Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Page 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Page 53
8.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Allra augu verða á Miroslav Klose, miðherja þýska landsliðsins, í Brasilíu, alltént þeirra sem hafa áhuga á markaskorun. Skori þessi 36 ára gamli leikmaður tvö mörk eða fleiri slær hann met Brasilíumannsins Ronaldos, sem skorað hefur flest mörk allra á HM, 15 talsins í 19 leikjum (1998, 2002 og 2006). Klose hefur skor- að 14 í 19 leikjum (2002, 2006 og 2010). Það hef- ur landi hans Gerd Müller líka gert en í aðeins 13 leikjum (1970 og 1974). Annar markahæsti leikmaðurinn sem kom- inn er til Brasilíu nú er Spánverjinn David Villa sem gert hefur átta mörk á HM til þessa. Úrú- gvæinn Diego Forlán hefur skorað sex. Ólík- legt er að þeir steli glæpnum af Klose. Tölfræði markahæstu leikmanna HM frá upphafi er sannarlega mögnuð. Þeir komast þó ekki með tærnar þar sem Frakkinn Just Fon- taine og Ungverjinn Sándor Kocsis hafa hæl- ana. Fontaine gerði 13 mörk í aðeins sex leikj- um í Svíþjóð 1958 og Kocsis 11 mörk í fimm leikjum í Sviss 1954. Það eru ríflega tvö mörk í leik. Árangur sem verður líklega seint jafn- aður. Hvorugur þessara manna varð svo lán- samur að leika aftur á HM. Ólíklegt er að met Fontaines, 13 mörk í einni keppni, verði nokkru sinni slegið. Til samanburðar má nefna að sjálfur Pelé gerði 12 mörk á HM en þurfti til þess fjórar keppnir og 14 leiki. Pelé er sá maður sem skorað hefur í flestum mótum, fjórum (1958, 1962, 1966 og 1970). Hann og Þjóðverjinn Uwe Seeler (sömu mót). Pelé er líka yngsti markaskorari í sögu HM, 17 ára og 239 daga (1958). Sá elsti er Kamer- úninn ódrepandi, Roger Milla, sem orðinn var 42 ára og 39 daga þegar hann læddi tuðrunni í mark Rússa í Bandaríkjunum 1994. 75 mörk í 68 leikjum Hægt er að færa fyrir því gild rök að Kocsis sé mesti landsliðs- markaskorari allra tíma en hann gerði 75 mörk í 68 leikjum fyrir Ungverjaland frá 1948-56. Það eru 1,103 mörk að meðaltali í leik sem er örlítið betri ár- angur en hjá Gerd Müll- er sem gerði 68 mörk í 62 leikjum fyrir Þýskaland, það eru 1,097 mörk að meðaltali í leik. Hér er munurinn svo lítill að grípa þarf til þriggja aukastafa. Kocsis átti að- ild að gullaldarliði Ung- verja ásamt mönnum á borð við Ferenc Puskás og Nándor Hidegkuti. Hann lést langt fyrir aldur fram árið 1979, að- eins 49 ára, er hann hrapaði fram af svölum á spítala, þar sem hann var til meðhöndlunar vegna krabbameins. Tölfræði Justs Fontaines er raunar ennþá tilkomumeiri en hann skoraði 30 mörk í aðeins 21 landsleik fyrir Frakka. Sumsé 1,4 mörk að meðaltali í leik. Þar sem leikirnir eru mun færri en hjá Kocsis og Müller telst það á hinn bóginn ekki samanburðarhæft. Fontaine neyddist til að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára vegna þrálátra meiðsla. Hann er enn á lífi, áttræður að aldri. Salenko og fimman fræga Fontaine skoraði í öllum leikjum sínum sex á HM 1958 en það afrek hefur aðeins einn maður leikið eftir, Brassinn Jairzinho, sem skoraði í öllum sínum leikjum, sex að tölu, í Mexíkó 1970. Fjölmargir leikmenn hafa gert þrennu á HM en aðeins fjórir í tvígang. Ekki kemur á óvart að Kocsis, Fontaine og Müller séu þrír þeirra. Sá fjórði er Argentínumaðurinn Gabriel Bat- istuta. Frægasta þrennan í sögu HM er auðvit- að sú sem Geoff Hurst skoraði í 4:2-sigri Eng- lendinga á Vestur-Þjóðverjum í úrslitaleiknum 1966. Flest mörk í einum og sama leiknum á HM hefur Rússinn Oleg Salenko gert, fimm stykki, gegn Kamerún í Bandaríkjunum 1994. Þess má til gamans geta að Salenko gerði aðeins eitt mark að auki fyrir rússneska landsliðið. Á þessu sama móti. Fljótasta mark í sögu HM