Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 85
öðrum brjóstsykursgerð og 1959 sælgætisgerðina Mónu og rak hana í um 45 ár. Það var byrjað smátt og fyrir rest var þetta orðið öflugt fyrirtæki. Hann var dugnaðarforkur en hann stóð ekki einn. Hann hafði kynnst Gústu og hún stóð við hlið eiginmanns síns í blíðu sem stríðu. Hún tók mikinn þátt í allri vinnunni ásamt því að sjá um stórt heimili. Þegar börnin fluttu að heiman kom hún meira inní reksturinn. Hann var örlátur og um hverja páska kom hann með páskaegg handa allri fjölskyld- unni minni og ég vissi að hann fór á fleiri staði. Bróðir var uppáhaldsfrændi barnanna minna og þau kölluðu hann súkkulaðifrænda. Þegar þau komu í heimsókn í verksmiðj- una kom hann brosandi á móti þeim og gaf hann sér alltaf tíma til að labba með þeim um salina og útskýra allt fyrir þeim, þrátt fyrir miklar annir og í lokin var súkkulaði sett í vasana. Hann hafði ýmis áhugamál, ungur tók hann mikið af myndum og fram- kallaði sjálfur. En fótbolti var stórt áhugamál og í mörg ár fór hann á völlinn með vini sínum. Hann og nokkrir vinir hans hittust reglulega og spiluðuð brids. Bróðir var ljúfmenni, húmoristi, félagslyndur og vina- margur. Í einkalífi var hann ríkur. Kynntist Gústu sinni og voru þau rétt yfir tvítugt þegar þau giftust. Þau eignuðust sex mannvænleg börn og barna- börnin eru orðin 14 og barna- barnabörnin tvö. Það er í raun ótrúlegt hve miklu hann áorkaði því hann hafði kross að bera, því hann veiktist ungur af hrygggikt sem var slæm og háði honum ávallt mikið. Vegna hennar hryggbrotnaði hann og lamaðist fyrir nokkrum árum, sem var þungt högg. Ég heyrði bróður aldrei kvarta yfir veik- indum sínum og hann sló þeim oft upp í grín og svaraði þegar maður spurði um heilsuna „það er í lagi sem er í lagi, hitt er ekki í lagi“. Hann var búinn miklu æðruleysi sem ég tel að hafi verið einn af hans aðalkost- um. Að leiðarlokum vil ég þakka samfylgdina og kveð ég góðan bróðir. Gústu, börnum og barnabörnum sendum við Sab- ina og fjölskylda innilegar sam- úðarkveðjur. J. Valur Marinósson. Afi var merkilegur maður og stórkostlegur karakter. Hann var nýjungagjarn og mikill græjukall og sá fyrsti sem við þekktum sem eignaðist gemsa. Hann var einnig móttækilegur fyrir nýjum viðhorfum og óhræddur við að aðlagast breyttum kynjahlutverkum í samskiptum við konurnar í lífi sínu. Hann hélt áfram að vinna langt eftir að hann komst á eft- irlaunaaldur og í hvert sinn sem hann birtist brosandi í verk- smiðjunni lifnaði yfir öllu starfs- fólkinu. Hann var hinn mesti stríðnispúki og húmoristi og prakkaraglottinu hans munum við aldrei gleyma. Hann var okkar dyggasti stuðningsmaður, átti alltaf til einlægt hrós og enginn gladdist eins mikið og hann þegar okkur gekk vel. Hann var og mun alltaf verða okkur mikil fyrirmynd í lífinu og við erum óendanlega þakk- látar fyrir tímann sem við feng- um með honum. Borghildur (Hilda) og Ágústa. Í dag kveðjum við æskuvin okkar hann Sigga Mar. Hann var skemmtilegur, kátur og uppátækjasamur. Það var gam- an að alast upp í Vestmanna- eyjum, þar