Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 84
84 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 ✝ Sigurður Emilfæddist í Vest- mannaeyjum 21. október 1929. Hann lést á Hjúkrunar- heimili Hrafnistu í Boðaþingi hinn 15. ágúst 2014. For- eldrar Sigurðar voru Marinó G. Jónsson yfirsímrit- ari, f. 1906 á Ísa- firði, d. 1983, og Jakobína Þ. Þorsteinsdóttir, f. 1906, í Vestmannaeyjum, d. 1948. Systkini Sigurðar eru: 1) Agnes, f. 1931, d. 2010 gift Kristni H. Guðbjörnssyni, f. 1922, d. 1993, áttu þau tvö börn. 2) J. Valur, f. 1941, kvæntur Sabine Marth, f. 1948, og eiga þau 5 börn. 3) Valgerður, f. 1957, sem Marinó eignaðist með síðari eiginkonu sinni Hjördísi Ólafsdóttur f. 1922, d. 2006, er gift Valdimar Grétari Guð- mundssyni, f. 1955, og eiga þau 3 börn. Sigurður kvæntist árið 1950 Ágústu Kristínu Sigurjóns- dóttur, f. 1929. Foreldrar Ágústu voru Guðrún Jónsdóttir, Ólafsdóttir, f. 1964, börn þeirra eru; Daníel Helgi, f. 1998, og Kristín Helga, f. 2000. 6) Hjalti, f. 1965, eiginkona hans er Hrönn Hrafnsdóttir, f. 1967, dætur þeirra eru; Hera, f. 1996, og Hekla, f. 1999. 7) Sigurjón Atli, f. 1972, eig- inkona hans er Jóney Hrönn Gylfadóttir, f. 1970, synir þeirra eru; Tómas Liljar, f. 2004, og Róbert Liljar, f. 2007. Sigurður ólst upp í Vest- mannaeyjum til sextán ára ald- urs en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og var Sigurður búsettur á höfuðborgarsvæðinu eftir það. Sigurður lauk hefðbundinni skólagöngu en fór svo í Loft- skeytaskólann og lauk þaðan prófi 1948. Starfaði hann sem loftskeytamaður hjá Símanum til ársins 1961, lengst af í Gufu- nesi. Árið 1959 stofnaði hann með dyggri aðstoð Ágústu konu sinnar, ásamt frænda Ágústu, Sigurði Óskarssyni, Sælgætis- gerðina Mónu. Ævistarf Sigurðar og Ágústu var rekstur og uppbygging þess fyrirtækis. Síðustu ár starfs- ævinnar ráku þau Mónu með börnum sínum. Sigurður sat um skeið í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda. Útför Sigurðar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 4. september 2014, og hefst at- höfnin kl. 13. f. 1893, d. 1997, og Sigurjón Jónsson úrsmiður, f. 1897, d. 1969. Börn Sigurðar og Ágústu eru: 1) Dóttir, f. 1952, d. 1952. 2) Jakobína Edda, f. 1954, eig- inmaður hennar er Gunnar Eiríksson f. 1952, börn þeirra eru; Borghildur f. 1983 og Ágústa, f. 1992. 3) Gunnar f. 1957, eiginkona hans er Hólmfríður Þorvalds- dóttir, f. 1961, börn þeirra eru; Þorvaldur Sævar, f. 1980, í sam- búð með Örnu Björk Krist- björnsdóttur, f. 1984, synir þeirra eru Kári, f. 2009, og Frosti, f. 2012, en fyrir átti Arna soninn Óttar Búa Andrason, f. 2002, Sigurður Ágúst, f. 1985, Fannar Freyr, f. 1987, í sambúð með Sif Ómarsdóttur, f. 1987, og Gunnar Freyr, f. 1987. 4) Emilía, f. 1958, dætur hennar eru; Kenya Kristín, f. 1981, og Guðrún Hattie, f. 1984. 5) Ágúst Sigurður, f. 1960, eiginkona hans er Aðalheiður Hann faðir þinn er veikur og tekst nú á við síðustu orrustu lífs síns. Eitthvað á þessa leið voru orð hjúkrunarfræðings í Boðaþingi þegar hringingin kom í byrjun ágústmánaðar. Við vissum öll að hann pabbi var orðinn þreyttur og tilbúinn að fara. Síðustu árin voru honum erf- ið eða allt frá því að hann hryggbrotnaði. Aldrei var samt í honum uppgjöf. Hann fylgdist með sínu fólki, vinum og ætt- ingjum og þjóðfélagsmálum. Hann fékk til sín fermingar- systkinin frá Vestmannaeyjum einu sinni í mánuði og einu sinni í mánuði hitti hann vini sína á