Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.09.2014, Blaðsíða 48
48 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Spjótin hafa beinst að Mercedes- liðinu í formúlu-1 eftir belgíska kapp- aksturinn fyrir tæpum hálfum mán- uði. Vegna samstuðs ökumanna þess, þeirra Lewis Hamilton og Nico Ros- berg á aðeins öðrum hring, með þeim afleiðingum að Hamilton féll um síðir úr leik, hótuðu liðsstjórarnir að grípa til liðsskipana og koma með því í veg fyrir kappakstur þeirra það sem eftir var vertíðar. Það mæltist illa fyrir og eftir að hafa tekið ökumennina tvisv- ar á teppið á síðustu 10 dögum hefur verið fallið frá því. „Mercedes skuldbindur sig til harðrar en drengilegrar keppni því það er rétta leiðin til heimsmeist- aratitlanna. Gripið hefur verið til við- eigandi agaviðurlaga vegna atviksins [í Belgíu]. Ökumönnunum hefur ver- ið tjáð skýrt og skilmerkilega að ann- að atvik af því tagi verður ekki liðið. En Nico og Lewis er áfram frjálst að keppa innbyrðis og við höfum trú á þeim,“ segir í yfirlýsingu frá liðs- stjórunum Toto Wolff og Paddy Lowe eftir seinni agafundinn af tveimur. Þar var skuldinni af árekstrinum afdrifaríka skellt á Rosberg og hann hýrudreginn. Talan var ekki gefin upp en var sögð sex stafa, þ.e. að minnsta kosti 100.000 evrur, eða yfir 15 milljónir króna. Baðst hann afsök- unar og játaði að dómgreindin hefði brugðist honum í hita leiksins. Segja þeir Hamilton að langvarandi vinátta þeirra sé það djúpstæð að þeir muni komast yfir þá snurðu sem hljóp á þráðinn í sambúð þeirra við ákeyrsl- una klaufalegu í Les Combes- beygjunni í Spa-Francorchamps. Sérfræðingar um formúlu-1 eru flestir á því að spennan í titilslagnum eigi eftir að segja til sín í mótunum sem fram undan eru, jafnvel strax á sunnudag í Monza á Ítalíu. Og vegna mikils metnaðar beggja og rígs muni fyrr eða seinna sjóða aftur upp úr. Sá eini fyrirvari sem hefur verið hafður á frelsi þeirra til að kljást innbyrðis er að þeir ækju ekki hvor á annan. Hótaði Toto Wolff þeim öllu illu strax eftir kappaksturinn og boðaði liðsfyrirmæli en vegna þrýstings lét hann ekki verða af því, á yfirborðinu alla vega því vera kann að einhverjar ákvarðanir hafi verið teknar á aga- fundunum sem ekki verða gerðar opinberar. Reiði kraumaði undir En getur Wolff gert eitthvað til að þetta endurtaki sig ekki? Sé gengið út frá því að engin illgirni hafi verið undirrót árekstursins þá vantar tals- vert á að líkja megi honum við glímur Alain Prost og Ayrton Senna á brautinni forðum daga. Þá elda var ekki hægt að slökkva eftir að þeir fengu að kvikna – og spurning er hvort hið sama sé að gerast hjá Mercedes. Nóg hefur alla vega verið af fræðingum til að segja að liðs- stjórnin sé veik, eftir að hafa hleypt ökumönnunum of langt í sókn þeirra til persónulegrar frægðar og frama. Allt þar til Rosberg og Hamilton komu að Les Combs-beygjunni snemma á öðrum hring í Spa hafði mátt líkja keppni þeirra við kalt stríð. Komið hafði til smáskæra, teflt hafði verið á tæpasta vað, grun- semdir verið um græsku, örlað á fjandskap í andrúmslofti vaxandi tortryggni. En í beygjunni voru eng- in aðvörunarskot lengur brúkuð. Gripið var til alvöruvopna í fyrsta sinn. Sem gæti allt eins átt eftir að endurtaka sig í hita leiksins og spennu titilkeppninnar. Þann lærdóm má draga af belg- ísku kappaksturshelginni, að Ros- berg virtist bera nokkurs konar Senna/Prost-kala til Hamiltons vegna deilna þeirra um liðsfyrirmæli í næsta móti á undan, ungverska kappakstrinum. Þessa hlið á Ros- berg hinum bljúga höfðu menn aldr- ei séð. Gramdist honum mjög að Ha- milton skyldi ekki hlýða liðsfyrirmælum og hleypa sér fram úr í Búdapest. Og kunni ekki að meta að liðsstjórarnir létu óhlýðni Hamiltons óátalda. Kraumaði í hon- um reiðin í þær fjórar vikur sem liðu milli mótanna og því er rimmu þeirra og afleiðingum hennar jafnað við átök Senna og Prost. Senna og Prost mun grófari Átök þeirra í japanska kappakstr- inum árið 1989, þegar báðir kepptu fyrir McLaren, er einhver frægasti árekstur formúlunnar. Á 46. hring af 53. keyrði Senna inn í bíl Prost og báðir snerust út af brautinni. Prost gat ekki haldið áfram keppni en það gat Senna sem komst eftir þjón- usturein brautarinnar aftur inn á hana sjálfa og lauk keppni. Prost var með nauma forystu