Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 26
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrir og eftir síðustu aldamót voru stundaðar tilraunaveiðar á túnfiski innan íslenskrar lögsögu í umsjón Hafrannsóknastofnunar í samvinu við japanska útgerð. Droplaug Ólafsdóttir líffræðingur var þá starfsmaður Hafrannsóknastofnun- ar og rifjar upp að erindi hafi borist sjávarútvegsráðuneytinu frá jap- önsku fyrirtæki árið 1995 um leyfi til að stunda túnfiskveiðar í íslenskri lögsögu. Rannsóknir og eftirlit „Erindið kom mönnum á óvart því lítið var vitað um fiskinn í íslenskri lögsögu á þessum tíma,“ segir Drop- laug. „ Ekki var orðið við beiðn- inni en þess í stað var ákveðið að ganga til sam- starfs við Japan- ana í tilrauna- veiðum á svæðinu ári síðar. Haf- rannsóknastofn- un fékk leyfi til tilraunaveiða á túnfiski og samdi síðan við japönsku útgerðina um veiðarnar. Starfsfólk Hafró var um borð í skipunum, skráði aflann, tók sýni og hafði eftirlit með veiðunum. Þegar mest var voru fimm jap- önsk skip að veiðum innan lögsög- unnar, en mörg skip aðallega frá Japan og Kóreu voru fyrir sunnan landhelgislínuna. Veiðarnar fóru ró- lega af stað árið 1996, best gekk 1997 og 1998, en upp úr aldamótum fóru veiðarnar að fjara út og árið 2005 voru þeir aðeins í nokkra daga í lög- sögunni. Túnfiskurinn fékkst öll árin á svipuðu svæði djúpt suður af land- inu eða í Suðurdjúpi, milli Reykja- neshryggjar og Færeyjahryggjar.“ Tveir stofnar bláuggatúnfisks Droplaug segir að í Norður-Atl- antshafi séu tveir stofnar bláugga- túnfisks, austur og vestur. Austur- stofninn sé sterkari og hrygni snemma sumars í Miðjarðarhafi, en gangi síðan út um Gíbraltarsund og haldi aðallega norður á bóginn. Hann geti verið fyrir sunnan Ísland frá því síðla í ágústmánuði og fram eftir hausti. Vesturstofninn hrygni í Mexíkóflóa og gangi síðan upp með austurströnd Bandaríkjanna og upp til Kanada. Lína er dregin milli stofnanna frá syðsta odda Græn- lands beint til suðurs, en fiskamerk- ingar hafa þó leitt í ljós einhverja blöndun milli stofnsvæðanna. „Megnið af þeim túnfiski sem finnst í Norðaustur-Atlantshafi kemur úr Miðjarðarhafinu,“ segir Droplaug. „Japanar eltu göngurnar þaðan, norður á bóginn og í átt að ís- lenskri lögsögu. Þeir vissu því hvað þeir voru að gera þegar þeir fóru fram á leyfi til veiða við Ísland. Norðmenn voru stórtækir Veiðar á túnfiski á norðlægum slóðum eru hins vegar vel þekktar. Norðmenn voru til dæmis stórtækir í túnfiskveiðum á árunum milli 1940 og 1960. Frá þeim tíma eru hins veg- ar litlar upplýsingar um túnfisk hér við land, en mér finnst freistandi að ætla að þá hafi hann einnig verið í Suðurdjúpi. Það svæði var hins veg- ar utan algengrar veiðislóðar á þeim tíma. Það má nefna að frá 1929 eru til frásagnir af túnfiskum út af Aust- fjörðum og 1944 gekk túnfiskur inn í Ísafjarðardjúp. Einnig eru frásagnir frá fyrri tíð um að túnfiskur hafi komið í veiðarfæri eða rekið á land sem bendir til að göngur inn á ís- Eltu túnfiskinn norður til Íslands  Áhugi Japana kom mönnum á óvart  Hafrannsóknastofnun samdi við japanska útgerð  Mest voru fimm skip hér að veiðum Droplaug Ólafsdóttir lensk hafsvæði séu ekki alveg nýtil- komnar,“ segir Droplaug. Um aldamótin gerðu menn sér væntingar um að túnfiskur gæti far- ið að ganga lengra norður á bóginn með hækkandi sjávarhita. Á sama tíma voru miklar veiðar í Miðjarðar- hafi sem kunna að hafa unnið á móti norðurgöngum, en nú er spurning hvort túnfiskurinn er að koma eins og makríllinn fyrir nokkrum árum,“ segir Droplaug. Enginn makríll var í fæðunni Túnfiskur og makríll eru skyldar tegundir og eiga það sameiginlegt að fara í langar fæðugöngur utan hrygningartíma á sumrin og haustin. Túnfiskurinn er hins vegar miklu stærri. Magasýni úr túnfiski voru skoðuð í tilraunaveiðunum og var þar einkum að finna smokkfiska, geirsíli og aðra djúpsjávarfiska, að sögn Droplaugar. Engan makríl hafi verið að finna í fæðunni enda makríll ekki farinn að ganga til Íslands í miklum mæli á þeim tíma. Hugsanlega hefur fæða túnfisks- ins breyst með auknu magni makríls á svæðinu en þó gæti mismunandi göngumynstur tegundanna dregið út líkum á því. Makríllinn sé fyrr á ferðinni og á leið út úr lögsögunni þegar túnfiskurinn nálgist hana. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 erhlutverkþitt að sjá umbókhaldið?