Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Qupperneq 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Qupperneq 55
8.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 Rúnar er atkvæðamikill á ljósmynda- vefnum Flickr og hýsir þar á þriðja tug sería. „Þarna er meðal annars að finna Café París-seríuna sem ég hef unnið að undan- farin sex til sjö ár. Níu af persónunum sem tilheyra þeim hópi eru nú fallnar frá. Svo eru þarna seríur sem ég næ líklega aldrei að klára, eins og Skammidalur, Grjótaþorpið og Pósturinn. En það gerir svo sem ekkert til.“ Eins og Lasse Virén Framan af ferlinum myndaði Rúnar aðallega fólk. Mannlífið var honum efst í huga, ekki síst á götunni. „Í blaðaljósmyndun er óhjá- kvæmilegt að mynda fólk. Það er ekkert forvitnilegra en fólk.“ Eftir að hann hætti á Sjónvarpinu fyrir fáeinum árum sneri Rúnar sér alfarið að ljósmynduninni. „Ég fór inn í þetta af mik- illi ástríðu. Mér fellur ekki verk úr hendi og eftir eitt og hálft ár verð ég með aðra sýn- ingu, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Hver veit nema önnur bók sé jafnvel handan við hornið,“ segir hann en bókin Einskonar sýnir kom út fyrir bráðum tuttugu árum. Enda þótt hann sé orðinn sjötugur er Rúnar alls ekki að setjast í helgan stein. „Það geri ég vonandi aldrei. Skilningur manns ætti að aukast og dýpka með aldr- inum. Reynslan hlýtur að skila sér einhvers staðar. Ég er staðráðinn í að taka góðan endasprett, eins og Lasse Virén á Ólympíu- leikunum í München 1972.“ Hann skellir upp úr. Rúnar er hæstánægður með gróskuna í íslenskri samtímaljósmyndun. Spurður hvort ljósmyndin njóti sannmælis kinkar hann kolli. „Ég hef aldrei heyrt neinn hall- mæla góðri ljósmynd.“ Sjálfur kvíðir hann ekki sínum eigin dómi. „Ég renni alveg blint í sjóinn með þessa sýningu og það verður mjög spenn- andi að fá viðbrögð. Verði þau góð er það auðvitað ánægjulegt en floppi sýningin er það mér líka að meinalausu. Mín listsköpun snýst nefnilega um að þora. Allt annað er óviðunandi.“ Morgunblaðið/Eggert Rúnar Gunnarsson nýbyrjaður sem ljósmyndari á Alþýðublaðinu 1963. Mynd úr bókinni Einskonar sýnir sem kom út árið 1995. Forvitinn um fólk. Þessi mynd var á fyrstu sýningu Rúnars í Unuhúsi árið 1969. Frá sýningunni í Gallery Bakaríi á Skólavörðustígnum. Hún stendur til 22. júní. Morgunblaðið/Eggert * Skilningur manns ætti að aukast ogdýpka með aldrinum. Reynslan hlýtur aðskila sér einhvers staðar. Ég er staðráðinn í að taka góðan endasprett, eins og Lasse Virén á Ólympíuleikunum í München 1972.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.