skoraði Tyrkinn Hakan Sükür gegn Suður-Kóreu 2002. Tók að- eins 10,89 sekúndur. Geri aðrir betur! Fellur markametið í Brasilíu? Just Fontaine í leik með Frökkum gegn Júgóslövum á HM 1958. Hann gerði tvö af 13 mörkum sínum í þeim leik. Ungverjinn marksækni Sándor Kocsis gerði 11 mörk í fimm leikjum 1954. Miroslav Klose á æfingu með þýska landsliðinu á dögunum. Slær hann markametið í sumar? AFP Brasilíumaðurinn Pelé er ókrýndur konungur HM í knattspyrnu enda eini maðurinn til að vinna mótið í þrí- gang, 1958, 1962 og 1970. Pelé, eða Svarta perlan, eins og hann er gjarnan nefndur, átti stóran þátt í sigrunum í Svíþjóð 1958 og Mexíkó 1970 og skoraði í báðum úrslita- leikjum, tvisvar í Svíþjóð. Fyrra markið, þegar hann lyfti knettinum yfir varnarmann Svía áður en hann þrumaði honum í netið, er með frægari HM-mörkum frá upphafi. Í Síle 1962 meiddist Pelé á hinn bóginn í öðrum leik í riðlakeppninni og kom ekki meira við sögu í mótinu. Amarildo nokkur hljóp í skarðið. Í Englandi 1966 var Pelé sem frægt er sparkað út úr mótinu, bókstaflega – og brasilíska liðinu í leiðinni. Þrír aðrir leikmenn hafa skorað í tveimur úrslita- leikjum HM. Landi Pelés, Vavá; Vestur-Þjóðverjinn Paul Breitner og Frakkinn Zinedine Zidane. Vavá skoraði í úrslitaleikjunum 1958 (tvívegis) og 1962. Báðir leikir unnust. Breitner skoraði fyrra mark Vestur-Þjóðverja í 2:1-sigrinum á Hollendingum í Münc- hen 1974 og svo sárabótarmark í 1:3-tapi gegn Ítalíu á Spáni 1982. Zidane skoraði í tvígang í 3:0-sigri Frakka á Brasilíu á heimavelli 1998 og einu sinni (naumlega þó úr vítaspyrnu) í 1:1-jafntefli gegn Ítölum í Þýskalandi 2006. Sá leikur var útkljáður í vítaspyrnukeppni og þar hafði Ítalía betur. Aðeins einn leikmaður hefur tekið þátt í þremur úr- slitaleikjum HM, Cafu frá Brasilíu. Hann kom inn á í sigri á Ítölum í Bandaríkjunum 1994 og lék frá upphafi til enda í tapi gegn Frökkum í Frakklandi 1998 og sigri á Þjóðverjum í Japan 2002. Töfrar Svörtu perlunnar Vavá Zinedine Zidane Kóngurinn sjálfur, Pelé, fagnar í Mexíkó 1970. Paul Breitner Aðeins einn þjálfari hefur unnið HM oftar en einu sinni, Vittorio Pozzo sem stýrði Ítölum til sigurs 1934 og 1938. Fjórir aðrir hafa unnið og tapað úrslita- leik: Helmut Schön, Vestur-Þýskalandi (vann 1974, tapaði 1966); Franz Bec- kenbauer, Vestur-Þýskalandi (vann 1990, tapaði 1986); Carlos Bilardo, Argentínu (vann 1986, tapaði 1990) og Mário Zagallo, Brasilíu (vann 1970, tap- aði 1998). Tveir af þessum mönnum hafa líka unnið HM sem leikmenn: Zagallo 1958 og 1962 og Beckenbauer 1974. Enginn leikmaður hefur lyft HM- styttunni tvisvar sem fyrirliði. Ítalinn Giuseppe Meazza, Brasilíumennirnir Hilderaldo Bellini, Mauro og Cafu og Argentínumaðurinn Daniel Passarella unnu mótið að vísu allir tvisvar en að- eins í annað skiptið sem fyrirliðar. Úr þessu getur Iker Casillas bætt í sumar en hann var fyrirliði Spánverja þegar þeir urðu heimsmeistarar í Suður- Afríku fyrir fjórum árum. Þrír menn hafa verið fyrirliðar í tveimur úrslitaleikjum til þessa: Diego Maradona, Argentínu (vann 1986, tap- aði 1990); Dunga, Brasilíu (vann 1994, tapaði 1998) og Karl-Heinz Rumme- nigge, Vestur-Þýskalandi (1982 og 1986, tapaði báðum). Leikjametið á HM á Þjóðverjinn Lot- har Matthäus, 25 leiki. Samtals kom hann við sögu á fimm mótum (1982 til 1998) sem einnig er met sem hann deil- ir með Antonio Carbajal frá Mexíkó (1950 til 1966). Í sumar mun Ítalinn Gi- anluigi Buffon að óbreyttu bætast í þennan virðulega hóp (1998 til 2014). Flestar mínútur á HM hefur annar Ítali leikið, Paolo Maldini. Samtals 2,217 (1990-2002). Aðeins einn þjálfari unnið tvisvar Lothar Matthäus Vittorio Pozzo

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.