Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 83
MINNINGAR 83 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 ✝ Ursula IrenaKarlsdóttir fæddist í Þýska- landi 22. júlí 1944. Hún lést 11. júlí 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Karl Friedrich Siepert, f. 1911, og Helena Rüttger, f. 1917. Ursula átti sem barn og ung- lingur lengst heima í Crails- heim en síðar í Frankfurt og Stuttgart. Þar vann Ursula á lögmannsskrifstofum við störf sem hún hafði menntað sig til. Árið 1970 flutti hún til Íslands. Árið 1971 giftist hún eftirlif- andi manni sínum Braga Ing- ólfssyni, f. 1937, en hún hafði kynnst honum á árum sínum í Stuttgart þar sem hann var við háskólanám. Þau bjuggu á Akranesi til ársins 2010 en þá fluttu þau til Reykjavík- ur. Eftir stúdents- próf frá Fjöl- brautaskólanun á Akranesi fór Ur- sula í Háskóla Ís- lands þar sem hún lauk BA-prófi í þýsku og námi til kennsluréttinda í framhaldsskóla. Hún kenndi þýsku í Fjölbrauta- skólanum á Akranesi frá 1986 til 2009. Ursula og Bragi eign- uðust tvö börn, Baldur Má, f. 1972, og Helgu Báru, f. 1974. Baldur á þrjá syni með konu sinni Þórnýju Pétursdóttur, f. 1972. Þeir eru Atli Mar, f. 2002, Ásgeir Bragi, f. 2007, og Unnar Búi, f. 2010. Útför Ursulu fór fram í kyrr- þey. Ég kynntist Ursulu þegar hún hóf störf við Fjölbrauta- skólann á Akranesi. Hún sinnti þar starfi sínu af miklum metn- aði og alúð og fylgdist vel með nýjungum á sínu sviði. Við hjónin kynntumst henni og fjöl- skyldunni þegar þau fluttu í næsta hús við okkur. Þau voru góðir grannar og mikill sam- gangur okkar á milli og hélt hann áfram þó að Ursula og Bragi flyttu til Reykjavíkur. Garðrækt var eitt af áhuga- málum Ursulu og gaman að fylgjast með hvernig gróðurinn óx og dafnaði og garður þeirra hjóna breyttist frá ári til árs. Því þau hikuðu ekki við að flytja til stór og smá tré eftir því sem þeim þótti best fara. Við höfðum því stundum á orði að það væri eins og trén í garð- inum þeirra væru hjólum, því það var aldrei að vita hvar væri búið að koma þeim fyrir næst. Við nutum líka góðs af garð- yrkjuáhuga þeirra, hvort sem var við að tína rifsber eða fá heilu trén sem þurfi að fjar- lægja vegna grisjunar. Nokkur þeirra mynda nú öflugt skjól- belti í Skagafirðinum. Það var þó oft á tíðum meira af vilja en mætti sem Urslula sinnti störfum sínum og áhuga- málum því 1993 greindist hún með nýrnasjúkdóm sem reynd- ist hafa byrjað mörgum árum áður. En svo kom að því að Ur- sula þurfti nýtt nýra og þá voru góð ráð dýr. En þá vildi svo vel til að Bragi reyndist hæfur nýrna- gjafi. Ursula gekkst því undir aðgerð 2009 þar sem hún fékk nýtt nýra. En í maí síðastliðn- um greindist hún með krabba- mein og lést eftir stutta sjúkra- legu í júlí. Þau hjónin ferðuðust alla tíð mikið og þá ekki bara innan Evrópu heldur einnig til fjar- lægri staða eins og Fijieyja og Kóreu. Þau fóru einnig í ferðir til Norður- og Suður-Ameríku þar með talið Galapagoseyja. Oft var því gaman og fróðlegt að hlusta á ferðasögur þeirra. Í sumar var ekki brugðið út af vananum varðandi ferðalög, því í tilefni sjötugsafmælis Ursulu skipulagði fjölskyldan ferð til Austurríkis. En heilsu Ursulu hrakaði þegar leið að brottför. Hún tók því loforð af fjölskyld- unni um að ferðin yrði farin hvort sem hún kæmist með eða ekki. En það stóð tæpt því degi fyrir brottför andaðist Ursula, en fjölskyldan virti ósk hennar um að fara í afmælisferðina hennar. Við þökkum góð kynni og ljúfar minningar og látum hér fylgja