í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna fyrir kappaksturinn en með sigrinum blasti við að Senna tæki titilinn. Það varð aldrei því hann var dæmdur úr leik fyrir að hafa ekið eftir flóttaleið- um inn á brautina. Prost var því krýndur heimsmeistari 1989. Þeir voru ekki lengur liðsfélagar árið eftir þegar til lokamótsins í Su- zuka kom, Prost farinn til Ferrari. Aftur klesstu þeir og báðir féllu úr leik. Senna varð meistari naumlega og Prost annar. Senna virtist aug- ljóslega keyra á Prost af ásetningi en neitaði því ætíð. Rifja má upp fleiri fræga og af- drifaríka árekstra liðsfélaga sem þó hverfa í skuggann af átökum Prost og Senna. Má þar nefna árekstur Ferrari-félaganna Clay Regazzoni og Niki Lauda í Brands Hatch í Englandi 1976. Árekstur McLaren- félaganna David Coulthard og Mika Häkkinen í Melbourne 1999 og klessu Juan Pablo Montoya og Kimi Räikkönen hjá McLaren í Indiana- polis 2006. Þá munaði minnstu að árekstur Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull í Istanbúl 2010, er báðir féllu úr leik, kostaði Vettel titilinn. Alltaf hefur þótt mega búast við að þessi frjálslega stefna Mercedes gæti leitt til vandræða á einhverju augnabliki. Sem og raun varð á í Spa-Francorchamps. Fyrir utan að tapa annars auðfengnum stigum sitja stjórar liðsins nú uppi með þann hausverk að reyna að fóta sig á því hvernig þeir ætla ná taumhaldi á ökumönnunum, tvístirni sínu. Ofan í kaupið sitja þeir uppi með fjölmiðla- storm þar sem stuðningsmenn hvors um sig læsa saman hornum. Óviðráðanlegt ástand Sumir halda því fram að Mercedes hafi skapað sitt eigið Frankenstein- skrímsli; liðið sé búið að missa stjórn á ökumönnunum og framundan geti gengi liðsins endað í farvegi sjálfs- glötunar í keppninni um titla öku- manna annars vegar og bílsmiða hins vegar. Toto Wolff er ekki á því að staðan sé svo slæm en játar að liðið gæti endað sem aðhlátursefni ef það gæti ekki nýtt sér yfirburði bílanna til sigurs í keppninni um titlana, sem á þessu stigi virðast annars blasa við liðinu. „Við höfum sennilega ekki enn ýtt á sjálfseyðingarhnappinn en það er mikið í húfi og takist okkur ekki að koma böndum á málin gæti að því komið. Það er eitt að njóta þess að horfa á frábæra keppni og leyfa þeim að kljást. En standi menn uppi sem flón í vertíðarlok þá hefur verið til einskis unnið,“ sagði Wolff eftir kappaksturinn í Spa. Það gjald sem liðið gæti í versta falli þurft að greiða er að Daniel Ricciardo hjá Red Bull kæmist upp á milli og stæli titlunum frá Hamilton og Rosberg. Sá möguleiki virðist býsna fjar- lægur og þótt Mercedes hafi orðið af mörgum stigum í Belgíu er fátt sem bendir til að stefna liðsins hafi verið röng. Hefði það til dæmis gengið til vertíðarinnar með þá reglu að öku- mennirnir kæmu í mark í þeirri röð sem þeir voru eftir fyrsta eða síðasta dekkjastopp þá hefði það engu breytt fyrir úrslit móta í ár. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur hvor- ugur þeirra Rosberg og Hamilton tekið fram úr hinum í bardaga á brautinni, að undanskildum nokkur hundruð metrum í Bahrain. Vinsældir formúlunnar aukast Keppnin í formúlu-1 hefur ekki verið eins tilþrifamikil og skemmti- leg í mörg ár og nú. Það er helst að þakka rimmum Hamiltons og Ros- berg, en þeirra vegna hafa vinsældir formúlu-1, mælt í sjónvarpsáhorfi, stóraukist. Vegna þessa er rætt um Mercedes út um allar jarðir og myndir af bílunum hanga uppi úti um allt. Kastljósið hefur heldur aldr- ei skinið jafn skært á ökumennina tvo. Ef ekki væri fyrir frjálsa keppni þeirra sætu færri fyrir framan sjón- varpstækin í útsendingum frá form- úlunni. Til samanburðar flýði fólk útsendingarnar í stórum stíl þegar Ferrari og Michael Schumacher drottnuðu í byrjun aldarinnar. Liðs- félagi hans og jafningi á brautinni, Rubens Barrichello, mátti aldrei keppa við hann eða verða á undan, og var skipað oftar en einu sinni að víkja og hleypa fram úr svo Schu- macher mætti vinna. Kalt stríð ökumanna kappakstursliðs Mercedes harðnar til muna AFP Árekstur Atvikið á Spa-Francorchamps-kappakstursbrautinni í Belgíu 24. ágúst síðastliðinn þegar Nico Rosberg ók bíl sínum aftan á bíl Lewis Hamiltons. Lewis Hamilton Liðsmenn Merced- es ræða saman um atvikið í Belgíu. Nico Rosberg Blaðamannafundur eftir Belgíukappaksturinn í ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.