Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 www.sumarferdir.is Heldri borgarar á Benidorm Örfá viðbótarsæti í uppselda ferð! Verð á mann m.v. tvo fullorðna í tvíbýli. 179.900 kr. Verð á mannGran Hotel Bali Hálft fæði, drykkir með mat, og rúta til og frá hóteli innifalin í verði. 20. SEPT. – 7. OKT. 17 NÆTUR Jenný Ólafsdóttir er fararstjóri í ferðumHeldri borgara. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt sumt sé talið líkt með Kröflueld- um og umbrotunum við Bárðarbungu og Dyngjujökli með tilheyrandi eld- gosum í Holuhrauni telur jarð- skjálftafræðingur að ekki sé unnt að nota Kröfluelda til að segja fyrir um þróunina nú. Kröflueldar stóðu yfir frá því í desember 1975 og fram í september 1984. Gekk þá mikil gliðnunar- hrina yfir svæðið. Hún sýndi glögg- lega samspil fleka- og kviku- hreyfinga og hvernig slík virkni þróast, að því er fram kemur í bók- inni Náttúruvá á Íslandi – eldgos og jarðskjálftar sem margir af fremstu jarðvísindamönnum landsins skrif- uðu og stuðst er við í þessari sam- antekt. Á flekaskilunum hafði togspenna myndast í jarðskorpunni eftir slökun í eldgosum á svæðinu í rúmar tvær aldir. Skjálftavirkni fór vaxandi í Kröflueldstöðinni fram eftir ári 1975 vegna söfnunar bergkviku. Fyrsta eldgosið varð í desember 1975, smágos í Leirhnjúk. Þá var brotmörkum náð og stórt kvikuhlaup, gangainnskot eins og við þekkjum vel úr fréttum frá Dyngjujökli og Holu- hrauni, varð norður í sprungusveim- inn. Gliðnunarhrinan var sú fyrsta af rúmlega tuttugu hrinum sem urðu á svæðinu. Aðeins níu leiddu til eld- goss. Hinar tengdust eingöngu kviku- tilfærslu neðanjarðar sem leiddu til gleikkunar á sprungum, án eldgosa. Eftir fyrsta eldgosið tók land aftur að rísa í öskjunni, skjálftum fjölgaði þar til sú næsta brast á hálfu ári síð- ar. Þessi atburðarás endurtók sig næstu átta árin. Jarðvísindamenn gátu í fyrsta skipti fylgst nákvæmlega með slíkum kvikuinnskotum með mælum. Stærri hraungos hófust 1980 og urðu þau samtals fimm, það síðasta 1984. Í Náttúruvá á Íslandi kemur fram að streymi í kvikuhólfið undir Kröfluöskjunni hélst allan tímann. Þar kom að sprungusveimurinn hætti að taka við kvikuinnskotum, nema þá grunnt undir yfirborði, og kvika sem leitaði úr kvikuhólfinu þegar það brast átti aðeins eina leið færa, upp úr jörðinni. Mestallt hraun Kröfluelda kom upp í síðustu fimm gosunum norðan öskjunnar. Flatarmál þess er alls um 35 ferkílómetrar. Það skiptist í þunn hraun, einn til tvo metra að þykkt, úr langri gossprungu frá fyrstu klukku- tímum goss og þykk hraun, oft um sex til tíu metra, úr einum aðalgíg þar sem gos stóð í nokkra daga og allt að tvær vikur. Fróðlegt að fylgjast með Eldgosið í Holuhrauni og aðdrag- andi þess virðist líkjast seinni hrinu Kröfluelda að ýmsu leyti. Eysteinn Tryggvason jarðskjálftafræðingur, sem var á vaktinni í Kröflueldum, nefnir að þessi færsla á kvikunni frá miðstöð eldfjallsins út á lægra liggj- andi staði þar sem minni þrýstingur er neðanjarðar sé líkt með þessum tveimur atburðum. Hann segir jafn- framt að atburðirnir séu ólíkir að ýmsu öðru leyti. Þannig sé virknin í Bárðarbungu með stórum skjálftum alls ólík Kröflu. Þar hafi skjálftarnir ekki verið stórir, nema tiltölulega langt frá, en aftur á móti hafi verið stöðugur titringur vegna smáskjálfta. Hann telur ekki unnt að nota Kröfluelda til að spá um þróunina við Bárðarbungu. „Ef hræringarnar hætta núna verður fróðlegt að sjá hvort Bárðabunga lyftist aftur og búi sig undir annað kvikuhlaup. Ég tel