ljóð eftir ókunnan höf- und, því það segir allt sem segja þarf: En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Á þessari stundu er hugur okkar hjá Braga og fjölskyldu og vottum við þeim okkar inni- legustu samúð. Ólafur og Ragnheiður. Síðast þegar ég hitti Ursulu Karlsdóttur hélt ég að hún ætti mörg ár eftir og mundi njóta þess að vera laus úr vinnu, sjá barnabörnin vaxa, halda áfram að skoða heiminn. En hún var jörðuð nú í ágúst, dó skömmu eftir að hún greindist með krabbamein. Hún náði ekki sjö- tugsaldri. Úrsúla var vinnufélagi minn við Fjölbrautaskóla Vestur- lands frá því ég hóf þar störf haustið 1986 til vorsins 2009. Hún kenndi þýsku og þótti nokkuð kröfuhörð. Eitt sinn heyrði ég nemanda sem fékk sjö í einkunn hjá henni segja: „Sjö hjá Úrsúlu er að minnsta kosti eins og níu hjá venjuleg- um kennara.“ Sem kennari gerði hún þó ekki síður kröfur til sjálfrar sín en nemenda. Fólk lærði hjá henni. Hún var hluti af liðinu sem gerði starf Fjölbrautaskóla Vesturlands svo árangursríkt sem raun ber vitni. Úrsúla var hreinskilin og heiðarleg umfram það sem al- mennt gerist. Hún var líka raunsæ og með báða fætur á jörðinni. Samt maður af því tagi sem hæfir að kveðja eins og við gerðum þegar við lögðum rósir kringum gröfina í Fossvogs- kirkjugarði. Fyrir hönd samstarfsmanna við Fjölbrautaskóla Vestur- lands votta ég Braga, Baldri og Helgu Báru, sem og öðrum ást- vinum Úrsúlu, samúð um leið og ég þakka fyrir góð kynni. Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Starf líknarfélaga, og líklega flestra frjálsra félagasamtaka, er borið uppi af tiltölulega fáum sjálfboðaliðum. Traustum félagsmönnum sem leggja fram krafta sína og tíma til hagsbóta fyrir fé- lagsstarfið, mæta á alla við- burði eða þegar boðað er til starfa. Ursula var slíkur félagsmað- ur í Félagi nýrnasjúkra. Ég kynntist Ursulu er ég hóf fram- kvæmdastjórastarf hjá félaginu þar sem hún var í stjórn. Ursula var brosmild, hlýleg og viðræðugóð en gat verið föst fyrir. Hún var jafnan reiðubúin að deila reynslu sinni af sjúk- dómum og því að vera líffæra- þegi. Bragi, maður hennar hafði gefið henni annað nýrað úr sér og frelsað hana þannig frá skilun (blóðhreinsun) og þeim óþægindum og bindingu sem því fylgir. Margir þeir sem biðu eftir nýrnaígræðslu fengu upplýsingar frá Ursulu. Þó að Ursula væri fædd og uppalin í Þýskalandi og af þýskum foreldrum var hún einkar nákvæm íslenskumann- eskja og fáir nákvæmari við að lesa yfir texta og færa til betri vegar. Það var gott að eiga hana að í slíkum verkefnum. Það var jafnan notalegt að hitta Ursulu og eiga gott spjall við hana. Þannig vörðum við mörg- um kvöldum þar sem hún sagði fróðlega frá lífi sínu og upplif- unum. Ég sakna Ursulu og þakka henni góð kynni. Braga og fjöl- skyldu hennar votta ég samúð mína. Stjórn Félags nýrna- sjúkra biður fyrir samúðar- kveðjur og þakkar góð störf í þágu félagsins. Kristín Sæunnar- og Sigurðardóttir. Mér þykir mjög leitt að sjá nú í Morgunblaðinu að mín gamla skólasystir, Ursula Karlsdóttir, er látin; fyrir aldur fram. Ég kynntist henni árið 1983, er við vorum í uppeldis- og kennslufræði til kennslurétt- inda, við Háskóla Íslands. En hún hafði þá verið langdvölum á Íslandi; fyrst sem vinnukona á einkaheimili, en var nú orðin ríkisborgari og gift Íslendingi. Sá var verkfræðingur, og þekkti því vel til föður míns, Baldurs Líndal efnaverkfræð- ings, er þá þótti til mikillar fyr- irmyndar sem frumkvöðullinn að Kísilgúrverksmiðjunni við Mývatn; og fleiru. En