Tilverunni. Fótboltinn átti hug hans og hann horfði á alla leik- ina í heimsmeistaramótinu fyrr í sumar. Hann var sérstaklega ánægður þegar hans lið vann – en það var lið Vestmannaeyja. Hann var stoltur Vestmanna- eyingur. Ótrúlegur dugnaður kjarkur, elja og útsjónarsemi einkenndi föður minn alla tíða. Þegar við systkinin vorum að vaxa upp vann hann mikið og var sjaldan heima. Barnahópurinn var stór, munnarnir margir og pabbi í vinnunni. Ég man vel þegar hann og mamma stofnuðu Mónu til þess að skaffa aukavinnu. Keypt var brjóstsykursgerð á uppboði – og stofnuð sælgætisgerð með Sigga Óskars, frænda okkar, og Mónu, þáverandi konu hans. Fyrir fimm ára hnátu hljómaði þetta sem ótrúleg heppni, ég stóð í þeirri trú að ég gæti fengið allt það sælgæti sem ég gæti í mig látið, en annað átti eftir að koma í ljós. Ekki átti að spilla okkur krökkunum með ei- lífu sælgætisáti og hafi okkur dottið í hug að sælgæti myndi vera daglegt brauð þá reyndist það rangt. Þetta var árið 1959, þjóðfélagið rétt að komast af stað eftir stríðsárin, höftin réðu ríkjum og oft var baslað. Árin liðu, ég lauk mínu námi og fór að vinna við mitt fag sem sjúkraþjálfari. Svo kom kallið. Pabbi hóaði okkur systkinunum saman og sagðist vilja gera breytingar. Eftir það fórum við flest að vinna í fjölskyldufyr- irtækinu – og á endanum öll sex. Það var mitt lán að hefja á endanum störf með honum og taka síðan við stjórntaumnum þegar hann vildi stíga til hliðar. Þar kynntist ég föður mínum fyrst vel. Eftir að pabbi lenti í óhappi og lamaðist í fótunum þegar hann var nýlega orðinn áttræð- ur kynntumst við á honum nýrri hlið. Hlið umburðarlyndis og fé- lagslegrar færni. Þessi síðustu ár skilja eftir verðmætar minn- ingar hjá fjölskyldunni. Heilsu hans hrakaði stöðugt og hann var orðinn þreyttur. Hann dó eins og indíánahöfðinginn sem ákveður að í dag sé góður dagur til þess að deyja. Hann kvaddi fjölskylduna og vinina vitandi hvað var í vændum og sofnaði sáttur. Takk, pabbi. Jakobína Edda Sigurðardóttir. Fyrir fjórtán árum var mér boðið í heimsókn í Lækjasmára 6. Ástæða heimboðs var að ör- verpi Sigga og Gústu var komið með kærustu sem tímabært var að kynnast. Mér er það minn- isstætt hvað mér fannst nánast frá fyrstu mínútu eins og ég hefði alltaf þekkt tengdafor- eldra mína, þau voru bara svo viðkunnanleg. Eftir þessa fyrstu heimsókn urðu heim- sóknirnar í Lækjasmárann nokkuð tíðar því það var ein- faldlega svo gaman að heim- sækja þau og ekki spilltu veit- ingarnar og gestrisnin fyrir. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una var Siggi sendiherra í Mónu, búinn að stíga niður úr stólnum og farinn að slaka að- eins á. Siggi sem ég þekkti sem pabba, afa og tengdapabba var maður sem alltaf hafði tíma og mjög mikinn áhuga á öllu sem fólkið hans var að gera. Hann var stoltur af fjölskyldunni sinni. Gústu sinni, börnunum og barnabörnum og fylgdist ávallt með öllu sem var í gangi. Síð- ustu árin varð honum tíðrætt um hvað hann væri heppinn með fólkið sitt og lét börnin sín og barnabörnin heyra það hvað hann væri stoltur af þeim. Að hitta fjölskylduna reglulega skipti tengdapabba miklu máli og þá var hann í essinu sínu. Horfði yfir ríkidæmið með bros á vör. Að lenda í hjólastól á níræð- isaldri með stífan háls er erfið staða svo vægt sé til orða tekið. Á þessum aldri er styrkur handa eðlilega ekki jafnmikill og hjá þeim sem yngri eru. Því var Siggi algjörlega háður öðr- um. Við veljum