Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2014, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.6. 2014
BÓK VIKUNNAR Innri rödd úr annars höfði er ljóðabók
eftir Ásdísi Óladóttur. Vigdís Grímsdóttir segir rödd hennar
vera einstaka í ljóðaheiminum, hún sé frumleg, heit og litrík.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
20 tilefni til dagdrykkju er fjórðabók Tobbu Marinós, en áður hef-ur hún sent frá sér skáldsögurnar
Makalaus og Lýtalaus og handbókina
Dömusiði. Í nýju bókinni fjallar Tobba um
ýmis atvik á ævi sinni frá fimm ára aldri þar
til hún er 24 ára blaðakona í sífelldum vand-
ræðum með sjálfa sig og fólkið í kringum
sig.
„Mig langaði að skrifa bók án þess að
þurfa að dulbúa sögurnar. Segja þær bara
eins og þær gerðust enda er raunveruleikinn
oft mun ótrúlegri en skáldskapur,“ segir
Tobba. „Ég rakst á skemmtilega erlenda
smásagnabók þar sem höfundur sagði
skemmtisögur af sjálfum sér og þar sem mér
fannst þetta skemmtilegt form ákvað ég að
nýta mér það. Mig langaði líka til að skrifa
bók sem væri ekki hugsuð sem menningar-
legt stórvirki sem breytir lífi fólks heldur
bók sem skemmti fólki og fengi það til að
skella upp úr nokkrum sinnum. Bókin heitir
20 tilefni til dagdrykkju af því það eru tutt-
ugu kaflar í henni sem allir gefa tilefni til
dagdrykkju, þótt ég hafi þurft að leggja þá
iðju á hilluna þar sem ég er ólétt. Mér
fannst mjög gaman að skrifa bókina en að
sama skapi var það nokkuð snúið því þarna
gat ég ekki skýlt mér á bak við skálduð nöfn
og aðstæður því allir atburðir sem sagt er
frá gerðust í raun og veru og persónurnar
eru allar raunverulegar.“
Þar sem persónur bókarinnar eru raun-
verulegar er Tobba spurð hvort hún hafi
fengið leyfi þeirra til að segja af þeim sögur.
„Þeir sem spila hvað stærst hlutverk í bók-
inni fengu að lesa yfir þá kafla sem tengjast
þeim,“ segir hún. Svo er alltaf eitthvað sem
skolast til í minni manns þannig að ég leitaði
jafnvel til þeirra sem nafngreindir eru í bók-
inni til að fá staðfestingu á því sem gerðist.
Ég sendi til dæmis Eiríki Jónssyni blaða-
manni kafla sem fjallar um hann og spurði
hann hvort ekki væri örugglega rétt með
farið og hann staðfesti að svo væri. Sá kafli
fjallar um það þegar ég starfaði á Séð og
heyrt. Þegar ég var að skrifa þann kafla fór
ég hreinlega að velta fyrir mér hvort þetta
hefði allt gerst í alvöru. Eiríkur og aðrir
vinnufélagar mínir staðfestu að mig hefði
ekki dreymt öll þessu stórundarlegu atvik.“
Spurð hvort hún sé með hugmyndir að
fleiri bókum segir Tobba: „Mig langar til að
gera eitthvað allt öðruvísi næst, skrifa ann-
aðhvort skáldsögu í þyngri kantinum eða
gera matreiðslubók.“
Tobba á von á sínu fyrsta barni, stúlku,
eftir tvær vikur. „Þetta er fyrsta barn mitt
og mannsins míns og fyrsta barnabarn for-
eldra minna þannig að tilhlökkunin er mikil,“
segir Tobba. „Ég er vön að vinna 10-12 tíma
á dag og hef gert í mörg ár, en nú þegar
barn er á leiðinni sé ég að þótt það sé gam-
an og gott að vera í góðri vinnu og hafa
metnað þá er það ekki það eina sem skiptir
máli. Forgangsröðunin breytist töluvert við
tilkomu barns og það sem manni fannst
óskaplega mikilvægt áður er það kannski
ekki núna. Ég hef oft sprellað þó nokkuð en
er núna að ritskoða mig dálítið í þeim efnum
því eftir einhver ár fer lítið kríli að fletta
upp myndum af mömmu sinni og þá vil ég
að það sem ég hef gert standist skoðun. En
auðvitað má maður ekki tapa gleðinni og
gríninu og stundum þarf maður líka að fá að
vera eins og flón. Hlátur og sprell verður því
í hávegum haft við uppeldið á þessu barni.“
HLÁTUR OG SPRELL Í HÁVEGUM HAFT VIÐ BARNAUPPELDIÐ
Sögur án dulbúnings
„Mig langar til að gera eitthvað allt öðruvísi næst, skrifa annaðhvort skáldsögu í þyngri kant-
inum eða gera matreiðslubók,“ segir Tobba Marinós sem fljótlega verður móðir.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
NÝJASTA BÓK TOBBU MARINÓS ER
20 TILEFNI TIL DAGDRYKKJU OG
HÚN SEGIR MARKMIÐIÐ VERA AÐ
SKEMMTA FÓLKI OG FÁ ÞAÐ TIL AÐ
SKELLA UPP ÚR.