var líf og fjör og margt brallað. Vinskapur okkar hefur haldist síðan í barnaskóla. Það kom að því að margir í vinahópnum fluttu upp á land, stofnuðu heimili og hófu ný störf. Siggi og Gústa eignuðust stóran barnahóp og brátt var Siggi orðinn forstjóri Mónu. Þegar við vorum 50 ára ákváðum við vinahópurinn úr Eyjum að halda sameiginlega veislu og þá var Nefndin stofn- uð sem starfar enn í dag. Við héldum glæsilega veislu á Hótel Sögu sem tókst svo vel að við ákváðum að hittast framvegis á 5 ára fresti til skiptis í Vest- mannaeyjum og upp á landi. Seinna á ársfresti. Skemmtiat- riðin voru alltaf heimatilbúin og við vorum svo heppin að hafa músíkanta í hópnum svo það var mikið sungið. Siggi var potturinn og pannan við und- irbúninginn og hafði alltaf tíma fyrir okkur. Hann var höfðingi og oft nutum við þess að hann var forstjóri Mónu. Þegar kom að því að Siggi og Gústa settust í helgan stein og nytu ávaxta af lífsstarfinu dró ský fyrir sólu. Siggi varð fyrir slysi. Eftir það hefur hann verið bundinn við hjólastól. Við getum ekki sett okkur í spor þeirra sem verða fyrir þessu mótlæti en við vinir Sigga gátum gefið honum gleði okkar og vináttu og höfum heimsótt Sigga og Gústu mán- aðarlega. Í hvert sinn slógum við upp veislu með allskonar kræsingum, hlógum og rifjuðum upp gamlar minningar. Alltaf hlakkaði Siggi til að hitta okkur en við höldum að við höfum hlakkað enn meira til að hitta hann og Gústu. Ef maður spurði: Hvernig hefur þú það í dag? svaraði hann: Sumt er bil- að en hitt er í lagi. Svona var hann Siggi. Við fórum betri manneskjur af hans fundi. Við söknum Sigga en gleðjumst yfir því að hann er laus við fjötrana og trúum því að hann gangi frjáls á vit nýrra heima. Góða ferð, elsku vinur. Fyrir hönd Nefndarinnar ’29, Ragnheiður Sigurðardóttir. Vinur okkar, Sigurður Emil Marinósson, hefur kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Hann hafði mátt þola ýmislegt, þjáðist af beinasjúkdómi árum saman, hafði hálsbrotnað, sem lengi dró úr vinnuþoli hans, og árið 2008 varð hann fyrir því áfalli að hryggbrotna. Það var þyngsta raunin fyrir þennan félagslynda dugnaðarfork að lamast og verða upp á aðra kominn með flesta hluti. En hans andlega reisn hélst óbreytt og einnig góða skapið, sem átti drjúgan þátt í að gera bærilegt það, sem á eftir fór. Eftir langan og erf- iðan aðdraganda var hann fullur þakklætis, þegar hann komst að á hjúkrunarheimilinu við Boða- þing, þar sem aðstæður og öll aðhlynning er til fyrirmyndar. Sigurður var fæddur í Vest- mannaeyjum en flutti til Reykjavíkur 17 ára gamall til að hefja nám í Loftskeytaskólanum en hélt alltaf góðum tengslum við vini sína í Vestmannaeyjum. Sigurður var glaðlyndur, fé- lagslyndur og vinmargur, enda fékk hann margar heimsóknir, sem styttu honum stundir og ekki síður glöddu þær hann tíð- ar heimsóknir barnanna og barnabarnanna. Ómetanlegt var það honum að Ágústa hans sat hjá honum alla daga, frá morgni til kvölds. Eftir að Sigurður lauk námi vann hann á símstöðinni á Borð- eyri og síðan í Gufunesi. Jafn- framt vann hann ýmis önnur