okkur viðhorf. Siggi valdi jákvæðni, að taka einn dag í einu og berjast sem var aðdáunarvert og ómetanlegt fyrir alla aðila. Tengdapabbi minn var í senn algjör nagli og mikill ljúflingur. Eitt af mörgu sem Siggi var góður í var hvað hann sýndi fólki mikinn áhuga og virðingu. Þegar við vorum í heimsókn á Hrafnistu og starfsmaður kom inn til hans þá fræddi hann okk- ur iðulega um fjölskylduhagi viðkomandi, í sumum tilfellum ættir eða bara hvað viðkomandi hugsaði rosalega vel um hann. Allt kom þetta frá hjartanu. Þvílíkur sjarmaör sem hann var og hann fékk það örugglega margfalt til baka. Það voru ófá afmælis- og jólaboðin sem ég fékk hrós frá Sigga varðandi klæðnað eða útlit, reyndar eins og allir aðrir, en mér þótti svo vænt um það. Þakklæti er eitt sem kemur upp hugann. Hann var svo þakklátur fyrir hverja stund sem við vorum með hon- um hversu ómerkilega stutt sem hún var. Hann var alltaf svo innilega þakklátur. Strákarnir okkar eiga minn- ingar um góðan afa sem hafði gaman af því að hafa líf í kring- um sig, hann var nú einu sinni svolítill grallari þegar hann var lítill strákur í Vestmannaeyjum. Hann átti líka alltaf til nammi sem hann var mjög örlátur á. Yngri strákurinn fékk líka stundum að ýta á flautuna á hjólastólnum sem honum þótti mjög skemmtilegt. Þeir muna líka að afa fannst ósköp nota- legt að fá knús frá afastrák- unum sínum. Við fjölskyldan fengum öll tækifæri til að kveðja Sigga síð- ustu dagana hans og segja hon- um hvað okkur þótti vænt um hann, sem var ómetanlegt. Elsku Siggi, ég stend við lof- orðið og hugsa um Sigurjón Atla og við pössum öll upp á Gústu þína. Takk fyrir allt. Jóney. „Geturðu ekki skroppið með mér í Mónu að líta á smáverk?“ spurði Sigurður tengdafaðir minn kvöld eitt. Dóttir hans og ég vorum þá búin að vera sam- an í nokkurn tíma. Við vorum ekki nema rétt lagðir af stað frá Flókagötunni þegar hann sagði: „Svo þið ætlið að fara að búa saman?“ Eitthvað umlaði í mér – vissi ekki alveg hvað í vænd- um væri. „Þú veist að hún er ákveðin.“ Svo var ekki meira rætt um það, enda auðveldara fyrir tvo karla að ræða fram- kvæmdir og þess háttar. En þarna kynntist ég einum af mörgum góðum eiginleikum Sigurðar – hann sagði ekki allt- af margt, en passaði upp á að allir nytu sannmælis. Og auðsýnt þykir mér að Sig- urði hafi nú bara líkað vel skap- ferli dótturinnar því þau áttu síðar farsælt samstarf í Mónu þar til loks að hann rétti henni stjórntaumana þegar hann vildi stíga til hliðar. Sigurður og Ágústa studdu við bak okkar Jakobínu af rausnarskap alla tíð síðan og verður það seint fullþakkað. Sigurður var mikill höfðingi heim að sækja, félagslyndur á sinn hógværa hátt, glaðlyndur og vinmargur. Hann naut sín þó held ég best með fjölskyldunni og er margs að minnast; veiði- ferðir, þar sem allir fengu að taka í stöng (og fá fisk), sum- arbústaðaferðir, bæði á Þingvöll og síðar í Klömbru, undir Eyja- fjöllum, þar sem fjölskyldan vann í mörg ár við að gera upp eyðibýli. Þar passaði „tengdó“ upp á að hafa „happy hour“ á réttum tíma, en líka að allir færu að sofa þannig að vinnufært yrði daginn eftir. Ógleymanleg er líka ferðin sem fjölskyldan fór til Tenerife árið sem hann varð áttræður. Sigurður var mikill dugnað- arforkur og vann ótrauður að sínu. Vissu fæstir að hann glímdi við erfiðan gigtarsjúk- dóm, áföll og mótlæti honum tengt frá þrítugsaldri. Margur hefði nú gefist upp við hans að- stæður og þegið örorkubætur