ég var auk þess meðvitaður um hana sem nýbúa, af því móðir mín hafði verið hér nýbúi frá Bandaríkjunum, og ég var sjálfur nýlega kominn heim frá löngu mannfræðinámi í Kan- ada. Úrsúla var áhugasöm um tungumál og bókmenntir og stefndi að því að verða hér kennari í þýsku; en hún var frá Vestur-Þýskalandi. Sýndist henni 1984 að námið hennar til BA-prófs við HÍ kæmi henni ekki svo mjög á óvart, af því þar væri hún aðallega að kynn- ast með formlegum hætti hug- vísindahugtökum er hún hafði áður fengið pata af sem óhá- skólagengin manneskja. Síðast hitti ég þau hjónin kringum 1987, er ég var að vinna sem aðstoðarmaður iðju- þjálfa á geðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Þótti henni óvænt að ég skyldi hafa komið mér fyrir á svo þægilegum vinnustað, en hún var þá farin að huga að þýskukennslu á Akranesi. Ég hafði verið gjarn á að reyna að fá hana til að tala sig út um þýskar bókmenntir, sögu; (og dægurmenningu); en hún var; líkt og sumir nýbúar okkar þaðan er voru fæddir eft- ir síðari heimsstyrjöldina; ekki jafn viljug til að tala um þær hremmingar og við heima- mennirnir erum, er við hittum Þjóðverja. En hún virtist mér í raun hlýleg og framtakssöm al- þýðumanneskja af jarðbundn- ara taginu; og myndarleg og samræðusinnuð að auki. Ég saknaði þess að hafa ekki hitt hana síðan; en mér sýnist að hún hafi staðið sig vel sem fulltrúi nýbúakvenna hér. Ég frétti seinna af henni sem skeleggum þýskukennara á Akranesi. Tryggvi V. Líndal. Ursula Irena Karlsdóttir ✝ Þorvaldurfæddist 22. ágúst 1952 í Kópa- vogi. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 24. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Jóhann Frí- mann Baldurs yfir- verkstjóri, f. 29. mars 1926, d. 19. maí 2014, og Ása Þorvaldsdóttir Baldurs bókari, f. 27. nóvember 1930. Þorvaldur giftist 21. mars 1974 Hrafnhildi Óskarsdóttur sem lést 20. októ- ber 2011. Þau eignuðust tvö króki. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1972 og viðskiptafræði- prófi frá Háskóla Íslands 1976. Hann vann hjá Skýrr 1976-1977 og aftur 1978-1984, sérfræð- ingur hjá Reiknistofu bankanna 1977-1978, var sjálfstætt starf- andi á árunum 1984-1987, sér- fræðingur hjá Sambandinu sál- uga 1987-1990, forstöðumaður tölvudeildar Íslenskra sjávaraf- urða 1990-1998, sjálfstæður hugbúnaðarráðgjafi hjá Mari- tech 1998-2007, sérfræðingur og forritari hjá ítalska fyrirtæk- inu Fiorital 2007-2009 og síðan hugbúnaðarsérfræðingur hjá Reynd. Útför Þorvaldar fór fram frá Fossvogskirkju 1. september 2014. börn: 1) Óskar Hrafn Þorvaldsson, f. 25. október 1973, maki Laufey Krist- jánsdóttir. Börn þeirra eru: Magnea Óskarsdóttir, f. 27. september 1996, Orri Steinn Óskars- son, f. 29. ágúst 2004, og Emelía Óskarsdóttir, f. 5. mars 2006. 2) Stein- unn Ása Þorvaldsdóttir, f. 24. október 1983. Þorvaldur ólst að mestum hluta upp í Kópavogi að undan- skildum fimm árum á Sauðár- Hinn 25. apríl 2012 kom í at- vinnuviðtal til okkar athyglisverð- ur maður. Hann var klæddur skyrtu, gallabuxum og í striga- skóm. Skyrtan kæruleysisleg yfir buxurnar. Hann var afslappaður og hreinskilinn en með ákveðið augnaráð sem leiftraði af heillandi blöndu reynslu og ung- æðislegs ákafa. Hann var ráðinn. Þorvaldur féll strax vel í hóp- inn. Hann var víðlesinn og með óhefðbundnar skoðanir á flestum málum. Studdi West Ham og þoldi ekki minningargreinar. Þau voru ófá hádegishléin sem fóru í fjörugar rökræður um hin ýmsu málefni, allt frá heimspekilegum vangaveltum um þjóðfélagsstöðu