Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 68
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu „Fræðandi og mikil væg bók fyrir alla sem vilja ná árangri og njóta vinnunnar .“ MAGNÚS GEIR ÞÓR ÐARSON, ÚTVARPS STJÓRI ÚT FYRIR KASSANN! Mets öluli sti Eymu ndss on Kilju listi 27 .0 8. 14 – 02 .0 9. 14 1. „... kjarkur til sköpunar er besta veganestisem hægt er að hugsa sér í leik og starfi.“HALLA HELGADÓTTIR, HÖNNUNARMIÐSTÖÐ ÍSLANDS „Fimm stjörnu dún dur! Þessi dásaml ega hlýja bók gæti bókstafl ega breytt heimin um.“ TOM PETERS, HÖF UNDUR METSÖLU BÓKARINNAR IN SEARCH OF EXC ELLENCE JERÚSALEM | Hryllingssögurnar sem heyrast nú frá norðurhluta Íraks, ásamt áframhaldandi blóðbaði í sýrlenska borgarastríðinu, benda til meiriháttar hræringa í Mið- Austurlöndum. Nærri hundrað árum eftir lok fyrri heimsstyrj- aldar er ríkjaskipan heimshlutans, sem komið var á fót eftir að Ottóm- anaríkið var leyst upp, að liðast í sundur. Núverandi landakort Mið-Austurlanda var teiknað upp af hinum sigursælu vesturveldum, Stóra-Bretlandi og Frakklandi í miðri heimsstyrjöld og eftir að henni lauk. Á meðan stríðið var í fullum gangi undirrituðu þessar þjóðir samkomulag sem diplómat- arnir Sir Mark Sykes og François George-Picot gerðu, þar sem áhrifasvæði þjóðanna var afmarkað í gegnum frjósama hálfmánann – en það samkomulag setti algjörlega til hliðar sögu heimshlutans, hefðir þjóðabrota og trúarhópa og tengsl þeirra, og vilja íbúanna á svæðinu. Nútímaríkin Írak, Sýrland og Líbanon urðu þannig til sem sér- stakar, sjálfstæðar einingar. Landa- mæri þeirra voru tilviljanakennd og óeðlileg og engin slík höfðu nokk- urn tímann verið til. (Tilfelli Palest- ínu var enn flóknara, þar sem Bret- ar höfðu gefið aröbum og gyðingum ósamrýmanleg loforð.) Að lokum urðu Írak, Sýrland og Líbanon sjálfstæðar þjóðlönd, sem byggðust á hinni vestfölsku hug- mynd um þjóðríki nútímans. Leið- togar þeirra héldu þessum kerfum – og landamærum þeirra – við eftir bestu getu. Enginn þessara leið- toga, sér í lagi einræðisherrarnir sem komu á sjónarsviðið eftir að sjálfstæðið fékkst, hafði áhuga á að rugga bátnum. Þetta kerfi sem Vesturlöndin komu á er nú að leysast upp. Þjóð- ríki geta ekki viðhaldið sér þegar þau endurspegla ekki vilja þeirra sem í þeim búa. Innrás Bandaríkjanna í Írak batt ekki bara enda á valdatíð Saddams Hussein, heldur var einnig tekið fyrir yfirráð súnníska minnihlutans, sem Bretar höfðu komið á fót fyrir nokkrum kynslóðum síðan. Meiri- hluti sjíta leit svo á, þegar búið var að leysa hlekkina af þeim, að lýð- ræðislegar kosningar í boði Banda- ríkjanna væru tæki fyrir þá til þess að ná undir sig öllum yfirráðum í landinu. Írak er ekki í dag hið sameinaða arabíska þjóðríki sem það var, og það leikur vafi á því hvort hægt sé að end- urreisa það. Héraðs- stjórn Kúrda í norðri er í raun sitt eigið ríki, með eigin her, landa- mæravörslu og stjórn (upp að vissu marki) á þeim náttúruauðlindum sem er að finna á land- svæði þeirra. Ræð- ismannsbústaðir í Er- bil, höfuðborg Kúrda, starfa í raun eins og sendiráð. Í Sýrlandi breyttist það sem í upphafi voru