frá samfélaginu – en það hugn- aðist nú ekki honum tengda- föður mínum. Hann varð fyrir því áttræður að hryggbrotna og lenda í hjólastól – en honum leiddist allt tal um veikindi og sjúkdóma og vildi sem minnst um það ræða, sagði hann gjarn- an „tölum ekki meira um það“. Hin seinni ár er líka gott að minnast ferða á „Fatlafólinu“ með ferðaþjónustu Sigga, en svo kölluðum við bílinn, sem notast var við eftir að Sigurður var kominn í hjólastól. Á bílnum fórum við meðal annars góða ferð til Vestmannaeyja síðasta sumar, en þær stóðu hjarta hans alltaf nær. Ég vil að lokum þakka tengdaföður mínum samfylgd- ina í lífinu. Fjölskylda mín stækkaði umtalsvert þegar þau hjón tóku mig inn í sína og ég mun alltaf líta á mig sem einn af strákunum hans Sigga! Þinn uppáhaldstengdasonur (og sá eini), Gunnar Eiríksson. Í dag kveð ég kæran bróður, Sigurð E. Marinósson. Í okkar samskiptum var hann kallaður Siggi eða bróðir. Við ólumst upp í Vestmannaeyjum þar sem fað- ir okkar var símritari. Árið 1946 flutti fjölskyldan til Reykjavík- ur en ári eftir að við fluttum lést móðir okkar Jakobína úr erfiðum sjúkdómi. Ég man lítið eftir Sigga úr Vestmanneyjum þar sem ég var töluvert yngri. En ég veit að hann var kröftugur strákur sem var mikið í fótbolta, lék með Þór. Eitt sumar vann hann við að byggja varnarmúr við Mar- kafljót í Fljótshlíð. Tók sig þá til dag einn og óð yfir Markafl- jótið til að heilsa upp á frænku okkar Guðrúnu í Stóru Mörk. Þetta þótti dirfska og var tekið loforð af honum að gera þetta ekki aftur. Siggi fór í Loftskeytaskólann og starfaði Gufunesi í mörg ár að námi loknu. Þegar fjölskyld- an stækkaði þurfti að afla meiri tekna og þá byrjaði hann að rukka fyrir fyrirtæki á milli vakta. Hann var hugmyndaríkur og fyrir ein jólin smíðuðum við ýmsar fígúrur fyrir jólin og seldum í verslanir. Seinna stofnaði hann með Sigurður Emil Marinósson ✝ Bjarni Guð-mundur Guð- jónsson fæddist í Reykjavík 10. októ- ber 1932. Hann lést á Landspítalanum 13. ágúst 2014 Foreldrar hans voru Guðjón Guð- mundsson bifreiða- smiður f. 1910, d. 2001 og Ólöf Bjarnadóttir hús- móðir, f. 1907, d 1983. Systkini hans fjögur eru: Halldór, f. 1939, d. 2012, Guðrún, f. 1943, d. 1983, Þorbjörn, f. 1943 og Jóna, f. 1949. Þann 31. október 1953 kvæntist hann Ásthildi Jó- hönnu Guðmundsdóttur, f. 1. mars 1934, d. 17. nóvember 2006. Börn þeirra eru a) Guð- mundur Þorkell Bjarnason, f. 11. apríl 1953 og b) Ólöf Gyða Bjarnadóttir f. 29. mars 1960. Guðmundur er kvæntur Maríu Alfreðsdóttur, f. 16. september 1952. Börn þeirra eru Ásthildur Lísa, f. 1976 og Bjarney Rós, f. 1983. Fyrrverandi eiginmaður Gyðu er Skúli Þór Ingi- mundarson, f. 1961. Börn þeirra eru Ingi Bjarni, f. 1987, Davíð Þór, f. 1990 og Jóhanna Elísa. f. 1995. Bjarni ólst upp í Reykjavík, lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1954 og öðlaðist meistararéttindi árið 1960. Þá sótti hann ýmis nám- skeið varðandi málmsuðu og stundaði sérnám á Ítalíu 1965. Lengst af starfaði hann sem eftirlitsmaður hjá Hitaveitu Reykjavíkur, síðar Orkuveit- unni og hjá Landsvirkjun. Bjarni hafði mikið yndi af söng og var lengi vel í Karlakórnum Fóstbræðrum og síðar í Skag- firsku söngsveitinni. Útför Bjarna fór fram frá Áskirkju 25 ágúst 2014. Eitt er víst að líf manns á upphaf og endi. Svo er sagt að í upphafi skuli endinn skoða. Nú er svo að nýfætt barn getur tæp- ast staðið í slíku en ekki efa ég að foreldrar okkar systkinanna kappkostuðu