ekki hægt að spá því. Til þess verðum við að hafa meiri vitneskju um það hvernig Bárðarbunga hegðar sér,“ segir Eysteinn. Þá segir hann að þótt ekki sé al- gengt hér á landi að goshrina dragist jafnlengi og í Kröflueldum séu nokk- ur dæmi um það og nefnir Öskju 1875 og aftur á þriðja tug síðustu aldar og Surtseyjargosið. Geta ekki spáð út frá Kröflu  Kröflueldar 1975-1984 sýndu glöggt samspil fleka- og kvikuhreyfinga og hvernig slík virkni þróast  Níu eldgos urðu í yfir tuttugu gliðnunarhrinum  Holuhraunsgosin líkjast síðustu eldunum Morgunblaðið/Eggert Holuhraun Eldgosið nú er sprungugos þar sem óslitið eldtjald rís upp úr jörðinni og líkist eldgosum Kröfluelda. Eysteinn Tryggvason „Það var tilkomumikil sjón að sjá eldtungurnar teygja sig móti himni. Hver gígurinn á fætur öðr- um, norður í Gjástykki og í Rauð- kolli, sem er í um 3 kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem við vorum,“ sagði Ásgrímur Guð- mundsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, við blaðamenn Morgunblaðsins sem flugu norður nóttina sem níunda og síðasta eld- gosið við Kröflu hófst. Hann var meðal sjónarvotta að upphafi gossins. Eldgosið hófst rétt fyrir mið- nætti 4. september 1984. Landsig hafði hafist fyrr um kvöldið og hlaupórói sást á skjálftamælum þannig að menn á svæðinu voru viðbúnir gosi. Ásmundur og félagar hans fylgdust með upphafi gossins af hól skammt frá Kröfluvirkjun. Sáu þeir að eldvirknin náði sunn- ar en í fyrri gosum og hraun teygði sig til suðausturs. Var því nokkur beygur í fólki um að Kröfluvirkjun og byggðinni í Reykjahlíð stæði hætta af. „Í birt- ingu kom í ljós að við höfðum miklað þetta verulega fyrir okk- ur, sem betur fer,“ sagði Ásgrím- ur við blaðamenn. Upphafi gossins er þannig lýst í bók Ara Trausta Guðmundssonar, Íslenskar eldstöðvar, að eftir að kvikustrókar hafi komið upp hafi jörðin rifnað í báðar áttir og þá hafi bunað hraunslettur og sam- felldir, glóandi gosbrunnar upp úr tveimur tveggja kílómetra löngum gossprungum, en á milli hafi verið tveggja kílómtra langt bil. Sú spilda hafi að lokum klofn- að líka og sprungukerfið lengst í báðar áttir, suður fyrir hæsta hluta Leirhnjúks og norður fyrir Éthóla. Sprungan hafi orðið hálf- ur níundi kílómetri að lengd. 6. september lauk gosi innan öskjunnar en áfram streymdi hraun úr eldborgum þar fyrir norðan. Gosið var síbreytilegt allt til síðasta dags, 18. september. Gosið í september 1984 reynd- ist stærsta gos Kröfluelda og jafnframt það síðasta. Þegar íbú- ar í Reykjahlíð og Vogum voru varaðir við brá sumum því nokk- urt hlé hafði verið á goshrinunni, síðasta gos þar á undan var 1981. Þótt Kröflueldar yrðu nálægt byggð varð tiltölulega lítið tjón í þeim. Mesta fjárhagslega tjónið varð vegna breytinga sem það hafði í för með sér við byggingu Kröfluvirkjunar sem þá stóð yfir. Einnig urðu skemmdir á öðrum mannvirkjum. Svæðið var aðgengilegt fjöl- miðlum sem gátu veitt almenningi góðar upplýsingar um þróun at- burðarásarinnar. Vegna þess hversu langdregin umbrotin voru og óvissa um hvenær gos kæmu settu blaðamenn og vísindamenn á þrásetur í Mývatnssveit til þess að geta fylgjast með gosunum sem stundum komu en stundum ekki. helgi@mbl.is Hraunslettur og samfelldir glóandi gosbrunnar  Síðasta gos Kröfluelda hjó nærri byggð við Mývatn Morgunblaðið/RAX Umbrot Mývatnssveit er mjög mörkuð af eldsumbrotum um aldir. Þar kúrir byggðin við vatnið, örstutt frá virkum eldstöðvum og háhitasvæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.