Bækurnar þær sem ég glugga hvað mest í eru skruddur, gamlar bækur
um lífið og tilveruna hjá forfeðrum okkar og -mæðrum. Bókaflokk-
urinn Skrudda eftir Ragnar Ásgeirsson forsetabróður er einna
efst í bunkanum, en líka söguleg skáldverk náskyld,
eins og Hraunfólkið og Falsarinn eftir Björn Th.
Björnsson (sem of oft gleymast á listum yfir önd-
vegisverk).
Stirðbusaleg frásögn í landsyfirréttardómum getur
falið í sér meiri fegurð og ljótleik en viðurkenndustu
fagurbókmenntir fyrir mínar móttökustöðvar. Ég nýt
þess að lesa beint og á milli línanna um fólkið sem
var að kveðja margra alda áþján við lok nítjándu ald-
ar og upphaf þeirrar tuttugustu, fólkið sem heilsaði
framförum og nýju lífi hinna uppreistu – fólkið sem
loks gat rétt úr bakinu og náði að klæða sig sómasamlega gegn hríð-
inni, slabbinu og kuldanum. Hversu velkomin voru ekki stígvélin á
Mýrunum? Og hversu óendanlega mikill léttir var það ekki óstöndug-
um leiguliðum að geta verslað framhjá kaupmönnunum og selt í út-
lensk skip fé á fæti fyrir sjóð silfurs? Þjóðinni varð það mikill fjár-
sjóður að komast undan oki aldanna, losna undan valdbeitingu og
hafa í höndunum ríkulegar auðlindir og harðduglegar hendur.
Í skruddunum eru margir sjóðir silfurs og ég fæ mér reglulega
handfylli.
Í UPPÁHALDI
FRIÐRIK ÞÓR
GUÐMUNDSSON
KENNARI
Friðrik Þór Guðmundsson er hér að glugga í eina af sínum eftirlæt-
isbókum, Skruddu eftir Ragnar Ásgeirsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Björn Th.
Björnsson
BÓKSALA 1. MAÍ TIL 31. MAÍ
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran
2 HM 2014 : hetjurnarIllugi Jökulsson
3 Átta gönguleiðir í nágrenniReykjavíkur
Einar Skúlason
4 30 dagar - leið til betri lífsstílsDavíð Kristinsson
5 5:2 mataræðið með Lukku í HappUnnur Guðrún Pálsdóttir
6 Eða deyja ellaLee Child
7 Frosinn : þrautabókWalt Disney
8 Iceland small world : small ed.Sigurgeir Sigurjónsson
9 5:2 mataræðiðDr. Michael Mosley / Mimi Spencer
10 Stjörnurnar á HM 2014Illugi Jökulsson
Kiljur
1 Eða deyja ellaLee Child
2 Húsið við hafiðNora Roberts
3 20 tilefni til dagdrykkjuÞorbjörg Alda Marinósdóttir
4 ParadísarfórnKristina Ohlsson
5 HHhHLaurent Binet
6 Og fjöllin endurómuðuKhaled Hosseini
7 LífsmörkAri J. Jóhannesson
8 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert
Joël Dicker
9 Marco-áhrifinJussi Adler-Olsen
10 Sögusafn bóksalansGabrielle Zevin