnig verið að aðstoða fólk við að skrifa bækur hér og þar og kennt heim- speki í virtu jógakennaranámi. En þetta hafa ekki verið stöðug verkefni sem hafa byrjað að rúlla af sjálfu sér. Í litlu samfélagi eins og Íslandi spyrst það sem maður gerir vel út. Það er ekki eins auðvelt að láta slíkt spyrjast út hér. Jóhanna hefur því dekkað okkar föstu innkomu og gerir enn. Þetta verður að koma smátt og smátt og ef það er einhver lærdóm- ur sem maður getur dregið af þessu þá er það að taka eitt skref í einu og láta koma í ljós hvað verður.“ Guðjón hefur þó fulla trú á því að ef hann haldi ótrauður áfram þá komi þetta allt sam- an og hann nái að skapa sér stöðuga inn- komu. „Það tók mig 10-12 ár að byggja upp námskeiðahald á Íslandi. Þar til fyrir tveimur mánuðum bjuggum við í mun stærra sam- félagi en erum nú nýflutt í þennan 30.000 manna bæ og ég er að fatta að ég kann miklu betur á svona lítil svæði. Ég er farinn að sjá hvar ég á að auglýsa og skil hvernig þetta virkar. Ég kann ekki á milljón manna borg og það er erfiðara að ná athygli þar. Ég hef trú á því að ef ég held áfram þá nái ég að skapa mér stöðug verkefni í gegnum það sem ég er góður í að gera.“ Hafa þau náð að eignast vini og tengt við fólk utan fjölskyldunnar? „Já. Við höfum eignast góða vini, sér- staklega fólk sem er í svipaðri stöðu, það er að segja innflytjendur – til dæmis vinahjón frá Þýskalandi sem við finnum að við eigum margt sameiginlegt með,“ segir Jóhanna. „Svo skiljum við orðið vel af hverju kirkjan spilar stórt hlutverk hér. Fólk þarf að finna sér stað til að tengjast og kynnast nýju fólki því hér er altítt að fólk flytji mikið vegna vinnu og annars og það er fljótleg leið. Við skildum þessa kirkjurækni til dæmis ekki al- veg áður.“ Þau hjónin fundu sér tímabundið kirkju – innan gæsalappa, segja þau, því það samfélag var í raun einhvers konar nýaldarsamfélag,“ segir Guðjón og hlær. „Þetta var ekki kirkja í hefðbundnum skilningi, heldur einhvers konar andlegur samverustaður. Fullkominn fyrir okkur Ís- lendinga þar sem við erum vön að taka ým- islegt úr öllum áttum – náttúrudýrkun, kristni, nýöld og margt fleira. Fólk kemur þarna úr öllum áttum. Við höfum við eignast vini víða og Íslendingasamfélagið hér er gott.“ Jóhanna segir að það sé ekki stórt – en úr- vals fólk sé þar að finna, um 20 landa þeirra. Meðal annars eiga þau góða vini sem þau kynntust þar og þau hitta alltaf á jólunum og 17. júní. Maja vinkona þeirra sem býr þar ytra ætlar senn að kenna þeim að baka klein- ur en Guðjón passaði sig á því að læra að baka pönnukökur áður en hann fór út til að geta reitt fram íslenskt bakkelsi þegar sökn- uðurinn myndi hellast yfir þau. Þá lærði hann líka að búa til súkkulaðiköku sem móðir hans er vön að gera. Í Whole Foods fá þau svo lambalæri sem þau fullyrða að slái ís- lenska lambakjötinu sem fæst heima við – það besta sé greinilega flutt út! Verða þau úti til frambúðar? „Okkur líður vel og hér erum við að festa rætur. Við sjáum ákveðna möguleika og ákveðinn lífsstíl sem við getum veitt okkur hér fyrir brot af þeim pening sem við getum gert á Íslandi. Þótt að samfélagið sé ekki fullkomið þá líður okkur vel og á meðan við sjáum börnin okkar blómstra erum við afar sátt.“ „Okkur líður vel og hér erum við að festa rætur. Við sjáum ákveðna möguleika og ákveð- inn lífsstíl sem við getum veitt okkur hér fyrir brot af þeim pening sem við getum gert á Íslandi.“ segir Guðjón. Ljósmynd/Gilbert Sauceda Guðjón Bergmann á langan feril að baki í jóga og hefur kennt heimspeki í virtu jóga- kennaranámi ytra. Morgunblaðið/Kristinn Viðtal

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.