friðsamleg mótmæli fyrir auknu lýðræði fljótt í vopnaða uppreisn súnníska meirihlutans gegn yfirráðum Alavíta, sem Assad-fjölskyldan leiðir. Líkt og í tilfelli Íraks er erfitt að sjá hvernig Sýrland getur aftur orðið að eins- leitu arabísku þjóðríki. Þegar bæði ríki misstu eiginlega stjórn opnaðist leiðin fyrir nýjan aðila – Íslamska ríkið, sem hefur lýst yfir stofnun kalífats sem nái yf- ir Írak og Sýrland, og um leið kast- að fyrir róða hinu gamla Sykes- Picot-samkomulagi. Íslamska ríkinu, sem á rætur í Al Qaeda, mun líklega ekki takast að búa til lífvænlegt ríki þvert á landa- mærin, en hin grimmilega barátta þeirra og hugmyndafræði íslamista bendir svo sannarlega til þess að gömlu landamærin, og ríkin sem af- markast af þeim, séu á útleið. Í raun gætu nýlegar innrásir hópsins í Líbanon einnig grafið undan hinu viðkvæma jafnvægi milli mismun- andi samfélaga sem þar ríkir. Uppbrot ríkjakerfisins sem Vest- urlönd komu á fót er einnig að ger- ast annars staðar í hinum stærri Mið-Austurlöndum. Súdan – stórt ríki með mörgum þjóðflokkum og trúarbrögðum, sem Bretar bjuggu til undir lok 19. aldar – heldur áfram að rakna í sundur. Þegar sjálfstætt Suður-Súdan varð til, eft- ir langt og blóðugt borgarastríð, losnuðu kristnir og andatrúarmenn undan kúgunarvaldi araba og músl- ima. En blóðið rennur enn í Darfur og Suður-Súdan á enn langt í land að geta talist stöðugt ríki. Líbía er líka að leysast upp í frumeindir sínar. Landsvæðin tvö, Trípólitanía og Kýreníka, sem Ítalir rifu frá Ottómönum stuttu fyrir fyrri heimsstyrjöld, voru neydd saman í nýtt land sem kallaðist „Líbía“, þó að svæðin hefðu mjög mismunandi sögu og hefðir. Síðan Muammar el-Gaddafí dó árið 2011 hefur Líbíu-mönnum ekki tekist að koma á fót stoðum fyrir ríkisvald af neinu tagi, og hafa fengið yfir sig sex mismunandi forsætisráðherra. Vestrænar helgiræður um nauðsyn þess að mynda sameinaða, lýðræð- islega kjörna ríkisstjórn hljóma fjarstæðukenndar í ljósi þess hversu mjög samfélag og stjórnmál landsins eru klofin. Það er ein undantekning frá þessari þróun: Egyptaland. Þrátt fyrir öll innri vandamál þess, er enginn vafi á því að Egyptaland er samhent ríki, með djúp tengsl við sögu og vitund íbúa þess. Þrátt fyr- ir þau vandamál sem kristnir kopt- ar glíma við, efast enginn um að þeir séu jafnmiklir Egyptar og meirihlutinn sem játast íslamstrú. En Egyptaland hefur einnig fylgt heimshlutanum á vissan hátt. Þar sem Vesturlöndin urðu veraldleg þegar frjálslynd og lýðræðisleg öfl risu upp úr Upplýsingunni, hefur veraldlegri tilveru í Mið-Aust- urlöndum alltaf verið neytt upp á íbúana að ofan, af harðstjórum: keisarinn í Íran, Atatürk í Tyrk- landi, Saddam í Írak, Assad á Sýr- landi, og Nasser og Mubarak í Egyptalandi. Þetta útskýrir hvers vegna kristnir menn og drúsar styðja Assad í Sýrlandi og hvers vegna koptarnir egypsku styðja herforingjastjórnina: lýðræðislegt vald meirihlutans þýðir að músl- imar ná öllum völdum. Evrópa gekk í gegnum margar aldir af grimmilegum trúardeilum og stríðum milli þjóða, sem náðu hámarki sínu í tveimur heimsstyrj- öldum, áður en álfan náði