yfir í létta dægurmenningu. Auð- vitað hafði Þorvaldur alltaf rétt fyrir sér, að hans mati hið minnsta. Í kjölfarið var hlegið að öllu saman og allir snéru til vinnu- stöðvar sinnar með bros á vör. Aldrei langt í húmorinn. Við fyrstu sýn virtist Þorvald- ur með þykkan skráp. En undir skrápnum var mýkri mann að finna, mann sem snart okkur samstarfsfólkið. Við fengum sög- ur af veru hans í sveitinni hjá ömmu hans og afa þar sem óseðj- andi lesáhugi Þorvaldar hófst, sögur af síðhærðum árum í MR, frá árunum í Feneyjum og svo mætti lengi telja. Hann talaði af stolti um fjölskylduna sína, um Hrafnhildi eiginkonu sína sem hann missti skömmu áður en hann hóf störf hjá Reynd og hann saknaði sárt. Við nutum einnig þeirrar gæfu að kynnast Stein- unni Ásu, dóttur hans og yndis- legri manneskju, í gegnum sam- komur á vegum fyrirtækisins. Fjölskylduferðin í Grímsnes haustið 2012 er okkur sérstaklega í fersku minni. Fróðleiksfýsn og vinnusemi Þorvaldar var einstök og hann átti auðvelt með að læra nýja hluti. Gott dæmi um það er að vel yfir 30 árum eftir að hann útskrif- aðist frá viðskiptadeild Háskóla Íslands settist hann aftur á skóla- bekk þess sama skóla í meistara- nám í markaðsfræði og alþjóða- viðskiptum. Hann fékk að sjálfsögðu frábærar einkunnir í því námi. Á undraskömmum tíma hafði Þorvaldur kynnt sér til hlít- ar allar helstu vörur sem fyrir- tækið býður upp á og varð einn helsti sérfræðingur fyrirtækisins. Hann var gjarna fyrstur til að mæta á morgnana og síðastur til að fara. Aldrei stóð á honum að aðstoða okkur hin eða taka að sér ný verkefni og aldrei kveinkaði hann sér yfir veikindunum. Veik- indum sem nú hafa lagt hann að velli langt um aldur fram. Við nutum þeirra forréttinda að vinna með Þorvaldi í rúm tvö lærdómsrík ár. Við fengum að kynnast manni sem hafði áorkað miklu en einnig kynnst sárum missi. Við erum óendanlega þakk- lát og stolt af því að hafa fengið þennan tíma með Þorvaldi og hans verður sárt saknað. Prins Póló, ítölsk rauðvín og góðir ostar munu ekki smakkast eins og áður. Elsku Steinunn Ása, Óskar Hrafn og aðrir aðstandendur, hugur okkar er hjá ykkur á þess- ari kveðjustund. Fyrir hönd samstarfsfólksins hjá Reynd, Bjarni Gaukur Sigurðsson og Kristín Stefánsdóttir. Þorvaldur hóf störf í spyrlaveri Félagsvísindastofnunar í febrúar 2012 og ávann sér fljótt sterkan sess í starfsmannahópnum enda tókst hann á við öll verkefni eins og hann tókst á við lífið; af einurð og eljusemi, með bros á vör. Það gustaði af Þorvaldi og um leið og hann mætti á svæðið var eftir því tekið enda var fas hans, fram- koma og rödd til þess fallin að fylla upp í hvaða rými sem var. Hann stóð fastur á sínu og hafði sterkar skoðanir á flestum mál- um. Þetta kom einna best í ljós í kaffitímum hjá spyrlum sem oft voru ansi líflegir og alltaf átti Þor- valdur orð til að leggja í belg. Þrátt fyrir að skoðanaskiptin væru oft fjörug enduðu þau alltaf á góðu nótunum því þegar líða fór undir lok kaffitíma var Þorvaldur oftar en ekki fljótur að snúa spjallinu þannig að allir gengu brosandi aftur til starfa. Þorvaldur var einstaklega áreiðanlegur og áhugasamur starfskraftur og góður í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var indæll og hjálpsamur í garð annarra starfsmanna og hafði gaman af því að spjalla við fólk um allt milli himins og jarðar. Hann var líka stríðinn, en þó beitti hann stríðninni alltaf á þann veg að þeim sem fyrir henni urðu sárnaði ekki. Þorvaldur vildi hlæja með fólki en ekki að