Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 50
50 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur og vökvamótora Sala - varahlutir - viðgerðir SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ýmsir urðu undrandi þegar netmiðlar birtu fyrr í vikunni ljósmynd af knatt- spyrnukappanum Emil Hallfreðssyni þar sem hann stendur frjálslega klæddur við hlið Frans páfa í Vatík- aninu og leggur hönd sína á öxl hans heilagleika eins og þeir séu mestu mátar eða gamlir kunningjar. Má þetta? var spurt á samfélagsmiðlum, kaffistofum og í heitum pottum. Eru ekki í gildi afar strangar siðareglur um hegðun og klæðnað í návist æðsta leiðtoga kristinna manna? Einhverjir létu sér detta í hug að hinn frægi ís- lenski kumpánaskapur gagnvart ókunnugum og svokölluðum höfð- ingjum ætti hér hlut að máli. Þar sem allir eru biskupar Margir kannast við lýsingu Hall- dórs Laxness á íslenskum kump- ánaskap eða jafnaðaranda. Í Íslend- ingaspjalli má lesa: „Biskup einn ágætur sagði frá því svo ég heyrði hve mjög hann hefði rekið í rogastans á Íslandi þegar hann settist við borð ásamt starfsbróður sínum íslenskum í veitíngahúsi uppí sveit, og inn kom ekill þeirra á eftir þeim, settist niður við borð biskupanna og fór að halda þeim uppá snakki sem þriðji kollega: íslendíngur lifir án nokkurs sérstaks tilverknaðar í því samfélagi heilags anda þar sem allir eru biskupar.“ Emil Hallfreðsson er einn af okkar snjöllustu knattspyrnumönnum. Hann er leikmaður hjá ítalska liðinu Hellas Verona. Leikmenn þess og fleiri knattspyrnumenn fengu áheyrn hjá Frans páfa á mánudaginn í tilefni af sérstökum leik sem fram fór um kvöldið á Ólympíuleikvellinum í Róm og var hugsaður til stuðnings við frið í heiminum. Átti Vatíkanið frumkvæði að leiknum og meðal þátttakenda voru heimsfrægir knattspyrnumenn eins og Messi, Ronaldinho og Mara- dona. Var sagt frá heimsókninni á Fa- cebook-síðu Hellas Verona og myndin af Emil og Frans páfa birt. Athugun bendir til þess að það sé ekkert séríslenskt við samskipti Em- ils og Frans páfa. Grundvallarbreyt- ingar hafa orðið á framgöngu og samskiptamáta páfa frá því að Jorge Bergoglio kardínáli frá Argentínu – nú Frans páfi – var kjörinn í emb- ættið í mars í fyrra. Alþýðleiki og óformfesta einkennir framkomu hans og viðmót. Aldagömlum venjum og hefðum hefur verið kastað fyrir róða. Emil ekki sá fyrsti sem fær ljósmynd af sér í kumpánalegum stellingum með Frans páfa. Breskur hjólreiðafrömuður birti til dæmis á dögunum nákvæmlega eins mynd af sér með páfa á vefsíðu hjólreiða- klúbbsins. Kumpánlegur við Frans páfa Morgunblaðið/Ómar Péturstorg Vatíkanið í Rómaborg er afar fjölsóttur staður alla daga. Ljósmynd/Hellas Verona Slakir Formlegheitin að baki. Frjálslega klæddur Emil Hallfreðsson og Frans páfi eins og gamlir kunningjar.  Afslappað andrúmsloft þegar knattspyrnukappinn Emil Hallfreðsson heimsótti páfann í Róm  Grundvallarbreytingar urðu á framgöngu og samskiptamáta páfa þegar Frans var kjörinn Þónokkrir Íslendingar hafa náð páfafundi í tímans rás. Flestir hafa hitt hans heilagleika í almennri áheyrn, en sjaldgæfara er að menn fái einkafundi með honum. Þess eru þó samt nokkur dæmi að fornu og nýju. Fyrstu íslensku biskuparnir, Ísleifur Gissurarson, Gissur Ísleifsson og Jón Ögmunds- son, munu til dæmis hafa gengið á fund páfa. Í Njálu segir að Brennu-Flosi hafi gengið suður eftir ódæðisverkið á Bergþórshvoli „og létti ekki fyrr en hann kom til Rómaborgar. Þar fékk hann svo mikla sæmd að hann tók lausn af sjálfum páfanum og gaf þar til fé mikið.“ Látum hér liggja á milli hluta hvort Brennu-Flosi hafi ver- ið til í alvörunni. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur tvívegis átt einka- fundi í páfagarði; með Jóhannesi Páli páfa II. 1998 og Benedikt páfa XVI. 2011. Mikil formfesta einkenndi þær samverustundir. Strangar reglur voru í gildi um klæðnað og allar hreyfingar í ná- vist páfa. Forsetinn var í sínu fín- asta pússi og föruneyti hans sömu- leiðis; konurnar svartklæddar með höfuðföt. Engum datt í hug að knúsa páfann eða leggja hönd á öxl hans, enda voru fyrirrennarar Frans páfa lítið fyrir svo náin samskipti við gesti sína. Ekki má gleyma að Jóhannes Páll II. heimsótti Ísland árið 1989, fyrstur páfa í sögunni. gudmundur@mbl.is Ljósmynd/Vatíkanið Áheyrn Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hjá Benedikt páfa 2011. Formlegheitin voru allsráðandi á fundinum og konurnar með höfuðföt. Formfestan miklu meiri fyrr á tíð  Strangar reglur voru um samskiptin Jóhanna, dóttir Gunn- laugs Briem sýslumanns, var í Róma- borg árið 1827, fyrir 200 árum. „[Péturs- kirkjan] er svo stór, að tíu aðrar kirkjur gætu staðið innan í henni,“ skrifaði hún í sendi- bréfi heim. Partar af því birt- ust í tímaritinu Sunnanpóst- inum 1838. „Á jóladaginn sá ég páfann borinn inn og út af kirkju þessari á gylltum börum, með trónhimni yfir sér. Á höfði bar hann þrjár gullkórónur, sem voru festar á uppháa, hvíta húfu.“ Sjálf náði Jóhanna ekki fundi páfa og hefur líklega ekki sóst eftir því enda lúth- ersk. „Með þrjár gullkórónur“ SÁ PÁFANN ÁRIÐ 1827 Páfi Leó XII.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.