Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 28
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í gær, miðvikudag, var í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur opnuð sýn- ingin Manstu. Þetta er samstarfs- verkefni Borgarskjalasafns Reykja- víkur og Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttir hönnuðar og mynd- listamanns og sett upp í tilefni af 60 ára afmæli safnsins. Á sýningunni, sem stendur til 21. september, er varpað upp svipmyndum af þeim ríka safnkosti sem Borgarskjalasafn varðveitir og sérstaklega eru í brennidepli skjöl og prentað efni frá síðustu sex áratugum sem safnið hefur starfað. „Mér finnst sennilegt að sýn- ingin muni vekja minningar hjá mörgum borgarbúum. Það má líka segja að safnið varðveiti skjöl sem tengjast lífi flestra Reykvíkinga á einn eða annan hátt," segir Svanhild- ur Bogadóttir borgarskjalavörður. Hluti af sýningunni í Tjarnar- salnum er innsetning Guðrúnar Sig- ríðar sem nefnist Bönd. Hún er byggð á efni safnsins ásamt nýju efni sem hún hefur safnað sér- staklega fyrir verkið. Innsetningin er unnin með blandaðri tækni með efni og aðferð sem Guðrún Sigríður hefur þróað þar sem hún leitar að því sem sameinar samfélag og sál. Það er nokkuð sem Svanhildur segir skírskota til starfsemi Borgarskjal- arsafns sem byggist á söfnun, varð- veislu og framsetningu efnis. Eitt af elstu og helstu Borgarskjalasafn var stofnað 7. október árið 1954 og er eitt af elstu og helstu héraðsskjalasöfnum lands- ins. Það er stærsta skjalasafn lands- ins fyrir utan Þjóðskjalasafn Íslands með hátt í 10 þúsund hillumetra af skjölum. „Safnið tekur einnig við skjöl- um frá fólki, félagasamtökum og fyr- irtækjum í Reykjavík. Slík skjöl gefa fjölbreyttari mynd af mannlífi í Reykjavík,“ segir Svanhildur. Sýningin vekur minningar Morgunblaðið/Golli Sýning Guðrún Sigríður Haralds- dóttir t.v. og Svanhildur Bogadóttir.  Borgarskjalasafn 60 ára  Gögn í 10 þúsund hillumetrum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það var aldrei búið að hnitsetja þennan stein og þeim fer fækkandi sem þekkja til. Við vildum gera þetta áður en við hrykkjum upp af,“ segir Guðni Lýðsson íbúi í Reyk- holtshverfinu í Bláskógabyggð. Hann fór ásamt tveimur öðrum eldri mönnum úr Biskupstungum upp á Tunguheiði til að hnitsetja Vegatorf- ustein sem þar er að finna. Vegatorfusteinn er gamall landa- merkjasteinn á milli jarðarinnar Upphóla sem komin er undir afrétt Tungnamanna og Tunguheiðar sem er í eigu Bræðratungukirkju. Mikil jarðvegseyðing Vegatorfusteinninn er uppi á bjargi sem nær manni í mittishæð. Þarna var gróið land og náði gróður- inn yfir bjargið. Talað er um að Vegatorfusteinninn hafi verið fluttur að og settur ofan á bjargið til að merkin hyrfu ekki í jarðveg og gróð- ur. Nú er þarna öðruvísi umhorfs. Vegatorfan hefur blásið upp á tveim- ur öldum og grjótið stendur bert á melöldu. Guðni segir að þarna í ná- grenninu séu allt að tveggja til þriggja metra háar torfur sem sýni hvað jarðvegurinn hafi verið þykkur. Landgræðslan og Landgræðslu- félags Biskupstungna eru nú að græða svæðið upp. Landið er stórt og uppgræðslan tekur langan tíma. Ekki lengur í alfaraleið Vegatorfusteinninn er við hina fornu þjóðleið, um þrjá kílómetra sunnan við Sandá. Vegfarendur, ekki síst fjallmenn, notuðu hann sem aflraunastein. Guðni segir að hann sé ekki lengur í alfaraleið og menn því lítið að reyna sig við hann. Hægt er að aka á jeppa að Vega- torfusteininum eftir vegarslóða af Kjalvegi. Liggur slóðinn suður með stórgrýttum jökulruðningi sem myndar langan hrygg þvert á heið- ina. Í framhaldi hans gnæfir Vega- torfusteinshóll þar sem stórgrýtið nær hámarki. Ljósmynd/Garðar Þorfinnsson Vegatorfusteinn Vegatorfa hefur blásið upp og eftir situr grjótið. Guðni Lýðsson styður hendi við aflraunasteininn sem hraustir menn reyndu sig við fyrr á árum. Einstaka maður náði honum upp á brjóstið. Grjótið stendur eftir þar sem Vegatorfa var  Gamlir bændur hnitsettu Vegatorfustein á Tunguheiði Vegatorfusteinninn er draug- þungur, að sögn Guðna Lýðs- sonar, og aðeins hraustustu menn náðu honum upp á brjóst. Í frásögn Gísla Sigurðssonar blaðamanns í Árbók Ferðafélags Íslands 1989 er vitnað til orða gamals bónda sem minntist þess fyrir margt löngu að Tóm- as í Brattholti hafi átt léttast með steininn, þegar báðir voru ungir, og tekið hann upp á brjóst. Enginn hafi þó náð að varpa Vegatorfusteininum aftur af öxlinni nema Narfi á Brú, afi Hannesar Þorsteinssonar þjóð- skjalavarðar og alþingismanns. Yfir öxlina á einum manni DRAUGÞUNGUR STEINN Æfumlesturinn www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu MetsölulistiEymundssonBarnabækur 2 7. 0 8 .1 4 – 0 2 .0 9 .1 4 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.