- snjallar lausnir Kynntu þér lausnina á www.navaskrift.is 545 3200 navaskrift.is sala@wise.isGold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) TM Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is Fullbúin viðskiptalausn í áskrift - Microsoft Dynamics NAV Verð frá kr. pr.mán. án vsk 11.900- Mánaðarlegt gjald veitir aðgang að einu mest selda bókhaldskerfi landsins ásamt kostnaði við uppfærslu- og þjónustugjöld, hýsingu, afritun á gögnum, öryggisvarnir og SQL gagnagrunn. Breytilegur fjöldi notenda eftir mánuðum sem lágmarkar kostnað. Kerfinu fylgir rafræn sending reikninga, samskipti við RSK og fleira. Fjöldi sérlausna í boði fyrir þá sem þurfa aukna virkni. Vonir eru bundnar við að í ár takist að ná þeim 25 tonnum, sem úthlutað var til línuveiða á túnfiski. Veiðarnar fara vel af stað og hefur Jóhanna Gísladóttir GK landað 25 fiskum í Grindavík í tveimur löndunum. Tún- fiskkvóti Íslendinga hefur ekki náðst síðustu ár, en það er hagsmunamál að nýta kvótann. „Við erum aðilar að alþjóðlegum samningum og ef við nýtum kvótann ekki kemur örugglega upp sú spurn- ing á þeim vettvangi hvort við höfum veiðireynslu á túnfiski,“ segir Bryn- hildur Benediktsdóttir, sérfræðing- ur á sviði auðlindanýtingar í sjávar- útvegsráðuneytinu. Ævintýralegt verð Heildarkvóti á veiðum á bláugga- túnfiski í Norður-Atlantshafi er 13.400 tonn og koma 0,23% í hlut Ís- lendinga. Evrópusambandið er með langmestan kvóta eða tæplega 60%. Marokkó 9,5%, Japan 8,5% og Túnis er með tæp 8% kvótans. Fyrir nokkrum árum var dregið verulega úr veiðunum vegna versnandi ástands stofnsins, en veiðarnar gefa eigi að síður mikil verðmæti því tún- fiskur er eftirsótt neysluvara víða um heim og seldur dýrum dómum á fiskmörkuðum. Ævintýralegt verð hefur t.d. fengist fyrir bestu vöruna í Japan. Íslendingar mega í ár veiða rúm 30 tonn og var 25 tonnum úthlutað til Jóhönnu Gísladóttur sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík. Fimm tonn af kvóta Íslendinga voru tekin til hliðar vegna meðafla og til að veiða túnfisk á sjóstöng. Þær veiðar voru fyrst í boði í fyrrasumar, en möguleikinn hefur ekki enn verið nýttur. Ef allt gengur að óskum á vertíðinni í haust og 25 tonn nást í línuveiðunum gætu skipverjar á Jóhönnu landað um 140 fiskum í haust miðað við að hver fiskur sé að meðaltali 180 kíló að þyngd upp úr sjó. Krafa um stærð veiðiskips Í sumar var ákveðið að gera ákveðnar kröfur um stærð skipa við túnfiskveiðar. Einkum vegna þess að sækja þarf langt suður fyrir land og þegar kemur fram á haustið er allra veðra von. Aðeins Vísir hf. í Grindavík sótti um leyfi fyrir Jó- hönnu Gísladóttur þegar endur- úthlutun var auglýst. Tvö síðustu haust hafa veiðar skilað litlum ár- angri og er t.d. talið að haustið 2012 hafi of seint verið haldið til veiða. Áður virtist lítill áhugi á veiðunum. Að sögn Brynhildar hafa Íslend- ingar haft sömu hlutfallstölu í út- hlutuðum túnfiskkvóta frá 2001 er Ísland gerðist aðili að Atlantshafs- túnfiskveiðiráðinu (ICCAT). Það sinnir verndun og veiðiráðgjöf á tún- fiski og skyldum fisktegundum í Atl- antshafi og aðlægum höfum. Veiði- ráðgjöf er væntanleg í nóvember og í kjölfarið er von á ákvörðun um afla- mark fyrir næsta ár, en viðræður um kvóta fara fram á fjögurra ára fresti. Heldur að braggast Norðaustur-Atlantshafs bláugga- túnfiskur, sem fengist hefur suður af Íslandi, hefur lengi átt erfitt upp- dráttar, en nú eru vísbendingar um að stofninn sé heldur að ná sér á strik. Kvótasetning var um tíma um- fram ráðgjöf og afli auk þess meiri en aflamarkið. Síðustu ár hefur breyting orðið á, nú er farið eftir ráðgjöfinni og eftirlit með veiðunum hefur aukist. Kvóti Íslend- inga hefur ekki náðst  Heildarkvóti í N-Atlantshafi 13.400 tonn  Hlutur Íslands 30 t. eða 0,23% Ljósmynd/Optimus margmiðlun/Sölvi Túnfiskur Mikil áhersla er lögð á kælingu og vandaða meðferð aflans. » Árið 1997 veiddu þrjú japönsk skip samtals 1.577 fiska innan lögsögu. » 1998 voru fimm japönsk túnfiskveiðiskip að veiðum við Ísland frá því í byrjun ágúst til 5. nóv. og veiddust 2.259 fiskar á 385 sóknardögum. » 741 fiskur veiddist 1999, 671 árið 2000, 107 2001 og 324 árið 2002. Túnfiskveiðar Hafrannsóknastofnunar 1997-2005, unnar í samvinnu við Japani 140 120 100 80 60 40 20 0 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 1997 20011999 20031998 20022000 2004 2005 H ei ld ar þy ng d afl a (t on n) M eð al þy ng d afl a/ lö gn (k g) Heildarþyngd, tonn (vinstri ás) Meðalþyngd á lögn, kg (hægri ás)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.