störf. Árið 1959, eftir að hafa lesið ótal fagtímarit, keypti hann vélar til sælgætisfram- leiðslu, fékk til sín sérfræðing frá Englandi og stofnaði sæl- gætisgerðina Mónu. Hann rak Mónu í nokkur ár við fremur þröngan húsakost, þar til honum tókst að kaupa lóð í Hafnarfirði og reisa þar stórt verksmiðjuhús. Með þrautseigju, ósérhlífni og dugnaði tókst Sigurði að efla fyrirtækið jafnt og þétt. Jafn- hliða því sem framleiðslan óx, varð húsnæðisþörfin meiri og árið 1990 voru verksmiðjuhúsin orðin þrjú. Elskuleg eiginkona hans, Ágústa, stóð ávallt við hlið hans, studdi hann með ráðum og dáð. Hann fullyrti, að án hennar hefði fyrirtækið ekki blómgast eins og raunin varð. Eftir að hafa rekið Mónu í 45 ár var farið að draga úr þreki Sigurðar. Seldi hann þá fyrir- tækið og þau hjónin gátu notið áranna, sem á eftir komu, þar til hann varð fyrir slysinu, sem öllu breytti. Við fráfall Sigurðar léttir það sorgina að vita að vegna aðstæðna sinna var hann sáttur við að ljúka þessu jarð- lífi. Margs er að minnast eftir rúmlega hálfrar aldar vináttu, sem hófst með vináttu barnanna okkar. Oft höfum við rifjað upp skemmtilegar veiðiferðir, sum- arhúsaferðir, ferðalög innan- lands og utan, og öll fjörugu spilakvöldin, en Sigurður var snjall bridgespilari. Ágústa er góður ljósmyndari og geymir myndasafn hennar dýrmætar minningar frá liðnum árum. Á kveðjustund þökkum við okkar góða vini, heiðursmann- inum Sigurði, samfylgdina öll þessi ár og vottum Ágústu og öllum afkomendum þeirra inni- lega samúð. Þórunn og Erlingur. Okkur langar í fáum orðum að minnast vinar okkar Sigurð- ar Emils Marinóssonar, „Sigga í Mónu“. Fyrir um þrjátíu árum boðaði Jóhann T. Egilsson, bankastjóri Iðnaðarbankans í Hafnarfirði, okkur undirritaða og nokkra aðra atvinnurekendur á fund í bankanum og bauð til létts há- degisverðar. Tilefnið kvað hann vera að hitta reglulega þennan hóp og ræða helstu málefni dagsins þannig að hann gæti fylgst sem best með því sem var að gerast í atvinnulífinu og kanna hvort og hvernig bankinn gæti komið að málum. Siggi í Mónu var einn þessara manna. Þessum samverustundum höfum við haldið áfram öll þessi ár okkur til ómældrar ánægju enda þótt aðstæður hafi breyst við hækkandi aldur og nú kveð- ur Siggi í Mónu, sá þriðji af fé- lögunum 6. Eftir að Siggi lam- aðist og þurfti að ferðast í hjólastól héldum við áfram upp- teknum hætti og síðast hittumst við í Tilverunni í Hafnarfirði 15. júlí sl. og vorum við þá tveir í hjólastól. Þá átti Siggi erfitt um mál og var fölur á vanga en léttur í lund og spaugsamur að vanda. Næsti fundur var ákveðinn 12. ágúst en til þess kom ekki þar sem Siggi sendi okkur kveðju daginn fyrir áætlaðan fund um að hann gæti ekki mætt. Kveðjustundin kom fyrr en við væntum. Fljótlega kynntumst við því hversu frábærir gestgjafar Siggi og Gústa voru og nutum þess að vera samvistum við þau. Á þessum árum hefur byggst upp traustur vinskapur okkar allra og eiginkvenna okkar sem hefur leitt til fjölda sameigin- legra funda og ferðalaga innan- lands sem utan, m.a. til Fær- eyja. Höfum við notið samvistanna og kynnst þeirri einlægni og stefnufestu og glaðværð er ein- kenndi Sigga. Honum var mjög annt um fjölskyldu sína sem og fyrirtækið og hugaði grannt að velferð þeirra. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og hvikaði ekki frá þeim þótt aðrir væru á öndverð- um meiði. Með þessum fátæklegu orð- um viljum við þakka fyrir mjög gefandi vináttu öll þessi ár. Blessuð sé minning Sigga. Við vottum Ágústu og öllum eftirlif- andi ættingjum og vinum inni- lega samúð okkar. Arnbjörg og Jóhann G. Bergþórsson, Anna Júlíana og Rafn Sigurðsson, Guðrún og Magnús Tryggvason. MINNINGAR 85 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Ég vil kveðja elskulegan bróður, Stefán Rúnar, með nokkrum orðum. Við bræðurnir ólumst upp á Hafnargötunni á Seyðisfirði. Bryggjurnar, fjaran og fjöllin voru okkar ævintýra- heimar. Ég man ekki að okkur hafi nokkurn tímann leiðst, það var alltaf nóg að gera. Við veidd- um á bryggjunum, lékum okkur í fjörunni og gengum á fjöll. Rúnar var alltaf að taka hluti í sundur og sjá hvernig þeir virkuðu. Hjá honum lærði ég að gera við hjólið mitt þegar það bilaði, búa til túttu og teygjubyssur, smíða sverð og skildi sem við lékum okkur að. Ungir fórum við að stunda veiðar með föður okkar. Fyrst stang- veiðar og síðar skotveiðar. Dag- inn fyrir veiði var garðurinn vökvaður og svo um kvöldið var farið út með ljós að tína maðk, spenningurinn var svo mikill að við náðum varla að festa svefn. Faðir okkar kenndi okkur allt um veiðar og kenndum við okkar börnum seinna meir. Rúnar var mikill veiðimaður og fannst fátt skemmtilegra en að vera við ár- bakkann með stöng eða uppi til Stefán Rúnar Sigurðsson ✝ Stefán RúnarSigurðsson fæddist á Seyðis- firði 2. nóvember 1965. Hann lést 2. ágúst 2014. Útför Stefáns Rúnars fór fram 13. ágúst 2014. fjalla á rjúpu. Okkar bestu stundir voru við veiðar og það verður ekki samt að halda til veiða án þín. Ég bið góðan Guð að vaka yfir dætrum þínum. Hvíl í friði, elsku bróðir. Ég kveð þig kæri vinur ég kveð þig Rúnar minn í faðmi drottins sefur ljúfur drengurinn. Á vængjum morgunroðans um röðulglitrað haf fer sála þín á guðs vors helga stað þar er engin þjáning né kvöl né sorgartár. Aðeins ró og friður í hverri þreyttri sál. Þér þakka samfylgdina og minninguna um þig. Nú bið ég góðan guð að geyma þig (Kolbrún Harpa.) Bjartmar S. Sigurðsson. ✝ Reynir KristinnGuðmundsson fæddist í Reykjavík 21. september 1949. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 18. ágúst sl. Foreldrar hans voru Guðmundur Friðriksson versl- unarmaður, f. 22. júlí 1920, d. 17. októ- ber 1968, og Guðríður Ástráðs- dóttir, f. 18. apríl 1924, d. 16. ágúst 2003. Bræður Reynis eru: Ástráður Stefán, f. 3. mars 1946, Gunnar Friðrik, f. 30. október 1952, og Guðmundur Garðar, f. 22. febrúar 1956, d. 5. maí 2010. Árið 1972 kvæntist Reynir Sigríði Þorláksdóttur, f. 24. október 1952. Börn þeirra eru: 1) Ásta Björg, f. 5. júli 1974, gift Magnúsi Má Nils- syni. Börn þeirra eru Katrín og Þór- ey Sesselja. 