núver- andi stöðugleika í ríkjakerfi sínu. Mið-Austurlönd munu líklega ekki þurfa að eyða jafnmiklum tíma og blóði og Evrópuríkin; en sú hug- mynd að niðurstaða umrótsins verði endilega þjóðríki að evrópskri fyr- irmynd gæti reynst vera hilling bú- in til af Vesturlöndum. Bókmennta- fræðingurinn og menntamaðurinn Edward Said heitinn hefði jafnvel kallað það dæmi um föðurlega Austurlandahyggju. Uppbrot Mið-Austurlanda Eftir Shlomo Avineri » Samkomulag Breta og Frakka setti al- gjörlega til hliðar sögu heimshlutans, hefðir þjóðabrota og trúarhópa og tengsl þeirra, og vilja íbúanna á svæðinu. Shlomo-Avineri Shlomo Avineri er prófessor í stjórnmálafræði við Hebreska háskólann í Jerúsalem og meðlimur í Hinni ísraelsku akademíu vísinda og fræða. Nýjasta bók hans heitir „Theodor Herzl and the Foundation of the Jewish State.“ ©Project Syndicate, 2014. www.project-syndicate.org Ég hef ferðast á eigin vegum um lönd í Evrópu, m.a. Þýska- land, Austurríki, Sviss, Skotland og England. Þar hef ég gist á gistiheimilum, Zimmer frei, Bed & breakfast o.s.frv. Á öllum þessum stöðum hefur vakið athygli mína, hversu snyrtileg umgengni er, bæði utanhúss og inn- an. Í næsta húsi við mig hér í Norðurmýri er rekið útibú frá gisti- heimili á Flókagötu 1, Reykjavík Hostel Village. Í þetta útibú eru sendir ferðamenn frá því gistiheim- ili, án fylgdar, og ekki veit ég til þess, að nein móttaka sé í útibúinu. Umgengni við útibúið er ekki til fyrirmyndar. Ekki veit ég um um- gengni innanhúss, en sjálfsagt er þar allt til fyrirmyndar. Húsið lítur vel út að utan, án þess þó að vera aðlaðandi. Umgengni utanhúss er þannig, að grasblettur á lóð er sleginn en lóðin lítið hirt að öðru leyti. Sorptunnur eru of fáar og því oft yfirfullar svo ekki er hægt að loka þeim. Þannig blasa þær við okkur íbúum göt- unnar og ferðamönnum sem mynd hreinlætis og heilbrigðis, sem eitt- hvert eftirlit hefur gef- ið staðnum fullnægjandi einkunn fyrir. Ekkert bólar á því eftirliti nú. Ferðamenn reykja fyrir utan og kasta stubbum á tröppur hússins og gangstéttar hússins og næstu húsa, þrátt fyrir lítinn dall á tröppum, sem er ætlaður fyrir slíkan úrgang. Ekkert er gert utanhúss til að hvetja gesti til að ganga snyrtilega um. Alls konar illgresi vex með veggjum og á gangstétt hússins og mætti fleira tína til. Ég veit ekki, hvað ferðamönnum frá þeim löndum, sem ég nefni hér að ofan, finnst um svona snyrti- mennsku. E.t.v. finnst þeim sport að upplifa snyrtimennsku þeirra, sem þjóna ferðamönnum á Íslandi. Enginn hefur eftirlit með þessari starfsemi, en ekki stóð á leyfi bygg- ingarfulltrúa og annarra eftirlits- aðila, þegar um það var sótt, í trássi við skipulagslög og rétt íbúa í íbúð- arhverfi. Allt er sparað í þjónustu og um- gengni, en þeir græða, sem selja ferðamönnum slíka þjónustu. Í dag er gróðinn það eina, sem máli skiptir, er það ekki? Eftir Axel Kristjánsson Axel Kristjánsson »Ég veit ekki, hvað ferðamönnum frá þeim löndum, sem ég nefni hér að ofan, finnst um svona snyrti- mennsku. Höfundur er lögmaður. Gistiheimili í íbúðarhverfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.