því. Hann hafði notalega nærveru og þægilega rödd sem nýttist honum vel í starfi. Hann hafði einstakt lag á að láta viðmælendum sínum líða vel og að fá þá til að taka þátt í þeim rannsóknum sem hann vann að hverju sinni. Sannfæringar- kraftur hans var svo mikill að aðr- ir spyrlar grínuðust oft með það að hann hlyti að vera kominn á jólakortalistann hjá viðmælend- um, eftir að hafa talað við þá í ófá skipti og fengið þá loks til að taka þátt. Þorvaldur var líka fróður um hin ýmsu mál. Haldin var starfs- mannasamkoma snemma á þessu ári þar sem Þorvaldur, ásamt ein- um liðsfélaga, stóð uppi sem sig- urvegari í spurningakeppni og kom það hreint ekki á óvart þar sem Þorvaldur virtist vera óþrjót- andi brunnur visku. Hann kom fólki sífellt á óvart með þeirri þekkingu sem hann bjó yfir, hvort sem það fólst í að þylja upp alla þá sem gegnt hafa stöðu aðalritara Sameinuðu þjóðanna, koma með rétt ártöl á hinum ýmsu atburð- um eða nöfn höfuðborga framandi landa, hann virtist vita flest. Þorvaldur talaði um það innan hópsins að hann væri stoltur af því að taka þátt í starfinu sem unnið væri hjá Félagsvísinda- stofnun og hann sýndi það vel með því að sinna sínu hlutverki af alúð. Aldrei var hann þó stoltari en þegar hann talaði um börnin sín og barnabörn og það var aug- ljóst að fjölskyldan skipaði stóran sess í lífi hans. Hvort sem um var að ræða afrek barnanna hans í námi og störfum eða þátttöku barnabarnanna í íþróttum, alltaf sagði Þorvaldur okkur af því helsta sem væri að gerast og ljómaði allur af stolti á meðan. Það er með söknuði og sorg í hjarta sem við kveðjum góðan mann. Þótt Þorvaldur sé farinn og röddin hans hljóðnuð, mun minning um frábæran vinnu- félaga og góðan vin lifa með okk- ur. Aðstandendum Þorvalds sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Fé- lagsvísindastofnunar HÍ, Ágústa Edda Björnsdóttir. Þorvaldur Baldurs Það kom að því að elsku Nóri léti aftur augun í hinsta sinn. Veðrið var milt og gott um daginn og um kvöldið var him- inninn sveipaður rósrauðum bjarma fyrir utan svefnherberg- isgluggann þar sem Nóri sat í stólnum sínum og sofnaði svefn- inum langa. Andlát Nóra var eins æðrulaust og viðhorf hans til lífs- Arnór Benediktsson ✝ Arnór Bene-diktsson fædd- ist 26. mars 1920. Hann andaðist 21. ágúst 2014. Útför Arnórs fór fram 29. ágúst 2014. ins, hann var tilbú- inn að fara og virtist hafa tekið ákvörðun um að tíminn væri kominn nú þegar tekið er að hausta. Þrátt fyrir að hafa verið því viðbú- in að Nóri yrði ekki eilífur finnst mér óraunverulegt að hann sé ekki lengur hér á jörð. Þegar ég lít til baka þá hvarflaði varla að mér þegar ég heimsótti hann að einhver þeirra heimsókna gæti orðið sú síðasta. En hann vissi ef- laust betur, enda kvaddi hann mig alltaf innilega og þakkaði mér fyrir komuna. Hann fylgdist alltaf með okk- ur systrum og spurði eftir okkur. Þegar mér leið ekki sem best á sálinni veit ég að hann hugsaði mikið til mín. Hann deildi því með mér að hann hefði sjálfur skömm á skammdeginu og það létti alltaf yfir honum á vorin og sumrin. Svo hann valdi haustið, eða haustið valdi hann til að ljúka þessari tilvist. Nú er hann kom- inn á fund Mæju sinnar og Hauks og það eru fleiri sem munu taka honum opnum örm- um. Ég sakna þín, elsku Nóri minn, meira en orð fá lýst. En þú fórst á þann veg sem þú kaust, klár í kollinum til lokadags, orð- heppinn, kíminn og hlýr lítt’á. Sjáumst seinna og bið að heilsa. Þín, Þórunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.