2) Friðrik Þór, f. 22. október 1976, kvæntur Hrönn Haraldsdóttur. Börn þeirra eru Emil, Máni og Freyja. Seinni eig- inkona Reynis er Björg Hauks- dóttir, f. 15. ágúst 1952. Að loknu verslunarskólaprófi starfaði Reynir í nokkur ár hjá Eimskipafélagi Íslands, m.a. sem fulltrúi á skrifstofu félags- ins í Norfolk í Bandaríkjunum, en vann síðustu árin einkum við þýðingar. Útför Reynis fór fram frá Kristskirkju í Landakoti 25. ágúst 2014. Ég vil minnast trúbróður míns, Reynis Guðmundssonar, sem ég hafði þá gæfu að kynnast á vettvangi kaþólsku kirkjunnar. Áttum við mest samskipti í bisk- upstíð Alfreðs Jolson þegar báð- ir gáfu sig þar að verkefnum við Kaþólska kirkjublaðið o.fl. Þekk- ing Reynis á kaþólskum sið, sem hann hafði alizt upp við með fjöl- skyldu sinni, var mikil og djúp. Hann dróst að andlegum fræð- urum kirkjunnar og trúvarnar- fræðum, ekki aðeins fyrri tíðar, heldur og þeim sem snertu við- ræðu trúar og heimspekilegra viðhorfa og árekstra hennar við veraldarhyggju á ýmsum svið- um, m.a. siðferðismála. Hafði ég iðulega samband við hann þá og síðar í síma eða netbréfum þegar mikið lá við og kom þar ekki að tómum kofunum; ef hann vissi ekki lausnina, gat hann oft vísað á þá sem vissu. Hann vann við margar þýð- ingar fyrir biskupa kirkjunnar og söfnuðinn og naut þar trausts fyrir vandað verk sitt, en þar er fullrar nákvæmni þörf, þolin- mæði, orðheppni og á stundum nýyrðasmíða um guðfræðileg efni sem veraldleg. Margt af þýðingum hans birtist í Merki krossins, tímariti kirkjunnar, og annað á netinu. Á seinni árum vann hann mikið verk við að þýða hið mikla og alþjóðlega Trúfræðslurit kaþólsku kirkj- unnar. Ekki var ég heimagangur hjá Reyni, þótt ég þekkti reyndar vel hans elskulegu, trúræknu móður og af bræðrum hans helzt skólabróður minn Gunnar sagn- fræðing, sem eins og Reynir hef- ur unnið kirkjunni og kirkju- sögulegum málum ærið gagn og þekktur er af sinni miklu, verð- launuðu bók um Jón Sveinsson, Nonna. Við Reynir hittumst helzt í seinni tíð á förnum vegi og eftir messur og jafnan notalegt að taka hann tali. Mikill skaði er að því, að honum hafi ekki enzt lengra líf til að veita kirkju og kristni áfram það liðsinni sem jafnan mátti vænta af honum, en skaðinn er líka vinanna sem sakna hans nú, hans glöggu orð- ræðu, svipbrigða hans og léttrar kímni. Frá Kristskirkju konungs, sem hann hélt sinn trúnað við, var hann jarðsunginn í sálu- messu þar sem fyrirbænir fylgdu honum yfir landamæri lífs og dauða, eins og einnig hér. Drott- inn blessi þig, Reynir, fjölskyldu þína alla og ástvini. Jón Valur Jensson. Reynir Kristinn Guðmundsson ✝ Elskulegur afi okkar, langafi og bróðir, SVEINBJÖRN JÓNSSON, Austurbrún 6, Reykjavík, lést á líknardeild LSH sunnudaginn 24. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey. Barnabörn, barnabarnabörn og systkini. ✝ Bróðir okkar, JÚLÍUS FRIÐRIK MAGNÚSSON frá Sunnuhvoli, Glerárþorpi, til heimili á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lézt föstudaginn 29. ágúst. Jarðsett verður frá Glerárkirkju föstudaginn 12. september kl. 13.30. Systkini hins látna og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.