við uppeldi okkar að okkar vegferð yrði sem far- sælust allt til enda. Baddi bróðir fæddist á þeim árum sem veður voru válynd víða um heim og líkast til hefur andrúmsloft heimskreppu, heimsstyrjaldar og fyrstu eftir- stríðsáranna haft mótandi, en mér óræð, áhrif á opna og for- vitna barnssálina í bróður mín- um. Hitt veit ég að hann var góðviljaður, gjarn á að hjálpa þeim sem hann taldi standa höll- um fæti og með öllu hrekklaus. Hann lærði vélvirkjun í járn- smiðjunni Steðja við Skúlagötu og talaði hann oft um námstím- ann þar í léttum tón og sérstak- lega skemmtilegt þótti honum að segja frá því að í smiðjunni hefði mönnum þótt gaman að sparka í afturendann á starfs- félögum þegar þeir lágu vel við sparki. Starfsævi bróður tengd- ist svo með einum eða öðrum hætti því sem hann lærði í Steðja. Þegar ég leit inn í vistarverur hans nýverið þá sá ég að hann hafði hengt upp á vegg hjá sér hin ýmsu diplómu í fjölvídd suðulistarinnar og mati á gæð- um hennar frá Danmörku, Sví- þjóð, Ítalíu og fleiri löndum. Lengst af starfaði hann sem eft- irlitsmaður við byggingu vatns- aflsvirkjana og lagningu hita- veitna vítt og breitt um landið. Af þeim sökum þekkti bróðir landið vel og nutum við Margrét góðs af því þegar við ferðuðumst hinar lengri ferðir um landið með þeim hjónum, að mig minn- ir ein þrjú sumur. Þegar ég fór í Laugardals- laugarnar fyrir um 20 árum síð- an hitti ég oft Egil járnsmið sem þekkti bæði vel til föður míns og Badda bróður og hafði hann orð á því að Baddi væri líkast til bezti rafsuðumaður sem landið hefur alið. Hvað með það, af tíð- um og oft löngum samveru- stundum okkar bræðra hin síð- ari árin fræddist ég um ýmsa þætti mannvirkjagerðar svo sem virkni stífluloka og þenslu- stykkja og duldist mér ekki að þátttaka hans í þessum fram- kvæmdum var sprottin af ástríð- unni að fást við hið stórfenglega fremur en það væri óumflýjan- legt brauðstrit til að sjá sér og sínum farborða. Síðustu mánuði var bróðir upptekinn við að setja saman bátslíkan sem faðir minn hóf samsetningu á og Dóri bróð- ir tók við í framhaldinu að föður okkar látnum og svo Baddi að Dóra gengnum. Smíðinni er að mestu lokið nema eftir á að festa niður stýrishúsið og festa rá og reiða. Það kemur líkast til í minn hlut að ljúka verkinu en ef svo verður skal viðurkennast að ég mun ganga til verksins með viss- um ugg. Hef þó verið að hugsa um að gaman væri að setja lítinn mótor í bátinn til heiðurs og virðingar við þá feðgana. Nú að leiðarlokum þegar ekki verður lengur gengið að drykk- löngum morgunstundum okkar bræðra þá sakna ég vinar og finn fyrir tómarúmi i nærver- unni. Ég þakka þér ljúft bróð- urþel og fölskvalausa vináttu. Börnum þínum og afkomendum öllum vottum við Margrét sam- úð okkar. Þorbjörn. Bjarni Guðmundur Guðjónsson ✝ Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ÞÓRA KRISTÍN VILHJÁLMSDÓTTIR, Grensásvegi 56, Reykjavík, lést á Landspítalanum, deild 11-G fimmtudaginn 28. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. september kl.13.00. Jakob Unnar Bjarnason, Borghildur Ísfeld Magnúsdóttir, Hafsteinn Viktorsson, Hildur Borg B. Christiansen, Henning Bartel Christiansen, Arnar Már Þórisson, Borgar Þór Þórisson, Einar Sturla Möinichen, Jóhanna Bjargey Helgadóttir, Guðlaug Ásta Vazquez, Ásta Katrín Vilhjálmsdóttir, Borghildur Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Vilhjálmsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.