Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 76
Morgunblaðið/Golli Þjálfun Unni finnst upplagt að flétta saman sjósundi, jóga og hlaupum og telur það vera góða blöndu. Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is É g nýt hreyfingarinnar og reyni að halda góðri heilsu, sem er í raun forréttindi,“ segir Unnur B. Hansdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efna- hagsráðuneytinu og áhugakona um heilbrigt líferni. „Ég reyni að hafa fjölbreytni í æfingunum; hleyp tvo eða þrjá daga vikunnar, syndi í sjónum einu sinni til tvisvar í viku, sæki einn eða tvo jógatíma viku- lega og fer svo í sund á hverjum degi. Einn dag í viku hvíli ég mig.“ Aðspurð segist Unnur alltaf hafa haft þörf fyrir að hreyfa sig. „Sem barn og unglingur æfði ég íþróttir, meðal annars fótbolta og fimleika. Síðan tók við langt tímabil þar sem ég stundaði íþróttir og útivist án þess að velta því sérstaklega fyrir mér. Fyrir 26 árum byrjaði ég svo að hreyfa mig markvisst, meðal annars af heilsufarsástæðum.“ Hún segir sjóinn alltaf hafa tog- að í sig, kannski sökum þess að hún sé sjómannsdóttir, en þar finni hún orku og kraft. „Þegar ég flutti í Vesturbæinn í Reykjavík fyrir rúmum 30 árum byrjaði ég að ganga reglulega meðfram sjónum, hann laðaði mig til sín, og göngu- ferðirnar urðu hvatinn að sjósund- inu. Ég byrjaði reyndar ekki að synda í sjónum fyrr en mörgum árum seinna, ég ákvað að láta slag standa eftir að það tóku sig upp gömul bakmeiðsl. Veikindin reynd- ust mér erfið þar sem ég gat ekki stundað neina hreyfingu að neinu marki í um það bil tvö ár. Til þess að byggja mig upp fór ég að hjóla og stunda sjósund úti á Seltjarnar- nesi. Smám saman fór ég að finna fyrir breytingum og verkirnir tóku að minnka. Því má með sanni segja að sjósundið hafi haft já- kvæð áhrif á líkamann, og í raun og veru er það hreinn galdur. Núna syndi ég um það bil tvisvar sinnum í viku í sjónum, allan árs- ins hring. Á veturna í Nauthólsvík með vinkonum mínum en á sumrin syndi ég oftast með vinum úr Vesturbæjarlauginni; þá er það spariprógrammið þegar ég hjóla eða skokka að heiman klukkan 6:15 að morgni út á Seltjarnarnes, sting mér í sjóinn og skokka eða hjóla til baka og í Vesturbæjar- laug.“ Æfingar Müllers Unnur hefur ásamt eiginmanni sínum, Pjetri Árnasyni, stundað Vesturbæjarlaugina í mörg ár. „Þar hittist kátur hópur fólks, sundhópurinn Vinir Dóra, klukkan 7 alla virka morgna og saman iðk- um við Müllers-æfingar og ræðum málefni líðandi stundar í heitu pottunum. Ég skokka tvisvar í viku með nokkrum félögum mínum úr sundhópnum, við leggjum af stað frá Vesturbæjarlaug nákvæm- lega klukkan 6:02. Við förum oft- ast sama hringinn, sem er 7 til 8 kílómetra langur, og endum í Müllers-æfingum og heitum potti. Ég hef mikla ánægja af þessu og stór hluti af því er félagsskapur- inn.“ Hún kveðst hafa byrjað að stunda jóga fyrir 26 árum, þegar jógaiðkun var mörgum framandi hérlendis. „Jóga var ekki beint í tísku þá en ég byrjaði í Jógastöð- inni Heilsubót og sótti tíma þar í mörg ár, núna stunda ég hot yoga á Seltjarnarnesi. Hugmyndafræðin sem liggur að baki jóga hefur allt- af heillað mig, meðal annars sam- spil hreyfingar og mataræðis, sem hefur áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu fólks. Það er óhætt er að segja að þessi forna hug- myndafræði hafi staðist tímans tönn.“ Góð blanda Unni finnst upplagt að flétta saman sjósundi, jóga og hlaupum og telur það vera góða blöndu. „Ég myndi segja að engin ein teg- und hreyfingar væri betri en önn- ur en hlaupin eru þó best fallin til að bæta úthald og þol, hot yoga eykur liðleika og veitir andlega slökun og sjósundið er bara ólýs- anleg sæla. Svo er það Esjan, „fjallið mitt“, sem ég hef gengið á í mörg ár og hver fjallganga er ný upplifun.“ Unnur hefur hlaupið í Reykja- víkurmaraþoni frá 2002 og tekið þátt í ýmsum öðrum árvissum hlaupum. „Það er gaman að fylgj- ast með því hve þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni hefur fjölg- að mikið á liðnum árum. Ég hleyp fyrst og fremst vegna ánægj- unnar og þeirrar stemningar sem myndast þennan dag. Yngsti son- ur minn tók þátt í sínu fyrsta Reykjavíkurmaraþoni með mér fyrir 12 árum, þá 12 ára gamall, og hefur hlaupið í því meira og minna síðan. Ég er ekki sú eina í minni fjöl- skyldu með hreyfingu sem hluta af lífsstílnum, við höfum öll verið mikið í íþróttum og útivist í gegn- um árin. Maðurinn minn var leik- maður og þjálfari í handbolta og þjálfaði meðal annars syni okkar þegar þeir léku með yngri flokkum KR. Núna stundum við öll hreyf- ingu reglulega; fjallgöngur, hlaup, hjólreiðar og útivist af ýmsu tagi. Við reynum að fara að minnsta kosti einu sinni á ári í nokkurra daga göngu öll saman og nú hafa tengdadæturnar bæst í hópinn og þær eru svo sannarlega á sömu línu.“ Heilun í hafi  Unnur B. Hansdóttir, útivistarkona og sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, stundar sundlaug- arnar með Vinum Dóra, gengur á fjöll, hjólar, hleypur, iðkar jóga og syndir í sjónum. Nauthólsvík „Sjósundið er bara ólýsanleg sæla,“ segir Unnur. Friðsæld Unnur syndir hér garpslega í köldum sjó í apríl síðastliðnum. 76 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 4Viðhaldsfrítt yfirborð 4Dregur ekkert í sig 4Mjög slitsterkt 48, 12, 20 & 30mm þykkt Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is UTANHÚSKLÆÐNING ® BORÐPLÖTUR ® SÓLBEKKIR ® GÓLFEFNI þolir 800°C hita og er frostþolið Nýtt efni frá BORÐPLÖTUR Renndu við og skoðaðu úrvalið HUGSAÐ UM HEILSUNAhaust 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.