Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 87
MINNINGAR 87 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 ✝ Andrés Sig-hvatsson var fæddur í Ártúnum á Rangárvöllum 10. júlí 1923. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Sighvatur Andrésson, f. 14.3. 1892, d. 6.7. 1979, og Kristín Árna- dóttir, f. 16.2. 1894, d. 22.1. 1975. Systkini Andrésar eru: Kristín, f. 1920, d. 1921; Hólm- fríður, f. 1921, d. 1992; Stein- dór, f. 1925, d. 1998; Kristín, f. 1926; Árni, f. 1929, d. 2005; Margrét, f. 1930, d. 2012, Ester, f. 1931, d. 1987, og Bjarney, f. 1932. Andrés kvæntist Júlíönu fimm börn, 6) Lára Halla Andrésdóttir, f. 15.3. 1965, á hún fjögur börn, 7) Viggó Andr- ésson, f. 7.1. 1967, á hann þrjú börn og tvo fóstursyni og 8) Finnur Andrésson, f. 10.4. 1971, á hann fjögur börn. Andrés kvæntist síðar Jónu Rebekku Jóhannesdóttur Þau skildu eftir sex ára sambúð. Andrés fluttist sextán ára gamall með fjölskyldu sinni að Ragnheiðarstöðum í Flóa. Þar kynntist hann fyrri konu sinni, Lúllu eins og hún var kölluð. Andrés stundaði þar akstur vörubíla en eftir að hann flutti til Reykjavíkur vann hann lengst af sem vörubílstjóri hjá Vörubílastöðinni Þrótti. Tónlist skipaði mjög stóran sess í lífi hans. Hann spilaði m.a. á harmonikku og píanó en rúm- lega tvítugur hóf hann söngnám og söng m.a. í Karlakórnum Þresti (eldri Þröstum). Útför Andrésar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 4. sept- ember 2014, kl. 13. Viggósdóttur, f. 2.8. 1929, d. 14.12. 2000, bjuggu þau saman í fjörutíu og fimm ár en slitu síðan samvistir. Saman eignuðust þau átta börn. Þau eru 1) Kristín Andrésdóttir, f. 25.10. 1947, hennar börn urðu fjögur en eitt lést 14.4. 1972, 2) Sighvatur Andrésson, f. 26.3. 1949, d. 1.7. 1989, átti hann þrjú börn, 3) Margrét Lilja Rut Andrésdóttir, f. 6.6. 1955, d. 8.8. 1994, átti hún fjögur börn, 4) Árelía Þórdís Andrésdóttir, f. 4.12. 1956, d. 8.8. 2010, átti hún fjögur börn, 5) Andrés Jón Andrésson, f. 1.2. 1960, á hann Hann situr í stólnum, bað- aður birtu og yl. Stofan er hlý- leg og sólin umlykur allt. Hann brosir kurteislega þegar ég kem til hans og heilsa. Hver ert þú aftur? Ég er hún Gréta, dóttir hennar Möggu systur þinnar. Já, hennar Möggu, segir hann og brosir blítt. Gaman að sjá þig. Við sitjum og spjöllum um líf- ið og tilveruna. Ég spyr hvort hann vilji ekki syngja fyrir mig. Æ, ég hef nú ekki sungið neitt svo lengi. Eigum við að syngja saman O sole mio? Hann brosir og ég sé blik í augum hans. Ég byrja að syngja og hann tekur undir af veikum mætti, á auð- mjúkum tóni sem enginn heyrir nema við tvö. „Che bella cosa.“ Ég raula með. Þá styrkist hann og fyrr en varir líða um stofuna ljúfustu tónar tenórsins góða. „O sole mio sta nfronte a te.“ Hann hefur engu gleymt. Já, hann Addi frændi var alltaf til í að syngja með mér, eins og hann söng með mömmu í hvert sinn er þau hittust. Söngurinn var þeim í blóð bor- inn, systkinunum frá Ragnheið- arstöðum. Og jákvæðnin ein- kenndi allt hans líf. Á hverjum degi, allt fram í andlátið, þakk- aði hann fyrir hvað hann hefði ætíð haft góða heilsu. Þótt hann væri orðinn níutíu og eins árs var hann uppáklæddur hvern einasta dag. Engan hef ég hitt með hár jafnmikið og fagurt. Og ekki er með nokkru móti hægt að segja að hann hafi dáið í hárri elli því hann leit út fyrir að vera mun yngri en hann var. Ég kveð móðurbróður minn með virðingu og söknuði og er þakklát fyrir allar góðu sam- verustundirnar. Sólin hans Adda er slokknuð. En hún lifn- ar í hvert sinn er við heyrum ítalska lagið O sole mio sem enginn söng betur en hann. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Andrés- ar Sighvatssonar. Margrét Pálsdóttir. Andrés Sighvatsson ✝ Rósa SigríðurJósepsdóttir fæddist í Neskaup- stað hinn 20. maí 1935. Hún lést á Landspítalanum 26. maí 2014. Rósa Sigríður var dóttir hjónanna Jóseps Halldórs- sonar frá Þuríðar- stöðum í Eiða- þinghá og Sigur- bjargar Halldórsdóttur frá Gerði í Norðfirði. Rósa Sigríður var yngst af sex systkinum ásamt Laufeyju tvíburasystur sinni en þau eru: Árni, f. 13. jan- úar 1919, d. 22. maí 1996, Helga, f. 13. mars 1920, d. 13. júlí 1942, Gunnar, f. 4. mars 1921, d. 11. nóvember 1997, Óli, f. 4. júní 1924, d. 26. nóvember 2009, og svo tvíburasystirin Laufey, f. 20. maí 1935. Rósa ólst upp í Neskaupstað að undanskildum fjór- um árum í Hellis- firði. Hún fór snemma að vinna í fiski eins og títt var þá, bæði í Neskaup- stað og í Njarðvík- um. Hún fluttist svo suður sem ung kona og vann ýmis störf, svo sem á veitingahúsum, en lengst var hún við störf á Hótel Esju og dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Eftir að Laufey syst- ir hennar flutti suður ásamt dóttur sinni Sigurbjörgu hélt hún heimili með henni á Grens- ásvegi 54, Reykjavík, allt til dauðadags. Útför Rósu Sigríðar fór fram frá Grensáskirkju miðvikudag- inn 11. júní 2014. Hún Rósa „amma“ okkar er dáin. Þessi setning er svo óraun- veruleg, því að maður vill að sínir nánustu séu til staðar allt manns líf. Í rúmlegan mánuð var Rósa búin að liggja á krabbameins- deildinni á Landspítalanum og berjast við illvígt krabbameinið. Það hafði því miður vinninginn enn einu sinni og missirinn er sár og erfiður. Ég, Sindri, börnin okkar, mamma og pabbi vorum því miður stödd í Danmörku síð- ustu dagana af baráttunni, en Tinna Sif stóð eins og klettur við hlið ömmu sinnar. Þó svo að stundirnar hafi verið virkilega erfiðar, þá veit ég að þær voru Tinnu dýrmætar. Það að geta verið til staðar seinustu dagana sem Rósa lifði og verið hjá henni á dánarbeðnum. Tæknin í dag gerði okkur hinum svo kleift að geta verið á Skype og leyft Rósu að sjá og heyra í okkur. Við Tinna Sif vorum svo lán- samar í æsku að eiga þrjár ömm- ur lengst af en nú er Rósa farin og eftir eigum við aðeins eina dýr- mæta ömmu. Þegar við vorum litlar áttu flestir vinir okkar ömm- ur og afa og það áttum við syst- urnar líka, en við áttum líka ömmu og Rósu. Alltaf var talað um ömmu og Rósu sem eina heild, tvær ömmur á einu heimili. Vin- konur okkar vita allar hverjar amma og Rósa eru, enda hafa flestar komið á Grensásveginn í mat eða kökukaffi. Við minnumst þess með gleði þegar við vorum litlar stelpur, að við fórum þó nokkuð oft í pössun til ömmu og Rósu og sérstaklega þegar mamma var að vinna á kvöldvakt á Hrafnistu. Þá var alltaf farið í Miklagarð og við systur fengum að velja okkur eitthvað sniðugt og svo var farið á róló. Þegar við fór- um í næturpössun til þeirra feng- um við að fara á vídeóleiguna og leigja strumpana. Það var mjög vinsælt. Einnig eigum við yndis- legar minningar frá Neskaupstað en á Strandgötu 6 var mikið um manninn og alltaf nóg af kræsing- um. Á kvöldin voru ömmurnar svo búnar að útbúa kvöldkaffi og til í að spila á spil. Rósa kom alltaf fram við okkur eins og sín eigin barnabörn og gerði allt með okk- ur. Ömmurnar hafa alltaf haft mikið yndi af eldamennsku og bakstri og þegar maður kemur á Grensásveginn er töfraður fram veislumatur eða dýrindis kökur. Þetta hefur verið svona frá því við vorum litlar stelpur og þetta hafa börn okkar Tinnu svo sannarlega líka fengið að kynnast. Við mun- um halda þessu áfram með ömmu og þar sem Rósa er ekki lengur með okkur, er komið að okkur systrum að hjálpa til í eldhúsinu. Elsku Rósa, þú komst fram við okkur systur og börn okkar eins og við værum þín eigin og við lit- um alltaf á þig sem aðra ömmu. Góðvild þín í okkar garð er ómet- anleg og við munum alltaf muna það. Við trúum því að þú sért komin á góðan stað núna, hjá langömmu, langafa og systkinum þínum. Söknuðurinn er óbærileg- ur en við finnum huggun í þeim fjölmörgum yndislegu minning- um sem við eigum með þér. Hvíldu í friði, elsku „amma“. Eva Ösp Bergþórsdóttir og Tinna Sif Bergþórsdóttir. „Hún var að kveðja“. Þessi orð konu minnar komu jafn flatt upp á mig eins og ávallt þegar maður fær harmafregn. Þó að maður vissi að baráttan við illvígt krabbameinið væri erfið, þá er eins og maður firri sig þeirri hugsun að kveðjustundin sé að renna upp. Rósa ólst upp í systkinahóp í Neskaupsstað á Strandgötu 6, betur þekkt sem Bifröst í þá daga. Eins og tíðkaðist í sjávar- plássum á þessum tíma þá byrjaði hún snemma að vinna í fiski. Seinna fór hún svo ásamt systur sinni Laufeyju í fiskvinnslu í Njarðvíkum. Fóru þær á nokkrar vetrarvertíðir þar, en á sumrin voru þær fyrir austan og hjálpuðu meðal annars til við búskap föður síns. Rósa flutti síðan alveg suður og starfaði þar meðal annars á veit- ingahúsum en lengst af starfaði hún á Hótel Esju og dvalarheim- ilinu Hrafnistu í Reykjavík. Hún var vinsæl og eftirsótt í störfum sínum enda ósérhlífin með afbrigðum. Rósa var frænd- rækin og vinagóð. Hún lagði mik- ið upp úr því að halda góðu sam- bandi við bræður sína og þeirra fjölskyldur, sem og fjölmarga vini sína. Hún heyrði reglulega í ætt- ingjum sínum fyrir austan og vildi fá fréttir frá æskustöðvum sínum. Þegar Laufey systir hennar flutti til Reykjavíkur hófu þær systur að halda heimili saman og enduðu með að kaupa sér íbúð að Grens- ásvegi 54 í Reykjavík. Það var einmitt þar sem ég hitti Rósu í fyrsta sinn, þá nýbúin að kynnast Sigurbjörgu dóttir Laufeyjar. Þar bjuggu þær þrjár saman og unnu allar á Hrafnistu í Reykja- vík. Það var svolítið skrýtið í byrj- un að þekkja þær systur ekki í sundur og vita aldrei hvort ég var að tala við Laufeyju eða Rósu. Þær voru ekki bara líkar í útliti heldur töluðu þær líka sem ein persóna. Þær voru mjög sam- rýndar og vissu ávallt hvað hin var að hugsa. Þegar við Sigur- björg stofnuðum síðan heimili tveimur árum síðar og eignuð- umst okkar eldri dóttur, Evu Ösp, þá hófst tímabilið á Grensásveg- inum sem við köllum „ömmu og Rósu“-tímabilið. Það hefur reyndar engan enda tekið því að eftir allar barnapassanirnar með Evu Ösp og síðar Tinnu Sif yngri dóttur okkar, hafa barnabörnin sem nú eru orðin fimm, tekið við og alltaf er talað um að fara til ömmu og Rósu í sama orðinu. Þær systur höfðu gaman af að búa til góðan og mikinn mat og óteljandi eru þau matarboðin hjá þeim. Rósa var alltaf mjög dugleg að fara með dætur okkar á rólu- völlinn og ýmsa staði í kring og tala þær oft um það. Laufey var þá gjarnan heima að búa til mat- inn fyrir þær. Eftir að Rósa greindist með krabbamein bjó hún samt áfram á Grensásveginum að undanskild- um örfáum dögum á spítala vegna aðgerðar. Síðasta mánuðinn var hún svo á 11E á Landspítalanum við Hringbraut og lést þar að morgni 26. maí síðastliðins. Elsku Rósa, fyrir hönd okkar konu minnar, barna okkar, barna- barna og tengdabarna þakka ég þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í gegnum tíðina. Um- hyggja þín og tryggð hefur verið ómetanleg. Elsku Laufey, missir þinn er mikill og sorgin djúp. Megi góður Guð hugga þig og vaka yfir þér. Við kveðjum með söknuði góða konu. Guð blessi minningu Rósu Sig- ríðar Jósepsdóttur. Bergþór Jónasson. Rósa Sigríður Jósepsdóttir Það eru forrétt- indi að eiga samleið í gegnum lífið með fólki sem hefur bætandi áhrif á allt og alla, hall- mælir engum og býr yfir ein- stökum meðfæddum hæfileikum í mannlegum samskiptum. Slík manneskja var Bibba frænka mín og vinkona. Við áttum sam- leið gegnum bernskuárin í skjóli stórfjölskyldunnar á Skaganum þar sem við ólumst upp. Fyrstu minningar mínar um hana eru þegar hún fór á handahlaupum á steyptum vegg sem skildi að tvær lóðir, hún var þá um sjö ára gömul og krakkahópur stóð og horfði agndofa af hrifningu á hana. Við áttum samleið gegn- um félagsmiðstöðvarlaus og næstum sjónvarpslaus æskuár þar sem ungt fólk hittist í Huld- arskotinu, fór á rúntinn og dans- aði. Um tvítugt flutti hún til Reykjavíkur og bjó á Skóla- vörðustígnum og þá varð her- bergið hennar þar að félagsmið- stöð, ættingjar og vinir voru velkomnir. Þar voru ótrúlega Sigurbirna Árnadóttir ✝ SigurbirnaÁrnadóttir fæddist 3. mars 1948. Hún andaðist 19. ágúst. sl. Sigur- birna Árnadóttir var jarðsungin 30. ágúst 2014. skemmtilegar um- ræður um stjórn- mál og jafnréttis- mál og annað sem skiptir máli. Við gestir hennar vor- um ekki alltaf sam- mála og þegar henni fannst nóg komið sagði hún „æ hættið nú“ og við gegndum og öll dýrin urðu aftur vinir og fóru saman í Glaumbæ eða á fótboltaleik eftir því hvaða dagur var. Eftir tímann á Skóla- vörðustígnum flutti hún á Ei- ríksgötuna, þar ríkti áfram andi gestrisni og hlýju. Á seinni ár- um ræddum við stundum um að við værum sennilega farnar að spila seinni hálfleik þar sem við værum komnar yfir sextugt en þessi seinni hálfleikur átti að verða langur og vel spilaður og við gerðum ráð fyrir framleng- ingu. Í seinni hálfleik átti að hittast oft, hlæja mikið, tala mikið og drekka kaffi í lítra tali. Ég þakka Bibbu einstaka samfylgd í gegnum áratugi og vináttuna sem aldrei bar skugga á, hafi hún ævarandi þökk fyrir allt. Siggu móður hennar, Guð- mundi eiginmanni hennar, börn- unum Óla og Elku og fjölskyld- um þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þórunn G. Legsteinar sem standast íslenska veðráttu. Granítsteinar, gegnheil gæði. 30% afsláttur Helluhrauni 2, Hafnarfirði ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, THEODÓR GUÐMUNDSSON, (Teddi á Leiti), dvalarheimilinu Stykkishólmi, lést laugardaginn 30. ágúst. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 6. september kl. 14.00. Þökkum auðsýnda samúð við andlát hans. Sigrún Theodórsdóttir, Jón Ólafur Vilmundarson, Harpa Theodórsdóttir, Frode F. Jakobsen, Theodóra Sigríður Theodórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BJÖRN SIGURÐSSON, Holtateigi 11, Akureyri, áður bílstjóri og bóndi Róðhóli, Skagafirði, lést fimmtudaginn 28. ágúst. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. september kl.13.30. Innilegar þakkir til starfsfólksins á Grenihlíð fyrir góða umönnun. Þeim sem vilja minnast Jóns Björns er vinsamlegast bent á Rakelarsjóð í Grunnskólanum á Hosósi. Jóhanna Marín Kristjánsdóttir, Sigríður S. Jónsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Jóna Guðný Jónsdóttir, Þorsteinn Þ Jósepsson, Helen Jónsdóttir, Vilhjálmur J. Valtýsson, Dagbjört Hrönn Jónsdóttir, Gunnsteinn Þorgilsson, Viðar Jónsson, Hafdís Garðarsdóttir, Kristján B. Jónsson, Steinunn Eyjólfsdóttir, afa og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, HANS JÚLÍUSSON matsveinn, Lágseylu 5, Innri Njarðvík, lést miðvikudaginn 20. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Anna Hjartardóttir, Guðríður Hansdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.